Vísir - 04.03.1967, Blaðsíða 16
VISIR
Laugardagur 4. marz 1967
Kvikmyndasýning
Vorðbergs
Kvikmyndasýning fyrir al-
menning veröur f Nýja bíó í dag,
íaugardaginn 4. marz kl. 2 e.h. á
vegum VARÐBERGS og Samtaka
um vestraena samvinnu (SVS).
Þar verða m.a. sýndar tvær mjög
i.hyglisveröar litmyndir, önnur um
Atlantshafið, hin um Tyrkland. Sú
.yrri nefnist „Hafiö mikla” og er
.ekin bæöi ofansjávar og neöan.
Lýsir hún vel margháttaðri jiýð-
ingu þessa mikla hafflæmis, m.a.
frá sjónarmiöi öryggismála þeirra
rikja, sem að því liggja. Myndin er
með íslenzku tali Bjama Guð-
mundssonar blaðafulltrúa. Land-
kynningarmyndin um Tyrkland
bregður upp mjög góðri svipmynd
af þjóðháttum og landshögum, en
íveggia er á margan hátt sér
stætt í augum okkar íslendinga.
Þá veröur sýnd hin fróölega kvik-
mynd „Endurreisn Evrópu“ sem
skýrir vel sögu Norðurálfu frá lok-
um siðarl heimsstyrjaldar.
Myndir þessar eru framleiddar á
vegum Upplýsingadeildar Atlants
hafsbandalagsins.
Öllum er heimill ókeypis aðgang
ur að sýningunni meöan húsrúm
leyfir.
Frumvarp um stofnun fískimálaráðs
Skuli marka heildarstefnu / sjávarútvegsmálum
Lagt var fram á Alþingi syni, Óskari E. Levy og
í fyrradag frumvarp um
stofnun Fiskimálaráðs.
Frumvarpið er flutt af
sjö þingmönnum Sjálf-
stæðisflokksins, þeim
Matthíasi Bjarnasyni,
Pétri Sigurðssyni, Sverri
Júlíussyni, Jónasi G.
Rafnar, Jónasi Péturs-
Sigurði Bjarnasyni.
Frumvarpið er á þá lund, að
sjávarútvegsmálaráðherra skipi
fiskimálaráö, sem skuli beita sér
fyrir samvinnu allra aöila, sem
hlut eiga að máli um mótun
heildarstefnu í uppbyggingu sjá-
varútvegsins og í markaösmál-
um. Skuli viö uppbyggingu fiski
skipastólsins miðað við, að fjöl-
breytni veröi í útgerö lands-
manna og eðlilegt jafnvægi milli
hinna mismunandi útgeröar-
greina, svo að tryggö veröi eftir
föngum hráefnisöflun til fiskiðn-
aðarins. Við uppbyggingu fisk-
vinnslu- og fiskiðnaöarfyrir-
tækja skuli tekið tillit til æski-
legrar dreifingar fyrirtækja og
viö það miðaö, að afkastageta
þeirra sé hæfileg með hliðsjón
af mögulegri öflun hráefnis.
Fiskimálaráð skuli hafa for-
göngu um markaðsrannsóknir
og skipulegar aðgerðir til öflun-
ar nýrra markaöa.
Sjávarútvegsmálaráðherra skal
eiga sæti í Fiskimálaráði og jafn
rramt vera formaður þess. Eft-
irtaldir aðilar skulu eiga rétt
til að tilnefna einn fulltrúa hver
og annan til vara í Fiskimála-
ráð.
Landssamband ísl. útvegsmanna
Félag ísl. botnvörpuskipaeig-
enda, Sjómannasamb. Islands,
Farmanna- og fiskimannasamb.
íslands, Alþýðusamband Islands
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna,
Sjávarafurðadeild SÍS, Sölusam-
band ísl. fiskframleiðenda, Síld-
arútvegsnefnd, Félag ísl. fiski-
mjölsframleiðenda, Félag ísl. nið
Framh. á bls 10
Vertíðoryfirlit
Helgu Guðmundsdóttir Patreksfírði
aflahæst — með 394 tonn
Miklar ógæftir - Stopul veiöi - Aflahæstu
sunnanbátar meö 160 tonn
Það mun mál manna í flestum
verstöðvum, að vertíðin hafi ekki
Þorvaldur Skúlason fyrir framan „Þyt“, eina af myndum sínum á sýn-
ingunni í Bogasal.
gengið að óskum, gæftir hafa ver-
ið mjög slæmar hvarvetna ekki sizt
á Suðurlandi. Fiskirí hefur heldur
ekki verið sérlega gott, þegar gefið
hefur, en menn vona að úr því
fari að rætast. Meirihluti vertíðar-
báta er nú kominn á netaveiðar og
Ifnubátar flestir um bað bil að
taka upp net.
Langaflahæsti báturinn á vertíð-
inni frá áramótum er Helga Guð-
mundsdóttir frá Patreksfirði með
394 iestir. Það er eingöngu neta-
afli, sem báturinn hefur aflað á
mánaðartíma. Skipstjóri á aflaskip-
inu er Finnbogi Magnússon, sem
landskunnur er orðinn af afla-
mennsku.
Aðrir Vestfjarðabátar eru með
minna, en flestir eru þar komnir
með net og róa 7 frá Patreksfirði,
2 frá Bíldudal og 2 frá Tálkna-
firði.
Hæstur Breiðaf jaröarbáta er Ham
ar frá Rifi með 186 lestir, en sunn-
anbátar eru mest með þetta 160
til 170 lestir.
<S>-
„Mest spenntur fyrir því
sem ég málu á morgun"
ÓLAFSVÍK: Lítil atvinna •
hjá aðkomufólki
Frá Ólafsvík eru 15 bátar byrj-
aðir róðra með net og hafa róið
nær daglega að undanförnu, en afli
hefur ekki verið upp á marga fiska,
þetta 2—9 tonn í róðri, 2 smábátar
róa ennþá með línu.
Heildarafli Ólafsvíkurbáta frá
áramótum er 879 tonn í 151 sjó-
ferð. Aflahæstu bátarnir eru: Vala-
fell með 140 tonn (aðallega línu-
áfli) og Steinunn með 133 tonn
(troll og net). Dálítið af aðkomu-
fólki er komið til Ólafsvíkur þar á
meðal nokkuð af Færeyingum og er
nægt fólk til starfa í fiskvinnslu-
stöövunum, en atvinnan er næsta
stopul ennþá, stundum ekki 8 tima
vinna á dag.
HELLISSANDUR: Skarðs-
vík með 160 tonn
á tæpum mánuði
Tveir bátar reru frá Rifi f janúar
á línu, en í febrúar bættust 5 neta-
bátar í flotann. Nú eru 11 bátar
byrjaðir' róðra frá Sandi (Rifi), en
búizt er við að þeir verði 13 á ver-
tíðinni í vetur á netum. 1 bátur
rær með handfæri.
Aflinn til febrúarloka var 697
lestir af 7 bátum. Hamar er afla-
hæstur frá áramótum með 186 lest-
ir í 30 sjóferðum. Skarðsvík byrj-
aði róðra 4. febrúar og er búin að
fá 160 lestir 1 12 sjóferðum. Aflinn
er verkaður í 3 fiskverkunarstöðv-
um í Rifi og 2 á Sandi. Allmargt
aökomumanna er á bátum frá
Sandi, einkum Færeyingar, einnig
vinnur margt aðkomufólk við fisk-
verkunina, þar á meðal nokkrir
Spánverjar, sem einnig voru þar i
fyrra hjá Hraðfrystihúsi Hellis-
sands.
Netafiskurinn hefur verið mjög
smár að undanfömu og virðist fisk-
ur ekkert hafa gengið í Breiðafjörð
inn ennþá, en eftir því bíða sjó-
menn, eins og í fyrra. Þá var fjörð-
urinn þéttriðinn netum báta að
sunnan og vestan auk neta Breiða-
fjarðarbátanna og óttast menn
mjög ofveiði á þessum slóðum, ef
sama áframhald verður.
GRINDAVÍK: 38 bátar
— 2419 tonn
Heildarafli Grindavíkurbáta það
Frarah. á bls 10
inn á sýningu Þorvalds Skölasonar
í Bogasal
Þorvaldur Skúlason listmálari
opnar i Bogasal f dag, sýningu á
21 olfumálverki. Síðast hélt Þor-
valdur einkasýningu í Llstamanna-
kálanum árið 1962, en hefur milli
'iessara tveggja sýninga tekið þátt
( fjölda samsýninga hér heima og
'i-Iendis.
Þegar listamaðurinn var spurður
'ð þvf hvers vegna svo langt hefði
iðið á milli sýninga hjá honum,
'varaði hann því til, að hann hefði
=!kki talið sig hafa nógar myndir í
vningu, hann ynni lengi að hverri
mynd og sumar eyðilegði hann, „til
þess að eftirmælm verði ekki ems
voðaleg".
Málverkin, sem sýnd eru núna,
em öll máluð á síöustu fjórum ár-
um. Sagðist Þorvaldur ekki geta
gert samanburð á verkum sínum
á sýningunni f Listamannaskálan-
um og á sýningunni nú. „Maður
lifir alltaf í voninni um, aö geta
gert eitthvaö, sem getur gengið,
það er eins og með foreldrana, sem
geta ekki gert upp á milli barna
sinna, kannski þykir þeim jafnvel
vænst um þau, sem eru mislukkuð.
Annars þykir mér nú ekki svo vænt
um málverkm á þessari sýmngu, j *.
ég er mest spenntur fyrir því, sem i \
ég mála á morgun, ef einhver von. .■
er til, að geta gert eitthvað úr: /
þvf ■. , ! ■:
Þorvaldur sagði, að sér fyndist
fjólublái liturinn vera mjög spenn- •“
andi, en hann beitir þeim lit í sum ; í*
um verka sinna. Það fjólubláa i
freisti sín, af því að erfitt sé að í "í
koma litnum fyrir ásamt öðrum lit- \
um án þess að árangurinn verö,1
hræðilegur. [>
„í listaskólanum í gamla daga ! J*
var sagt, að umfram allt ætti ekki' \
að nota fjólublátt og í sjálfu sér
er liturinn andstyggilegur, en þess j .*
vegna er gáman aö nota hann og 1 í*
þar að auki er svo mildð af þessu
á íslandi — í fjöllunuiiV. |.”«
O4 Duinn aftur
á Islandi
„ Stjórna ríkishljómsveitinni í Ecuador
— og fróin leikur meö á fiö1n“.
írinn ungi, Proinnsias O’Du-
inn, sem íslenzkir tóniistarunn-
endur minnast frá því að hann
dvaldist hér vetrarlangt 1963-64
og stjóniaði Sinfóníuhljómsveit
íslands kom til íslands í gær og
mun hann stjórna Sinfóníu-
hljómsveitinni á tónleikum henn
ar á fimmtudag.
— Ég kom beint frá Ecuador
en þar bý ég nú, sagöi O’Duinn
þegar Vísir hitti hann sem
snöggvast að máli í gær. Ég
stjórna ríkishljómsveitinni í
Quito og kann miög vel við mig
—- er aðalhljómsveitarstjórinn
og er einráður um verkefnaval
hljómsveitarinnar og annað slíkt.
O’Duinn stjórnaði hér sem gest
ur á tvennum hiiómleikum í des
ernber 1964, en héðan fór hann
lil írlands en stóð stutt við þar.
— Þegar ég kom út aftur
5
stanzaði ég aðeins i tvær vikur
í Dublin og á þeim tíma stjórn
aði ég þrern útv'jrnccendingum
Framh á bls 10