Vísir - 28.02.1967, Blaðsíða 8

Vísir - 28.02.1967, Blaðsíða 8
3 VI S I R . Þriðjudagur 28. febrúar 1967. VISIB (Jtgefandl: Blaðaðtgðfan VISIK Framkvæmdastjóri: Dagui Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson ASstoSarritstjórl: Axei rhorsteinson Frfttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson. Auglýsingan Þingholtsstræti 1, simar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Túngðtu 7 Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 llnur) Áskriftargjald kr. 100.00 A mðnuði innanlands 1 lausasölu kr. 7,00 eintaklð Prentsmiðja VIsls — Edda h.f. Op/n frystihús Eftir nokkra daga mun ríkisstjórnin leggja fram á Alþingi frumvarp um ráðstafanir til að tryggja rekstr- argrundvöll útgerðarinnar og hraðfrystihúsanna vegna hins mikla verðfalls, sem orðið hefu'r í vetur á frystum fiski. í byrjun janúar samdi ríkisstjórnin við útgerðina um þá hlið frumvarpsins, sem að henni snýr, og nú fyrir nokkrum dögum samþykkti Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna að ganga að tilboði ríkis- stjórnarinnar um stuðning við frystihúsin. Mun frum- varpið fela í sér, að ríkissjóður greiði bátum 6% með- altalsuppbót á afla þeirra og greiði frystihúsunum töluverðan hluta af verðfalli freðfisks. Með þessum hætti hefur verið leystur einn mesti vandi sem íslenzkt atvinnulíf hefur lent í á undanföm- um árum. Að vísu er of mikið að segja, að allur vandi hafi verið leystur, því erfiðleikar þessara tveggja greina munu verða mikli'r á þessu ári, ef fiskverð er- lendis hækkar ekki aftur. Hins vegar hefur ríkis- stjórnin gert allt, sem í hennar valdi er, til að styðja þessar atvinnugreinar, og forráðamenn þeirra telja ráðstafanir ríkisstjórnarinnar nægilegar til að fyrir- tækin geti starfað áfram. Báta'r munu því róa og frystihúsin munu taka við aflanum. Hjól atvinnulífs- ins munu snúast áfram með eðlilegum hætti. Samkomulagið við frystihúsin er eitt af meirihátt- ar skrefum í efnahagsmálum landsins, sem nauðsyn- legt hefur verið að stíga vegna verðfalls erlendis á freðfiski og síldarafurðum, helztu útflutningsafurð- um íslendinga. Strax og verðfallið varð fyrirsjáan- legt, greip ríkisstjómin til samræmdra aðgerða til að stöðva verðbólgu innanlands, svo þjóðin kæmist klakklaust yfir erfiðleikatímabilið. Hún beitti sér fyrir hóflegu samkomulagi um búvöruverð og greiddi nið- ur hækkunina, sem það gerði ráð fyrir. Samkomu- lag náðist um óbreytt síldarverð. Ríkisstjórnin lagði fram fjárlagafrumvarp, sem var sérstaklega samið með verðstöðvun í huga, framkvæmdum haldið í hófi og gert ráð fyrir töluverðum greiðsluafgangi á þessu ári. Þá var samþykkt verðstöðvunarfrumvarp stjórn- arinnar, þar sem allar verðhækkanir voru bannaðar, og virðast allir aðilar hafa virt þau lög. Eftir áramótin hefur ríkisstjómin síðan haft forustu um að tryggja áframhaldandi rekstur útgerðar og frystihúsa. Að- gerðir ríkisstjómarinnar á þeim sviðum munu kosta mikið fé, en samt er ekki gert ráð fyrir halla á ríkis- búskapnum á árinu. Greiðsluafgangur var áætlaður ríflega og kemur nú í Ijós, hve skynsamleg sú ráð- stöfun var. Stefna ríkisstjómarinnar í þessum málum hefur verið markviss. Vandamálin hafa verið tekin föstum tökum, jafnóðum sem þau hafa komið fram, og sér- bver k>ta hefur unnizt Áramótaræða forsæt- isráðherra og þing- maðurinn prúði „Þegar mætir menn láta það henda sig að segja vís- vitandi ósatt frá staðreynd- um, á það oft rót sína í sektartilfinningu. 1 áramótaræöu sinni til þjóðarinnar, sem lengst mun verða minnzt, af því að þar jafnaði forsætisráðherrann trú þjóðarinnar á land sitt við trú frumstæðra manna á stokka og steina, lét hann sektartilfinninguna hlaupa með sig i gönur. Hann sagði, að meðal merkustu atburða ársins 1966 hefði verið á- kvörðunin um Búrfellsvirkj . un og byggingu álbræðslu. Þar var vísvitandi rangt sagt frá“. Hver skyldi vera hinn „prúði“ höfundur þess, sem hér er vitn- að til ? í ekki lengra máli er því tvisvar haldið fram, að for- sætisráðherra landsins hafi sagt þjóðinni „visvitandi ósatt“ í ára mótaboðskap. Ennfremur aö ára mótaræðu forsætisráðherra munj lengst verða minnzt, af því, að forsætisráðherra hafi jafnað trú þjóðarinnar á landið við trú frumstæðra manna á stokka og steina! Hinn prúði höfundur heitir Helgi Bergs, er verkfræðingur að mennt og alþingismaður og ritari Framsóknarflokksins, en kaflinn er úr grein með fyrir- sögninni „Andvaraleysið í raf- orkumálum“ sem birtist í Tím- anum 23. febr. sl. Fyrst er rétt að víkja að hinni smekklegu staðhæfingu, ag for- Þingmaðurinn: vísvitandi ósannindi.. sætisráðherra hafi líkt trú þjóð- arinnar á land sitt við trú frum- stæðra manna á stokka og steina. Eitthvað svipaö þessu hefur sézt I dálkum Tímans áð- ur. En nú hefir þessi þingmaöur, Helgi Bergs, gert þessa túlkun á áramótaræðu forsætisráðherra að sinni persónulegu túikun. — Það er ekki ólíklegt, að þeir, sem þetta lesa, kunni að spyrja : Hvað sagði forsætisráðherrann í áramótaræöunni ? Forsætisráð herra sagði m. a. það, sem nú skal orðrétt til vitnaö : „Menn eru nú i íslenzk- um stjórnmálum aö mestu hættir að bregða hvor öðr- um um föðurlandssvik og beina óþjóðhollustu. Flestir skilja, að óiíkar skoðanir koma af ólíkum sjónarmið- um, en ekki illvilja. Aftur á móti gætir einkennilegs hug- takaruglings * tali sumra um, að nú eigi að greina á milli manna eftir þvi, hvort þeir trúi á landið eða ekki. Is- lendingar höfðu þegar fyrir kristnitöku flestir hætt að trúa á stokka og steina. Og eitt bezta ættjarðarskáld, sem hér hefir lifaö, Stein- grfmur Thorsteinsson, sagði: Trúðu á tvennt í heimi, tign, sem hæsta ber, guð í alheimsgeimi, guð í sjálfum þér. Sú trú hefir gefið ótal Is- lendingum kraft til að vinna fyrir land og þjóð. Þá vinnu leggja menn fram ótrauðir af því, að þeir elska ísland allir, án skilsmunar, án til- lits til stöðu eða stéttar, skoöanaágreinings og flokka- drátta. Ættjarðarástin hefir þó ekld blindað hina ágæt- ustu föðurlandsvini á eigin- leika íslands. Bjami Thor- arensen segir: Fjör kenni oss eldurinn, frostið oss herði, fjöll sýni torsóttum gæð- um að ná. Vegna þesarar hvatningar og annarra slikra hefir síð- ustu kynslóðum tekizt með vaxandi þekkingu, áræði og víðsýni að gera ísland að miklu betra landi en áður var“. Þetta var það, sem fórsætis- ráðherra sagði svo fallega í ára- mótaræðu sinni til þjóðarinnar ! Og þegar menn hafa lesið þetta, hvemig má það þá vera, að menntaður maður og alþingis- maður i þokkabót, geti skrifað annað eins bull og vitleysu um þessa ræðu forsætisráðherra og Helgi Bergs gerir sig sekan um f þvf, sem vitnað var til í upp- hafi úr grein hans ? Slfk með- ferð og túlkun á jafn einlægum boðskap forsætisráðherra um sanna og fagra ættjarðarást er þvi líkt einsdæmi, að hjá því getur ekki farið, að þingmann- inum Helga Bergs verði til mik- illar minnkunar Ef til vill blygð ast hann sín fyrir frumhlaupið og þá væri nokkuð úr bætt. Þá skal vikið aö hinni endur- teknu staðhæfingu Helga Bergs, að forsætisráöherra hafi sagt „vísvitandi ósatt frá staðreynd- um‘V eöa „sagt vísvitandi rangt frá“ í áramótaræðunni. Þessi „vísvitandi ósannindi" sem Helgi Bergs talar um, eiga að vera fólgin í þvf að forsæt- isráðherra kvað „ákvörðunina um Búrfellsvirkjun" vera meöal merkustu atburða ársins 1966. En það er bara full- komlega sannleikanum sam- kvæmt, aö ákvörðunin um Búr- fellsvirkjun er tekin á árinu 1966. Helgi Bergs segir í grein sinni: „Alþingi afgreiddi lögin um Landsvirkjun, sem fólu í sér ákvörðun um 210 M.w. virkjun í Þjórsá við Búrfell í apríl 1965“ Þaö er rétt aö lög um Lands- virkjun voru afgreidd á Alþingi 1965. En það er rangt, að þau hafi falið í sér „ákvörðun“ um Búrfellsvirkjun. Samkvæmt 6. gr. laganna fólu þau í sér heim- ild til að reisa allt að 210 M.w. raforkuver f Þjórsá við Búrfeil En til að nota þessa heimild þurfti Landsvirkjun leyfi ráð- herra. Og endanleg ákvörðun Landsvirkjunar sjálfrar um að Forsætisráðherrann: „. . . frostið oss herði...“ nota heimildina og leyfi ráð- herra til framkvæmda á þeirri ákvörðun á sér stað 1966, alveg eins og forsætisráðherra rétti- lega sagði f áramótaræðu sinni. Þann 24. marz 1966 er sam- þykkt ályktun í stjórn Lands- virkjunar um, að Búrfelisvirkj- un sé hagkvæmasta virkjunar- leiðin, og þá einnig samþykkt að gera rafmagnssamninginn við ál félagið, ef Alþingi lögfesti samn ingsgerð ríkisstjómarinnar við Aluswisse. Þann 4. aprU er sam- þykkt í stjóm Landsvirkjunar að taka tilboöi Fosskraft f virkj- unarframkvæmdir og 5. apríl samþvkkir ráðherra þessar á- kvarðanir og Fosskraft er til- kynnt þar um. Auðvitað skiptir raunar ekki minnsta máli, hvort hér hefði verið um árið 1965 eða 1966 að ræða. En það virðist harla ó- þarft fyrir siðameistarann Helga Bergs að stimpla forsætisráð- herra tvisvar vísvitandi ósann- indamann, þegar það er þing- manninum sjálfum, sem skjátl- ast! Það mætti svo bæta stuttum eftirmála við umvöndun þessa þingmanns um „andvaraleysió i raforkumálum“, sem hann sakar núverandi ríkisstjórn um Hann segir, að það hefði þurft að hefjast handa um Búrfeilsvirkj- un tveimur til þremur árum fyrr Hvort þaö er réttur dómur skal ósagt. En minna má á það, að langur tími fór f rannsóknir á Dettifossvirkjun og hafði Al- þingi gert ályktanir þar um. Og ef átt hefði að hefjast handa um Búrfelisvirkjun tveimur til þrem ur árum fvrr, þá hefði ráölierra Framsóknarflokksins, sem fór með raforkumál frá miðju ári 1956 til ársloka 1958 þurft að láta hefjast handa um rannsókn ir á Búrfellsvirkjun, en það var ekki gert. Haustið 1959 er am- eríska verkfræðingafirmaö Harza beðið að gera yfirlitsá- ætlun um Hvítár- og Þjórsár- svæðið og vorið 1960 byrja svo raunhæfar rannsóknir á virkjun í Þjórsá við Búrfell. Það skyldi ekki vera að sú „sektartilfinning“ sem Helgi Bergs víkur að í grein sinni, sé alvarlega farin aö ónáöa þenn- an þingmann Framsóknarflokks ins eins og kannski fleiri flokks- bræður hans, vegna frammi- stöðu þeirra í sambandi við stór virkjanir og stóriðju.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.