Vísir - 28.02.1967, Blaðsíða 13

Vísir - 28.02.1967, Blaðsíða 13
V l'S/I'R. Þriðjudagur 28. febrúar 1967. 13 FMRSKYNJVN OG FJARHRIF - EÐA IM YNDUN? IM 'C’itt helzta vandamál vísinda- ^ mannanna, sem fást viö dularfull fyrirbæri, er, að þau gerast helzt ekki, meöan vis- indamennimir eru viðstaddir. Þegar þeir eru farnir, byrja hin dularfullu fyrirbæri á nýjan leik. Ótal dæmi eru um aö miðlar veröi óstarfhæfir, þegar vísinda- menn eru viöstaddir, draugar láti ekki frá sér heyra og spá- menn missi gáfu sína. Hins vegár hefur þeim yfir- leitt tekizt að koma upp um svik í sambandi viö miöilsfundi með því að nota ljósmyndavélar með infrarauðu ljósi og önnur slík tæki. Þeir hafa komið upp um miðla, sem jafnvel varkárir vísindamenn hafa trúað. Dæmi eru um miðilinn Eusapia Pall-' Síðari hluti adino, sem gabbaði nóbelshjón- in Curie og fleiri þekkta hugsuði og visindamenn á sínum tíma. Þessi miðill átti mikinn frægð- arferil að baki, þegar sálfræðing- ur við Harvard háskóla, Hugo Munsterburg, kom upp um hann árið 1909 á miðilsfundi í Ameríku. Á svipaðan hátt hefur verið flett ofan af frægustu miðlum heimsins. Alls staðar, þar sem vísindamenn hafa beitt hörku við rannsóknir sínar á aðferðum miöla, hafa svik komið í ljós. í öllum þeim tilvikum, er svik hafa ekki komið í ljós, er það skýrt með þvi, að athuganir vísindamannanna hafi ekki ver- ið nógu ýtarlegar. Því fer miðilsfundum sífellt fækkandi i heiminum, að minnsta kosti í þeim löndum, þar sem þessir fundir eru undir smásjá vísindamanna. Infra- rauðu ljósmyndimar sýna jafn- an samband miðilsins við að- stoðarmenn sína í myrkrinu og hvaða brögðum þeir beita til þess að ná áhrifum sínum og er þar bæði um að ræða hvíslingar og hreyfingar. Parasálfræðingar eru enda hættir að hafa áhuga á miðils- fundum og þess háttar starf- semi og einbeita sér nú að rann- sóknum á ýmis konar fjarskynj- un og fjarhrifum og svo hefur virzt, sem ekki sé hægt að líta fram hjá niðurstöðum þeirra á þeim sviðum. Hinn þekkti sál- fræðingur, Hans-Jiirgen Ey- senck, í Bretlandi telur, aö til séu menn, sem geti aflað sér þekkingar á einhvern þann hátt, sem vísindin geti ekki enn skýrt. JT'rægasti parasálfræðingurinn er Bandaríkjamaöurinn Rhine, prófessor við Duke- háskóla. Hann fann upp sérstakt prófunarkerfi, sem virtist full- nægja hinum ströngustu kröfum náttúruvísindanna, til að finna dulræna hæfileika. Hann notar sérstaklega útbúin spil og próf- ar meö þeim huglestur, hugsýni og spádómsgáfu. Hann prófar ótal sinnum og reiknar síöan út með líkindareikningi, hvort um hæfileika sé að ræða hjá þeim mönnum, sem prófaðir eru. Áratugum saman hefur verið álitið, að rannsóknaraðferðir Rhine sýni fram á, að slíkir hæfileikar séu til. Við getum tekið sem dæmi rannsókn hans á stúdentinum Pearce. Þessi stúdent og aðstoðarmaður Rhine báru saman klukkur sín- ar og fóru síðan hvor á sinn stað í háskólabyggingunni. Á ákveðnum tímum lyfti aðstoð- armaðurinn ákveðnum spilum úr stokknum og lagði þau, án þess að horfa á, á hvolf á bók fyrir framan sig og síðan í stokk við hliðina. Á hinum staðnum reyndi Pearce að einbeita hugs- un sinni að þessum spilum Hann skrifaði niður á lista þau spil, sem hann áleit, að hinn maðurinn væri með í hendinni á hverjum tíma. Þegar tilrauninni var lokið, lyfti aðstoðarmaður- inn upp spilunum, sem notuð höfðu verið og merkti, í hvaða röð þau höfðu verið dregin. Síðan voru listar hans og stúd- entsins bornir saman. Samtals var 1850 spilum snúið á þennan hátt, Ef tilviljun hefði ráðið, hefði Pearce gizkað á rétt spil í 370 skipti. 1 reynd gizkaði hann á rétt spil £ 558 skipti. Líkindareikningur sýnir, að það er algerlega útilokað, að það gæti verið tilviljun. ’C’itt. af því, sem vísindamenn- imir hafa rekið sig á, er, að erfitt er að treysta framburði vitna um dularfull fyrirbæri. Vitnum ber ekki saman um, hvað spámaður eða einhver annar hæfileikamaður hefur sagt, og einnig er yfirleitt ekki hægt að fá vitneskju um spá- dóminn fyrr en eftir að hann hefur rætzt, þannig að ekki er hægt að sanna, að spádómurinn hafi raunverulega verið sagður fyrir þann atburð sem spáð var. Það er til dæmis ekki vitað með vissu, hvað spákonan Jeane Dixon sagði, þegar hún spáði dauða Kennedys. Það fréttist ekki um spásögn hennar, fyrr en eftir að morðið var framið. Vísindamennimir geta yfirleitt ekki aflað sér skriflegra og -------—--- Jeane Dixon. innsiglaðra upplýsinga um, að spámenn hafi raunverulega spáð atburðum, áður en þeir gerðust. Sögumar um spákonuna Jeane Dixon eru til dæmis mjög vafasamar, einungis vegna þess að þær eru skráðar af rithöf- undi, sem var sannfærður um, að hún, væri, spákona. T sumar, sem leið, varð para- sálfræðin fyrir miklu áfalli. Þá kom í ljós, að hinar virðu- legustu og vönduðustu rann- sóknir, sem þekkjast í þeirri grein spilarannsóknir Rhine, höfðu ekkert sönnunargildi. Þeim var á engan hátt hægt að treysta. Það er enski sálfræöiprófess- orinn C. E. M. Hansel, sem komst að þessari óvæntu nið- urstöðu, þegar hann var að prófa aðferðir Rhine. Hann fór til dæmis yfir rannsóknina á stúdentinum Pearce, sem minnzt er'á hér að framan. Hansel komst að raun um, að skýrslur Rhine um þessa rannsókn voru í mörgum atriðum ófullnægj- andi. Af öðrum upplýsingum mátti ráða, að fyrirkomulag Rhine prófessor. rannsóknarinnar var ekki nógu traust. I bók sinni, G. S. P. — a Scientific Evaluation, sem kom út í New York í fyrrasumar, kvartar Hansel yfir, að það ein- kenni rannióknir Rhine, að mikilvæg einstök atriði í fyrir- komulagi rannsóknanna, séu ekki greind í skýrslum og í mörgum tilfellum hafi hugsan- lega verið um svik að ræða. Til þess að sýna fram á þá möguleika endurtók Hansel rannsóknir Rhine með grun- lausum aðstoðarmönnum hans. Hansel fór í annað herbergi og átti að gizka á, hvaða spil væru tekin úr stokknum, á sama hátt og í rannsókninni á stúdentin- um, I stag þess að einbeita sér læddist hann að þeim stað í húsinu, sem aðstoðarmaðurinn var, gægðist inn um gættina og sá, hvaða spil hann dró. Þegar niðurstööumar voru bomar saman, kom i ljós, að Hansel hafði á réttu að standa £ 22 skiptum af 25. Aðstoðarmaður Rhine var furðu lostinn, þangað til Hansel skýrði fyrir honum, hvernig stæöí á þessari furðu- legu getu. Á svipaðan hátt rannsakaði Hansel ýmsar aðrar frægar rannsóknir Rhine og virðist ó- hjákvæmileg niðurstaða þessara rannsókna vera sú, að ekki sé mark takandi á niðurstöðum Rhine, þótt hann hafi sjálfur verið í góðri trú. Jgn um leið sýnir bók Hansel fram á alvarlegt vandamál í sambandi við gagnrýni á parasálfræði. Þessi gagnrýnend- ur geta sýnt fram á, að tilraunir parasálfræðinga séu ekki nógu nákvæmar. Þeir geta sýnt fram á, að hinar og þessar frásagnir séu sviknar og þeir geta sýnt fram á, að margar kenningar parasálfræðinnar séu ekki hald- bærar. En meðan hinni eigin- legu sálfræði hefur ekki tekizt að ráða gátur sálarinnar, getur hún ekki heldur rætt um hin parasálrænu fyrirbrigði með neinni vissu. Raunar hefur komið fram £ rannsóknum annarra visinda- manna en parasálfræðinga, að erfitt er að skýra ýmsa sál- ræna hluti, sérstaklega hugsana flutning, Slfk vandamál skjóta upp kollinum i hinum margvfs- legustu rannsóknum. Sem dæmi um slíkt má nefna uppgötvun tveggja augnlækna, Thomas Duane og Thomas Berhrendt. Þeir ætluöu að athuga, að hvaða leyti heilalínurit eineggja tvi- bura væru lík. í tveimur af sextán tilvikum uppgötvuðu þeir óvænt atriði. í hvert sinn er annar tvíburinn lokaði aug- unum og framkallaöi meö því alfa-bylgjur á heilalínuritinu, komu sömu alfa-bylgjur fram hjá hinum tvíburanum, sem var í sex metra fjarlægð. Þannig uppgötvaðist hugsana- flutningur, án þess verið væri að leita að honum. Athuganir þessara augnlækna gáfu til kynna, að um einhverja heila- ratsjá væri að ræða og að menn næöu sambandi sín á milli á einhverjum dularfullum bylgj- um. Jjað er einkum rússneski para- sálfræðingurinn Wassiljew, sem hefur rannsakað þessa hlið málanna. í rannsóknum sínum, gerði hann ráð fyrir, að til væru rafsegulbylgjur, sem ekki höfðu ennþá verið uppgötvaðar. Hins vegar kom í Ijós, að um slíkt gat ekki verið að ræða. Hugs- anaflutningurinn verkar einn- ig, þótt menn sitji í klefum með geysiþykkum blýveggjum, sem útiloka allar hugsanlegar raf- segulbylgjur. Um þetta segir Wassiljew, að vonin um að skýra megi hugsanaflutning með rafsegulmagni hafi ekki rætzt. Raunar halda eðlisfræðingar þvi fram, að ekki séu til neinir geislar, sem ekki hafi þegar ver ið uppgötvaðir. Hinn þekkti eðl- isfræðiprófessor Pascual Jordan segir um þetta: „Parasálfræðing- amir verða að gefast upp á að skýra fyrirbæri sfn eftir eðlis- fræðilegum leiðum". í stað rafsegulgeislunar hef- ur síðan verið talað um, að maðurinn hafi fleiri skilningavit en sjón, heyrn, lykt, bragð og tilfinningu, en það hafi bara ekki enn veriö uppgötvað, hvar þetta skilningavit sé staðsett. Þessi von byggist á rannsóknum í dýrafræði. í mörgum tilfellum hefur veriö erfitt að ganga úr skugga um, með hvaða hætti dýr skvnja umhverfi sitt. RU er svo annað mál, að margir vísindamenn, sem hafa fylgzt með parasálarfræði, halda því fram, að oft sé um svik að ræða, þótt þau hafi ekki verið uppgötvuð. Mörg dæmi eru til um, að vísindamenn hafa rannsakað hæfileikáfólk á dul- Greifynjan af Haslingen. rænum sviðum og ekki fundið neitt athugavert árum saman, en svo hafi á endarrum komið £ ljós, að ekki var allt með felldu. Sem dæmi um slíkt má nefna greifann og greifafrúna af Haslingen, sem stunduðu hugsanaflutning árum saman undir eftirliti vísindamanna, áð- ur en i Ijós kom, að um svik var að ræða. Þetta segja vísindamenn, að stafi af því, að parasálfræðing- arnir séu of trúgjarnir. Hin á- kafa Ieit þeirra að dularfullum fyrirbærum geri þá dálítið veika fyrir dularfullum fyrirbær um. Stundum, eins og hjá Rhine, séu vísindaaðferðir þeirra ekki nógu strangar og i öðrum tilfellum séu þeir ekki nógu heiðarlegir, svo sem vís- indamennimir, sem rannsökuðu dularhæfileika Hollendingsins Croiset. Hins vegar verður nútíma vísindamönnum fyrst óglatt, þegar þeir heyra hugtakið „PSI“ nefnt á nafn. Þetta hug- tak er skapað af parasálfræð- ingnum Rhine og er orðið að þungamiðjuhugtaki parasálfræð- innar. Enginn veit í rauninni hvað PSI er. PSI á að vera hinn dularfulli kraftur, sem gerir menn að hæfileikamönnum á dulrænum sviðum, hvort sem um spásagnir eða fjarskynjun er að ræöa. En það er erfitt að meöhöndla PSI. Ekki er hægt að mæla það og ekki er hægt að prófa það. Þessi' furðulega gáfa kemur stundum í ljós á aðeins vissum tímabilum ævi manns, stundum aðeins þegar viðkomandi hæfi- leikamaður er upplagður, þ.e.a. s. óskar raunverulega góðs ár- angurs, stundum aðeins þegar vissir vísindamenn eru við- staddir (það getur ekki hvaða vísindamaður, sem er, tekið þátt í rannsóknum á PSI); stundum aðeins þegar andrúms- loftið við tilraunirnar er gott og samúð ríkir milli aðila eða þegar sérstaklega mikil spenna er í loftinu. Árangurinn er sá, að í háskól- unum, þar sem að PSI er leitaö, er sífellt sjaldgæfaraaðeitthvað dularfullt finnist. í Princeton- háskóla hafa 132 menn verið prófaðir í 25.064 rannsóknum. í Colgate-háskóla hafa 30 menn verið prófaðir í 30.000 tilraun- um. 1 Southern Methodist há- skóla hafa rúmlega 100 menn verið prófaðir í 75.000 rann- sóknum. í Brown-háskóla hafa níu menn verið prófaðir í 41.250 rannsóknum. í John Hoppkins háskóla hafa menn verið próf- aðir í 127.500 rannsóknum. Árangur allra þessara gagn- rýnu rannsókna er sá, að £ engu tilviki komu fram nein merki Franih. á bls 10

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.