Vísir - 07.01.1967, Blaðsíða 15

Vísir - 07.01.1967, Blaðsíða 15
V í S I R . Laugardagur 7. janúar 1967. E „Herbergjaskipan er eins að kalla í þessum auðmannahúsum hér í borginni", mælti hinn. „Já, en ...“ mælti Charles. Þessir prúðbúnu herrar töldu það bersýnilega fyrir neðan sinn virðu- leika að eyða orðum á heimilis- þjóna, sem virtust ekki geta sagt annað en „já, en .Þeir gengu fram hjá honum, rólegum afmörk- uðum skrefum og hátfðlegir á svip- inn, rakléitt inn í svefnherbergi herra Ford með hinar miklu byrðar sínar. „Nei, nei, nei“, mælti Charles með bænarhreim, eins og hann sneri orðum sínum til einhverra æðri máttarvalda. „Þetta hlýtur að vera á einhverjum misskilningi byggt...“ Þá var dyrabjöllunni hringt í þriðja skiptið. Skelfingu og angist lostinn þrýsti Charles á dyrarofann. Frú Ford kom svífandi inn um dymar. Það virðist nokkrum vafa bundið hvort öll safalaskinnaframleiðslan árið 1964 hafði nægt í loðfeld þann, sem frú Ford bar. í rauninni var ekki unnt að kalla þetta loökápu — það hefði verið sönnu nær að kalla þetta loðtjald. Feldurinn sveip aðist um hana f djúpum fellingum, kraginn náði langt niður á bak, eins og efnismikil herðaslá. Hann hefði áreiðanlega verið vel rúmur tveim, ef ekki þrem frúm Ford, og því ekki annað sýnna en að nokkur leit ÞÝZKAR ELDHÚSINNRÉTTJNGAR úr harðplasti: Format innréttingar bjóða upp á annað hundrað tegundir skópa og litaúr- val. Allir skúpar með baki og borðplata sér- smiðuð. Eldhúsið faest með hljóðeinangruð- um stólvaski og raftækjum af vönduðustu gerð. - Sendiö eða komið með mól af eldhús- inu og við skipulcggjum eldhúsið samstundis og gerum yður fast verðtilboð. Ótrúlega hag- stætt verð. Munið að söluskattur er innifalinn í tilboðum fró Hús & Skip hf. Njótið hag- stæðra greiðsluskilmóla og <C\— — —- lækkið byggingakostnaðinn. HÚS & SKIP hf LAUQAVEGI 11 ■ »IMt »1>1» gæti orðið að einni innan fellinga hans. í örmum sér bar frú Ford hund- kvikindi, sem virtist eineggja tví- buri við það hundkvikindi, sem frú Lampson teymdi á eftir sér inn í lögfræðiskrifstofu eiginmanns síns þá um morguninn. Kannski var þessi þó eilítið minni og öllu ljótari. „Gott kvöld, Charles”, sagði frú Ford á ítölsku. „Er allt komið?“ Jafnvel þótt Charles hefði skilið mál hennar, hafði hann ekki nokk- urn mátt í sér til að svara henni eins og á stóð. Hann starði á hana felmtri lostinn, eins og væri hún afturganga. Frú Ford hélt að það væri hund- kvikindið sem honum varð svo starsýnt á. „Ó“, sagði hún. „Þetta er Markús Antoníus“. „Jap .. . jap . . .“ sagði hundkvik- indið. Charles opnaði munninn, eins og hann vildi eitthvað sagt hafa, en kom ekki upp oröi. I sömu svifum opnuðust svefn- herbergisdyrnar og lávarðadeildar- þingmennirnir frá Bergdorf Good- man kom fram á ganginn. „Gott kvö’ ’, f.ú Ford“, sagði sá, sem hafði orö fyrir þeim. „Við bár- um allt inn í svefnherbergið, eins og þér fóruð fram á“. Frú lrord þakkaði þeim fögrum orðum á ítöisku fyrir erfiði þeirra. Sendillinn kom út úr eldhúsinu meö tóma körfuna á öxlinni. „Þessi verzlun ykkar er áreiðan- lega sú bezta f víðri veröld“, sagði frú Ford. „Þakka yöur fyrir þau orð, frú Ford“ sagði sá, sem yfirieitt varð fyrir svörunum, og mælti á óað- finnanlegri ítölsku. „Það er vin- gjarnlegt af yöur að segja það“. „Það gleður okkur ævinlega, þeg- ar við heyrum aó viðleitni okkar er metin“, sagði hinn, einnig á ó- aðfinnanlegri ítölsku. Þeir lutu báð- ir frú Ford hæversklega og héldu svo leiðar sinnar. Sendillinn hlaut enn lengri þakk-. arræðu, að sjálfsögðu á ítölsku og hann svaraði á sömu tungu. 1 raun- inni var sem þau ættu nokkurt tal saman á því máli í eina eða tvær mínútur. Síðan sneri frú Ford sér að Charles og mælti: „Ég er svo glöð...“ Því næst rétti hún honum hund- kvikindið og sveif inn í svefnher- bergið til að skoða varninginn. Charles lítillækkaði sig svo mjög, að hann tók sendilinn tali. „Hvað .. . hvað sagði hún við þig?“ „Ég var að spyrja hana um þessa náunga frá Bergdorf Goodman“, svaraði drengurinn. „Og hún sagði: Þegar maður er ástfangin, er allur heimurinn ein Íta!ía“. „Jap ... jap ..“ sagði Markús Antoníus illkvittnislega. Sendillinn hélt leiðar sinnar. Charles stóð nokkra hríð eins og lamaður með hundkvikindið á örm- um sér. „Jap ... jap ...“ Annað hafði Markús Antoníus ekki til málanna að leggja. Það var ekki fyrr en undir kvöld- ið, að Stanley Ford kom heim. Hann var þreytulegur, þungur á brún og spor hans ekki eins fjað- urmögnuð og venjulega. Augun, sem venjulega tindruöu af tilhlökk- un og eftirvæntingu, þegar hann vissi hinn undursamlega kokkteil bíða sín í ísköldu glási á næsta leiti, voru fölskva slegin eins og manns, sem ekki elur neinar vonir með sér lengur. Jafnvel axlirnar voru signar, eins og á gömlum manni. Hljóður og álútur hélt hann til síns heima, eins og hann væri þjáð- ur samvizkubiti af því að hann hefði hingað til gerzt ótilhlýðilega rúmfrekur í veröld, sem væri öll- um of þröng. Herra Ford var ekki fyrr kominn inn úr dyrunum en Markús Antoní- us réðst á móti honum með grimm- úðlegu gelti, eins og hann vildi rífa hann í sig. Enginn karlmaður getur sjálfs sín vegna látið í ljós að hann hræö- ist svo lítið og vanmáttugt hund- kvikindi, en Markús Antoníus skorti ekki viljann, svo mikið var víst. „Charles . .. Charles . ..“ stundi herra Ford. En Charles var hvergi finnanleg- ur, Martiniglasið ekki heldur. Herra Ford tók stefnuna fram í eldhúsiö. Hann þóttist hafa orðið var einhverrar hreyfmgar þar, og nú, þegar hann veitti því athygli, fann hann leggja þaðan annarlega sterka angan. „Charles,“ mælti herra Ford um leið og hann opnaði dyrnar. „Hvað eruð þér eiginlega að brasa?“ Eldhúsið var langt og mjótt, eins og víðast gerist í húsum á Manhatt an. Þar inni stóðu þau við sinn hvorn langvegg, frú Ford og Char- les, sneru baki hvort við öðru; ýttust jafnvel á með þjóhnöppun- um, ef bæði lutu samtímis, og var bersýnilegt að hvorugt vildi slaka til fyrir hinu um hálfan þumlung, húsmóðirin eða hinn alfullkomni þjónn. Húsmóðirin var að matreiða spag hetti í geysistórum potti, eða kann- ski heföi verið réttara að kalla það ,,geymi“; þar svam það i stórum hnyklum innan um hvítlaukinn í feitu olívuolíuhlaupi og ólívuolíu- brúsinn stóð opinn á borðinu við eldavélina. Á því andartaki, sem herra Ford stóð þarna á þrepskild- inum, gerði frú Ford sér hægt um vik og bætti nokkur þúsund hitaeiningum úr brúsanum í pott- inn. „Almáttugur“ hugsaði herra Ford með sér, „öll sú fita .. .“ Þarna á .jorðinu stóð líka einhver dularfullur, angandi réttur, sem maður fékk ósjálfrátt grun um að gæti hleypt hvaða horkranga sem væri 1 spik á nokkrum dögum. Þaö var hinii frægi spaghettibúð- ingur fegurðargyöjunnar. Sín rnegin í eldhúsinu var Char-1 les önnum kafinn við að hræra! megi'unarsalat úr hráum gulrótum l og undanrennuosti. Bæði virtust þau fagna heim- j kömu húsböndans — á sinn hátt. i „Herra minn“, mælti Charles. „Amore!“ æpti frú Ford. „Ég leyfi mér að bera fram j f A l N I AM SHAMED FOR MY RACE, TARZAN... THOOGH AV\NY HAVE BEENI OPPRESSED BY OUTSIDE FORCES. THEY SHOULD NOT NOT WHILE EDUCATED AFRICANS ARE MAKING GREAT STRIDES IN SECURING DíGNITY AND FCFFDDM mK TUFIC PF/IP/ F 1 „Þessi Krona hlýtur að vera djöfull, Muv- margir hafi orðið fyrir barðinu á hvítum „Ekki meðan menntaöir Afríkumenn gera iro.“ mönnum, eigum við ekki að taka lögin í allt sem þeir geta til hjálpar þjóð sinni.“ „Ég skammast mín fyrir kynþátt minn. Þó eigin hendur.“ _________________________________15 haröorð mótmæli, mælti Charles ennfremur. „Ef þessi unga kven- persóna á að dveljast hér, þó ekki sé nema f nokkra daga .. Samtímis mælti frúin, en einung- is mun hærra og að sjálísögðu á ítölsku: „Ástkæri eiginmaður minn, þú verður að tala nokkur vel valin orð í fullri meiningu við þennan náunga. Þú verður að koma honum I skilning um, að það sé ég, sem er húsmóðirin á þessu heimili, en hann einungis þjónn . . .“ „Það verður að gera þessari kven persónu þaö skiljanlegt“, hélt Char les áfram, „að henni leyfist ekki undir neinum skilyrðum að stíga fæti sfnum inn fyrir eldhúsþrösk uldinn . . .“ „Ég mundi tafarlaust falla í faöm þér, ástin mfn“, mælti frú Ford „ef ekki stæði þannig á að ég má ekki með neinu móti fara frá búð- ingnum eins og er . ,.“ / RAFKERFID Startarai Bendixai gOlfskipt- tngar fyrir ameriska bíli há spennukefh kertaþræðir olat 'nur kertí kveikiulok rúðu Durrkui rúðuviftur rúðu sprautur með og án mótors samlokur. samlokutengi. amp er- og oliumælar sambvggðir. segulrofar ■ Chevrolet o fl Anker, kol op margt fleira Varahlutir og viðgerðir á raf- kerfum bifreiða BILARAF s.t. Höfðavík við Sætún Sími 24700 ÞVOTTASTÖÐIN SLÍÐURLANDSBRAUT SIMI 38123 OPIÐ 8 -22,30. SUNNUD.:9-22,30 ot5S*S««"^ UU skartgripaverzL KORNELlUS I JÚNSSON SKOLAVÓBDUSTÍG 0 - SiMI: 16500 f-r==>B/lAlF/GAN RAUDARÁRSTfG 31 SlMI 22022 SPARIfl FYRIRHOFN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.