Vísir - 04.03.1967, Blaðsíða 12
12
VIS IR . Laugardagur 4. marz 1967
í Grikklandi, jafnvel rústimar, sem
ekki hafa verið endurreistar, eru
alltaf hreinlegar og bjartar yfirlit-
um. Þama era byggingamar óhrein
ar og skuggalegar, og jafnvel garð-
amir umhverfis þær í megnustu
vanhirðu.
Kvikmyndasaga
eftir Eric Ambler
að ekki mátti úthella konunglegu
blóði. Konur, sem gerzt höfðu sek-
ar um einhverjar yfirsjónir, voru
teknar af lífi á enn annan hátt —
þær voru látnar í poka og þung
lóð bundin við, og síðan varpað í
sundið“.
Ungfrú Lipp leit spyrjandi á mig.
„Er þetta satt, Arthur?“
„Eins satt og það getur verið“.
„Hvernig vitið þér það?“
„Þetta era sögulegar staðreynd-
ir, imgfrú Lipp. Það gerðist meira
að segja einu sinni, að soldán, sem
gerðist leiður á öllum konunum í
kvennabúri sínu, lét sökkva þeim
öllum þannig í sundið. Skömmu
síðar strandaöi skip á sömu slóð-
um og kafari var sendur niður til
að athuga byrðing þess. Þegar hann
sá alla þessa poka standa þarna
upprétta á botni og hreyfast til og
frá fyrir straumnum, lá við sjálft
að hann missti vitið af skelfingu".
„Hvaða soldán var þetta?“
Ég mundi það ekki í svipinn, en
hélt að mér væri óhætt að gizka á.
„Það var Murad annar“.
„Nei, Arthur, það var Ibrahim
soldán. Þér megið ekki móðgast, en
ég held að það sé vissara, að við
fáum einn af opinbera leiðsögu-
mönnunum, sem hér eru starfandi".
„Sem yður þóknast, ungfrú
Lipp“.
Ég reyndi að láta sem mér þætti
það bráösnjöll hugmynd, en ég var
reiður. Hefði hann spurt mig, hvort
ég væri sögulega fróður um Ser-
aglio, mundi ég hafa svarað því
neitandi. Hún hafði svikizt að mér,
'og að féll mér ekki.
Við gengum inn um hliðið, greidd
urn aðgangseyrinn, hún lét mig
hafa fyrir því, og eins að ráða
enskumælandi leiösögumann til að
fylgja henni um svæðið. Hann var
að sjálfsögðu hátíðlegur og bæði
fróður og nákvæmur í frásögn sinni
og sagði henni ótal hluti, sem ég
hafði ekki hugmynd um. Hún lét
spumingarnar dynja á honum, svo
vel hefði mátt halda að hún hefði
í hyggju að semja bók um staðinn,
og það féll honum að 'sjálfsögðu
vel í geð. Hann brosti og varð þá
líkur apaketti í framan.
Sjálfum finnst mér Seraglio leið-
inlegur staður. Fomu byggingarnar
ÞÝZKAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR
úr harðplasti: Format innréttingar bjóða upp
á annað hundraS tegundir skópo og litaúr-
val. Allir skópar me3 baki og borðplota tér-
smiðuS. EldhúsiS fæst með hljóSeínangruS-
um stólvaski og raftaekjum af vönduSustu
geið. - SendiS eSa komiS meS mól af oldhús-
inu óg viS skipuleggjum eldhúsiS somstundis
og gorum ySur fast verStilboS. Ótrúlega hag-
stætt vcrS. MuniS aS söluskattur er innifalinn
í tilboSum fró Hús & Sklp hf. NjótiS hag-
stæSra greiSsluskilmóia og (Q,
lækkiS byggmgakostnaSinn.
• KAFTitE K1
i
HÚS&SKIPJif. uvmiim - ■roi aciiE
En ungfrú Lipp virtist svo hrifin
af staðnum, að vel hefði mátt halda
að hún væri að skoða höllina í Ver-
sölum. Hún fór um allt, spurði um
allt. Ef ég hefði vitað þá, sem ég
vissi seinna, mundi mér ekki hafa
komið það á óvart, en það var að
sjálfsögðu ekki þvi að heilsa, og ég
gerðist brátt leiður á að elta þau,
hana og leíðsögumanninn.
„Arthur", mælti hún allt i einu
og sneri sér að mér. „Hvað eram
við lengi að aka héðan út á flug-
völlinn?“
Ég varð svo undrandi, aö ég hlýt
að hafa orðið eins og fábjáni á
svipinn. „Flugvöllinn?" át ég eftir.
Það vottaði fyrir óþolinmæði í
rödd hennar. „Já, Arthur, flugvöll-
inn, þar sem flugvélamar lenda,
skiljið þér? Hvað eram við lengi
að aka þangað?"
„Fjörutíu mínútur", svaraði leið-
sögumaðurinn, sem enginn hafði
spurt.
„Fjörutíu og fimm mínútur,
mundi ég segja, ungfrú", mælti ég
og lét sem ég heyrði ekki orð leið-
sögumannsins.
Hún leit á úrið sitt. „Vélin kem-
ur klukkan fjögur. Heyrið þér mig,
Arthur, nú fáið þér yður eitthvað
I svanginn og svo hittumst við úti
hjá bílnum að klukkustundu lið-
inni“, sagði hún.
„Sem yður þóknast ungfrú. Eig-
ið þér von á einhverjum með flug-
vélinni?"
„Já, ef yöur stendur á sama“.
Hún varð stutt í spuna: þótti þetta
auðheyrilega óþörf forvitni.
„Ég átti einungis við það, ung-
frú, að ef ég vissi með hvaða flug-
véí géstsins væri von, þá °gæti Jég
hringt út á flugvöll og spurzt fyrir
um lendineartfmann".
„Það eetið bér einmitt gert, Art-
hur. Það er flunvél frá Air France,
sem kemur frá Genf Ekki datt mér
öott.a í hug, Arthur".
Og nú var hún ekkert nema
blíðan og sólskinið. Svona lætur
þeim. og allar eru þær eins.
Það var veitingastaður skammt
frá bláa bænahúsinu, og þegar ég
hafði beðið þar um mat, hringdi
ée til Tufans majórs.
Hann hlustaði á skýrslu mína,
athugasemdalaust. „Gott“, sagði
hann, þegar ég hafði lokið máli
mínu. „Ég sé svo um að vegabréf
farþeganna frá Genf verði athuguð
sérstaklega".
Þá fór ég að segja honum frá
tilgátu minni um eiturlyfin. Að
vopnin kynnu aö eiga að fara til
tyrknesks ópíumsala. En þá fór
hann óðara að taka fram í fyrir
mér.
„Hafið þér komizt að einhverju
nýju, sefn rennir stoðum undir þá
tilgátu?"
„Nei, en þær staöreyndir, sem
þegar eru fyrir hendi, gera það“,
svaraði ég.
„Það getur hvaða heimskingi sem
er, byggt alls konar ályktanir og
tilgátur á þeim staðreyndum. Ég
hef einungis áhuga á þeim upplýs-
ingum, sem okkur vantar. Það er
yðar, að útvega þær ...“
„Samt sem áður ...“
„Þér sóið tímanum. Þér gefið
skýrslu í síma, eða með öðru móti,
og munið tímann, þegar þér eigið
að hlusta eftir tilkynningum frá
okkur. Sé ekki um neitt fleira að
ræða, þarf ég að snúa mér að
öðra“.
Þessi heragaða hugsun, enn einu
sinni. Það gerði engan mun, hvort
heldur harin hafði rétt eða rangt
fyrir sér... og það kom seinna á
daginn, að hann hafði bæði rétt
og rangt fyrir sér. Það var þessi
hroki hans, sem ég gat á engan
hátt þolað.
Ég gerði mér matinn að góöu,
þótt mér geðjaðist hann alls ekki,
og hélt síðan aftur þangað, sem bíll
inn stóð. Ég var líka sárgramur
sjálfum mér.
Og það var þessi gremja, sem ó-
beinlínis varð til þess að ég hagaði
mér eins og heimskingi. Mér fannst
sem það þyldi enga bið, að ég
kæmist að raun um hvort hand-
sprengjumar og vopnabirgðirnar
væra enn faldar í bilnum eða ekki.
Ef svo væri ekki, vora nokkur lfk-
indi til að ágizkun mín væri rétt.
Ég gat þá ályktaö sem svo, að vopn
in hefðu verið afhent þeim, sem
taldi sig hafa þörf fyrir þau.
Enn voru tuttugu mínútur þang-
að til ég mátti búast við því að
ungfrú Lipp kæmi út aö hliðinu.
Ég ók þó bílnum spölkorn frá og
á bak viö tré, ef svo skyldi fara,
aö hún kæmi áður en hún hafði
gert ráð fyrir. Því næst dró ég
kross-skrúfjárnið upp úr farangri
minum og tók að fást við skrúfum-
ar I hurðarklagðpingunni næst við
ekilssætiö.
Ég hafði ekki neinar áhyggjur af
því, að einhver kynni að sjá til
mln. Ég var einungis að fram-
kvæma skipun Tufans majórs, og
þurfti ekki að óttast að náungamir
I Ópelnum færa neitt aö skipta sér
af því. Færi einhver Ieigubilstjór-
inn að hnýsast I þetta, gat ég allt-
af sagt sem svo, að læsingin væri
I ólagi. Allt var undir því komið,
að mér ynnist tími til að gera mín-
ar athuganir, þar til ég varð að
fara hægt og gætilega að, svo ekki
sæi nein merki eftir.
Ég losaði fyrst um allar skrúf-
umar, og skrúfaði þær síðan úr,
eina og eina I einu. Þegar ég átti
einungis tvær skrúfur eftir, gerð-
ist hræðilegur atburður. Mér varð
sem snöggvast litið upp, og sá þá
hvar ungfrú Lipp var að kveðja
leiðsögumanninn I hliðinu.
Það leyndi sér ekki, að hún hafði
séð bílinn, því að hún horfði
beint I áttina til mín. Það var um
tvö hundruð metra spölur að hlið-
inu, og huröin, sem ég hafði verið
að glíma við, var fjær henni, en
mér var Ijóst að ég haföi ekki tíma
til að ganga frá skrúfunum aftur.
WlTH THE AÞVANTAGE OF SliRPRISE,
TARZAN AND THE WAZIRIS UPSET THE
6ALANCE OF POWER IN THEIR FAVOR.
FEAR FILLS THE
UNBELIEVING EYES OF
ARONA...THE PLEAS OF
HIS MEN FALL ON
_ PEAFEARS... _______
lihiM « r^>. ..w..
rm «7 umí S,—. .-•» ■.
Þar sem Waziritnenn Tarzans koma óvin
unum á óvart, tekst þeim fljótf að ná yfir-
hQndmni.
En Krona fyllist ótta. Hróp manna hans á
hjálp hafa engin áhrif á hann.
50».
Auk þess var bíllinn ekki þar, sem
hann hafði staðið. Ég átti því ekki
nema um eitt að velja — stinga
bæði lausu skrúfunum og skrúfjám
inu I vasa minn, ræsa bílinn og
aka af stað til móts við hana. —
Treysta því að skrúfumar tvær
héldu klæðningunni fastri, þegar ég
færi út til að opna afturdyrnar.
Að einu leyti hafði ég heppnina
með mér. Leiðsögumaðurinn tók
undir sig stökk til þess að geta
auðsýnt ungfrúnni þá hæversku að
opna fyrir henni afturdymar, svo
ég þurfti ekki að hreyfa mig eða
hurðina. Og afsökunina hafði ég á
vörunum um leið og ungfrúin sett-
ist inn I bílinn.
„Mér þykir þetta leitt, ungfrú, en
ég hélt kannski að þér kæmuð við I
kirkju heilagrar írenu, og færði bíl-
inn því til að stytta yður leið“.
Þetta bar sinn tilætlaðan árang-
ur, því að hún gat ekki svarað mér
og leiðsögumanninum samtlmis, en
hann kom mér enn til aðstoðar, og
FljóV hreinsun
Nýjar vélar
Nýr hreinsilögur.
sem reynist frábærlega vel
fyrir allan svampfóðraðan
fatnað, svo sem
kápur, kióla, jakka og allan
bamafatnað.
Efnalaugin LINDIN,
Skúlagötu 51.
fTJ==*BflAA£IBAH
ImÍLÚtJlgP
RAODARARSTfG 31 SfMI 220?'
SNYRTISTOFA
Sími 13645
SPARIfi TÍMA