Vísir - 19.12.1966, Blaðsíða 5
VlSIR. Manudagur 19. desember 1966.
5
■morgun
útlönd í morgun
utlönd í raorgun
útlönd í raorgun
dtlönd
Ríkisstjórar í fíokki demokrata
snúiit gegn Johnson forseta
Johnson.
Ríkisstjórar demokrata í Banda-
ríkjunum, sem til þessa hafa stutt
Lyndon B. Johnson forseta meö
ráðum og dáð kenna honum um
ófarirnar í seinustu kosningum,
hafa gert „pólitíska uppreist" gégn
honum og eru orðnir fráhverfir að
styðja hann til endurkjörs, að
minnsta kosti sumir.
I fréttum frá Washington segir,
að Johnson forseti sé í þann veg-
inn að láta til sín taka til þess
að kveða niður þessa „pólitísku
uppreist" hinna demokratisku rík-
isstjóra, sem kenna honum um
verulega fylgisrýmun flokksins í
þing- og ríkisstjórakosningunum í
síðasta mánuði.
Það veldur forsetanum greini-
lega miklum áhyggjum að til þess-
arar ,,uppreistar“ skuli hafa kom-
ið og samtímis hefur stefna hans
í innanríkismálum sætt gagnrýni,
m. a. umbótaáætlanir hans.
Er nú svo ráö fyrir gert, að
ríkisstjórarnir fari á fund hans
nú um jólin og verði fundurinn hald
inn annað hvort í Hvíta húsinu eða
á búgarði forsetans í Texas.
Ákvörðun forsetans um slíkan
fund var tilkynnt á þriðja árlega
ríkisstjórafundinum, sem haldinn
var í White Sulphur Springs í Vest-
ur Virginiu nýlega, en forleikur
að þeim fundi var tveggja daga
formlegur flokksfundur demokrata.
Gagnrýnin á Johnson náði há-
marki á laugardag, er Warren E.
Hearnes ríkisstjóri 1 Missouri sagði,
að ef til vill mundi flokkur Demo
krata velja sér nýtt forsetaefni
1968.
Constellation-flugvél mis-
tekst lending og 18 farast
Constellation-flugvél mistókst
lending í gær nálægt Bogota í Suð-
ur-Ameríkuríkinu Columbia. — 18
menn biöu bana og um 20 meidd-
ust.
Um orsakir flugslyssins er ekki
kunnugt, en hér var um leiguflug-
vél að ræða og voru í henni um 50
manns — farþegar og áhöfn. Flug-
vélin var aö koma frá Miami á
Floridaskaga.
Feikna vatnavextir / Skotiandi
Fólk fhrtt iskyndi úr kjallaraibúðum / Glasgow I burtuVbrtmá skol£lð hefur I burt úr kjaiiarafbúðum,
og heilir vega-
Ikaflar eru undir vatni.
Vatnavextir valda nú stórkost-
legum erfiðleikum á Skotlandi, en
þar hljóp vöxtur í öll straumvötn
eftir tveggja daga úrfelH, sem var
meira en dæmi eru til um alllangt
árabil.
Samgöngur eru víða ýmist í ó-
lestri eða hafa lagzt niður á lág-
lendi, því að þár er aHt á floti,
og sums staðar á ökrum er sagt1
sem flætt hafði inn í, og mátti ekki
miklu muna sums staðar, að fólk-
í Glasgow varð að flytja um 801 inu yrði bjargaö.
Járnbrautaárekstur á Spáni
Farbegar brunnu inni / lestarklefunum
BókaspjcilB —
Framh ols. B
magister hefur séð um og hann
hefur einnig ritað inngang, rit-
gerð um þessi efni. Þetta er
ekkert heildarsafn af slíkum
kvæðum. Innan tíðar er reikn-
aö með aö komi út 2 bækur
með þjóðkvæðum öðrum en
danskvæðum. Nú svo eru þaö
íslenzkir málshættir, sem þeir
Óskar Halldórsson, námsstjóri
og Bjami Vilhjálmsson skjala-
vörður tóku saman.
Næst höfum við hugsað okk-
ur að kæmi bók um orðtök,
sem Halldór Halldórsson pró-
fessor mun sjá um.
1 þessum flokki er sem sagt
ætlunm að gefa út bækur um
ýmis konar fróðleik og efni,
sem lifað hefur meira og minna
á vörum fólksins, varöveitzt
með þjóðinni þannig án þess að
menn vissu um höfunda. Safn
af þjóðsögum kemur líklega í
þessum flokki og uppsláttarrit
með fleygum oröum, höfðum
eftir merkum mönnum. Þessar
bækur krefjast mikillar undir-
búningsvinnu og við viljum
líka reyna að vanda þær eftir
mætti, svo að þær verða ó-
hjákvæmilega nokkuð dýrar.
Upplag getur heldur aldrei orð-
ið mjög mikið af slíkum bókum
Þær verða aldrei metsölubæk-
ur, heldur seljast svona jafnt
og þétt. Ég álít að slíkar bæk-
ur eigi erindi inn á hvert heim
ili, sem ann íslenzkri menn-
ingu og viil kynna sér hana.
Sýnishorn íslenzkra
bóka — og erlendra
— 1 þessum flokki höfum
við hugsaö okkur að gefa út
ýmiss konar fróðleik og efni,
ið og óbundið mál, sem talið
er að hafi bókmenntalegt gildi
og séu í vissum skilningi undir
stöðuverk í íslenzkum bók-
menntum. — Ég vil taka þaö
fram til þess að fyrirbyggja
misskilning aö þetta á ekki að
vera neitt úrval. En það er
ekki vansalaust, eins og nú
háttar til að einstök verk, göm-
ul sem ung, sem tvímælalaust
má segja að eigi erindi til
fólks, skuli ekki vera til á al-
mennum bókamarkaði og mörg
ekki verið gefin út nema í
heildarsöfnum. Úr þessu viljum
við bæta að einhverju leyti,
svo að ungt fólk og aðrir, sem
ekki hafa átt kost á þessum
bókum geti eignazt þær án
þess að þurfa að kaupa heil
söfn.
^ 1 gær varð mikill árekstur ná-
lægt Zaragossa á Spáni, milli hrað-
íþróttir —
Framhald af bls. 3.
Fyrstu bækumar
flokki eru:
Kristrún í Hamravík eftir
Guðmund G. Hagalín og Líf og
dauði eftir Sigurð Nordal sem
komu út nú í haust. — Á
næsta ári koma út í þessum
flokki: Sögur úr Skarðsbók
Píslarsaga séra Jóns Þumals
Magnússonar. Gömul Tyrkja-
ránssaga 'á að koma í þessum
flokki, kvæði Bjama Thoraren-
sen og svo bækur eftir yngri
höfunda frá síðari tímum, þann
ig að þetta ætti með tíman-
um að geta orðið allgott sýn-
ishom af bókmenntum íslend-
inga frá fyrri og síðari tímum.
Einnig hefur komið til tals
að hefja útgáfu erlendra bóka
í sama flokki, gætu ef til vill
komið á næsta ári.
Valsliðiö virðist geta glansaö í
leikjum sem þessum, þegar mót-
staðan t. lítil sem engin. Þaö virð-
ist eins og liðið falli saman, ef
eitthvaö blæs á móti, þó lagast
þetta vonandi þegar líður á, enda
hefur liðið marga góöa liðsmenn,
sem ættu aö geta skapað mjög
sterka heild. Hermann Gunnarsson
var sá leikmaðurinn, sem bar af
öðrum í leiknum i gær, en efnileg-
ur leikmaöur er á feröinni þar sem
Bjami Jónsson er. Finnbogi mark-
vörður átti og ágætan leik. í Ár-
mannsliðinu fer að verða fátt um
„fína drætti". Hafa óhöpp hent tvo
af sterkustu liðsmönnum, en sá
þriðji er erlendis við nám. Þaö er
þessum Hörður Kristinsson, sem er ytra,
en Ámi Samúelsson er frá vegna
meiösla, og nú síðast slasaöist
Hreinn, aðalskytta liðsins, þegar
hann rann til á hálku og verður frá
næstu leiki. Ungur leikmaður, Ást-
þór Ragnarsson vakti athygli, en
á margt ólært, gerði margt vel, en
margar skyssur í sókn og vörn.
Ástþór er mjög hávaxinn og góð
skytta. Grímur Valdimarsson er og
góður leikmaður og mjög vaxandi.
Mörk Vals skoruðu: Hermann
Gunnarsson 12, Sigurður Guðjóns-
son 4, Gunnsteinn Skúlason 3,
Bergur Guðnason 3, Bjami Jónsson
3, Jón Ágústsson 3, Stefán Sand-
hrit 2, Jón Karlsson 1. Fyrir Ár-
mann skoraði Ástþór Ragnarsson
7, Ragnar 4, Olfert Grímur og
Hans 2 liver og Jakob 1.
Dómarinn, Magnús Pétursson,
dæmdi vel.
lestar og vöruflutningalestar, og
biðu 30 menn bana — ef til vill
fleiri — en margir meiddust, sum-
ir lífshættulega.
Eldur læstist um farþegavagnana
sem fremstir voru og brunnu marg-
ir farþega inni. Svarta þoka var.
Rætt við Guðjón -
Framhald af bls. 9.
— Er nú ekki orðinn tregari
afli fyrir vestan .n var á þeim
árum, sem þú stundaðir þar sjó?
— Nei, það hefur verið ágætis
afli, síðast nú í sumar. Ég veit
um eldri mann, sem fiskaði emr:
á færi fyrir um 80 þús. kr. Hann
reri á smáfleytu og sjálfsagt al-
drei neina hafróðra, því að hann
hefur veriö heilsulaus um tíma.
XTvemig lízt þér svo á lífiö í
dag? Er betra að lifa af fjár-
afla sínum nú en þegar þú varst
ungur?
— Sé miðað við sömu lífshætti
eða kröfur er það ólíkt betra nú
en þá. Hafi menn stööuga vinnu
f dag er hægt aö safna fé. Ég
hef alltaf unniö hér heima þá
vinnu, sem til hefur fallið, aldrei
verið neins staðar á föstu kaupi
og ég á alveg nóg fyrir mig.
— En ert þú þá ekki sérlega
sparsamur?
— Jú, ég býst við að segja
megi það. Ég hef aldrei keypt
neitt nema það, sem ég hef tal-
iö mig nauðsynlega þurfa. Hér
hef ég innréttað handa mér skó-
smíöaverkstæði og fengið 1 það
vélamar, rokkinn, randsaumavél
og skurðarhníf, en það er bara
sáralítið að gera við að skóa.
Ég kvarta þó ekki yfir neinu.
Mér Iíður vel. Allir, sem ég hef
kynnzt hér I nágrenninu, em
mér mjög' góðir og vilja allt
fyrir mig gera.
— Hefur þú aldrei komið vest
ur síðan þú fluttir þaðan?
— Jú; tvívegis. 1 annað skipt-
ið fór ég og dittaði að bát, sem
Sturía Jónsson átti. 1 hitt skipt
ið var mér boöið í 30 ára af-
mæli verkálýðsf. Súgfirðinga
en ég var fyrsti formaður þess.
— Þú smíðar ennþá?
— Það er nú oröin ígripavinna
eins og flest hjá mér. Ég er nú
orðinn 75 ára og ekki til stór-
ræða, en iðjulaus uni ég ekki
meðan ég má öðm við koma. Jú,
það er smáfleyta í smíðum héma
úti í skúmum. Þ.M.
Tveir karlmenn
óska eftir herbergi jan. og febrúar, helzt sem
næst Sjómannaskólanum. Góðri umgengni
heitið. Tilboð merkt „Tveir karlmenn“ send-
ist augl.d. Vísis sem fyrst.
--------- -------------------------
Húsmæður athugið
Tek að mér húshjálp til 5. janúar n.k. Notið
einstakt tækifæri. Uppl. í síma 50038.
Laus lögregluþjónsstaða
Staða eins lögregluþjóns í Miðneshreppi í
Gullbringusýslu er laus til umsóknar.
Byrjunarlaun samkv. 13. launafl. opinberra
starfsmanna auk 33% álags á nætur- og helgi-
dagavinnu.
Upplýsingar um starfið gefur undirritaður og
skulu umsóknir, sem ritaðar séu á þar til gerð
eyðublöð, sem fást á lögreglustöðinni í Hafn-
arfirði, hafa borizt honum fyrir 1. jan. 1967.
Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu,
13. desember 1966.
Einar Ingimundarson.