Vísir - 21.02.1967, Blaðsíða 9

Vísir - 21.02.1967, Blaðsíða 9
V1SIR. Þriðjudagur 21. febrúar 1967. ^ ' Tj'yjan VIGUR rís græn og ^ gróðursæl úr Isafjaröar- djúpi. Þar er eggver gott og fengsæl fiskislóð ekki fjarri. Svipmikil landsýn er hvort sem horft er út og norður til Snæ- fjallastrandar og austur um heiöar, eða út og vestur til brattra brúna og hárra fjalla. Mýkst mun til lands aö líta inn til austurstrandar Djúpsins. Nátt úrutöfrar staða sem Vigur eru þeim einum kunnir, sem þar hafa alizt eða hlotiö staðfestu. Fyrir hinum er aðeins um aö ræða svipmyndir seiðandi sagna. Nú sitja Vigur synir Bjama Sigurðssonar, en á undan hon- um bjó þar faðir hans, séra Sigurður Stefánsson. — í>g á þessum svip- ^ hýra, en jafnframt svipmikla staö, ert þú fæddur Þórður Þorsteinsson. — Já, ég fæddist í Vigur, en vegna þess að ég var einn þeirra ávaxta af skilningstré góðs og ills, sem ekki eru velkomnir í heiminn, fór ég þaðan nokkurra nátta gamall. Lenti ég þá í vöggu með jafnaldra minum, Guð- mundi Guðfinnssyni, bróður Einars Guðfinnssonar, útgerðar- manns í Bolungarvík. Þaðan fór ég til föðursystur minnar og átti hjá henni góða daga, þar til ég var 6 eöa 7 ára gamall. Margir þeir, sem harðlyndir viröast í heimsins augum, eiga til skiining og hlýju, sem full- nægir litlu barni, aðra skortir allan skilning á bamssálinni, hjá slíku fólki lenti ég. Á því heimili hitt mig, séra Sigurður Stefánsson prestur I Vigur og lét hann sækja mig þangað strax næsta dag. Hjá honum ólst ég upp fram til 16 árá aldurs, aö við búinu tók Bjami sonur hans, en þá réðist ég þangaö. Hjá Bjarna var ég fram yfir tvítugt. Ég var snemma sjósækinn og mun hafa byrjað minn for- mennskuferil heiman frá Vigur um 16 ára aldur. Ég minnist þess, að í fyrstu sjóferöinni vor- um við tveir saman lítt vanir strákar, en komum með fullan bát að landi, að þá kemúr séra Sigurður ofan 1 vörina og þegar hann sér aflann verður honum að o rði:„Hvað elskar sér líkt“. Fyrstu árin var ég formaöur á opnum árabát, fimm manna fari, og reri ýmist að heiman eða úr Bolungarvík. Daganna frá Víkurverunni minnist ég með mikilli ánægju. Hugsaðu þér maður, þegar við strák- arnir rerum inn með fiskreit- unum, þar sem ungu stúlkumar unnu, veifuöu til okkar, hlógu og mösuöu. — Það var eins og allir limir Iíkamans færu á hreyfingu, enda vom þær marg- ar fallegar, stúlkumar í Bol- ungarvík á árunum þeim. Helztu skemmtanir voru stúkuböllin. — Og þið gátuð skemmt ykk- ur án víns? — Já, blessaður vertu, vín sást aldrei á nokkrum manni. Einhver, sem kunni, spilaði á einfalda harmóniku — drag- gargan — og dansinn gekk á- gætlega. Ekki vantaði fjörið. — Hvernig skyldu ungu stúlkurnar nú á dögum líta á þá rausn dansherrans, að bjóða upp á einn kaffibolla, sem þá kostaði að vísu — tuttugu og fimm aura. Já, ekki má ég gleyma henni Ingibjörgu kennara. Hún sem var driffjöðrin í skemmtanalífi stúkunnar. Hún söng með okk- ur, jafnt þeim sem ekki höföu Iagið og hinum, er tónnæmari voru: Lundin gleðst hin létta líf og fjör er hér. Hoppsa-fa-tra-la-la-la Hoppsa-fa-tra-la-la-la Lundin gleöst hin létta lff og fjör er hér. — Þá er það sjómennskan, Þórður. — Já, það var oft gaman að sigla þessum bátum í bráða- veðri, veðri, sem nú á dögum mundi jafnvel vera talið lítt fært, stærri skipum. En þetta var list, sérstök list að stjórna seglbát í stormi og verja hann áföllum. Þessir gömlu, þraut- reyndu sjómenn og stjórnendur, þeir munu blátt áfram hafa reiknað þetta út, reiknað út 3— 4 ölduföll og því verið við öllu búnir. — Viltu ekki gefa okkur of- urlitla innsýn f þessar tvísýnu sjóferðir? — Eru sjóferðir ekki alltaf tvísýnar? — Veðrið ræðst ekki ætíð eins og morgunglóran gefur til kynna. Einu sinni vorum við úti á Eldingum, það er mið niðri á hafi. Þegar við höfðum lagt alla línuna var svo blítt logn, aö hvergi sást gára á sjónum. Ég var eitthvaö að laga til f bátnum, þá hevri ég eins og hvin f lofti. Þegar ég lft upp sé ég að sólin er rauð og þó ennþá heiðskírt veður. Svo stillt var. að bátinn hafði ekkert borið frá duflinu. Ég segi strákunum að taka það og byrja strax að draga. Þegar krakan var komin inn, kemúr fyrsta skinnakastið á sjóinn. Lóðin er seiluð af fiski, en ekki höfum við lengi dregið, þegar komið er ofsaveð- ur og haugasjór. Skammt frá okkur voru tveir bátar frá fsa- firði, Guðmundur Júní og ann- ar bátur, sem týndist f þessari sjóferð. Þegar við höfðum náð inn þrem lóðum skar ég, var bú- inn að láta þrírifa seglið og hafa allt tilbúið. Nokkum tfma tók að srnía bátnum undan. Guð- mundur Júní var það nærri að hann sá til ferða okkar og hugðist veita aðstoð eða taka okkur. En um leið og seglið var dregið upp kom kast á bátinn svo að hann lagðizt inn á miðja þóftu. Mér tókst þó að snúa honum upp f vindinn og var hann þá þóftufullur af sjó. Snarmenni, sem var í hálsi náði seglinu niður. Meðan á þessu stóð missti Guðmundur Júnf sjónar af okkur, taldi hann víst að við hefðum farizt og sagði þær fréttir er í land kom. Okkur tókst að halda bátnum uppi meðan við vorum að ausa, gátum svo snúið og komið upp seglinu. Þegar ég hugsa til landsiglingarinnar, finnst mér sem ég sjaldan hafi lifað stærri og yndislegri stund Báturinn sat í löðrinu og þau eftir ö.ldun- um allt inn að Ófæru, þar var fellt og beðið lags til að komast inn fyrir, svo sett upp aftur og siglt f vör. Landtakan heppnaðist vel og nú kom það fram, sem fylgt mun hafa Bolvíkingum frá ómunatíð, þeir stóðu allir tilbúnir að taka á móti okkur og bátnum var brýnt svo við stóðum á þurru. — Meira af svo góðu, Þórð- ur. — Það er misvindasamt fyrir vestan. Einu sinni vorum við undir Stigahlíðinni og í einum rokhnútnum mátti heita að hann sneri bátnum í hring og lyfti honum frá sjónum og þó voru f honum 800 pund af fiski, — Ótrúlegt en satt, Nú fóru bátamir að stækka og þá var ég mjög hvattur til að fara f Stýrimannaskólann til náms, dvaldi ég þar einn vetur og fór svo aftur á sjóinn. Alls stundaði ég sjómennsku í 25 ár, en hætti þá vegna slyss er ég varö fyrir. Það mun hafa verið seint í september árið 1928, að við vorum á síld, þá henti það óhapp, að maður féll útbyrðis og festist í steinateininum. Ég tók að mér að fara niður og losa manninn og var það ekki lengi gert, en vegna þess, að vélstjórinn var niðri f vél, fylgdist hann ekki fullkomlega með því sem fram fór, en ætlaði okkur stundirnar við vörpuna að venju. Máttum við því bíða kaldir og sjóblautir f bátnum nokkurn tfma. Eftir þetta fór ég að finna til ýmissa ókennilegheita, var sífellt hálf kalt. Þessu sinnti ég þó ekkert fyrr en um vorið eftir, að ég fór til Ólafs Þorsteinssonar lækni og lét hann athuga mig. • VIÐTAL DAGSINS er vió Þórð Þor- sfeinsson á Sæbóli i Kópavogi, er vera mun frumbyggi þess sfaðar, sem nú er \ stærsti kaupstaður Islands Það kom þá í ljós að ég var meö talsverðan hita og skipaði hann mér tafarlaust * rúmið. 1 þessu átti ég 7 mánuði. Þegar ég fór að komast á kreik svo að vinnu- fær gæti talizt fór ég í bygg- ingavinnu. Fyrsta verk mitt var að fara upp á stillans, en tæp- lega hafði ég veriö þar hálftíma, þegar allt hrundi og ég féll niður. Fékk ég viö þetta svo ill beinbrot, að ég átti f því í 3 ár Segja má að hér sé sögð f stuttu máli íorsaga þeirrar at- vinnu, sem ég stunda nú — blómaræktarinnar. — Ekki finnst mér nú sjó- mennska og blómarækt beint skyldar atvinnugreinar. — Nei, ef til vill ekki, en hvort tveggja krefst alúöar og að vel sé fylgt eftir, og ég hef alla tíð verið þannig gerður að vilja fylgja þvf eftir, sem ég kemst í snertingu við og fellur vel. Svo er nú ekki víst nema hugur minn hafi fyrr staðið til blóma, en það varð atvinnu- vegur minn að sinna þeim. Á einum stað f Vigur er örnefni, er kallast Sátuskot, þar óx mikið og hávaxið blágresi. Þegar ég var þar strákur var þar einn- ig kálfur. Við áttum það sam- eiginlegt að týnast oft, eöa hverfa. En þá mátti ávallt ganga að okkur vísum úti í Sátuskoti, þar sem blágresið óx og undu þar báðir hið bezta hag sínum, flatmöguðu og áttu sína drauma. — Hvenær fluttir þú í Kópa- vog, Þórður? — Árið 1936, þá var hér aö- eins Kópavogsbúið. Digranes og Fffuhvammur, enginn grasbýlis- eða tómthúsmaður. — Þú ert þá frumbyggi Kópa- vogs sem slíkur? — Já, það er þannig. Ég hef séð byggðina verða til, vaxa og blómgast. Ég kom úr Soga- mýrinni, vegna þess að hér fékk ég aukið athafnasvið. — Þú hefu^ sannarlega vaxið hér til aukinna athafna — Já, en það var ekki ætíö langur svefntími okkar hjónanna fyrstu árin f Kópavogi. Meðan bömin voru ung, þurfti að sinna þeim og koma í svefn á kvöld- in, að þvf loknu var farið aö planta og oft unniö fram undir morgun. Við þekkjum vel fegurð vornæturinnar í Fossvoginum. — Þetta hefur allt lánazt vel? — Já, ræktunin gekk mjög vel, en nú er þetta mest orðin blómasala Við erum bæði orðin öldruðu, ég og konan, og vinnu- þrekið fariö að láta undan, enda blómasalan orðin mjög um- fangsmikið starf. Fólk virðist alltaf vera að vaxa til aukins skilnings á þvf hvers virði blessuð blómin eru sem yndis og gleðiauki — lifandi tákn feg- urðar og sakleysis — Mér finnst oft sem ég sé með mín Framh. á bls 10 *»s3 'O

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.