Vísir - 19.01.1967, Blaðsíða 8

Vísir - 19.01.1967, Blaðsíða 8
£00 Utgetandi: Slaðaotgátan VISIR Framkvæmdastjðri: Dagur Jönasson Ritstjðri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarrltstjðri: Ajcel rhorsteinson Fríttastjóri: Jðn Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson. Auglýsingan Þingholtsstræti l, símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Túngötu 7 Ritstjðm: Laugavegi 178 Slmi 11660 (5 linur) Askriftargjald kr. 100.00 ð mánuði innanlands. I lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðia Vfsis — Edda h.f Að stækka kökuna ]\Jikla atbygli hefur vakið skýrsla brezka blaðsins Economist um rekstrarerfiðleika blaða þar í landi. Skýrslan sýnir, að tvær höfuðmeinsemdir valda þess- um erfiðleikum. Þar e'r í fyrsta lagi um að ræða ó- hófleg völd verkalýðsfélaganna, sem hafa leitt til þess, að prentsmiðjur blaðanna eru ofsetnar starfs- mönnum, sem hafa of hátt kaup miðað við greiðslu- getu fyrirtækjanna. í öðru lagi er um að ræða linku blaðastjónienda, sem m.a. hafa látið verkalýðsfélög- in hafa sitt fram. í yfirlitsgrein Economist um þetta mál segir, að þessar staðreyndir séu ekkert sérein- kenni blaðarekstrar í Bretlandi, heldur sé sömu sögu að segja í fjölda atvinnugreina. Ofurvald verkalýðs- félaganna i Bretlandi hefur leitt til lítillar framleiðni i mörgum greinum atvinnulífsins og minni framleiðni- aukningar en hjá öðrum iðnaðarþjóðtim. Þetta er rótin að hinum sífelldu efnahagsörðugleikum, sem herjað hafa Bretland um tuttugu ára skeið. Brézku verkalýðsfélögin hafa lagt höfuðáherzlu á að fá sem stærstan hlut kökunnar og minnka sem mest hlut atvinnurekenda í kökunni. Kröfuharka og verkfallastefna verkalýðsfélaganna hefur gengið svo nærri brezkum fyrirtækjum, að þau hafa látið endur- nýjun og vélvæðingu sitja á hakanum, og mörg þeirra lifa í stöðugri gjaldþrotshættu. Vestur-þýzku verka- lýðsfélögin hafa rekið miklu skynsamlgeri Stefnu und anfarin tuttugu ár. Þau hafa sýnt hófsemi í kröfugerð og hafa forðazt verkföll eins og heitan eldinn. í stað þess hafa þau lagt megináherzlu á að hvetja atvinnu- rekendur til að auka framleiðni fyrirtækja sem mest. I stað þess að krefjast aukins hluta kökunnar krefj- ast þau, að kakan verði stækkuð. Og þau hafa haft samstarf við atvinnurekendur um að koma á vinnu- sparandi tækni, vélvæðingu og sjálfvirkni. Með þessu móti hefur kakan stækkað svo geysilega, að vestur- þýzkir verkamenn eru mun betur settir en brezkir. í þessum tveimur löndum hefur verið um tvær ó- Iíkar stefnur að ræða. í öðru landinu hefur verkalýðs- hreyfingin krafizt stærri hluta kökunnar, en í hinu landinu hefu'r verkalýðshreyfingin krafizt stækkun- ar kökunnar í heild. Fyrri stefnan hefur leitt til verk- fallsátaka og fjandskapar, en hin stefnan hefur leitt til friðsamlegrar samningagerðar og samstarfs um framþróun. í fyrra tilvikinu hefur efnahagsþróunin hægt á sér og lífskjör almennings ekki batnað nema lítillega. í seinna tilvikinu hefu’r aukinn hraði færzt í efnahagsþróunina og lífskjör almennings batnað hröðum skrefum. Hér heima á íslandi hafa menn orðið varir við muninn á árangri þessara tveggja stefna. Viðhorf verkalýðsfélaganna hafa smámsaman verið að breyt ast til batnaðar undanfarin ár. Þeirri þróun þurfa verkalýðsfélögin að hraða verulega. Þau þurfa að taka upp samstarf við atvinnurekendur um að stækka kökuna sem mest, báðum aðilum til hagsbóta. i '( í V1SIR. Fimmtudagur 19. janúar 1967. Farþegaþota frá JAL. (Japan Air Lines). Uppkast að lagi SAS og FLOT rætt samkomu- AERO- í Moskvu Enn óleyst vandamál varðandi áætlunarflug yfir Siberiu Framhaldsviðræður um sam- starf hðfust í Moskvu fyrir um það bil viku milli skandinaviska flugfélagsins SAS og sovézka fjugfélagsins AEROFLOT. Meö- al þess, sem um er rætt, er fyrirhugað áætlunarflug SAS yfir Siberíu. Segja má, að sam- komulag hafi áður náöst í meg inatriðum, en það eru viðræður um einstök sartikomulagsákvæöi sem nú eiga sér staö. Samkvæmt skeyti norsks fréttaritaraj. er dy^lst ( Moskvu til þess að fylgjast með'þessúrh málum, á SAS að fá — á sfnum tíma — leyfi til áætlunarflugs í eigin flugvélum á leiðinni til Tokyo yfir Siberiu. Fréttaritar- inn getur þess, aö sovézkar flug vélar hafi fengið leyfi til þess að fljúga yfir Norður-Noreg á leið AEROFLOT til Norður-Am- eríku. Það, sem aðallega um er rætt á þessu stigi, er umsókn SAS um leyfi til áætlunarflugs milli höfuðborga Norðurland- anna þriggja og Leningrad. Þess er vænzt, að þessar áætlun arflugferðir geti hafizt þegar í sumar, sem einn liður sumar- flugferðanna og viröist hér aö- allega vera um óleyst tæknileg atr. að ræða og svo virðist sem meðal samningsatriöa séu fargj. AEROFLOT er ekki í alþjóða- sambandinu IATA og þvf óháö fargjaldareglum þess). Hin óieystu vandamál En það eru mörg vandamál óleyst, þegar um er að ræða áætlunarflug yfir Siberfu og það lfður sennilega þó nokkur tími þar til SAS getur hafið á- ætlunarflug yfir þetta land með sínum eigin flugvélum og með sínum áhöfnum og m.a. er í ráði að opna innan tveggja ára sam- göngumiðstöð fyrir slík áætlun- arflug,/og yrði enska þar rfkj- andi mál. Það er fjögurra manna sendi nefnd, sem er f Moskvu til við ræðna við fulltrúa AEROFLOT. Og þegar grein sú var skrifuð, sem hér er stuðzt við, var ekki vitað hversu lengi framhaldyvið ræðurnar myndu standa. Grein- in var birt 16. janúar. Einnig samkomulagsum leitanir milli Pan Ameri- can og Aeroflot Einnig fara fram viðræður milli AEROFLOT og Pan Ameri can um áætlunarflug milli Moskvu og ftew York — og er þar einnig rætt um einstök at- riði samkomulags, er gert hefur verið. Hvenær hefjast alþjóða- flugferðir yfir Siberíu? Það veröur ekki sagt um það enn hvenær SAS fær að hefja áætlunarflug yfir Siberiu. í TASS-fréttastofufrétt var sagt, aö það yrði „þegar leyft yrði al- þjóðaflug yfir Siberíu." Milli Japans og Sovétríkj- anna hefur áöur veriö gert samkomulag, sem innlfelur réttlndi fyrir japanska flug- félagiö JAL til þess að hafa áætlunarvélar I föruni milli Tokyo og Moskvu yfir Siber- íu, en að þvi er frétzt hefur munu liöa 2 ár þar til JAL fær að láta sínar eigin far- þegaþotur fljúga þessa leið. Þar til JAL fær að nota sínar eigin farþegaþotur á þessari leið stendur því til boða að nota TU-114 farþegaþotur (sovézkar) Líklegast þykir að SAS fái hlið stæð réttindi um leið og JAL. Ánægja á Norður- löndum Leiðtogi skandinavisku sendi- nefndarinnar, Svfinn Knut Bem ström, utanríkisr^ðherra, sagði á fundi með fréttamönnum í Moskvu, að viðræðumar gengju að ðskum og væru vinsamlegar. Rætt hefur verið um öll sam- eiginleg vandamál f ljósi þróun ar og með tilliti til fenginnar reynslu á undangengnum tíma. Eining hefur náðst um, að samræma þurfi betur rétt aðila til alþjóðaflugs nú og á kom- andi tfma á alþjóðaflugleiðum sem opnaðar hafa verið og kunna að verða opnaðar. Samkomulag hefur þegar náöst við Japana um skiptingu hagnaðar og um hlutdeild í á- góða af sölum á leið til Sovét- ríkjanna o.s.frv. — og leigu JAL á sovézkum farþegaþotum. AEROFLOT hyggst byrja áætl- unarflug til Tokyo þegar lokn- samningar hafa verið undirrir- aðir, en JAL vonast til að verör. komið í gang með áætlunarflug- ið í aprfl n.k. í reynsluferð f ágúst í fyrrn var isovétflugvél 10 klst. og 50 mín. á leiðinni frá Moskvu tii Tokyo og hafði hvergi viðkomu á leiðinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.