Vísir - 16.12.1966, Blaðsíða 7
V1S IR. Föstudagur 18. dessraber 1963.
s"--------'."sna
7
Nýtt loft
>f
iV T oksfns tókst að mynda nýja
ríkisstjóm í Þýzkalandi. Og
þó ótrúiegt sé, meira að segja
stjóm, sem menn binda nú
bjartar vonir við að geti endur-
skapað þýzk stjómmál og lyft
þeim upp úr þeim djúpa dal nið-
urlægingar og leiöindanaggs
sem þau hafa verið komin í síö-
ustu ácin.
Það er margt einkennilegt og
óvenjulegt við þessa stjómar-
myndun. Eyrst það að hmn nýi
forsætisráðherra Kurt Kiesinger
var á sfnum tíma meðfimur í
nazistaflokki Hitlers. En mest
stórmerki verða það að kallast,
að hér hafa tveir höfuðflokkar
Þýzkalands, Kristitegi flokkur-
irm og Jafnaðanmenn lagt lið
saman. Þeir fiokkar sem aðal-
lega hafa barizt um vöWin í
landinsu frá strfðslokum tengjast
nú í eiau handabaodi. SMkt
hefði vissulega þótt tfðindi til
næstu bæjar fyrir nokkrum ár-
um, já verið tafið útriokað. Aö-
aiástæöan-fyrir því að >þeir geta
þetta, er þaö að menn viður-
kerma og sjá'að'flokksnagið og
rígjurinn og-.hm hrákatega póli-
tfk,. sem einkennt befur stjóm-
máiin í Boran befur niðuriægt
Þýzkaland. Hér-þnrffi sættir og
samvmnu íil að reyna að lyfta
hag þjöðarinnar að nýju. Enda
má dú segja að þessir atburðir
hafi svo að segja í einu vet-
fangi bceytt andrúmstoftinu í
Bonn. Menn eru bjartsýimi en
nokkru sinní áöur og undir þá
bjartsýní viidí ég mega taka.
Við verðum að athuga það, að
Þýzkaland er og verður jafnan
miðja evrópskra stjómmála og
það er ósegjanlega mjkilvægt
fyrir ahar aörar Evrópuþjóðir,
að stjómannáil megi ganga þar
greiðíega og leiða þau þá far-
sæld ekki einungis yfir þýzku
þjóðina heldur og allt hið ew-
ópska þjóðasamfélag.
Tlin nýja stjóm er stjórn sátta
og samkomulags. Það er
ekki nóg með það, að Kristi-
legi flokkurinn og Jafnaðarmenn
séu þar jafn hlutgengir, heldur
koma þar einnig fram ýmis hin
ólíkustu sjónarmið innan hvors
öpkks, og á þetta ekki hvað
sízt við um utanríkismálin, Nú
hefur Franz-Josef Strauss
fengið að nýju sæti í stjóminni
og var það auðvitað sjálfsagt,
hvert álit sem menn annars
hafa á þeirri persónu, — því
að hann má kalia nú oröið hinn
eiginlega foringja Kristilega
flokksins. Hann hefur nú tekið
að sér erfiðasta embættið, —
fjármálaráðheiTa og má telja að
það sé vel farið, þar sem dugn-
aðar hans og hörku er helzt
þörf þar. Hann verður að sjálf-
sö'gðu fremsti fulltrúi þeirrar
stefnu sem vill að Þýzkaland
bindist sem nánustum tengslum
við Frakkland de Gaulles. En i
stjóminni situr einnig erki-
ameríkuvinurinn , Gerhard
Schröder, áður utanríkisráð-
herra, og hefur nú fengið erfitt
verkefni. Sem landvamarráð-
herra fær hann nú það hlutverk,
að verja hin umdeildu vopna-
kaup frá Bandaríkjunum og
verður þaö ekki skemmtilegt
fyrir hann, ef hinum bandarísku
Starfighter orrustuflugvélum
heldur áfram að rigna niður.
Enda hefur hann þegar sett vara
við því og bannað flug þeirra.
Tjannig mætast nú bæði sjón-
armið í hinni nýju stjóm og
víst er að nú munu Þjóöverjar
leitast við að nýju að vinna viri-
áttu við de Gaulle og þó eigi
fara sér neitt óðslega.
Sá maður sem þó fer með
sjálf utanríkismálin i hinni nýju
stjóm er enginn annar en
Jafnaðarmaðurinn Willy Brandt,
hinn heimsfrægi borgarstjóri
Berlínar. Enginn efast um það
að þar er maður sem mun kunna
að koma fram fyrir hönd Þýzka-
lands á alþjóðavettvangi —
maður sem aliir bera fuilkomið
traust til. Það er talið, að hann
muni þrátt fyrir ftokkssjónar-
mið hlynntur nánara samstarfi
við de Gaulle, þar sem það kem-
ur heim saman við þá nýju
stefnu sem hann hyggst innleiöa
í þýzk stjómmál, að revna sætt-
ir og samstarf við Austur-
Evrópuríkin. Þar kemst hann á
nákvæmlega sömu línuna og de
Gauiie, sem hefur gert sér far
um að rækja vináttu og síaukin
tengsl við Rússland og Austur-
Evrópulöndin. Binda margir
vonir viö, að þetta veröi fram-
kvæmanlegt samhliða auknu
frjálsræði og frjálslyndari
stefnu í kommúnistaríkjunum.
En því fylgir þá um leið, að
Vestur-Evrópulöndin taki upp
stefnu sem er ekki eins háö
Bandaríkjamönnum og verið
hefur ríkjandi þar.
TTinn nýi forsætisráðherra eða
n „kanzlari“ Þýzkalands,
Kurt Kiesinger, var sem áður
segir meðlimur f þýzka nazista-
flokknum á tímabilinu 1933—45
og þegar Kristilegi flokkurinn
valdi hann sem kanzlaraefni
sitt upp úr hrærigraut Erhards-
fallsins voru illspár á lofti um
þaö, að hvorki smáflokkurinn
Frjáisir demokratar né Jafnað-
armenn fengjust til að starfa
með honum, þó ekki væri út af
öðru en því illa oröi sem Þýzka-
land fengi af þvi að hafa for-
sætisráðherra, sem verið hafði
nazisti.
En Kiesinger hefur iagt öll
spilin á borðið um fortíð sina
og er ekki að sjá annað en að
hann beri hreinan skjöid, þrátt
fyrir innritunina í nazista-
flokkinn 1933. Á þvf ári var
hvorki Hitler né nazistaflokkur-
inn orðinn flekkaöur af þeim
illvirkjum sem gerðu þá að
glæpsamlegri hreyfingu. Þá var
ástandið orðið slíkt í Þýzkalandi,
að fjöldi manna með lýðræðis-
legar tilhneigingar veitti nazist-
um atkvæði af því að f þeirra
augum virtist hann þá eina von-
in gegn kommúnískri valdatöku,
sem hefði vafalaust orðið blóð-
ug og hryllileg engu sfður en
austur í Rússlandi á sínum tíma.
En ijóst er af skjölum og
ýmsum gögnum að Kisinger brá
í brún þegar hann sá hið rétta
andlit nazistanna skömmu síðar.
Þegar morðin hófust innan
flokksins í hinni svokölluðu
Röhm-uppreisn, þá ofbauð hon-
um og er víst að þaöan í frá
hætti hann allri virkri þátttöku
í nazistaflokknum. Maður með
hans hæfileika hefði vissulega
átt auðvelt meö að stíga til
valda í nazistaflokknum, en
hann hafnaði öilum slíkum til-
boðum ifkt og hann vildi ekki
koma náiægt hinum nazfeku
kumpánum. Hitt var ekki eins
auðgert að segja sig aftur úr
nazistafiokknum, með þvi heföi
hann kallað yfir sig og fjöl-
skyidu sína ofsóknir og tortím-
ingu.
Jjegar stríðið hafði brotizt út
var hann hins vegar kvadd-
ur til skyldustarfa, sem hann
gat með engu móti skorazt und-
an, þar sem um var að ræða
skyidukvöð til ýmissa borgara-
legra starfa líkt og herskyidan.
Hann var skikkaður til starfa
hjá utanríkisráðuneytinu undir
von Ribbentrop og< starfaði í
þeirri deild sem fór með útvarps
áróður ráðuneytisins og hafði
þar m. a. miiligöngu við áróð-
ursmálaráðuneyti Göbbeis.
Þama starfaði hann sem lágt
settur embættismaöur og þykir
þaö koma fram í ailri hegðuni
hans þar, að hann hafi ekki lelt-
azt eftir ■neinum frama undir
hinni nazitísku stjóm.
Þvert á móti gerðist það, aö
nazistískir samstarfsmenn hans
kærðu hann fyrir áhugaleysi og
eitt sinn var hann kærður fyrir
að hafa breytt texta tii lesturs í
útvarpi f þá átt að hann strikaði
yfir æsingar til Gyöingahaturs.
Með þessu skapaði hann sér
tortryggni nazfekra yfirboðara
sinna og á hann var iitið í þeim
hópi sem varhugaverðan iýð-
ræðissinna. Er talið að ekki hafi
mátt mikiu muna aö síðustu,
að hann yrði tekinn og varpað f
fangabúðir. Eftirtektarvert er
t. d. að ýmis samtök Gyðinga
sem fylgjast náið með Þýzka-
landsmálum hafa nú við valda-
töku hans gefið yfiriýsingar um
það, að þau hafi engin ákæru-
atriði gegn honum. Hann hafi
komið fram mannlegur og skiln-
ingsgóður eftir því sem hann gat
í embætti sínu,
i t
jþessum uppiýsirigum um ævi-
feril Kiesingers hefur ekki
verið mótmælt neins staðar
ekki einu sinni í Der Spiegel.
Blað mannorðsníösins hefur ekki
getað fundið neitt mis-
jafn,t um hann og verð-
ur því aö telja þrátt
fyrir hina gömiu flokksaðild
Kiesingers að hann hafi hrein-
an skjöld og væri það mjög ó-
sanngjamt og óheiðarlegt, ef
sá söngur væri nú upphafinn í
öðrum löndum, að gamail naz-
isti sæti í kanzlaraembætti
Þýzkalands.
Að ioknu stríöi hóf Kiesing-
er fljótlega þátttöku í stjóm-
Kurt Kiesinger, hinn nýi forsætisráðherra Þýzkalands.
málum og var þegar um 1950
orðinn í hópi kunnari stjórn-
málamanna þar í iandi. Var nú
ólíku saman að jafna hve á-
hugi hans og starfskraftar
blómguöust I því þingræðis-
lega stjómarfari sem Þjóðverj-
ar vom nú að byggja upp.
Hann fékk brátt orð á sig sem
einn glæsilegastj þingmaöur og
mælskumaður í hópi Kristi-
lega flokksins og var oftsinn-
is málsvari flokks síns í ýms-
um meiri háttar málum á þing
inu í Bonn. Er sagt, að Aden-
auer hafi líkað mjög vel fram-
koma þessa unga manns, svo
aö eitt sinn hafí hann heitið
honum ráðherraembætti við
tækifæri. En árin liðu og aldrei
varð úr því að það heit væri
efnt. Er taliö að Adenauer
hafi ekki séð sér fært að efna
það, vegna hinnar gömlu naz-
istaflokks-þátttöku Kiesingers.
Varð Kiesinger nú leiður á
biðinni og ákvað fyrir nokkr-
um árum að taka boði um að
gerast fórustumaður í heima-
héraöi* sínu Baden-Wiirttem-
berg, en það er suður við
Svartaskúg, þar sem Sváfaland
kallaöiet til foma. Þannig hvarf
hann af þinginu í Bonn og hef-
ur stjómað f heimahéraði sínu
með slíkum ágætum að víö-
þekkt or í Þýzkalandi. En al-
mannarómur er að stjómar-
málefni einskis héraðs Þýzka-
lands séu í jafn góðu lagi sem
þar, einkennist af mikium fram
kvæmdakrafti og stjómsemi.
Og er það ekki sizt fyrir það
sem Kiesinger þykir vel valinn
í hið nýja embætti.
Kiesinger hefur og þegar í
upphafi sýnt þaö að hann er
mannasættir og þó stjómsam-
ur. Til þess eru vítin að var-
ast þau og hefur hann þegar
sýnt það, að hann hyggst
leggja megináherzlu á það að
uppræta þau merki ósiðsam-
legrar stjómmálabaráttu sem
svo mjög hafa sett svip á
þýzk stjómmál að undanfömu.
í ávarpsræðu sinni er stjómin
kom fyrst saman lagði hann
m. a. áherzlu á það, að sá
ijóti siður yrði nú afnuminn í
þýzkum stjómmálum að ráð-
herrar og aðrir stjómmála-
menn héldu uppi rógsherferð-
um gegn andstæöingum sínum
innan flokks og utan í sjón-
varps og blaðaviðtölum. Voru
það vissulega orð f tíma töluð
og vonandi verður tekið dug-
lega í lurginn á þeim sem
ætla að halda þar uppteknum
hætti.
TTin nýja stjóm er samsteypu
og sáttastjóm. Slíkt gefur
henni eins og eðlilegt er bæði
styrkleika og veikleika. Vilji
einskis eins fær að ráða,, allt
verður fýrst aö nást samkomu
lag um og því er hætta á því
að stjómin verði kannski ekki
alltaf einbeitt og sterk. En það
lofar góðu, að þessi samsteypa
er til orðin upp úr ótrúlegri
fómfýsi, þar fóma báðir þess-
ir stóm flokkar miklu, að því
að beztu menn innan þeirra
' hafa séð, að svo ’ mátti ekki
lengur til ganga sem horfði i
þýzkum stjómmálum, þar sem
allt var að koðna niður í ó-
samlyndi, ríg og rógi. Þannig
virðist mér koma inn með þess
ari nýju stjóm einhver alger-
lega nýr andi. Það er verið að
fyrirbyggja einhverja sturlunga
öld og málum stjómað að beztu
manna ráðum allri þióðinni til
hags. Ég hef þá trú, eins og
til þessa samstarfs er nú stofn-
að, að það geti orðið farsælt,
þó aidrei skuli maður spá langt
fram í tímann og hættur verði
vafalaust á veginum þegar nálg
Framh. á bls. 5.