Vísir - 16.12.1966, Blaðsíða 3
V l'S IR . Föstudagur 16. desember 1966.
• •
BORNIN
MÁLA
SENNILEGA er þaö einsdæmi,
að böm séu látin gera leikmynd-
ir, éða leiktjöld, eins og það er
almennt kallað. — Leikfélag
Reykjavíkur hefur farið inn á
þessa braut að bessu sinni í til-
efni af nýju barnaleikriti eftir
Þóri S. Guðbergsson, kennara
og æskulýðsleiðtoga í KFUM.
Börnin fengu heimsókn í fyrra
dag af Myndsjármönnum Vísis,
þar sem þau voru önnum kafin
í húsakynnum Leikfélags Reykja
vikur við Súðarvog, en þar er
leikmyndagerðin til húsa. Og
það verður ekki annað sagt, en
að leiktjöldin séu nýstárlegrí,
litríkari og skcmmtilegri en
menn eiga að venjast. Hjá böm-
unum ríkti þegar sú rétta stemn
ing, sem leikritið gerir ráö fyrir,
stemningin ; kringum hreppstjór
ann Hansen, sem mælir í leik-
ritinu á hálfgerðri „prentsmiðju-
dönsku“ og er lcikinn af fær-
eyskum leikara.
Börnin, sem hafa málað leik-
myndirnar og búningana líka,
Þama eru börnin, sem Myndsjáin hitti að máli við leikmyndageröin a. Frá vinstri: Hannes, Guörún, Elín, Ema, Dóra, Bryndís, Anna,
Guðmundur og Steinþór. Fyrir framan situr Ágúst litli, yngsti mað urinn I málaraliðinu, en bakgrunnurinn em fjöllin meö oddhvössu
fjallaskallana, snævi skrýdda. Verst að geta ekki sýnt litadýröina í öllu saman.
eru 15 að tölu og tilheyra yngsta
flokki Myndlistarskólans á
Freyjugötu. Umsjón með krökk-
unum hafa þeir haft Magnús
Pálsson, leilonyndasmiður LR,
og kennarinn þeirra, Jón Reyk-
dal. Leikendur í þessu leilcriti
verða færri en leikmyndasmið-
irnir ungu, 12 talsins, og verður
Bjami Steingrímsson leikstjóri,
en aðstoöarlefkstjóri Sigurður
Karlsson, báðir ungir en upp-
rennandi leikhúsmenn.
En nú látum við Myndsjána
um að segja frá starfi bamanna.
Það var heill „frumskógur" af málningardósum fyrir framan Han
es litla, sem hér er að mála einn af leikmununum.
Bær hreppstjórans. Síðasta hönd lögð á verkið
af einni upprennandi llstakonu, sem kvaöst
heita Elin.
Bryndís og Dóra, 12 ára gamlar, fara hér með
hvíta málningu ofan í fjalistindana.