Vísir - 16.12.1966, Side 9

Vísir - 16.12.1966, Side 9
V1S IR . Föstudagur 16. desember 1966. i 9 Við hvað er átt með hugtakinu „Viðreisn“, hvert var hlutverk við- reisnarstjórnarinnar, hvemig hugðist hún framkvæma hlutverk sitt? Ef litið er til upp- hafs viðreisnarstjómar- innar árið 1959 og síðan litið á greinargerð við- reisnarstjórnarinnar um tillögur sínar í efnahags málum, sem birtust í hvítri bók snemma á ár- inu 1960, rifjast ýmis- legt upp, sem fymzt hef- ur í hugum manna, en ekki má gleymast, ef meta á það, sem gerzt Við hefur á stjórnmálasvið- inu undanfarin ár. ‘Y^instri stjómin gafst sem kunnugt er upp við að stjórna landinu með sínum úr- ræðum og eru ummæli forsætis- ráðherrans, Hermanns Jónasson- ar, um að ný verðbólgualda hafi skollið á, almenningi í fersku minni. Minnihlutastjóm Alþýöu flokksins sat skamman tíma eftir að dögum vinstri stjómar- innar lauk, og naut tilstyrks Sjálfstæðisflokksins. Eftir nokkr ar viðræður milli Sjálfstæðis- flokksins og Alþýöuflokksins var viðreisnarstjómin mynduð af Ólafi heitnum Thors og tók hún við völdum 20. nóvember 1959. Sama dag gaf Ólafur Thors yfirlýsingu á Alþingi, fyr- ir hönd ríkisstjómarinr.ar, og var hún á þessa leiö: Við myndun viðreisnarstjórnarinnar 20. nóvember 1959, ríkisráðsfund ur. Á myndinni eru talið frá vinstri: Gunnar Thoroddsen, fjármála- ráðherra, Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra, Bjarni Benedikts son, dómsmáiaráðherra, Ólafur Thros, forsætisráðherra, Birgir Thorla cius, ríkisráðsritari, herra Ásgeir Ásgeirsson, forseti, Guðmundur í. Guðmundsson, utanríkisráöherra, Emil Jónsson, félagsmálaráðherra og Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráöherra. Eins og yfirlýsingiri ber með sér var þaö ætlunarverk rikis- stjórnarinnar aö beita sér fvrir endurskoðun íslenzkra efna- hagsmála og leggja grundvöll að nýju efnahagskerfi í stað þess kerfis, sem á undanförnum ár- um hafði verið að ganga sér til húðar og var orðið gagnslaust um það er dögum vinstri stjórn- ar lauk. Jafnframt var sérstök áherzla lögð á þaö að ekki hæf- ist á nýjan leik kapphlaup milli kaupgjalds og verðlags, enda var það taiin forsenda fyrir stöðvun verðbólgu. Jþetta var fyrsta stefnuyfirlýs- ing viðreisnarstj^marinnar. Hún var fmmyfirlýsing, þar sem beðið var eftir ýmsum nið- urstöðum rannsókna á ástandi efnahagsmálanna. Sú rannsókn gekk mjög greiðlega. Rúmlega 16 undanförnu hafa sérfræðingar unnið að ýtarlegri rannsókn ” á efnahagsmálum þjóöarinnar. Skjótlega eftir að þeirri rann- sókn er lokið, mun ríkisstjómin leggja fyrir Alþingi tillögur um Iögfestingu þeirra úrræða, sem hún telur þörf á. Athuganir hafa þó þegar leitt í ljós, að þjóðin hefur um langt skeið lifað um efnl fram, að hættulega mlkill halli hefur verið á viðskiptum þjóðar- innar við útlönd, tekin hafa veriö lán erlendis til að greiöa þennan halla og að erllend lán til stutts tíma eru oröin hærri en heilbrigt verður talið. Munu tillögur ríkisstjórnarinnar miðast við að ráöast að þessum kjama vandamálanna, þar eð það er meginstefna rík- isstjómarinnar að vinna aö þvi, að efnahagslíf þjóðarinnar komist á traustan og heilbrigðan gmndvöll, þannig að skilyrði skaplst fyrir sem örastri framleiðsluaukningu, allir hafi áfram stöðuga at- vinnu og lífskjör þjóðarinnar geti i framtíðinni enn farið batn- andi. í þvi sambandl leggur ríkisstjórnin áherzlu á, að kapphlaup hefjist ekki á nýjan leik milli verðlags og kaupgjalds og að þannig sé haldið á efnahagsmálum þjóöarinnar, að ekki leiði til veröbólgu. Til þess að tryggja, aö þær heildarráðstafanir, sem gera þarf, verði sem réttlátastar gagnvart öllum almenningl, hefur rikisstjómin ákveðið: 1) að hækka vemlega bætur almannatrygginganna, einkum fjöl- skyldubætur, ellilífeyri og örorkulífeyrl. 2) að afla aukins lánsf jár til ibúðabygginga almennings. 3) að koma lánasjóðum atvinnuveganna á traustan grundvöll. 4) að endurskoða skattakerfiö með það fyrir augum fyrst og fremst að afnema tekjuskatt á almennar Iaunatekjur. Varöandi veiðlag landbúnaðarafuröa mun reynt að fá aðila til aö semja sína á milli um málið. Ella verður skipuð nefnd sérfræölnga og óhlutdrægra manna, er ráði fram úr þvi. Ríkisstjómin mun taka upp samningu þjóðhagsáætlana er verði leiðarvisir stjómarvalda og banka um markvissa stefnu í efnahags- málum þjóðarinnar, beita sér fyrir áframhaldandi uppbyggingu at- vinnuveganna um land allt og undirbúa nýjar framkvæmdir tll hagnýtingar á náttúruauðlindum landsins. Þá þykir ríkisstjóminni rétt að taka fram, aö stefna hennar i land- helglsmálinu er óbreytt eins og hún kemur fram i samþykkt Al- þingis hinn 5. maf 1959“ tveimur mánuðum eftir að rík- isstjórnin tók við völdum var niöurstaða rannsóknurinnar gef- in út og gerð að till.'gum ríkis- stjórnarinnar og nefnd „við- reisn1* í upphari hennar er þvi slegið föstu að með viðreisnar- tillögunum sé „NÝ STEFNA MÖRKUГ. Þar gat m. a. aö lita þessa yfirlýsingu: „Hér er ekki um að ræöa ráðstafanir sama eðlis og þær efnahagsráð- stafanir, sem tíökazt hafa svo að segja árlega nú um skeið og snert hafa fyrst og fremst breyt ingar á bótakerfi útflutnings og nauðsynlega fjáröflun í því sam bandi, heldur algera kerfisbrevt- ingu samhliða víðtækum ráð- stöfunum í félagsmálum, skatta- málum og viðskipta. iálum“. Það var jafnframt viðurkennt að ekkert efnahagskerfi væri hugsanlegt, sem staðið gæti um árabil án endurskoðunar og lag- færinga, en hinar tíöu breyting- ar, sem orðið heföu á aðstöðu atvinnuveganna fyrit 1960 og sú óvissa, sem skapaðist jafnhliða þeim, hefði dregið úr afköstum þjóöarbúsins og tafið fyrir lífs- kjarabótum ,,-Af þessum sök- um er það megintilgangur þeirra ar stefnubreytingar, sem ríkis- stjórnin leggur til að framleiðslu störfum og viðskiptalífi lands- manna sé skapaður traustari, varanlegri og heilbrigðari grund- völl ert atvinnuvegirnir hafa átt við að búa undanfarin ár“. j^/Jeginatriðin í viðreisnarstefn- unni birtust í sjö liðum: 1) Bótakerfi útflutningsins skyldi afnumið og skráning krónunnar breytt þannig að út- flutningsatvinnuvegimir yrðu reknir hallalaust án bóta eða styrkja, 2) sérstakar ráðstafanir skvldi gera til að draga úr þeirri kjaraskerðingu, sem ráðsta'anir viðreisnarstjómarinnar óhjá- kvæmlega hlutu að hafa í för með sér vegna hækkandi verð- lags. Höfuðatriði þeirra. ráð- stafana^ var tvöföldun bóta- greiðsla úr almannatrygging- Ólafur Thors var forsætisráðherra Viðreisnarstjórnarinnar. Hann var eins og kunnugt er forsætisráöherra Nýsköpunarstjómarinnar svo nefndu. Nýsköpun og viðreisn urðu meðal viðfangsefna hans á löngum og glæsilegum ferli. nar um, sérstaklega á fjölskyldu- bótum, elli- og örorkulífeýri. 3) tekjuskattur skyldi felldur niður á almennum launatekjum, 4) hafin skyldi gagnger endur- skoðun á fjármálum rikissjóðs og stefnt að hallalausum ríkis- búskap, 5) lagöar yrðu fram tillögur um viðtæka breytingu á skipan innflutnings- og gjaldeyrismála með það fyrir augum að gera verzlun frjálsari, 6) ráðstafanir, svo sem hækk- un innláns- og útlánsvaxta voru taldar forsenda þess að jafn- vægi gæti skapazt í peningamál- um innanlands, 7) loks var leitast við að hindra víxláhrif kaupgjalds og verðlags, með sérstökum ráð- stöfunum, svo sem með afnámi vísitölubindingar á kaupi. TTm allar þessar djúptæku breytingar, sem ríkisstjóm in vildi koma fram á efnahags- kerfinu er það aö segja, sem í hinni hvítu bók „VIÐREISN“ er sagt í kaflanum „Lifað um efni fram“: Þessar breytingar eru erfiðar í framkvæmd, vegna þess hve víðtækar þær em, og hversu mjög þær snerta hags- muni allra stétta þjóðfélagsins. Engin ríkisstjóm myndi gera til- lögur um slíkar breytingar að ó- þörfu. Það er vegna þess að ríkisstjómin er sannfærð um að þjóöarvoði sé fyrir dyrum, ef slfkar ráðstafanir séu ekki gerð- ar, að hún gerir nú tillögur um víðtækari ráðstafanir í efnahags málum, en gerðar hafa verið hér á landi síðasta áratuginn að minnsta kosti.“ ‘ Viðreisnartillögum ríkisstjóm- arinnar var almennt vel tekið, þrátt fyrir andóf stjómarand- stöðunnar. Alþingi lögfesti hverja breytinguna á fætur annarri, þangað til hið nýja efnahagskerfi var fullmótað. í næstu alþingiskosningum var rikisstjóminni og stefnu hennar veitt sú viðurkenning að stjóm- arflokkamir fengu enn á ný meirihluta á Alþingi. Stefnan var áfram í öllum aðalatriðum óbreytt. Kerfið hefur verið varð veitt þrátt fvrir harða baráttu, sem um það hefur staðið á vettvangi stjómmálanna. Saga þeirrar baráttu verður ekki rak- in að sinni. (Á E. tók saman)

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.