Vísir - 19.12.1966, Blaðsíða 9

Vísir - 19.12.1966, Blaðsíða 9
9 V 1 S I R . Mánudagur 19. desember 1966. fisvmafmamammtmmmnmaímmmmmmmmtmmmmm Rætt við Guðjón Jóhannsson ^JöItur og Sauöanes eru yztu annes sunnan og norðan Súganda- fjaröar. Ströndin meöfram firölnum er lítiö annað en fjaran undir bröttum hlfðum og háum hömrum torgengra fjalla. 1 Staö- ardal, sem gengur ttm frá firðinum utarlega sunnan megin, milli Spillis og Sauðaness, eru þó gróðurlönd góð, einnlg inn frá botni fjaröarins og í Selárdal, er gengur til norðurs frá firðinum innar- lega. Þá er norðurhliðin víöa vaxin kjarrgróöri og lyngi. Þar eru mikil berjalönd. /7" amall Súgfirðingur, Guðjón Jóhannsson skósmiður, sem nú er búsettur á Innra-Sæbóli í Kópavogi, en lifði lengst sinnar starfsævi vestur þar, bregður hér upp fyrir okkur nokkntm svipmyndum úr lífi sfnu. — Þú ert hreinræktaður Vest- firðingur, Guðjón. — Já, ég er það. Fæddist á Ingjaldssandi í Mýrahteppi f Dýrafirði, en ólzt upp á Flateyri fram að fermingu, þá fluttu for- eldrar mfnir til Súgandafjarðar. Fyrsta veturinn, f Súgandafirði, var ég hjá séra Þorvarði Brynj- ólfssyni á Stað. Mitt starf var að hirða fjósið, fjóra hesta og 30 lömb. Þennan sama vetur var þar einnig fjármaður Vetur- liði Guðnason, síðar bóndi f Vatnadal. Féð hafði hann f húsi við sjóinn í svo kallaðri Kera- vík. Þar var einnig gömul sjó- búð frá þeim tíma, sem Guð- mundur frá Görðum í önundar- firði haföi þar árabátauppsátur, en þaðan þótti honum styttra að sækja út til miða en innan frá Flateyri. Á útlfðandi vetri gerði aftaka norðvestan veður svo allt ætlaði sundur að ganga. Þótti okkur sýnt að þakið mundi fara af nautahlöðunni, ef ekkert væri aðhafzt. Við fórum þvf út tókum reipi og jámkarla, sem , við rákum inn f veggina og reirðum sfðan allt niður. Þetta lánaðist. Því næst fórum við niður að sjó til að huga að fénu en þar f sjóbúðinni voru hýstir 18 eða 20 gemlingar, auk þess var f öðru húsi tvílemba, er bor- ið hafði á góunni. Nú var brimið svo mikið, að nærri lá, að yfir húsin gengi. Við hleyptum strax út gemlingunum og J>eir fóru upp á bakkana, síðan sóttum við tvflembuna. Ég tók lömbin en hann ána. En þá kom eitt ó- lagið, það skall rétt á hæla mér, en tók Veturliða og sogaðist hann út. Það vildi honum til björgunar, að hann náði um stein fram f fjömnni, gat fótað sig og komist aftur upp. Ekki missti hann ána. Úr Staðardal og inn til Suð- ureyrar var á þessum tfmum mjög erfið leið og ekki nema um eina að gera, en það var með sjó fram undir Spillinum Þama var oft grjóthrun og auk þess snjóflóðahætta á vetram. Ekki man ég þó að segja þar frá neinum alvarlegum slysum, en sæta varð sjávarföllum með ferðir, því sjór féll upp í kletta um flóð og væri brim þá var allt ófært. jþegar þú varst að alast upp á Suðureyri, lá þá ekki Ieið þín og flestra ungra manna út á sjóinn? — Jú, jú, fæstir áttu annarra kosta völ og strax og ég kom úr vetrarvijtinni för ég til róðra. Ekki féíl mér þó sjómennskan alls kostar vel til að byrja með, það gerði sjóveikin, hún þjáði mig lengi'. — En þú hefur einnig stund- að skósmfði, Guðjón. — Já, ég lærði ungur skó- smíði og tók próf í þeirri iðn. Kennari minn var Magnús Guð- mundsson á Flateyri, ágætis- maður. — Var mikið að gera fyr- ir skósmið á þessum áram? — Já, óhemja. Ég smíðaði allt nýtt t. d. sjóstígvél á flesta sjómennina, fermingarskó á bömin og giftingarskóna fyrir ungu pörin. Það hafa margir gengið upp að altarinu í skóm frá mér, enda stundaði ég á tímabili enga aðra atvinnu yfir veturinn. Á sumrin hafði ég bát Guöjón Jóhannsson ,NÚ ERU ÞEIR AÐ DRAGA HANN FYRIR VESTAN“ og reri þegar gæftir og afli gáf- ust. — Er ekki fiskisæit á miðun- um út af Súgandafirði? — Jú, það var svo og er enn þá. Mér verður stundum hugsað til þess í samanburði við ör- deyðuna héma á vorin, þegar þeir fara að draga hann fyrir vestan. — Hve stórir vora þessir ára- bátar, sem róið var frá Súganda- firði? — Það var nú dálítið misjafnt. Þegar ég byrjaði að róa fyrir al- vöru. keypti ég Sunnlending, hækkaði hann um eitt borð og lagði hann út ofan á fimmta maður vont veður og átti i nokkr um erfiðleikum, en allt lánaðist. Frá einni slíkri ferð get ég sagt, er ég tel meö þeim verri, sem ég lenti í á þessum áram. Þetta var um jólaleytiö og átti'f ég þá heima úti f Keflavík. Veö ur var gott morgiminn sem ég fór ag heiman, gangandi fyrir Gölt og inn til Norðureyrar. Þaöan fékk ég n j fluttan yfir á malir. Erindi mitt til ísafjarð- ar í þetta sinn, var að fá kol, því þau fengust ekki á Suðureyri í nokkurri óvissu var ég um það hver erindislokin yrðu, þvf enga átti ég peninga. Það vora ekki mikil fjárráðin á þeim áram. brekku og nam þar staðar við vörðu, sem ég þekkti. En nú þorði ég ekki að yfirgefa þennan stað fyrr en lýsa tók af degi og gekk þama fram og aftur í klst. Þá rofaði öflítið til svo að ég gat : tekið stefnu á Búrfellið, eftir það var mér borgið. Til Suður- • VIÐTAL DAGSINS Utey unnfar. Eftir það bar hann um tvö tonn og á honum reri ég við annan mann. Þennan bát skírði ég Hörpu og svo hafa flestir mínir bátar heitið jafnan síðan, og einn á ég nú með þvf nafni. Eitt var það enn, sem ég Iagöi nokkra stund á heima í Súg- andafirði, en það var að fara ferðir til ísafjarðar bæði í er- indum fyrir verzlunina og aðra þá er þess þurftu með. Ég þótti á þeim áram heldur léttur á fæti og ekki slórgjam f ferða- lögum. Einn vetur fór ég t. d. 20 ferðir um Botnsheiði til ísa- fjarðar. T entir þú aldrei f illhleypum á þessum ferðum? — Blhleypum, ég veit ekkl hvað segja skal. Oft hreppti Þegar ég kom til Suðureyrar var Sigurður Hallbjamarson að fara til Isafjarðar á mótorbát og fékk ég að fljóta með. Erindið á ísa- firði gekk betur en ég þorði að vona, Jón Edvald lánaði mér 3 skippund af kolum, sem ég fékk svo að fiytja með bátnum til baka. En rétt þegar farið skyldi af stað, skall á norðvestan stór hrið, er stóð uppihaldslaust í 3 daga. Loks kom að þvf, að ég undi þessu ekki lengur og vildi freista þess að ná heim þótt illa viðraði. Ég þóttist þekkja leiö- ina vel og var auk þess vel hvfldur fyrir ferðina. Fór ég svo af stað kl. 3 að nóttu, þá f myrkri og hrið. Þegar ég kom fram á dalinn datt ég niður f smágil, en komst fljótlega upp aftur og hélt áfram upp á Skipa eyrar kom ég um hádegi, en þá var veðrið svo vont, að enginn léði máls á að flytja mig yfir til Norðureyrar. Að sfðustu fékk ég flutning innan skerja, yfir í Langodda, fór svo út með firðin- um og yfir fjallið. Fyrir Göltinn var með öllu ófært vegna brims. — Þegar ég var að komast niður í Keflavfk, sá ég hvar bát- urinn, sem ég fór með til ísa- fjarðar var að koma fyrir Deild ina. En kálið er ekki sopið þótt í ausuna sé komið. Kolin mfn vora ekki komin heim til Kefla- vfkur. Þegar loksins lægði, lögð- um við af stað inn til Suður- eyrar að sækja þau, en þegar út eftir kom aftur, var engin leið að lenda sökum brims, og mátt um við því halda til sama lands. Aðra tilraun gerðum við nokkru seinna, en allt fór á sömu leið, ennþá reyndist ólendandi. Að sfð ustu settum við kolin á land inn an við Göltinn og ég fór með 100 punda poka á bakinu heim til Keflavíkur. Daginn eftir var komin ládeyða. TTvenær byrjaðir þú að fást við A bátasmíði, Guðjón? — Ég var kominn undir fer- tugt, þegar ég fór að fást við það. Þá keypti ég litla ára- skektu af ömólfi Valdimars- syni kaupmanni f Súgandafirði, en hana hafði átt Valdimar fað ir hans og hún reynzt happasæl en faðir minn smíðaði og áður átt. Mitt fvrsta verk viðkomandi bátasmfðum var svo að byggja þessa skektu upp að nýju. Þetta var um hávetur og ég mátti vinna’að þessu mest úti. — Fyrstu trilluna mun ég hafa smfðað rétt eftir 1940, á þeim áram smíðaði ég einnig nokkra pranima, annars byrjaði ég aðái lega að fást við þetta eftir að ég kom suður og nú mun ég vera búinn að smfða um 40 báta smáa og stóra. Stærsti bátur sem ég hef smíðað er um 6 tonn, annan smíðaði ég um 5 tonn. Hann létu byggja tveir kennarar f Mela- skólanum, Guðjón Þorgilsson og Axel Kristjónsson. Þetta var fall egur báur, er þeir nefndu ÚTEY. TTvenær fluttir þú hingað suð- ur? — Árið 1948 og settist þá strax að í Kópavogi hér á þess um stað og hef átt hér heima sfðan. Orsökin til þess að við fluttum var fyrst og fremst sú, að börnin vora komin hér suður og við tvö að skrölta þama heima bæði léleg til heilsu. — Vora nú ekki nokkur við- brigði að koma úr Súgandafirði hingað f borgarfjölmennið? — Jú, mér leiddist mikið fyrsta árið, enda þá ekki búinn að koma mér veralega fyrir með vinnu. — Hefur þú stundað sjó sfð- an þú komst hingað? — Já, ég hef oftast átt ein- hverja skel til að gutla á. Stund um farið til fiskjar hér út f fló- ann og einnig fengist við hrogn- kelsaveiðar á vorin, en hér er bara ekkert að hafa. — Finnst þér sjósóknin gefa minni afrakstur hér en á Súg andafirði? — Hvað mína sjósókn snertir er það allt annað. Mér finnst einnig að hér séu verri og vand- rataðri leiðir til miða, straumar era aftur minni og betra að fást við línu, en fiskirí er hér aldrei neitt miðað við það sem það var. Ég fékk þetta eitt og tvö hundruð kg. á 15 lóðir héma, en á tilsvarandi lfnu hefði ég alltaf fengið a.m.k. 500 kg. fyr- ir vestan. Einu sinni fékk ég yfir 1500 kg. á 20 lóðir, þegar ég réri henni HÖRPU þar. Það var mun ur maður. Framh. á Ms. 5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.