Vísir - 21.02.1967, Blaðsíða 8
V I S I R . Þriðjudagur 21. febrúar 1967.
8_____________________________________
VISIR
Utgetandl: BlaOaútgáfan VISIR
Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson
Ritstjóri: Jónas Kristjðnsson
Aðstoðarritstjóri: Axel rhorsteinson
Fr/ttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson.
Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099
Afgreiflsia: Túngötu 7
Rltstjóm: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 Unur)
Askriftargjald kr. 100.00 ö mönufli innanlands
l tausasölu kr. 7,00 eintakifl
Prentsmifljs Visis — Edda b.f
Afkoma frystihúsanna
Verðfallið erlendis á hraðfrystum fiski hefur breytt
nokkuð afkomuhorfum íslenzku frystihúsanna. Hin
mjög svo hagstæðu ár, 1964 og 1965, eru að baki, og
líkur benda ekki til, að árið 1966 hafi verið sérlega
hagstætt. Verðfallið hófst síðari hluta ársins í fyrra,
en hafði ekki veruleg áhrif á sölur fyrr en um og eft-
ir áramótin. Enginn getur spáð, hve miklu verðfallið
muni endanlega nema. Verðið 'getur haldið áfram að
falla og það getur einnig hækkað aftur. Hins vegar
virðast greinilegar horfur á, að meðalverð í ár verði
nokkur lægra en í fyrra. Búast flestir við, að frysti-
húsin muni eiga mjög erfitt með að ná endum saman
á þessu ári.
Hér er um mikið vandamál að ræða, en samt ekki
eins mikið og sumir frystihúsaeigendur hafa fullyrt
í einkasamtölum. Hafa verið nefndár hinar ævintýra-
legustu upphæðir í sambandi við umframfjárþörf
frystihúsanna, og ábyrgðarlausir stjórnarandstöðu-
flokkar ýta undir þær hugmyndir. Það er svo sem ekki
í fyrsta skipti í þessum málum, sem fjandinn er mál-
aður á vegginn, en eigi að síður er sjálfsagt, að
hlustað sé á þann málflutning, sem byggist á rökum.
Ríkisvaldið á vissulega ekki að vera líknarstofnun
fyrir atvinnuvegina, en í vissum tilvikum getur verið
nauðsynlegt, að það veiti einhverja hjálp til þess að
styðja mikilvægar greina’r á sérstökum erfiðleikatím-
um.
Vandamál frystihúsanna eru enn sem komið er ekki
meiri en svo, að framkvæmdir við byggingu um-
búðaverksmiðju þeirra eru í fullum gangi. Við Klepps-
veg er að rísa 750 fermet’ra bygging með nýjum véla-
kosti. Þessi tugmilljóna fjárfesting á að vera komin
svo langt í vor, að verksmiðjan geti tekið til starfa.
Þessi verksmiðja hefur lengi verið mjög umdeild og
margir hafa gagnrýnt hugmyndina harðlega í blöð-
unum. Hafa verið færð sterk rök fyrir því, að hin
nýja umbúðaverksmiðja hraðfrystihúsanna muni ekki
geta framleitt umbúðir á jafn lágu verði og frystihús-
in fá þær núna annars staðar frá. Þrátt fyrir mjög
andstætt almenningsálit hafa frystihúsamenn haldið
fast við hugmyndina um eigin umbúðagerð. Og þrátt
fyrir hina margumtöluðu fátækt frystihúsanna um
þessar mundir, virðast vera til nógir peningar til þess
að byggja upp tugmilljónafyrirtæki á örfáum mánuð-
um.
Það bendir því ekkert, til að fjárhagserfiðleikar
frystihúsanna séu eins miklir og nokk’rir frystihúsa-
raenn hafa viljað vera láta. Hins vegar er óþarfi að
Kenna um stéttinni í heild, þótt lítill hluti hennar hafi
uppi óraunhæfa og órökstudda kröfugerð. Þessi litli
hluti hefur verið háværari og látið mei’ra á sér bera.
Mikill meirihluti frystihúsaeigenda er aftur á móti
fylgjandi þvi, að æsingalaust sé rætt um þessi mál og
reynt að komast að raunhæfum niðurstöðum.
KðBBMBBBBBBBBBBBUBBB
„Frakkar veröa
að hlusta
á rödd Kína“
.■.\V.VA,.V/.V.V/A%V.,.V.V.V.,.V,V.W.WA,.W.V.
Svo mælti de Gaulle forseti — fyrir 2 árum
1 ■■_■■■■■ ■■■■_i
>■■■■■■■■■
Um allan heim eru viðburö-
irnir í Kína eitt mesta — ef
ekki mesta umhugsunarefni
hugsandi manna — svo sem að
líkum lætur, þar sem um eitt
af stórveldum heims er að ræða
— og lang mannflesta land á
jörðu.
Á þetta minnti de Gaulle for
seti Frakklands fyrir tveimur ár
um — á hinn mikla íbúafjölda
Kfna, náttúruauðlegð, þjóðar-
verömæti — allt það sem spáöi
góðu um framtíðina og geröi
það að einu stórveldi heims og
mikilvægt örlögum allra þjóða
— og þess vegna yrði franska
þjóðin „að hlýða á rödd Kína“
— og reyna að fá hljóð fyrir
rödd Frakklands v Kína.
En þetta var fyrir 2 árum
eða 31. jan. 1965, er stjómmála
samband komst aftur á milli
Frakklands og Kína. Þann dag
var sáttmáli þar að lútandi und
irritaður.
En nú er allt breytt. Þrátt fyr
ir öll fögur heit og framtíöar-
spár fór það svo, að æsingar
menningarbyltingarinnar bitn-
uðu ekki aðeins á sendiráðs-
mönnum Sovétríkjanna og ann
arra Austur-Evrópulanda —
þær bitnuðu líka á Frakklandi,
svo sem kunnugt er af fréttum.
Frá því var skýrt í fréttum,
að verzlunarfulltrúa franska
sendiráðsins, Robert Richard, og
konu hans hafi verið kippt út
úr bifreið sinni af Rauðum varö
liðum og þau orðið að standa um
kringd varðliðum í 7 klukku-
stundir á götu úti í nistings-
kulda, en á meðan rigndi yfir
þau og Frakkland móðgunum og
svívirðingum. Og er franski
sendiherrann fór í utanríkis-
ráðuneytið og leitaði samkomu
lags, handléku Rauðir varðliðar
þar stöðugt skammbyssur sínar.
Orsökin
Mikið hefur veriö rætt um or-
sökina. Hún átti að vera sú, að
Frakkar — eina vinþjóð Kína í
Evrópu — að Albaníu undantek
inni — hefði (þ.e.a.s. Parísarlög
reglan) misþyrmt kínverskum
stúdentum. Það leiddi til þess
að tekið var að svívirða Frakk-
land í Peking. En Frakkar segja
að kínversku stúdentamir hafi
Iagt af stað til áhlaups á so-
vézka sendiráðið og hafi lögregl
an verið tilneydd að stöðva þá.
Stjómmálalegur ósigur
Viðburðumir í Kína eru
stjórnmálalegur ósigur fyrir ut-
anríkisstefnu de Gaulle, segir i
yfirlitsgrein, sem hér er notuð
sem heimild. Meginstoð utanrík
isstefnu hans er að meðal hinna
stóru Vesturvelda sé Frakkland
eina landið, sem geti rætt jafnt
við kommúnistalöndin sem lýfl-
ræðisrlkln í vestri, og geti tek-
ið sér stöðu sem þriðja veldi
mllli Sovétríkjanna og Banda-
ríkjanna.
En einmitt það Frakkland,
sem reyndi að losa Kína úr ein
/,V
" 4V 4 &
.ffly -4»
„Látið mig fá ri-austari undirstöðu svo afl ég geti tnúifl hnettlnum
að viid.“ — Christlan Science Monitor í Boston.
T
De Gaulle — sem vinur Kina
angruninni er nú ásamt Sovét
ríkjunum það land, sem verður
fyrir verstu svívirðingunum i
Peking. Og kaldhæðnislegt er
það f meira lagi, að fyrrnefnd-
ur Richard er sá maöur sem
mest vann að því að stofnað
væri til „sérlegrar fransk-kín-
verskrar vináttu."
Iðnsýningin
Það var hann, sem fékk því
til leiðar komið að haldin var
frönsk iðnsýning í Peking, en
þangað komu 200.000 gestir
Það er hans verk, að útflutning
ur frá Frakklandi til Kína hefur
vaxið svo, að hann er nú aö
verðmæti miðaö við ársútflutn-
ing 2100 millj. fsl. kr. — og má
hér geta þess, að 1963 voru %
hlutar útflutningsins korn og
fóðurvörur, en nú aðallega iön-
aðarvörur. Franska fyrirtækið,
Berliet, sem framleiðir flutn-
ingabíla og dráttarvélar gerði
samninga við Kína ásl. ári upp
& sem svarar til 600 millj. fsl.
kr.
Einangrunm
Til dæmis um einangrunina,
sem Kfna er f, má tilfæra hér,
að þegar franski ráðherrann
André Malraux kom heim úr
Kínaferð 1965 — en hann er
fyrrverandi ambassador f Kfna
og elskar og dáir Kína — sagði
hann, að í Kína væri ekki hægt
að fylgjast nleð tímanum á þró-
unarbraut og Kfnverjar settu
ekki samleið með öðrum þjóð-
um.
Kennarar og stúdentar
Franskir kennarar, sem fóru
til Kína á grundvelli fransk-kín
verska vináttusáttmálans hafa
komið heim sálarlega niðurbrotn
ir menn, vegna þess að þeim
varð lffið óbærilegt f andrúms
lofti hinnar sálfræðilegu ein-
angrunar Kína — og kínverskir
stúdentar f Frakklandi hafa
hvorki haft vilja né getu til
þess að aðhæfast vestrænni sið
menningu.
Vill nota tækifærið
Franska dagblaðið L’Aurore
vill nota tækifærið til þess að
rjúfa aftur þetta stjómmála-
samband sem stofnað var til á
„ómórölskum grundvelli og með
litlum líkum til að það gæti
haldizt“. En það Frakkíand sem
kvaddi heim ambassador sinn í
Peking 1961 vegna móðgana er
voru smávægilegar í saman-
burði við móðganimar og svf-
virðingamar 1967, mun senni-
lega ekki gera það. De Gaulle
mun framfylgja Kfnastefnu
sinni hvað sem tautar og raular
vegna þess að viðurkenning á
hvemig ástandið er í raun og
veru væri jafnframt viðurkenn
ing á að utanríkisstefna hans
hafi brugðizt.
Nýir vinir
Hvemig sem menn vilja svo
útskýra það hefur sambúðin
Framh. á bls. 13