Vísir - 28.02.1967, Blaðsíða 12

Vísir - 28.02.1967, Blaðsíða 12
12 V1SIR. Þriðjudagur 28. febrúar 1967. SVALAHURÐIR BÍLSKÚRSHURÐIR Sími 13645 1 £/Lm .jl?. Feigning sleep, the waziris REMAIN ALERT FÖR THE ACTION OF THEIR LEADER... ...WHO IS MAKING HIS MOVE - cautiouslv, TEDIOUSLV... THE WRATH OF AN AUTOMATIC WEAPON DOES NOT PERMIT CARELESSNESS / Wasirimenn gera sér upp syfja og þykjast sofa, meöan þeir bíöa merkis frá Tarzan. En hann læöist varlega aftan að einum varömannanna. Kvikmyndasaga eftir Eric Ambler ungi allt í eimi, og var auðheyrt að honum fannst mikið til um. Þess ar málmslegnu dyr lágu að því. Hver kona hafði sína íbúö. Nú hafa vissar mikilvægar stjórnardeildir skrifstofur sínar hér“. ÞaÖ var komið fram á varir mér að segja: „Þér eigið við, aö kon- urnar séu horfnar, en geldingar ráöi húsum í þeirra stað“. En ég hætti við þaö. Liðsforinginn ungi virtist ekki vera af þeirri manngerö, sem kann að taka fyndni. Auk þess hafði ég átt langan og erfiðan dag, og var orðinn þreyttur. Enn geng- um við gegnum málmslegnar dyr og um ganga, og ég var farinn aö halda að þetta ætlaði engan enda aö taka, þegar varðmaöurinn nam loks staðar úti fyrir dyrum, brá upp lyklakippunni og opnaði þær. Liðsforinginn kveikti ljós og benti mér að ganga inn fyrir. Herbergið, sem viö komum inn í virtist ekki mikið stærra en her- bergið mitt á hótelinu við fyrstu sýn, en hæðin undir loft og rauð og gullin gluggatjöldin villtu um fyrir manni. Veggirnir voru huldir tjöldum úr mynstruðu silki og þar héngu nokkur stór olíumálverk í íburöarmiklum umgerðum. Gólfið var úr lögðum eikartíglum og stór arinn úr hvítum marmara. Meðfram veggjum stóðu allmargir gullnir armstólar, en skrifborð og tveir hversdagslegir stólar á miöju gólfi og virtust eiga þar illa heima, við- líka og menn í vinnufötum innan um prúöbúið fólk í samkvæmissal. „Þér megiö fá yöur sæti og reykja,“ sagði liðsforinginn, „en gætiö þess að drepa öskunni í ar- instæöiö." Varðmaöurinn hvarf á brott. Liðs foringinn fékk sér sæti við skrif- boröið og fór að nota símann. Málverkin þarna inni voru svip- uð þeim, áem ég hafði séð frammi á göngunum, aö einu þeirra und- anteknu. Á einu þeirra gat að líta hollenzkan fiskibát í stórsjó og stormi, á öðru tyrkneskar vatnadís- ir, sem lauguðu sig í fjallalæk, á því þriðja hleyptu kósakkar til orr- ustu meö brugðnar lensur. En mál verkið, sem hékk yfir arninum og var þeirra mest, var áreiöanlega tyrkneskt. Þar gat að líta skeggj- aðan mann með kollhött og á síð- um, svörtum jakka, en þrír menn aörir, tveir þeirra klæddir glæsi- ÞÝZKAR ELDHÚSINNRÉTTIHGAR úr harðplastí: Format innréttingar bjóSa upp á onnaS hundraS tegundir skópa og litaúr- val. Allir skópar með baki og borðplata sér- smíðuð. Eldhúsið faest með hljéðeinangruð- um stólvaski og raftækjum af vönduðustu gerð. - Sendið eða komið með mól of eldhús- inu og við skipuleggjum eldhúsið samstundis og gerum yður fast verðtilboð. Ótrúlega hag- staett verð. Munið að söluskattur er innifalinn í tilboðum fró Hús & Skip hf. Njótið hag- stæðra greiðsluskilmóla og lækkið byggingakostnaðinn. jKií raft/E Ki HÚS & SKIP Jhf.- LAUOAVBfil 11 . SfMI S1S1S legum einkennisbúningum og allir skeggjaðir, virtu hann fyrir sér með andúð, eins og hann hefði sagt eitthvað viðurstyggilegt. Þegar liðsforinginn ungi hafði lokið símtalinu, spurði ég hann hvað málverk þetta ætti að sýna. „Leiðtogi þjóðarinnar krefst þess af síðasta soldáninum, Abdul Ham- id öðrum, að hann leggi niöur völd in,“ svaraði liðsforinginn. „Er ekki dálítið undarlegt, að hengja slíkt málverk upp í soldáns- höll?“ spurði ég. „Ekki í höll sem þessari", svaraði hann. „Sá maður hefur látizt hér, sem var meiri en nokkur soldán- anna, jafnvel meiri en Suleiman.“ Hann leit hvasst á mig, eins og hann vildi spyrja hvort ég þyrði að bera á móti því. • Ég flýtti mér hins vegar að sam- þykkja það. Þá tók hann aö þylja upp alla glæpi Bayar-Mendes stjórnarinnar, og færa fram rök fyrir því, að herinn hefði verið nauðbeygður að láta til skarar skríða og hreinsa til í rottubælun- um. Og svo þegar hann tók að skýra mér frá því, hvers vegna nauðsyn hefði borið til að skjóta miskunnarlaust alla andstæðinga sameiningarnefndar, og þá eink- um framámenn lýðræðisflokksins, gerðist hann mælskur með afbrigð- um og lét enn dæluna ganga þegar Tufan majór gekk inn í herbergið. Það lá við sjálft að ég hefði samúð meö liðsforingjanum. Hann spratt á fætur og heilsaði með her- kveðju, um leið og hann þuldi af- söikunarbeiðni sína eins og helgi- bæn. Glæsilegur hafði mér virzt Tufan óeinkennisbúinn, en klædd- ur einkennisbúningi og með skamm byssuhylki við belti, hefði mátt halda að hann ætlaði að fara að skipa aftökusveit fyrir verkum — og hlakkaði til þess. Hann hlustaði andartak á afsakanir liðsforingj- ans unga en bandaði síðan hend- inni til merkis um að hann skyldi hverfa á brott. Þegar hann var farinn, virtlst Tufan majór fyrst veita mér at- hygli. „Vitið þér að Kemal Ataturk lézt í þessari höll?“ spurði hann. „Liðsforinginn minntist eitthvað á þaö,“ svaraði ég. „Það var árið 1938. Foringi deildarinnar var löngum hjá hon- um þegar hann lá banaleguna, og forsetinn ræddi opinskátt við hann. Eitt var það, sem hann sagöi og for ingjanum líöur ekki úr minni: „Gæti ég lifað fimmtán ár enn, mundi mér takast að koma lýðræði á í Tyrklandi. Falli ég frá áður, tekur það eftirmenn mína þrjár kynslóðir." Þessi ungi liðsforingi er táknrænn fyrir þá erfiðleika, sem forsetinn hafði vafalítið í huga.“ Tufan lagði skjalatösku sína á skrifborðið og settist. „Og nú kemur að erfiðleikum yðar. Við höf um báðir fengið nokkurt tóm til að hugleiða þá. Hvaða tillögur hafið þér sjálfur fram að bera? „Ég fæ ekki séð, að ég geti bor- ið fram neinar tillögur, fyrr en ég veit hvað fer fram þarna innan veggja," varð mér að orði. „Sem bílstjóri verðið þér vitan- lega aö sjá um, að benzín sé látið á bflinn. Það er benzínafgreiðsla rétt hjá Sariyer. Þangað getið þér far ið og þar er sími sem þér getið notað.“ „Það hafði ég lfka hugsað mér, en það er varla á þaö treystandi. Það fer eftir því hvað bíllinn er mikiö notaður. Ég get ekki látið sem ég þurfi að skreppa eftir benzíni nema þess gerist þörf, þvl þau fara að sjálfsögðu nærri um hvaö bíllinn eyðir miklu, og geymirinn tekur yf- ir hundrað lftra. Ég verð því að fara varlega, svo ég veki ekki tor- tryggni þeirra." „Símtöl okkar þurfa ekki að fara fram á áöur ákveðnum tíma. Ég hef séð svo um að þér getið náð sam- bandi við mig hvenær sólarhrings- ins sem er. En ef þér getið samt sem áður ekki haft símasamband við mig, verðum við að taka upp aðra aðferð. Hún er að vísu hættulegri fyrir yður, en hjá því verður ekki komizt. Þér veröið að skrifa orðsendingarnar og síðan að koma þeim fyrir í tómum sígarettu pakka, sem þér siöan fleygið út um gluggann á bílnum. Bflstjórinn, sem veitir yður eftirför hirðir hann. Ég hef séð svo um, að stöðugt verður skipt um bfla, svo að það veki ekki grun.“ „Þér eigið við, að ég verði að treysta á það, að þau veiti því ekki athvgli, að ég fleygi tómum pakkan um út um gluggann?" „Vitanlega taka þau ekkert eftir því, ef þér veljið hentugan tfma til þess“, sagði hann. „Eða þér ger- ið þaö, þegar bíllinn stendur kyrr á veginum og þér látist vera eitt- hvað að dunda við hann“. Við nánari tilhugsun leizt mér ekki illa á þessa uppástimgu. Ég við höndina. Ekki féll mér samt að ég hefði alltaf tóma sígarettupakka við hendina. Ekki féll mér samt að þurfa að skrifa orðsendingarnar, og lét þess getið. „Það er nokkur áhætta," við- urkenndi hann, “en þá áhættu verð ið þér að taka. Athugið þáð, að þeim kemur ekki til hugar að leita á yður, nema þér hafið áður vakið tortryggni þeirra. Það er það, sem þér verðið umfram allt að varast“ „En ég verð aö skrifa orðsend- ingamar." „Það getið þér gert inni í snyrti herberginu. Ég geri ekki ráð fyrir að fylgzt verði með yður þar. Og þá kemur að því, hvernig þér getið veitt viðtöku orðsendingum og skilaboöum frá okkur.“ Hann opn- aöi skjalatösku sína og tök upp lítiö transistor-ferðaviðtæki, af sömu gerð og ég hafði séð þýzka feröamenn bera á sér. „Þér hafið þetta tæki í farangri yðar þegar þér flytjið til þeirra," sagði hann. „Ef þau 'skyldu veita því athygli, eöa sjá yður nota það, getið þér sagt, að þér hafið keypt tækið af þýzkum ferðalang. Venjulega taka slík tæki einungis sendingar frá op inberum útvarpsstöðvum. En þetta tæki hefur verið lagfært þannig, að ef þér hreyfið þetta stilli þann ig, tekur það á móti sendingum á örbylgjum í mílu fjarlægð. Þannig getiö þér tekið á móti skilaboðum frá bílnum, sem veitir yður eftir- för eða heldur sig í grennd við bú- staðinn. Þetta hefur verið þraut- reynt og bregzt ekki, ef ekki stend ur nein stórbygging í beinni línu milli senditækisins og viðtækisins. Þér hlustið kl. sjö á morgnana og ellefu á kvöldin. Kannski er öirugg ara fyrir yður að notá þessa litlu hlust svo ekkert heyrist...“ „Ég skil. Þér segið. að tækið hafi verið lagfært. Tekur það þá ekki líka venjulegar útsendingar? Annars kynni ég að komast í vanda.“ \ „Það er að öllu leyti eins og hvert annað slíkt viðtæki, nema þér hreyfið stillið," sagði hann. „Svo er eitt enn, sem ég ætla að segja yður. Bæði Harper og ungfrú Lipp ferðast á svissneskum vega- bréfum. Mönnum okkar gafst ekki tími til þess að athuga hvort þau væru fölsuð þegar þau lentu á flugvellinum, án þess að það kynni að vekja athygli þeirra og tortryggni. Upplýsingamar á vega- bréfunum voru þessar: Robert Karl Harper, þrjátíu og átta ára, vél- fræöingur fæddur í Bem. Elizabeth Maria Lipp, þrjátíu og sex ára, stú dent, fædd að Schaffausen." „Stúdent?1 Fljót hreinsun Nýjar vélar Nýr hreinsilögur. sem reynist frábærlega vel fyrir allan svampfóðraðan fatnaö, svo sem kápur, kióla, jakka og allan bamafatnað. Efnalaugin LINDIN, Skúlagötu 51. SPIffllfl rj==>ajíAiE/irA(J RAUDARÁRSTfG 31 SfMI 22022 UTIHURDIR HURDAIDJAN SF. AUÐBREKKU 32 KÓPAV. SlMI 41425

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.