Vísir - 16.12.1966, Blaðsíða 8
8
V í S I R . Föstudagur 16. desember 1966.
VÍSIR
Utgetandi: BlaSaútgátas VISIR
Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
AQstoSarritstjóri: Axe) rhorsteinson
Frfttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099
Afgreiösla: Túngötu 7
Ritstjóm: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 llnur)
Áskriftargjald kr. 100.00 á mðnuöi innanlands.
t lausasölu kr. 7,00 eintakið
Prentsmiðja Vtsis — Edda hJ.
Iðnþróun
fjvað er iðnþróun? Væntanlega mundu flestir tengja
slíkt hugtak við vöxt og viðgang í iðnaði og iðnaðar-
framleiðslu. Slík iðnþróun hefur verið að eiga sér
stað hér á landi á löngu árabili. Nýjar greinar iðnað-
ar hafa risið upp fyrir áræði og óþrjótandi dugnað
einstakra manna. Margir þessara manna hafa átt við
mikla fjárhagslega örðugleika að etja og þó hefur
aldrei staðið á Tímanum og forsvarsmönnum Fram-
sóknarflokksins að þrykkja á þá braskara-stimpli.
I nokkur ár hefur ritstjóri Tímans, Þórarinn Þór-
arinsson, verið forreiðarmaður þeirra Framsóknar-
manna að flytja á Alþingi einu og sömu tillöguna um
það, að athugaður væ'ri „samdráttur í iðnaði“, eins
og þeir orða það. Aldrei flpttu þessir sömu menn eina
einustu tillögu til eflingar iðnaði meðan þeir voru að-
ilar að ríkisstjó'rn og höfðu aðstöðu til að fá slíkum
málum framgengt. Þó að hundraðfaldast hafi fjáiráð
til útlána í iðnaði í tíð núverandi ríkisstjórnar, eru
þessir sömu stjómmálaskörungar síjarmandi um
lánsfjárskort, en ekkert höfðust þei'r að til úrbóta
meðan stjómvaldið var í þeirra hendi. Einar Ágústs-
son er prúður maður í þingliði Framsóknar, en er samt
meðflutningsmaður í tillöguflutningnum um samdrátt
og aumingjaskap í íslenzkum iðnaði.
Á sama tíma hefur ríkisstjómin verið önnum kafin
við að fá lögfest hvert framfarasporið af öðru til efl-
ingar íslenzkum iðnaði. Stóriðja er að verða að veru-
leika í íslenzku þjóðlífi. Áður var þetta draumsýn
ágætustu manna þjóðarinnar. Iðnlánasjóður hefur
orðið að sterkum fjárfestingarsjóði í tíð núverandi
ríkisstjómar. Nú er verið að opna þar nýja hagræð-
ingarlánadeild, og þegar hún leitar eftir fé frá almenn-
ingi með almennu lánsf járútboði með einstaklega hag-
stæðum kjörum, þá fylgja því framtaki 'frómar og
sterkar óskir um góðan árangur.
Iðnaðarmálaráðherra hefur nýlega gert grein fyrir
því á Alþingi, að hann sé að koma á laggimar*nýju
iðnþróunarráði, sem taka mundi við verkefnum stór-
iðjunefndar, en þó hafa miklu víðtækara svið, stuðla
að almennri iðnþróun í landinu viðskiptalega, fjár-
hagslega og tæknilega. Þetta nýja iðnþróunarráð er
reist á traustum gmnni með fulltrúum frá samtökum
iðnrekenda, iðnaðarmanna og iðnverkafólks og helztu
fjá'rmálastofnunum þjóðarinnar, svo sem Seðlabanka
íslands, Framkvæmdasjóði íslands, Iðnlánasjóði og
fleiri aðilum. Hér er verið að gera tilraun á nýju sviði
með nýjum hætti. Vitað er, að Sameinuðu þjóðirnar
hafa látið mikið til sín taka iðnþróun landanna og
mörgu góðu til leiðar komið. Við höfum enn ekki átt
neinn hlut að því samstarfi. Ef til vill em þa'r mögu-
leikar, sem ónotaðir hafa verið. Og hinar mörgu ungu,
en vonandi liðtæku rannsóknarstofnanir okkar
sjálfra, á sviði atvinnuveganna, kynnu að opna nýjar
leiðir nýrra atvinnumöguleika.
Bækur Heimskringlu
á haustmarkaði
Bókaútgáfan Heimskringla heíur
sent sex nýjar bækur á jólamarkað-
inn.
Meöal þessara bóka eru tvær
ljóðabækur eftir kunn ljóðskáld, þá
Snorra Hjartarson og Hannes Sig-
fússon. Báðir hafa þeir legiö í þagn-
argildi um árabil, sérstaklega þó
Snorri Hjartarson, enda margir að-
dáenda hans orðnir Jangeygðir eftir
nýrri bók frá honum. Bók sína nefn-
ir Snorri „Lauf og stjömur". Hún
er ekki stór, aðeins 90 síður, en
stærðin er heldur ekld mælikvarði
á skáldskapargildið. „Lauf og stjöm
ur" er unnin af sömu kostgæfni,
vandvirkni og skáldlegu innsæi sem
fyrri bækur hans og mun enginn
Ijóðatmnenda Snorra verða fyrir
vonbrigðum með þessa siðustu bók.
Hörður Ágústsson hefur gert eink-
ar skemmtilega káputeikningu á
bókina. Hannes Sigfússon nefnir
sfna ljóðabók „Jarteikn". Hún er
tæpar 80 bls. að stærð og er efninu
skipt niður í þrjá meginflokka:
Hringar og teikn, Návígi og frétta-
skeyti. Með fyrstu ljóðabókum sín-
um, Dimbilvöku (1949) og Imbm-
dögum (1951) vakti höfundurinn á
sér athygli og þóttu þær bækur
merkilega góð frumsmíö og gáfu
góðar vonir um mikið skáld, en síð-
an hefur Hannes látið lítið f sér
heyra.
Eftir Bjöm Þorsteinsson er kom-
iö út fyrsta bindi af nýrri íslands-
sögu, sem alls á aö vera í fjórum
bindum. Eru þettd eins konar hand-
bók uin sögu og náttúru landsins,
reist á nýjustu rannsóknum. Þetta
bindi, sem nú er. komið út, fjallar
um þjóöveldistímann. Bókinni skipt
ir höfundur í fjóra kafla: Sagan og
heimildimar, Landið, Upphaf ís-
lenzkrar sögu og Þjóðveldisöld. í
bókarlok er svo nafnaskrá yfir
helztu sögupersónurnar. Bjöm Þor
steinsson þarf ekki að kynna sem
sagnfræðing og heldur ekki hitt, að
hann skrifar hverjum manni skýrar
og skemmtilegar, þótt um fræöileg
efni sé. Þessi bók Björns er röskar
300 bls. að stærð og prýdd fjölda
mynda, bæði ljósmynda og teikn-
inga.
„Siðfræði Hrafnkelssögu" heitir
ný bók eftir Hermann Pálsson lekt-
or, og er þar um nýjar skýringar á
Hrafnkelssögu freysgoða að ræða.
Þessi nýja söguskoðun eða kenning
Hermanns hefur þegar vakið athygli
og bók hans hlotið góða dóma. Þetta
er sjötta bók Hermanns, en áður
hafa komið út eftir hann: Eftir
þjóðveldið, Sagnaskemmtun íslend-
inga, íslenzk mannanöfn, Þjóðvísur
og þýðingar og Irskar fomsögur,
sem þykja hin ágætustu rit og hafa
vakið athygli bókamanna.
Bókaútgáfan Heimskringia hef-
ur sýnt Jóhanni Sigurjónssyni
meiri sóma heldur en nokkurt
annað hérlent útgáfufyrirtæki og
Jóhann er óumdeilanlega mesta
leikritaskáld okkar fram til þessa.
Fyrir nokkrum árum gaf Heims-
kringla út heildarútgáfu á skáld-
ritum hans og nú í ár sendir hun
á markaðinn bók um skáldiö og
verk hans eftir Helge Toldberg.
í þessari bók er æviferill Jóhanns
rakinn svo og hvemig einstök rit
hans urðu tll. Hefur Helge Told-
berg gert sér mjög far um að
kynna sér öll gögn varðandi ævi
og ritstörf skáldsins og unnið ís-
lenzkri bókmenntasögu með þessu
riti sinu ómetanlegt gagn. Þegar
bókin kom út í Danmörku í fyrra
hlaut hún að verðleikum lofsam-
lega dóma. Til íslenzlai útgáfunn
ar er vandað í hvívetna jafnt
hvað pappír og myndir snertir, en
Gísli Ásmundsson íslenzkaði hana.
Aftast í bókinni em birt áður ó-
prentuð kvæði eftir Jóhann og
ennfremur ritskrá.
Sjötta bókin sem Heimskringla
gefur út að þessu sinni er eftir
Ása 1 Bæ og heitir „Sá hlær bezt".
Ási í Bæ er þjóðkunnur maður og
um leið flestum mönnum fjölhæf-
ari, sjómaður og útgerðarmaður,
skáld rithöfundur og söngvari fyr
ir utan allt annað. Yfir frásagnar-
hæfileikanum býr Ási £ Bæ í bezta
máta og í bók sinni „Sá hlær
bezt“ rekur hann sögu eigin út-
gerðar, hvemig hún hófst, í hvaða
erfiðleikum hann átti að steðia og
að lokum hvemig hennj lyktaði.
En Ási 1 Bæ sér atburðina í sviðs
ljósi kýmni og gamansemi og flest
ir munu brosa við lestur þess-
arar skemmtilegu frásagnar hans
cllíáTIÖi
I' ffl’ ’ J
ísafold gefur út leikrit
í þýðingu sr. Mattíasar
ísafold hefur gefið út tvö leik-
rit, sem séra Matthías Jochums-
son þýddi: BRAND eftir Henrik
Ibsen og GÍSLA StlRSSON eftir
Beatrlce Barmby. Er þetta önnur
orentun beggja þýðinga.
Leikritið Brandur var samið ár-
ið 1866 og er magnað ádeilukvæði
og hefur verið talið eitt af snilldar
verkum bókmennta Norðurlanda.
Þýddi séra Matthías þetta leikrit
árið 1886. — „Það var nokkuð
erfitt, en ég held að hann yrði
lesinn ef hann kæmi út, enda er
hann vel þess verður...“ sagði
séra Matthías um Brand í bréfi
til vinar síns.
Leikritið Gísli Súrsson er fom-
saga færð í nýjan listbúning og
snéri séra Matthías leikritinu
bæði á íslenzku og dönsku. 1 for-
mála fyrir íslenzku þýðingunni ár-
ið 1902 segir Matthías að það sé
sannfæring sín „að hér sé lögð
upp í hendur íslendinga fyrirmynd
er sýni, hvemig sönnum lista-
manni beri að byggja sjónarleik á
fomsögum, en þær sjálfar séu
listaverk“.
Ámi Kristjánsson bjó bókina til
prentunar, en hún er 352 blaösíð-
ur.
„íslenzk frímerki”
„Islenzk frímerki" — 1967 er
komin út hjá ísafoldarprentsmiðju
og er þetta 10 ára afmælisútgáfa
þessa rits.
í formála ritstjóra ritsins, Sig-
urðar H. Þorsteinssonar, segir
að sala þessa verðlista aukist stöö-
Vönduð
Mexíkó
MEXÍKÓ — svo nefnist nýút-
komin bók frá bókaforlagi Odds
Bjömssonar og er hún eftir hjón-
in Barböru og Magnús Ámason
'og son þeirra Vífil, en þau hafa
öli dvalizt f landinu, sem gefur
bókinni nafn.
Bókin Mexíkó skiptist f tvo meg
inþætti og er fyrri hlutinn frá
tímabilinu des. 1962 — marz 1963
en sá siðari frá febrúar — april
bók um
frá POB
1965. Er þar brugðið upp myndum
af landj og þjóð, fyrr og nú, og
saga íbúanna rakin og segja höf-
undar frá kynnum sínum af íbú-
unum.
Prýða bókina fjölmargar teikn-
ingar og litmyndir af málverkum
eftir höfundana.
Bókin Mexíkó er 215 blaðsiður
prentuð í prentverki O. B. en off-
setprentsmiðjan Litbrá prentaöi lit
myndir og bókarkápu.
ugt og sé hann nú farinn að ná
fótfestu á erlendum vettvangi.
Hefur hann verið sýndur og hloúö
viðurkenningu á tveimur alþjóö-
legum frímerkjasýningum, WIPA
—1965 og SIPEX 1966. Auk rit-
stjóra skrifa Gunnlaugur Briem,
póst- og simamálastjóri og Gísli
Sigurbjömsson, formaður Félags
frímerkjasafnara formála að þess-
ari afmælisútgáfu.
Ellefta bók
Ingibjargar
Þá hefur Bókaforlag Odds
Bjömssonar gefið út nýja skáld-
sögu eftir Ingibjörgu Sigurðar-
dóttur og er það 11. skáldsaga höf-
undar. Nefnist þessi nýja bók „A
blikandi vængjum" og fjallar m. a.
um þá sem hafa það að starfi að
svífa um loftin blá á Wikandi
vængjum. Bókin er 180 tús. að
stærð, prentuð í P O B.
*C3