Vísir - 13.12.1966, Blaðsíða 5

Vísir - 13.12.1966, Blaðsíða 5
V í SIR . Þriðjudagur 13. desember 1966. útlönd í morguri útlönd í Ifcörgun útlönd SKULDBINDANDIAÐGERÐIR PORTUGAL OG SUÐUR-AFRÍKU — Ol'iubann gegn Rhodes'iu rætt 'i kvöld AUsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna samþykkti í gœr ályktun, sem felur í sér beiðni til Öryggisráðs þecs efnis, að bað fyrírskipi aö- i'" irríkjunum að slíta stjórnmála- t igsl við Portúgal og að lagt skuli úl á braut efnahagslegra aðgerða go.;n landínu. I ályktuninni er svo að orði kom- izt, að með Afríkustefnu sinni hafi Portúgal gerzt brotlegt við allt mannkyn. Ályktuninni greiddu 70 þjóðir at- kvæði. en 35 á móti og 22 sátu hjá. Að tillögunni stóöu fulltrúar Af- ríku — og Asíulanda, en hún var borin fram af dagskrárnefnd. Fulltrúar vestrænna landa sátu hjá eöa greiddu ekki atkvæðí. RHODESÍA ENN FUNDUR í KVÖLD í' ÖRYGGISRÁÐI Enn er framhaldsfundur í kvöld de Boumedienne, fjallar bóðskapur hans til Gaulle um Vietnam? um Rhodesíumálið og er þá búizt við, að Afríkuþjóðimar hafi tilbún- ar breytingartillögur sínar við til- lögur brezku stjórnarinnar um skuldbindandi refsiaðgerðir og að þær muni fjallá um olíubann. Vit- að er þó, að sumar Afríkuþjóðir vilja að beitt veröi hervaldi til.þess að knýja stjórn Ians Smiths til uppgjafar. Arthur Goldberg aðalfulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuöu þjóðunum studdi í gær tillögumar og hét fullum stuðningi Bandaríkj- anna við framkvæmd þeirra. Og hann kvað Bandaríkjastjóm mundu vinna að því, að tilganginum yröi náð, því að friðinum stafaði hætta af Rhodesíu. BINDANDI REFSIAÐGERÐIR GEGN SUÐUR-AFRÍKU I Stjórnmálanefnd Allsherjarþings- ins samþykkti í gær ályktun, þar sem hvatt er til skuldbindandi refsi aðgerða gegn Suður-Afríku þvi að þær væm ,,eina ráðið til þess að fá Suður-Afríku til þess að hverfa frá apartheid — eöa aðskilnaöar- stefnunni". Siglir sömu leið til baka á „Gipsy Mouth IV. “ Þessi mynd var tekin úr lofti af Gipsy Moth IV, litlu skonnortunni hans Francis Chichesters, sem sigldi einn síns liðs frá Plymouth, Englandi, til Sidney, Ástralíu. Myndin var tekin úr lofti úti fyrlr Wonthaggi í Victoria-rfld, Ástralfu. — Francis g amli ætlar að sigla skonnortunni neim til Englands aftur. (Sbr. frétt í gær í blaöinu). Bouteflika rœðir Vietnam- styrjöldina við de Gaulle Bouteflika utanríkisráðherra Al- sír fer í dag til Parísar með boð- skap frá Boumedienne forsætisráð- herra til de Gaulle forseta og segja stjómmálamenn í Alsír, að „boð- skapurinn sé trúlega mikilvægur“. Það er vitaö, að Bouteflika mun ekki aðeins ræöa skuldaskipt; Fimmtán metra jólatré á Ráðhústorgi fauk um koll Frakklands og Alsirs, heldur og styrjöldina I Vietnam og hefir þetta komið af stað nýjum orðrómi, að verið sé að gera tilraun til að ná samkomulagi um friðarfund um Vi- etnam. Averill Harriman var ný- 'ega í Algeirsborg og ræddi við 3outeflika um Vietnam — og þá voru bæði stjörnmálalegir og við- skiptalegir fulltrúar Vietcong og frá Noröur-Vietnam í Alsír. Kom upp orðrómur um, að Bouteflika myndi ræða við þá eftir að hann ræddi við Harriman, og fengu nú fréttir um friðarumleitanir byr und ir vængi, en allt var borið til baka. ★ Skæruliðar Vietcong náðu fyrir helgina á sitt vald 200 óvopnuðum nýliðum stjórnarhersins, þar sem þeir voru saman komnir í æfinga- stöð til þjálfunar. ★ Samkvæmt nýbirtum skýrslum jókst íbúatala Bretlands í fyrra um 54.000 og er nú 54.450.000. 57 morð voru framin á Bretlandi í fyrra, eða 13 fleiri en árið áður. Fæðingum óskilgetinna bama fjölgaði um 3000 á árinu (1966) og komust upp í 73.000. ★ Hafnarverkamenn í Kotka á Finnlandi eru í verkfalli. ★ Vietcong-hermenn sem teknir voru til fanga í Suður-Vietnam, segja, að sovézkir togarar á Kyrra- hafi geri aðvart um flugferðir B-52 sprengjuflugvéla frá Guam, svo aö Vietcong viti ávallt fyrirfram hve- nær þessar sprengjuflugvélar em á leiðinni til árása. í þessum árásar- ferðum er flogiö 4000 km. leið. ★ Vestur-þýzka stjórnin hefur hækkað nokkuð toll á benzíni og nokkrum víntegundum. Samkomu- lag hefur ekki náðst um hækkun á tóbaki. < ★ Deán Rusk utanríkisráðherra Bandaríkjanna er kominn til Sai- gon á Asíuferðalagi sínu. Hann seg- ist ekki hafa orðið þess var I neinu að Norður-Vietnam óski eftir að framlengja jólavopnahléið og greiða þanhig fyrir samkomulags- umleitunum um frið. — í Saigon ræðir Dean Rusk við Nguyen van Thieu forseta, Nguyen Cao Ky for- sætisráðherra, og Tran Vac So ut- anríkisráðherrá. Talsvert tjón varð af hvassviðri í suðurhluta Danmerkur, að því er hermt er f NTB-frétt í morgmi — og 15 metra hátt jólatré, sem kom- ið hafði verið fyrir á Ráðhústorg- inu f Khöfn fauk um koll. Mjög hvasst var á ströndunum við Eystrasait, en líklega hvassast á Borgundarhólmi. Árekstur varð milli 9000 lesta skipsins Silverland og Ibes, finnsks siúps, 3000 lesta, við innsiglinguna til Frederikshamn. ELDUR I SKIPI VIÐ STRENDUR SVÍÞJÓÐAR Eldur kom skyndilega upp í skipi við austurströnd Svíþjóðar og sendi skipstjóri út neyðarkall og kvað áhöfnina veröa að fara í bátana, því að skipið væri aö sökkva. — Áhöfninni — 22 mönnum — var bjargaö. — Skipið var grískt, 3000 lestir, og hét Finlandia. ÞÝZKAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR úr harðplasti: Format innréttingar bjóSa upp á annaS hundrað tegundir skópa og litaúr- val. Allir skópar mcð baki og borðplata sér- smíðuð. Eldhúsið fæst með hljóðcinangruð- um stólvaski og raftækjum af vönduðustu gerð. - Sendið eða komið með mól af cldhús- inu og við skipuleggjúm eldhúsið samstundis og gerum yður fast vcrðtilboð. Ótrúlcga hag- stætt vcrð. Munið að söluskattur er innifalinn í tilboðum fró Hús & Skip hf. Njótið hag- stæðra grciðsluskilmóla og __ „ lækkið byggingakostnaðinn. ka F TÆ Kl HÚS & SKIP hf. LAUGAVCGI 11 • S f MI J15|S in ( -J I Deild 7 — eftir Valery Tarsis í þessari bók segir Tarsis frá dvöl sinni á geðveikrahæli 1 Rúss- landi, en þar var hann lokaður inni, eftir aö hafa smyglað einu af ritum sínum til Englands, hvar bókin kom út 1962 með nafninu „The Bluebottle“. Þá hafði Tarsis ekki fengið útgefna bók eftir sig í 20 ár, en áður haföi hann fengizt talsvert við þýðingar og smásagna gerð auk þess sem hann var send- ur sem stríðsfréttaritari til víg- vallanna í heimsstyrjöldinni. Deild 7 smyglaði hann einnig til Englands — skömmu eftir að hann slapp út af geðveikrarstofnuninni, þar sem hann segir að sovét- stjómin grafi lifandi þá menn, sem vændir em um litla auðsveipni við stefnu hennar og hugmyndakerfi. Bókin kom út i Englandi í fyrra og skömmu síðar skaut Tarsis sjálfum upp í Englandi. — Sfðan er ferill hans flestum kunnur af fréttum. Hann hefur hvarvetna valdið talsverðu fjaðrafoki — all- ir muna komu hans til íslands, til dæmis. — Tarsis hefur mjög beint spjótum sfnum í garð Sovétstjóm- arinnar. Siaurlaugur Brynleifsson kenn- ari þýddi bókina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.