Vísir - 04.03.1967, Blaðsíða 8
|2 oo
V í S IR . Laugardagur 4. marz 1967
VÍSIR
Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR
Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson
Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099
Afgreiðsla: Túngötu 7
Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands
1 lausasölu kr. 7.00 eintakið
Prentsmiðja Vísis — Edda h.f.
Fyrirtæki kommúnista
J^ommúnistar þykjast sem kunnugt er vera miklir
lýðræöissinnar. Þeir vilja hafa ótakmarkað frelsi til
þess að breiða út á'róður sinn og nota sér lýðræðið
út í yztu æsar til þess að vinna að framgangi stefnu
sinnar. En þegar þeir komast sjálfir til valda, bregður
svo við, að allt frelsi er afnumið, enginn má opna
munninn eða skrifa stakt orð til þess að gagnrýna
gerðir valdhafanna. Sá, sem slíkt leyfir sér, er óðara
handtekinn og fluttur í þrælabúðir, eða strax gerður
höfðinu styttri. Um þetta eru þúsundir dæma frá
síðustu áratugum, sem allur heimurinn þekkir.
Það er því furðuleg glópska, þegar menn, sem ekki
eru kommúnistar, láti véla sig í samtök með þeim,
þar sem látið er í veðri vaka að verið sé að vinna
fyrir frelsi og réttlæti. Þannig hafa hinir „nytsömu
sakleysingjar“ í samtökum „hérnámsandstæðinga“
látið kommúnista misnota sig og sömuleiðis þeir,
sem nú hafa gengið til liðs við þá í hinni svokölluðu
„Vietnam-nefnd“. Hún er fyrirtæki kommúnista, upp-
finning þeirra og til þess eins stofnuð, að vinna og
breiða út áróður fyrir alheimskommúnismann. Þess
vegna áttu engir lýðræðissinnar að koma þa’r nálægt.
Þeir eiga aldrei að taka þátt í slíkum samtökum með
kommúnistum, því að með því vinna þeir gegn hug-
sjónum lýðræðisins. Kommúnistar nota ævinlega þess
háttar samtök þveröfugt við þann tilgang, sem látið
er í veðri vaka að þau eigi að þjóna. Þetta ættu t. d.
ungir Framsóknarmenn að vita og hefðu því átt að
hafna allri samvinnu við kommúnista um Vietnam-
málið og öll önnur.
Varla verður komizt hjá þeirri ályktun, að sumir
í forustuliði ungra Framsóknarmanna eigi fremur
heima í flokki kommúnista en flokki, sem kennir sig
við lýðræði, og svo hefur löngum verið mörg síðari
árin. Framsóknarflokkurinn á að sönnu tæplega skil-
ið að kallast stjómmálaflokkur, því að hann hefur
um alllangt skeið verið algerlega stefnulaus og ýmis
viðbrögð forustuliðsins á þann veg, að miklu fremur
mætti telja hann í ætt við kommúnisma en lýðræði.
Hann er óheill í öllum málum og vílar ekki fyrir sér
að beita hvers konar loddarabrögðum, þegar hann
telur þau vænleg til aukins fylgis.
Við það er að sjálfsögðu ekkert að athuga, þótt
skoðanir manna um styrjöldina í Vietnam séu skiptar.
Svo er um heim allan. Og í lýðræðisþjóðfélögum hafa
menn frelsi til að segja álit sitt opinberlega. Þó ættu
allir að vita, að styrjöldin þar eystra er fyrirtæki
kommúnista og til hennar stofnað af þeim, til þess
að ryðja alheimskommúnismanum braut í Austur-
Asíil
Síurnar hreinsa m.a. súlfíö
og kísil iir hveravatni
Þær eru ófáar stundimar, sem
reykviskar húsmæöur hafa átt
við að fægja silfurborðbúnað,
sem fallið hefur á þegar hann
hefur verið þveginn úr hvera
vatni. Lítur nú út fyrir að þess
ar stundir geti verið taldar, því
að á markaðinn era komnar
vatnssíur, sem m.a. fjarlægja
allt súlfið úr hveravatni, en það
er efnið, sem veldur brenni-
steinsþefnum af vatninu svo og
því, að á silfrið fellur. Hafa sí-
ur þessar, sem era þýzkar, verið
rannsakaðar hér með tilliti til
súlfíðs í hveravatni og urðu nið
urstöðumar þær að þær fjar-
lægðu það svo að segja algjör-
lega. Er nú verið að reyna þær
með tilliti til hreinsunar ýmissa
efna úr vatni, m.a. í Vestmanna
eyjum, þar sem neyzluvatns-
skortur er mikill.
Síur þær sem hér um ræðir
era hólkar, sem tengdir eru í
vatnsieiðslur og má bæði gera
það við inntak ieiðslanna og við
vatnskrana. Eru hólkarnir fyllt-
ir með hreinsiefnum og má fá
margar tegundir af fylliefnum
allt eftir því hvaða efni á að
losna við úr vatnlnu. Séu mik-
il óhreinindi í vatni eða mörg
efni sem losna á við má tengja
fleiri en eina síu f vatnsleiðsl-
una. Fylliefni þau sem fáanleg
eru í vatnssíumar eiga að sögn
umboðsmanna að geta eytt
brenisteins- og klórþef, ryði og
hvers konar óhreinihdúm, hörku
og kísil. Þá eiga þau að geta
hindrað ryðmyndun ■" hitakerf-
um, kötlum o.s.frv., leyst upp
gömul ryðhrúður og framleitt
saltfrítt vatn.
Vatnssíurnar, sem nefnast
Heico-vatnssíur hafa verið fram
lelddar í mörgum stærðum og
notaðar með góðum árangri í
Þýzkalandi, í ibúðarhúsum, höt
elum, sjúkrahúsum, við matvæla
framleiðslu og annars staðar
þar sem þörf er á hreinu vatni
en það ekki fyrir hendi. Kísill
hf., í Reykjavík hefur umboö
fyrir Heico-síurnar hér á landi.
Margir hafa
með FRITZ
pantað far
HECKERT
Margar pantanir hafa borizt
Ferðaskrifstofunni Sunnu fyrir
fyrirhugaða 15 daga ferð með
skipinu Fritz Heckert, stærsta
skemmtiferðaskipinu, sem ís-
lendingar sigla með, en það kem
ur til landsins þann 17. apríl.
Fritz Heckert, sem er á 9. þús-
und tonn siglir aftur héðan
þann 18. apríl, væntanlega með
350 farþega og hefst þá ferð-
in til Bergen, Oslóar, Kaup-
mannahafnar, Amsterdam, Lond -
on og heim.
Þegar skipið fer aftur út
þann 2. mai fara með því þrír
hópar skemmtiferðamanna til
Svíþjóðar, Fyrsti hópurinn fer í
12 daga skemmtiferð til Gauta-
borgar, Kaupmannahafnar og
Hamborgar, annar til Gautaborg
ar, Kaupmannahafnar, Ham-
borgar og Amsterdam en sá
þriðji í 23 daga ferð til Gauta-
borgar Kaugmannahafnar, Rínar
landpnn?, Parisar og Ajnster-
dam, en þaöan er flogið með
leiguflugvél Sunnu, sem mun
Styrkir til vísinda
og frœðimanna
Umsóknir um styrk til vísinda
og fræðimanna árið 1967 þurfa
að hafa borizt skrifstofu Mennta
málaráös, Hverfisgötu 21 í
Reykjavík, fyrir 1. apríl n.k.
Umsóknum fylgi skýrsla um
fræðistörf. Þess skal getið,
hvaða fræðistörf umsækjandi
ætlar að stunda á þessu ári.
Umsóknareyðublöð fást í
skrifstofu Menntamálaráðs.
Styrkur til náttúrufræðirann-
sókna
Umsóknir um styrk, sem
Menntamálaráð veitir til náttúru
fræðirannsókna á árinu 1967,
skulu verða komnar til ráðsins
fyrir 1. april n.k. Umsóknunum
fylgi skýrslur um rannsóknar-
störf umsækjanda síðastliðið ár.
Þess skal og getið, hvaða rann-
söknarstörf umsækjandi ætlar
að stunda á þessu ári.
Umsóknareyðublöð fást í
skrifstofu Mentamálaráðs.
flytja héöan fyrsta Mallorcahóp
feröaskrifstofunnar.
Að því er Guðni Þórðarson
forstjóri Sunnu tjáði blaðinu
nýlega veröa þessar þrjár fyrr-
greindu ferðir mjög ódýrar og
stafar það af því, að Fritz Heck
ert og flugvélin.frá Amsterdam
eru notuð í tómu ferðunum. Er
verð fyrstu ferðarinnar kr. 8.500
annarrar ferðarinnar kr. 9 þús.
og þeirrar þriðju kr. 14.200.
Ekki fogara-
hrakningar
í dagbl. Vísi 28. 2. er sagt
frá á þennan hátt:
„Uranus, Svalbakur og Slétt-
bakur eru að selja í Bretlandi,
Grimsby og Hull. Sumir þeirra
áttu að selja í gær, en^Qyiust
ekki að. Urðu þeir að hrekjast
milli hafna til þess 5 að-ná • í
sölu“ o. sv. frv.
Þetta er röng frásögn og vill-
andi.
Oranus fór beint til Hull eins
og vant er og Svalbakur fór
beint til Hull vegna þrengsla í
Grimsby. Báðir lönduðu þeir á
þriðjudag — urðu að bíða einn
dag vegna skorts á löndunar-
mönnum. Svalbakur seldi á mið
vikudag eins og áætlað haföi
verið. Öll skipin fengu góðar söl
ur en enga hrakninga.
Hér f Reykjavík þykir einn
sólarhringur ekki löng bið eft-
ir löndun togara. Ekki þvkir
hér heldur tiltökumál, þótt tog
arar þurfi að fara til Hafnar-
fjarðar til losunar og keyra svo
megnið af fiskinum til Reykja-
víkur. Þá er vitað, að Akranes
hefur oft afgreiösluhöfn í
Reykjavík fyrir sinn togara.
2. 3. 1967,
Tryggvi Ófeigsson.
Grænlandsflug hefur mjög verið á döfinnl og er raunar enn, vegna óhappsins í Danmarkshavn, þeg-
ar Glófaxi braut skíöið þar. Þessi mynd var tekin af Flugfélagsvél í Scoresbysundi — sem er nyrsta
byggðin i Grænlandi, þar sem Grænlendingar hafast við.
Norðar hafast aöelns við veðurathugunarmenn og fræðlmenn stuttan tíma f einu. Sjón sem þessi á
myndinni, þ. e. sleðahundar spenntlr fyrir sleða við flugvélina er algeng sjón í Grænlandi, en kemur
óneitanlega nokkuð einkennilega fyrir sjónlr okkar.