Vísir - 19.01.1967, Síða 11
Foð/r Önnu Frank sækir til saka
fyrrverandi SS-foringja
Anna Frank eins og hún leit út
stuttu á5ur an hún fór í felur.
Pkómsráðið í Bajem hefur veitt
föður Önnu Fraiík ieyfi til
þess að koma fram sem ákær-
andi i máli gegn fyrrverandi SS-
majór, WiLhelm Zöpf, sem ákærö-
ur er fyrir hlutdeild í morðum
55.000 manns.
Dagbækur Önnu Frank, sem
hún er kunn fyrir, en í þeim lýs-
ir hún, hvernig hún og fjölskylda
hennar lifðu huldu höfði vegna
ofsókna Nazista, hafa Verið
þýddar á fjölmörg tungumál.
Föður hennar, Otto Frank, hef-
ur verið ætlað það hlutverk að
leiða ákæruvaldið í málinu gegn
Zöpfe, ásamt hinum opinbera á-
kæranda.
Málið gegn Zöpfe er aðeins lið-
ur í stærra máli, sem beint er
aðallega gegn þýzka foringja ör-
yggislögreglunnar í Hollandi
fram til 1943, Wilhelm Harster.
Hann er ákærður fyrir hlutdeild
í morðum á 82.000 manns.
Otto Frank var upphaflega
þýzkur þegn, en flúði til Hollands
við valdatöku Hitlers 1933. Þegar
Þjóðverjar hemámu Holland
1943, földu nokkrir Hollendingar
fjölskylduna í bakhúsi. Þar söfn-
uðust, fyrir utan Otto, konu hans
og dætumar tvær, Önnu og Mar-
got, fjórir Gyðingar, sem með
þessum hætti reyndu að forða
sér undan ofsóknum Nazista. "
1 ágúst 1944 uppgötvaði Gesta-
pó felustaðinn, og fólkið var flutt
til Auschwitz. Þar lézt móðir
Önnu. Stuttu seinna var Anna á-
samt systur sinni flutt til Belsen
fangabúðanna, þar sem stúlkurn-
ar létu lífið veturinn 1945. Anna
Frank var þá um það bil 16 ára.
Dagbækur hennar sem skrifaö
ar eru í stílabækur r ' bréf tii
fmyndaðrar vinkonu, fundust eft-
ir strfð í góðu ástandi. T ær voru
fyrst gefnar út 1948, en síðan
hafa þær komið út i hundruðum
þúsunda upplaga.
Otto Frank, sem iu býr i Sviss
og stjómar þaðan réttarhöldun-
um gegn SS-foringjanum.
MAC
CARTNEY
GIFTIR SIG
Cíðasti bítillinn er genginn út.
Eða svo segir að ipinnsta kosti
Jane Asher, tvítug ensk leikkona
sem hefur verið góð vinkona
Paul MacCartneys síðustu 3 árin.
Þau hafa margoft verið orðuð
hvort við annað, en alltaf haldið
því fram, að aðeins væri um að
ræða góða vináttu þeirra í milli.
Jane Asher sagði við blaða-
menn, er hún var á fömm til
Bandaríkjanna nú fyrir stuttu:
„Ég elska Paul og hann mig, og
það höfum við alltaf gert. Við
höfum hvomgt okkar gefið öðr-
um auga síðan við kynntumst
fyrst".
Hún mun leika hlutverk Júlíu
í leikritinu Rómeó og Júlía næstu
5 mánuðina á vegum ieikfélags-
ins Old Vic frá Bristol. Sagði
hún ennfremur, að þau mundu
gifta sig einhvern tímann á árinu
Sjálfur hefur Paul MacCartney
ekkert látið frá sér fara varð-
andi jiessa brúðkaupsyfirlýsingu,
en hann bauð Jane til miðdegis-
verðar nokkrum klukkustundum
fyrir brottför hennar til Banda-
ríkjanna.
Væntaníegur hægri-
handarakstur
Nú hefir framkvæmdanefmd
hægrihandaraksturs opnað skrif
stofu sína í Reykjavík, en það
mun nokkurra milijóna fyrir-
tæki að koma lögunum um
hægrihandarakstur i fram-
kvæmd. M. a. barf að breyta öll
um fólksflutnragabílum á áætl-
unarleiðum, Nokkuð hefir þetta
mál fléttazt inn í umræður
manna í millum núna, þegar
blöðin hafa byrjað að ræða þessi
mál að mýju. Virðist svo, sem
menn ræði hessi mál f nokkuð
nýju Ijósi nú, þegar framkvæmd
bessa máls er á næsta leiti. Nú
heyrir maður úr öllum áttum
efasemdir um, að þama hafi
verið stigið rétt spor. Kostnað-
urinn sé okkur ofviða og að við
verðum hvort sem er aldrei
tengdjr vegakerfi amnarra þjóða.
Því muni óþarft að ráðast i
þessa breytingu.
Ef almenningur er fyrst núna
að gera sér raunverulega skoð-
un á þessu máli. þá er bara
spumingin þessl: Vora þing-
menninnir okkar búnir aö velta
þessu nægilega fyrir sér til þess
að taka afstöðu, þegar þeir sam
þykktu frumvarpið?
Utanferðir íslendinga
Og svo eru ferðaskrifstofum-
ar famar að auglýsa ódýru
paskaferðimar upp á kraft, og
hampa auðvitað þvi, sem álitið
er að trekki. í einnl auglýsing-
unn), sem getið er staðar, þar
sem sjá má mlnjar frá gamalll
miðaldamenningu, er klykkt út
með því, að f fontri virklsborg
sé m. a. „heil gata, sem er bas-
hver smáverzlunin við
aðra..
Auðvitað álíta ferðaskrifstof-
urnar ,af reynslu, að óhugsandi
sé að fara annað i ferðaiag, en
þar sem hver verzhmin er við
aðra.
Loftleiðir
Sjaldan hefir norræn sam-
vinnz beðið elns alvariegan
hnekki f augum almennings og
nú, þegar ekki tókust samniiig-
ar um lendlngarrétt Loftlelða-
flugvéla á Norðurlöndum. Væri
óskandi, að þetta mái værl ekki
tll lykta leitt og þetta leiðinda-
mál eigi að falla f jarðveg, sem
allar hinar norrænu frsendþjóð-
Ir geti vtð unað.
Þrándur f Gðtu.