Vísir - 21.02.1967, Blaðsíða 5

Vísir - 21.02.1967, Blaðsíða 5
V1SIR. Þriðjudagur 21. febrúar 1967. 5 Listir-Bækur -Menningarmál Guðrnundur Gíslason Hagalin; Eiríkur Htreinn Finnbogason skrifar bókmenntagagnrýni. KRISTRIÍN I HAMRAYlK Sögukorn um þá gömlu, góðu konu Útlit: Hafsteinn Guðmundsson. Setning og prentun: Prentsmiðj- an Oddi M. Bókband: Sveinabókbandið hf. Almenna bókafélagið, Rvik 1966 ^lmenna bókafélagið heíur hafið útgáfu nýs bóka- flokks, sem það nefnir Bókasafn AB — íslenzkar bókmenntir. Má ráöa af þeim tveimur bókum, sem út eru komnar í þessum flokki, að þama eigi að koma eldri bækur, sem sígildar megi teljast, og svo er guði fyrir að þakka, að þar höfum við af nógu að taka. Og vafalaust er það heillamerki flokkinum, að sú gamla góða kona Kristrún í Hamravík skuli ríða hér á vaö ið, því að svo er um konu þá, að manni finnst, að allt hljóti að ganga til góðs, þar sem hún kemur við sögu. Ég býst við, að ekki sé of- mælt um Kristrúnu í Hamravík þótt sagt sé, að enginn, sem ein- hvem tíma hefur kynnzt henni, geti gleymt henni. Og það er ekki eingöngu að við þekkjum hana umfram marga þá, sem við höfum umgengizt í daglegu lífi, heldur fá víst flestir mætur á henni, sem kynnast henni. Spyrja',' mætti, hvers vegna. Sjálfsagt af tvennu: Höfundur hennar hefur gætt hana þvi sér kennilega málfari, að það bæði vekur athygli og ánægju og er svo viðfeldið, að það hljómar í eyrum okkar jafnan eftir að við höfum kynnzt Kristrúnu. Hitt er þó kannski enn mikilsverð- ara, að Kristrún er ein af meiri háttar mannkostapersónum ís- lenzkra bókmennta — gömul og farin útskagamanneskjan, eins og hún er. Og hverjir eru þá mannkost- ir Kristrúnar í Hamravík? Fyrst og fremst þeir, að hún er trú sínu, gætir þess vel, sem henni ber að gæta. Innst inni er hún mild, skilningsgóð og umburðarlynd, en jafnframt svo sterk í sínu ellinnar umkomu- leysi, að ekkert fær hana bug- að. Þeir, sem haldnir eru sjálfs- meðaumkun, gætu margt af henni lært. Og hún trúir á sinn Himnaföður, en ekki til að ein- dengja.áhyggjum sínum á hann, því að það samræmist ekki hennar manndómskröfum. Og þess vegna biður hún hann ekki um miskunn, heldur sanngirni. Þegar henni einu sinni verður á aö biðja hann um fleira en það, sem brýn nauðsyn er við- haldi lifsins í henni Hamravík, þá veitir hann henni það aö vísu, en hún fær heldur betur sönnur á sannleiksgildi orða séra Hallgríms: Vér vitum ei hvers biðja ber, blindleikinn holds því veldur. Og hún er þá ekkert að kinoka sér við að viðurkenna sín mis- tök, hún Kristrún Símonardótt- ir. Kristrún í Hamravik er ef- laust einn af þroskuðustu á- vöxtum íslenzkra bókmennta, sem sprottnir eru af hinni bjart Guðmundur Gíslason Iiagalin. sýnu trú á Islendingseðlið, en þá trú hefur höfundur hennar í ríkum mæli. Oft vill sú trú leiða höfundinn út í helzt til mikla rómantík í persónusköp- unum sínum. Guðmund Hagalín ekki síöur en aðra, en það á ekki við hann, þegar hann skap aði Kristrúnu sína. Ég fæ ekki séð, að nein rómantik sé þarna á ferðum. Þetta er íslenzk göm ul kóna holdi klædd, eins og við þekkjum þær sumar, enda sést það bezt á þeim móttökum, sem hún fékk hjá þjóðinni, þeg- ar hún fyrst varð til. Höfundur ritar bæði fróöleg og skemmtileg aðfaraorð fyrir þessari nýju útgáfu, þar sem hann gerir grein fyrir, úr hvaða efniviðum hún Kristrún hans og aðrar persónur bókarinnar hafa orðiö til. Koma þar sannar lega saman margir þættir, eins og auðvitað er, og veröa þeir ekki raktir hér. En þetta mundi ég vilja benda á. Höf. segir: „Ég var ekki gamall, þegar ég tók að undrast, hvernig íslenzka þjóðin hefði lifað af þær hörm- ungar, sem yfir hana dundu á nauðöldunum miklu — og ég fékk það tiltölulega snemma á tilfinninguna, að andleg verð- mæti hefðu þar komiö meira við sögu en flestir mundu gera sér ljóst. Og án þess að ég gæti sem ungiingur gert mér fulla grein fyrir hinni menning- arlegu þróun, fannst mér, að mótstöðuafl þjóðarinnar væri spunnið úr tveim aðalþáttum: Trúnni á æðri máttarvöld og á eigin manndóm annað nátengt Biblíu og kristindómi, hitt manndómsanda íslenzkra forn- bókmennta“. Hér höfum við í raun og veru þann grundvöli, sem Kristrún í Hamravík og aðrar mannkosta- persónur Hagalíns standa á. Þær verða honum óbein tákn íslenzkrar þióðar í umkomu- levsi og neyð. ■— Jafnframt því að skapa persónur er hann að skýra fyrir sjálfum sér og öðr- um, hvers vegna íslendingum tókst að lifa af sínar hörmung- ar. Ég býst við, að allir viður- kenni Kristrúnu í Hamravík sem mikinn persónuleika og listilega gerða frá höfundarins hendi. En mér skilst, að sumir vilji líta á hana sem einhvers konar vestfirzkt fyrirbrigði. Það er hún vissulega ekki, nema e. t. v. málfarið að einhverju leyti. ■■aHriÉHÍS __ ________ ____^ j -■ í -- -.'+í.x-X-. ...N-,> ,.-.,^'1 , , , •? 'TjiiM??^*********'*><<,<** Ég er sammála Stefáni Einars- syni, þegar hann ritaði árið 1934: „Þetta er ekki svo að skilja, að Kristrún gamla sé svo frámunalega ólík öðrum ís- lenzkum konum. Fjarri fer því. Hún er þvert á móti svo lík mörgum góðum og gömlum konum, sem maður hefur kynnzt og þekkt, að manni finnst alltaf við og við, að þetta kannist maður við — oröfærið, hugsunarháttinn, skapið.“ — Og það er einmitt þetta, sem Krist- rún er. Ein af íslenzkum, göml- um konum, fáfróðum um allt, sem gert var og sagt úti £ hin- um stóra heimi, vissu ekkert um lærða lífsspeki, en tókst með hjálp einhverrar heiman- fylgju, sem þær höfðu fengið úr menningu islenzkra sveita, að vinna úr sinni sáru reynslu þá lífsspeki sem gerði þær and- lega miklar. Hefur það eflaust verið mikil gæfa íslendingum, að slíkar manneskjur voru oft upp lendur barna. Frágangur bókarinnar er góð- ur og smekklegur, eins og Haf- steins Guðmundssonar og Prent smiðjunnar Odda er von og vísa. En ég skil ekki hvers vegna bandið er haft svona ljóst og viðkvæmt. Mér finnst, að bókaflokk sem þennan ætti að gefa út í þannig bandi, að bókin þoli, að á henni sé snert. Hjörleifur Sigurðsson skrifar myndlistargagnrýni: Höggmyndasýning Lisfafélagsins Ednn skúlptúrinn Sigurjón Ólafsson. listsýningu menntaskólanema, „Gríma“ eftir J^istafélag Menntaskólans er einstæð stofnun í höfuö- borginni. Fyrir rösku ári réðust hinir ungu nemendur £ það stór- ræöi að sýna part úr ævistarfi Kjarvals og skömrnu seinna bættu þeir öðrum öndvegismál- ara við: Snorra Arinbjarnar. Snemma sumars hýstu þeir leið- beinanda sinn, Sverri Har.alds- son. Allt yar þetta gjört með slíkum myndarbrag, að eldra fólk og reyndara undraðist dugn aðinn, smekkvfsina og þá ekki sizt kröfumar um fallega og vandaða umgjörð. Fátt veit ég geðfelldara en viðleitni ungs menntafólks til að bindast list- um á vaxtar- og námsárum. — Væntanlega fæðir hún af sér margan nýtan iðkanda og heitan stuðningsmann. 1 vetur hafði lítið heyrzt frá Listafélaginu. Var þaö hætt að snúa andliti sínu út £ borgina? Ónei... allt i einu er það kom- ið með sýningu og hana ekki af lakara tagi: Höggmyndir sex listamanna. Aðeins ein er högg- mynd f þrengstu merkingu orös- ins — Maöur og dýr Sigurjóns Ólafssonar — hinar allar gjörð- ar af tré, málmum, gipshræru og þaðan af torkennilegra efni. Forkólfar Listafélagsins hafa kosið að tæpa á sérkennum margra kynslóða i stað þess að sýna skýrari mvnd úr lífi einnar. Það er vitaskuld sjónarmið, sem erfitt er aö mæla í gegn. Við fá- um allgóöan samanburð og skilj um örlítið betur eðli nýjung- anna, sem spretta f kringum okk ur. Viö sjáum glöggt, að vegur- inn er býzna krókóttur frá Nínu Sæmundsson til Jóns Gunnars Árnasonar — og lengri en ald- ursmunurinn gefur til kynna. Jón Gunnar er postuli nýjung- anna. Þaö eitt gefur þó ekki verkum hans gildi i mínum aug- um. Hitt er forvitnilegra, aö bæði s.tálvírarnir og krossviðar- búrið araga dám að fornum lög- um. Guðmundur Elíasson fer troönari slóðir enda er hann al- inn upp við sterk áhrif frá sjón- armiðum gullaldarinnar í list samtímans. Andlitsmyndin o'rk- ar á mig sem magnaðasta lista- verkiö en tilbrigðin þrjú við ó- kunna stefið eru líka greinilega handverk gáfaðs og menntaðs listamanns. Nína heitin Sæ- mundsson. og Ólöf Pálsdóttir eiga ýmislegt sameiginlegt. Eitt er ást þeirra á, gipsi og málmi — annað hin sfkvika nálægð fyrirmyndarinnar. Vönduðustu og beztu myndir þeirra v eru Ballerína og Torkel Ólafar og Stúlka Nínu, tólfta listaverkið á skránni. Ásmundur Sveinsson hefur lítið breyzt síðan ég kjmnt ist honum fyrir um það bil hálf- um öðrum áratug. Ætfð smýg- ur frásagan, ókindin, tröllið inn í hverja einustu rifu, jafnvel meðan Eva litla dansar og snýst um sjálfa sig hring eftir hring. Kostulegt er að sjá skugga henn ar falla á vegginn að baki og kalla þaðan til öldugjálfurs, Eikarsúlu Sigurjóns, Grfmu, Fjölskyldunnar og annarra þeirra höggmynda, sem flytja okkur óðara út yfir pollinn sak- ir alþjóðlegs viðmóts, er stund- um rúmast ekki nema mátulega vel í litlu veröldinni okkar. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.