Vísir - 21.02.1967, Blaðsíða 12
12
V í SIR. Þriðjudagur 21. febrúar 1967.
Kvikmyndasaga
eftir Eric Ambler
19
„Og enn er það eitt,“ mælti
hann. „Deildarstjórinn er ekki sér-
lega ástúölegur eða góöviljaður
maður. Þéi' bregðizt okkur ekki ein
ungis fyrir það, að þá færi illa fyrir
yöur. Það veit hann auðvitað. En
að hans áliti er heimska og klaufa
skapur ekki síöur ófyrirgefanlegt
en brigðmælgi og hefur sömu eftir-
köst. Ég ráðlegg því yður eindregiö
að fara varlega. Þetta er allt, sem
ég man eftir, nema ef þér vilduö
spyrja einhvers."
„Nei, ég þarf ekki neins að
spyrja."
Hann kinkaöi kolli lítið eitt og
hélt á brott. Ég settist inn í bílinn
Tíu mínútum síðar var ég kominn
út fyrir borgina Edime og ók veg-
inn til Istanbul.
Ég hafði ekki ekið nema nokkrar
mílur, þegar ég tók eftir bílnum,
sem veitti mér eftirför. Það var
ljósbrúnn Peugout, sem hélt sig tvö
til þrjú hundruð metra á eftir og
hélt því millibili þótt aðrir bílar
kæmust þar á milli, en kom aldrei
svo nálægt, að ég gæti greint þann
sem sat undir stýri. Þegar ég dok
aði viö f Corlu til að fá mér morg
unverð, nam hann staðar nokkuð
fjær, en ekki fór hann fram hjá. Sá
ég hann svo ekki á meöan ég staldr
aði þar við.
Ég snæddi morgunveröinn í iitlu
kaffihúsi. Þar stóöu nokkur hálf
sundurliöuð borð úti á verönd í for
sælu af vínviði. Ég fékk mér eitt
eða tvö glös af raki með matnum
og brátt fór mér að líða mun bet-
ur. Þama sat ég í allt að klukku-
stund og hefði helzt viljaö hafa þar
lengri dvöl. Þetta var svipað og 1
skólanum foröum, þegar lokiö var
erfiðri kennslustund og sú næsta
ekki hafin. Þannig getur það lfka
veriö suma daga, frá morgni til
kvölds, til dæmis þegar maður bíö-
ur þess aö vera leiddur fyrir rétt —
þá er maður hvorki sekur né sýkn
ber ekki ábyrgð á neinu, heldur
beinh'nis út leik. Ég hef oft óskað
þess, að gerður yröi á mér upp-
skurður, að sjálfsögöu ekki þján-
ingarfullur eða hættulegur, ein-
göngu til þess aö geta notið dag
-formaf
ÞÝZKAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR
úr harSplasti: Format innréttingar bjóða upp
á annað hundrað tegundir skópa og litaúr-
val. Allir skópar meS baki.og borSplata sér-
smíðuð. Eldhúsið fæst með hljóðeinangruS-
um stúlvaski og raftækjum of vönduðustu
gerð. - Sendið eða komið með múl af eidhús-
inu og við skipuleggjum eldhúsið samstundis
og gorum yður fast verðtilboð. Ótrúloga hag-
stætt verð. Munið að söluskattur er innifalinn
í tiiboðum frú Hús & Skip hf. Njótið hag- ]
stæðra groiðsljskiimóla og . — _
lækkið byggingakostnaðinn. raftæ kI
HÚS & SKIP hf. ■.AUOAVBOI II • SIMI 21B1K
onna á eftir, meðan ég væri að
hressast, allt væri um garö gengið,
engar áhyggjur og engu aö sinna.
Ég sá til ferða bílsins á eftir mér
þegar ég var kominn þrjár mílur
frá Corlu. Eftir það nam ég ekki
staðar, nema einu sinni til að
kaupa benzín og kom til Istanbul
um fjögurleytið.
Bílnum kom ég fyrir í geymslu
við Taximtorg og hélt svo fótgang-
andi að gistihúsinu og bar föggur
mínar. ,
Gistihús þetta er byggt utan f
brattri fjallshlíð og sér þaðan yfir
Sæviðasund. Það er eina gistihús-
ið aö ég veit, þar sem anddyrið
er á efstu hæð, og maður fer meö
lyftunni niður til herbergja sinna
í staðinn fyrir upp. Herbergið, sem
mér hafði verið fengið, var mjög
neöarlega og úti í horni og hinum
megin við götuna var lítið kaffihús
þar sem hávær, tyrknesk tónlist
var leikin af hljómplötum, stanz-
laust. Mjóturn á bænahúsi var í
svipaðri hæö og herbergið og ekki
fjær en um fimmtíu metra, neðar í
brekkunni. Mjóturninn var með há-
tölurum til að magna bænakall
hrópandans og röddin var óskap-
leg. Það lá í augum uppi, að hr.
Harper hafði valið ódýrasta herberg
iö handa mér.
Ég hafði skyrtuskipti og beið
átekta.
Síminn hringdi um sexleytið.
„Monsjör Simpson?"
Þaö var karlmannsrödd og
það var greinilegt af málhreimnum
að það var hvorki Breti né Banda-
ríkjamaður sem talaði.
„Þetta er hann,“ svaraði ég.
„Er allt í lagi með bfl ungfrú
Lipp? Þér hafið ekki lent í slysi
eða orðið fyrir neinum óhöppum
á leiðinni frá Aþenu?“
„Nei. Bíllinn er í bezta lagi.“
„Gott. Ungfrú Lipp hefur mjög
nauman tíma. Þér kannizt við Hilt-
on hótelið?“
„Já.“
„Þér akið þangaö tafarlaust og
inn á bílastæðið gegnt hótelinn-
ganginum og bak við Kervansary
næturklúbbinn. Þér skiljiö ferða- j
lagaskírteinið og vátryggingarskír-
teinið eftir í hanzkahólfinu og lát
ið ráslvkilinn liggja á gólfinu við
ekilsætið. Þér skiljið þetta?“
„Ég skil það. En hver er það
sem talar?"
„Vinur ungfrú Lipp. Bíllinn verð
ur að vera kominn á staðinn að
tfu mínútum liðnum ... “ Hann
skellti á rétt eins og honum gremd
ist að ég skyldi spyrja hann að
nafni.
Andartak sat ég og hugleiddi
hvað gera skyldi. Áreiðanlega kom
mér ekki til hugar að gera eins og
hann sagði mér. Mín eina von að
komast í eitthvert samband við
þessa aðila, eins og Tufan ætlað-
ist til af mér, var bundin bílnum.
Ef 'ég léti hann af hendi sam-
kvæmt því sem náuriginn í síman-
um sagði mér, var úti um það. Jafn
vel þótt Tufan hefði sjálfur sagt
mér að fara að fyrirmælum hans,
mundi ég ekki hafa gert það. Harp-
er þafði heitiö mér því að ég fengi
greitt ómalc mitt og einnig yröi
mér afhent bréfið um leið og ég af
henti bílinn í Istanbul. Annað
hvort varð því hann, eöa einhver
annar fyrir hans hönd, að standa
við þessi skilyröi áöur en ég sleppti
öllum tökum á bílnum. Hr. Harper
hlaut líka að gera sér það ljóst.
Hann gat varla gert ráð fyrir því,
að ég reiddi mig á góðsemi hans,
eftir það sem okkur hafði farið á
milli í Aþenu. Og hvað um það,
sem hann hafði fært í tal við mig,
aö ef til vill fengi ég drjúgan auka
skilding fyrir að aka með ungfrú
Lipp, þegar kæmi til Istanbul?
Ég faldi því ferðalagaskírteinið
undir hillupappír fyrir ofan fata-
hengið. Hélt síðan út. Það tók mig
nærri tíu mínútur að fara fót-
gangandi þennan spöl að Hilton
hótelinu.
Ég gekk ákveönum skrefum inn
á bílastæðið og sveiflaði lyklunum
£ hendi mér, rétt eins og ég ætlaði
að vitja um bfl, sem þama stæði.
Gerði ráð fyrir því, að náunginn
sem hringdi eða þá einhver á hans
vegum mundi halda sig þar nálægt
og bíða þess að Lincolninum væri
ekiö inn á stæðið og svo frá öllu
gengiö, að aka mætti honum á
brott um leið og ég væri farinn. í
Istanbul er það ekki hyggilegt að
skilja bíl neins staöar eftir ólæst-
an andartak, jafnvel ekki lélegasta
skrjóð, auk þess heldur nýtízku
bandarískan bil af vönduðustu og
dýrustu gerð.
Það leið heldur ekki á löngu áð-
ur en ég kom auga á náungann.
Hann stóð yzt við útakstursreinina
hjá Hilton hótelinu og reykti sfgar
ettu. Starði framundan sér á allt
og ekkert, eins og hann væri að
ráða það viö sig hvort hann ætti
heldur að fara beina leið heim til
eiginkonu sinnar eða koma við hjá
ástkonu sinni. Minnugur þess að
ég átti að láta Tufan f té sem ná-
kvæmasta lýsingu á þeim af sam
særismönnunum, sem ég kynni að
hitta virti ég hann vel fyrir mér.
Hann sýndist hálffimmtugur, þrek-
llga vaxinn með hveldan barm, hár
ið hrokkið og farið að grána, and-
litið dökkt og þrútið. Augun voru
líka dökk. Hann var klæddur ljós-
gráum fötum úr þunnu efni. Tæp-
lega meðalmaður á hæð.
Ég gekk um stæðið og fullviss-
aði mig um að ekki gæti verið um
neinn annan að ræða, hélt svo út
á götuna og virti hann enn fyrir
mér.
Hann leit á úrið sitt. Bíllinn átti
aö vera kominn inn á stæðið ef ég
hefði hlýtt fyrirmælum hans.
Ég hélt til baka beinustu leið að
Éark hótelinu. Ég heyrði sfmann
hringja inni f herberginu mínu um
leið og ég opnaði dymar.
Það var sama röddin og áður,
en ákveðnari en í fyrra skiptið.
„Simpson? Mér skilzt að bíllmn
hafi ekki verið afhentur ... hvað á
það að þýða?“
„Hver talar?"
„Vinur ungfrú Lipp. Gjörið svo
vel og svárið spumingu minni —
hvar er bfllinn?"
„Hann er á öruggum stað og
verður það.“
X
z
A
WHY 00 YOU NOT
, RÉLBASE IME, LA,
NON THAT KRONA
IS GONB?
I WILL NOT
STAY/...V00 CAN-
NOT KEEP ME
HERE/
„Hvers vegna læturðu mig ekki lausa nú
La, þegar Krona er farinn?“ „Þú, ljóshærða
kona Tarzans, verður hér kyrr, þar til fjár-
sjóðimir eru komnir aftur í okkar hendur.“
„En þú hlýtur að vita það, að fjársjóðimir
eru horfnir fyrir fullt og allt. Ég neita að
eyða ævi minni hér í Opar“.
„Aha, svo þú vilt snúa aftur til hins lag-
lega eiginmanns þíns. Ef þú dvelst nógu
lengi hér, munu jafnvel okkar menn líta vel
út í þínum augum." „Ég mun ekki vera bér
kyrr. Þú getur ekki haldið mér hér."
„Hvað eruð þér eiginlega að
fara?“
„Skilríkin eru geymd í öryggis-
skáp hötelsips, bíllinn í geymslu.
Þetta verður þannig, þangað til ég
get afhent hr. Harper bflinn, eða
einhverjum sem hefur f höndum
gild skilríki frá honum.“
„Bfllinn er eign ungfrú Lipp.“
„Skilrfkin hljóða á nafn hennar"
svaraði ég, „en það var hr. Harper
sem fól mér bílinn á hendur, og ég
ber ábyrgð á bílnum gagnvart hon-
um. Ég þekki ungfrú Lipp ekki
einu sinni í sjón, þótt ég viti nafn
hennar. Yðar nafn veit ég ekki, auk
heldur meir. Þér hljótið þvf aö
skilja það, að mér er vandi á hönd
um.“
Fljót hreinsun
Nýjar vélar
Nýr hreinsilögur
sem reynist frábærlega vel.
Hreinsum og pressum
allan fatnað á 45 mfnútum.
Efnalaugin LINDIN,
Skúlagötu 51.
Heilsuvernd
Síðasta námskeið vetrarins i
tauga- og vöðvaslökun og
öndunaræfingum, fyrir kon-
ur og karla, hefst miðvikud.
1. marz. Uppl. í sfma 12240.
Vignir Andrésson.
LJOSA-
STILLBNGAR
Fél. ísl. bifreiðaeigenda.
starfræíkir að Suðurlandsbraut
10 ljósastillingarstöð og er bún
opin frá kl. 8—19 daglega nema
laugardaga og sunnudaga. —
Sfmi 31100.
Fél. ísl. bifreiðaeigenda.
RAUPARARSTÍG 31 SfM!' 22022
VETR-
ARÞJÓN
USTA
Fél. ísl. bifreiðaeigenda.
starfrækir vetrarþjónustu með
kranabifreiðum og jeppabifreið-
um fyrir félagsmenn sfna. —
Þjónustusímar eru 31100 og
33614. — Gufunesradíó sími
22384, mun jafnframt aðstoða
við að koma skilaboðum til
bjónustunnar.
P§L ísl. bifreiðaeigenda. |
I