Vísir - 19.01.1967, Síða 9

Vísir - 19.01.1967, Síða 9
V í S I R . Fimmtudagur 19. janúar 1937. m íslenzka sjónvar Pið þeir sem horfa íslenzka sjónvarpið hefur nú starfað hátt á fjórða mánuð — fyrst tvö kvöld í viku, síðan var sunnu- deginum bætt við og 1. febrúar verða dagarnir orðn ir fjórir. Gangi allt samkvæmt áætlun eigum við að geta státað okkur af sex sjónvarpsdögum 1. sept ember í haust og ættum þá ekki að þurfa að hafa minnimáttarkennd gagnvart „útlandinu“ í þeim efnum. Sjónvarpinu íslenzka var tekið tveim höndum eins og vera ber og að lokinni fyrstu sjónvarpsút- sendingunni létu ýmsir skoðun sína á henni í ljós í blöðum. Nú er nýjabrumið farið af, sjónvarpið fer að verða eins og hvað annað í daglegu lífi og til þess að heyra álit almennings á sjónvarpinu nú og þá einkum hvort menn séu hlynntir fjölgun sjón varpsdaganna áttum við tal við nokkra Reykvík- inga, sem við hittum á f ömum vegi. aðeins litlum bömum, en í fyrra var ég með eldri böm og varð vör við ag þau vöktu oft fram- eftir við að horfa á sjónvarp. Annars held ég að það séu ung- lingarnir á aldrinum 14—16 ára sem em háðastir sjónvarpinu, þótt þeir hafi flestir nóg að gera í skólunum og megi • ekki við því að vaka fram eftir yfir sjón- varpinu. — Hafa „sjónvarpsgestir" gert átroöning á heimilinu? — Ekki get ég sagt aö svo hafi verið þann tíma sem ég hef haft sjónvarp. Og mér finnst eftirtektarvert að fólk utan af iandi sem komið hefur í heim- sókn á sjónvarpskvöldum hefur yfirleitt heldur kosið að evða kvöldinu f ró og næði og spjalla við heimilisfölkið en horfa á sjónvarpið. Aðalatriðið er að sjón- varpsefnið sé gott Áslaug Friöriksdóttir kennari og húsfrú segir varðandi fjölgun sjónvarpsdaga: — Eins og sakir standa hef ég lítinn áhuga á því að útsend- ingardögum íslenzka sjónvarps- ins verði fjölgað og byggist sú skoðun mín fyrst og fremst á því að ég og mitt fólk höfum nóg við tímann að gera. Fljótt á litið finnst mér aö betra sé aö hafa sjónvarpsútsendingar eins og nú er heldur en fjölga sjón- varpsdögunum og stytta um leið dagskrána hvert kvöld. • — Hvernig finnst þér sjón- varpsefnið hafa verið? — Mér finnst ýmsir þættir í sjúnvarpinu hafa veriö góðir, einkum fréttaþættimir og það er gott að fá sjónvarpsdagskrána með nokkrum fyrirvara því að þá er hægt að velja það efni sem maður vill horfa á og skipu leggja tímann eftir því. — Finnst þér að auka beri innlent efni í sjónvarpinu? — Ég vil mjög gjarnan hafa innlent sjónvarpsefni, en aðal- atriðið er að sjónvarpsefnið sé gott og skiptir þá að mínu áliti ekki máli hvort það er innlent eða erlent. — Verður áhrifa sjónvarps- ins á skólabömin vart? — 1 vetur hef ég ekki orðið vör við pað þar sem ég kenni hafa dagskrána fleiri kvöld en áður? — Mér lízt ágætlega á það, ef eitthvert vit verður í þvi, almennilegar myndir t. d. — Nú hafa verið kvikmyndir í sjónvarpinu hefirðu ekki horft á þær? —Jú, svona annaö kastið. Vil fleiri daga — ef eitthvert vit veröur I því Á Flókagötunni hittum við fyrir einn ungan starfsmann Hitaveitúnnar, Guðberg Sigur- pálsson, 16 ára gamlan. — Horfirðu mikið_á sjónvarp, Guðbergur? — Nei, ekki mikið. — Hvað er það sem þú hef- ur mestan áhuga á að sjá? — Dýrlingurinn er það eina, sem ég horfi á og svo stundum á Steinaldarmennina. — Hvemig lízt þér á það að Mest gaman aö ísienzka efninu — vona aö : þaö versni ekki Næst segir Guölaug Guö- mundsdóttir, húsfrú og móðir þriggja bama á aldrinum 2—15 ára, okkur skoðun sína á ís- lenzka sjónvarpinu: — Mér finnst efnið hafa ver- ið prýðilegt, en ef sjónvarpa á sex daga vikunnar veit ég ekki hvemig það kemur til að verða Annars hélt ég að þið væruð með skattstofuspumingu af því að maður fær nú tækjaskrána hvað úr hverju. Ég þorfi ekki á einn þáttinn frekar en annan og hvað viðvíkur fréttunum þá gefa þær manni mikið meiri innsýn í efnið en áður hefur tiðkazt. Já, ég hef horft á alla dagskrána, þau kvöld sem sjón- varpaö hefur verið, hvað sem ég kem til með að,gera þegar vorar. Hvað viðvíkur bömunum þá velja þau sitt efni í sjónvarpinu það sem þau kæra sig um að sjá. Það sem er fimmtán ára og er elzt vill helzt vera með sín- um jafnöldrum og horfir annars á sjónvarpið ef sérstakt efni er í þvl fyrir ungt fólk. — Nú hafa sjónvarpsgestir mikið verið til umræðu að und- anfömu, hvemig er það á þínu heimili? — Það er spuming, sem ég vil helzt ekki svara — nei, ég svara henni alls ekki. — Svo að sjónvarpið hefur verið mikið notað á þínu heim- ili og verður f framtíöinni. — Það er horft mikið á það fyrst eftir að maður fær tækið en síðan er eins og það verði eins með það og hverjar aðrar daglegar venjur, ég vona bara að efnið versni ekki þegar sjón- varpað verður fleiri kvöld vik- unnar, aö þeir auki ekki erlenda efnið heldur hafi eins mikið af innlendu efni því alltaf finnst manni náttúrlega mest gaman að þvf fslenzka Horfum alltaf á sjón- varp í saumaklúbb Á Nóatúninu hittum við Andreu Danielsen, 16 ára, sem er nemandi í Gagnfræðaskóla verknáms. — Hvort hún horfi mikið á sjönvarpið? — Nei, ég hprfi ekki mikið á þaö, maður horfir svona á ýmsa þætti, helzt þegar eitthvað er f því fyrir unga fólkið og stundum á síðustu myndina á kvöldin. — Ertu þá frekar úti að skemmta þér með kunningjum þínum? — Já. — Hefur sjónvarpiö verið lengi á heimilinu? — Síðan í hittifyrra en fyrst horfði ég á sjónvarp heima hjá vinkonu minni, þar er það búið að vera miklu lengur og þá horfði ég meira á það f fyrstu. — Heldurðu að það að horfa á sjónvarpið komi eitthvað nið- ur á náminu hjá þér? — Nei, þaö held ég ekki. — En horfa jafnaldrar þfnir í skólanum mikið á sjónvarp? — Ekki get ég sagt það, þaö er sjónvarp hjá flestum þeirra en þeir eru samt úti hingað og þangað, en þegar maður er í saumaklúbb horfir maður alltaf á það. — Og svo talið þiö eftir á? — Já. — Velurðu . þér einstaka þætti til þess að horfa á eða horfirðu á dagskrána samfleytt? — Ég horfi frekar á sjónvarp- ið allt kvöldið heldur en á ein- staka þætti, þegar maður hefur ekki neitt að gera eða svoleiðis. Lengri dagskrá - færri daga Við hringdum í Knút Magnús- son, steinsmið, og báðum hann að segja okkur álit sitt á fs- lenzka sjónvarpinu, væntanlegri fjölgun útsendingardaga og fyr- irhugaðri styttingu dagskrár. — Mér finnst starfsmenn sjónvarpsins hafa staöið sig mjög vel í sfnu starfi. Það bezta sem þeir hafa gert er frábært og allt niður 1 það sem hægt er að gagnrýna harðlega að sjálf- sögðu. Annars finnst mér þeir aem það gera fremur leiðinlegt fyrirbæri, enginn er fullkominn. Ef einhver væri fullkominn hlyti hann einnig að vera leiðinlegur Fljótt á litið mundi ég fremur kjósa lengri dagskrá og færri daga. Mér finnst ekki brýn þörf á fleiri útsendingardögum en nú eru, nema þá vegna Keflavíkur- sjónvarpsins. íslenzka sjónvarp- ið hefur með starfsemi sinni sannað þá þörf sem orðin var fvrir það, en ástæðan fyrir þvi að ég vil ekki hafa fleiri út- stndingardaga, er m. a. sú, að þá tekur fólk sér sfður bók í hönd, og miða ég þá við að Keflavíkursjónvarpið hætti út- sendingum sfnum. Sjónvarpið er mikill tfma- þjófur, ekki sfður en kvikmynd- imar, maður gerir ekki annað á meðan horft er á það. nema ef vera skyldi að éta pop kom Að lokum vildi ég undir- strika að mér finnst fslenzku sjónvamsmennimir hafa staðið sig MJÖG vel. Vil láta færa föstudags- útsendingarnar á aðra tíaga í Smárakaffi hittum við Jón Magnús Jóhannsson leigubfl- stjóra. en hann var að fá sér hressingu og stutta hvíld frá erli dagsins. — Hvernig lfkar þér við ís- lenzka sjónvarpið Jón? — Prýðilega. Það er ekki ýkja langt sfðan ég fékk sjón- varp, en nógu langt til þess að ég geti gert mér grein fyrir á- gæti þess. — Mundirðu vilja fleiri út- sendingardaga? — Ekki frekar, en ég vildi gjaman að 'föstudagsútsending- amar yrðu færðar á einhverja aðra daga, þar sem vinna okkar leigubílstjóranna er einna mest á föstudögum og svo um helg- ar. Mig grunar að eigendur veit- ingahúsanna yrðu einnig fegnir slfkri breytingu. — Hvað segja bömin þfn um sjónvarpið? — Þau urðu nú hrifnust allra á heinjilinu, enda þurfa þau ekki lengur að fara f næstu fbúðir til þess að fá að horfa á sjónvarp. Þetta er mikill kostur fvrir móðurina, hún hefur þá krakkana vfsa.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.