Vísir - 19.01.1967, Blaðsíða 1

Vísir - 19.01.1967, Blaðsíða 1
I VISIR 57. árg. - Fimmtudagur 19. janúar 1967. - 16. tbl. „Ætlum að orgelið sé í lagi — segir presturinn / Skálholti Viögerð á rafmagnslínunni yf ir Brúará lauk klukkan hálf eitt í nótt og voru þá allir bæimir sem rafmagnslausir uröu á sunnudag búnir að fá rafmagn frá Sogsvirkjuninni aftur. Þeir, sem ekki fengu Ljósafossraf- magn í fyrrakvöld fengu raf- magn frá dieselstöð, sem sett var upp á Flúðum, en vegna þess hve rafmagnsálagið á stöð- ina var mikið í gær varð að stöðva hana stund og stund. Viögerðin á línunni hjá Brú- ará er þó aðeins bráðabirgða- viðgerð og verður haldið áfram viögerðum þar til fullnaðarvið- gerð er lokið. Má því búast við að taka þurfi ^f rafmagnið nokkra tíma um miðjan daginn í dag og á morgun. Menn voru famir að óttast að skemmdir kynnu að verða á orgelinu í Skálholtskirkju, en pipuorgel þola illa hitabreyting- ar. Hafði Vísir samband við sóknarprestinn, séra Guðmund Óla Ólafsson í morgun og spurði hann hvort álitið væri að orgelið hefði skemmzt. — Þag hefur nú ekki veriö athugað enn. Við ætlum þó, aö það hafi ekki kólnað svo mikið f kirkjunni frá þvi rafmagnið fór ai á sunnudag þar til þaö komst á aftur í nótt, að nokkuð hafi getað orðiö að orgelinu. En órgelið er sem kunnugt er pípuorgel og þolir því illa hita- breytingar. NIÐURGREIÐSLUM Á FISKI HÆTT í REYKJAVÍK * . í:■: Á fundi borgarráðs 13. þ.m. var ineytisins varðandi niöurgreiöslu á lagt fram bréf viðskiptamálaráðu- verði fisks, sem seldur er til neyzlu Tíu ára „tradi- sjón44 í Nausti □ Á morgun, þorradag, upphefjast þorrablót svo víöa sem því verður við komið enda hefur mikiö líf færzt í þessa gömlu þjóðar- tradisjón á seinni árum. Veitingahúsiö Naust hefur nú haldiö þessari tradisjón í tiu ár og boðið gestum sínum þorratrog. □ Sagðí Geir Zoega, forstjóri Nausts viö fréttamenn, að nú væri orðið mun auðveldara en fyrir tíu árum, að ná í hina gömlu íslenzku rétti og væri nú allt komið í þorratrogið sem þar ætti heima, svo sem svið, hákarl, selshreifar, lundabaggíar, bringukoll- ar, hrútspungar og fleira, en sumt af þessu höfðu menn ekki uppi við nema með mestu leynd fyrír nokkrum árum. í Reykjavík og nágrenni. Var efni þessa bréfs, tilkynning þess eðlls, að frá og með 10. þ.m. yrði þess- um niðurgreiðslum hætt þar sem nýtt fiskverð hefði verið ákveðið 9. jan. En eins og kunnugt er, komu niðurgreiðslur þessar til fram- kvæmda í haust og skyldu gilda bar til nýja fiskverðið yrðl ákveð ið um áramótin. Annast Bæjarút- gerð Reykjavíkur framkvæmd nið- urgreiðslnanna samkvæmt sam- komulagi borgarstjóra og viðskipta máiaráðuneytisins. „Skortar árahrku fyrirsjáaniegur" — segir Hjálmar Finnsson, framkvæmdastjóri Aburðarverksmiðjunnar — Flytja verður inn ammoniak Eins og gefur að skilja hefur aukin iðnvæðing í för með sér aukna rafnotk- un og nú er svo komið að Áburðarverksmiðja rík- isins í Gufunesi hefur ekki nægilegt rafmagn til fullra afkasta, en verksmiðjan hefur sem kunnugt er, feng ið afgangsrafmagn frá -<S> 18 yfírheyrðir í ntáli B’orvaldar Ára Arasonar Nú hafa 18 manns verið yfir- heyrðir í máli Þon'aldar Ara Ara- sonar, lögfræðings, sumir oftar en einu sinni. Verða enn nokkrar yfir heyrslur út af ýmsum smáatriöum sem ekki lisgja enn ljós fyrir. Hins vegar munu öll aðalatriði málsins þegar vera könnuð. Þorvaldur hef- ur ekki óskað eftir verjanda og hon um hefur ekki verið skipaður verj- andi. Hann var úrskurðaður í geö- rannsókn eins og algengt er, en Sakadómur vissi ekki í morgun á hvaða stigi sú rannsókn væri. Sverr ir F.inarsson fulltrúl sakadómara liefur rannsókn málsins með hönd- um. Sogsvirkjuninni. Þetta hef ur orðið til þess að verk- smiðjan hefur orðið að flytja inn ammoníak. Til þess að fá nánari upplýs- ingar um þetta, hafði blaðið samband við Hjálmar Finnsson framkvæmdastjóra Áburðar- verksmiðjunnar í morgun. Hjálmar sagði m. a.: — Orkan sem við fengum var ekki mikil, en þó ekki minni en Sogsvjrkjunin hafði gert ráð fyr ir. Skortur á raforku til verk- smiðjunnar var fyrirsjáanlegur og verður það þar til Búrfells- virkjunin tekur til starfa. Vegna þessa fyrirsjáanlega skorts var í það ráðizt árið 1954 að byggja eitt þúsund tonna ammoníaks- geymi og var hann tilbúinn i árslok það ár. Meginhluti amm- oníaksins fer til framleiðslu á vetni, sem er nauðsynlegt til á- burðarframleiöslunnar. Við höf- um flutt inn fljótandi ammon- íak s.l. tvö ár til þess að bæta upp skortinn, en með því hefur verksmiðjunni lánazt að halda fullum afköstum hvað varðar á- burðarframleiðsluna. Að öðru leyti hefur verksmiðjan ekki átt í sérstökum framleiðsluörðug- leikum, Því er ekki að neita að þetta hefur í för með sér auk- inn framleiðslukostnað, en ég vil taka fram, að verð á Kjarna var ekki meira vegna þess. Með fullum afköstum j getur verk- Framhald á bls 6. V/ðgerð d stendur enn Viðgerð á brúnni á Jökulsá á Sólheimasandi stendur ennþá og mun hún standa í nokkra daga enn áður en hægt veröur aö aka um brúna að nýju. Stærstu bílar geta enn ekið yfir án'a bar sem botninn var ruddur. Vegurinn um Langadal er ennþá lokaður vegna flóða í Blöndú, en vatnið hefur nú sigið í Skjálfanda- fljóti þannig að hægt hefur verið að Jökulsárbrú nokkra daga gera við skémmdir sem urðu á veg- um þar um slóðir. Vegir á Vestfjörðum innan fjarða mega teljast allgóðir miðað við árs- tíma og er t.d. fært frá Patreksfirði til Bildudals og Rauðasands og frá Þingeyri að Núpi Á Austfjörð- um telst það til tiðinda að hægt er aö aka á jeppum yfir Fjarðarheiði þótt vegurinn hafi ekki verið rudd ur og er þá ekið á harðfenni. Ólafur Thors. irindi um Ólaf Thors í Ríkisút- vorpinu í kvöld 1 tilefni af fæðingardegi Ólafs Thors, sem er i dag, flytur Jó- [ hann Hafstein dómsmálaráð- herra erindi í Ríkisútvarpið í kvöld. Nefnist það „Minningar um Ólaf Thors“ og segir ráð- herrann þar frá persónulegum kynnum sínum af hinum mikla stjómmálaleiðtoga. Ólafur Thors hefði orðið 75 ára í dag ef hann hefði verið á lifi. Erindi dóms- málaráðherra hefst kl. 21.30 í kvöld. Tveir á bát Tvö tonn af ýsu á fimm bjóð kr. næt Krlstján, lítill trillubátur frá Keflavík reri í gær með 15 bjóð af línu en lagöi ekki nema fimm þeirra í Leirusjóinn innan við Skagann. Á þessi fimm bjóö fengust nær tvö tonn af fall- egri ýsu, sem er eindæma góð- ur afli, enda hefur fiskur verið svo til á hverjum krók. Á Krist jáni róa tveir menn og komu þeir inn í morgun með aflann, sem þykir aldcilis búbót í afla- leysinu. Stærri bátarnir, sem róa með allt upp í 50 bjóð hafa ekki fengið öllu meira en 3-5 tonn á heimamiðum að undanfömu, en á þeim eru 5-6 menn og auk þess 5 í landi. Frystihúsin borga 5.18 kr. fyr ir fyrsta flokks ýsu, samkvæmt loforði ríkisstjórnarinnar veröa greiddar 11% uppbætur á ýsuna tvo fyrstu mánuöi ársins, þann ig ætti þessi einnar nætur afli þeirra félaga að fara upp und 5r 11 þús. kr. f

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.