Vísir - 04.03.1967, Blaðsíða 9
V1SIR. Laugardagur 4. marz 1967
9
Hraifrystiiðnafarínn endurskipuSagður
í framkomnu frumvarpi ríkisstjómarinnar um ráð-
stafanir vegna sjávarútvegsins, sem getið var um
í blaðinu í gær, fylgja athugasemdir um tilkomu
þeirra úrræða, sem þar er gripið til, og orsakir.
Héf fylgja á eftir kaflar úr þeim og útdráttur úr
fylgiskjali um aðgerðir til endurskipulagningar
hraðfrystiiðnaðarins.
l^rá því aö fiskverð var á-
A kveöið í byrjun árs 1966
og þar til fiskverð var ákveðið
nú í ársbyrjun 1967, hafði út-
gerðarkostnaöur aukizt nokkuð
og kjör sjómanna á þorskveið-
um versnað i samanburði við
aðrar sambærilegar starfs-
- greinar, þar sem þeir höfðu
ekki notið verölagsbóta á laun.
Nauðsyn bar til, að fiskverð
gæti hækkað til þess að jafna
þann mismun, sem þannig hafði
oröið á kjörum sjómanna á
þorskveiðum og annarra starfs-
greina, og einnig til þess aö
draga úr áhrifum hækkunar út-
geröarkostnaðar. Áður en til á-
kvörðunar fiskverðsins kom gaf
ríkisstjórnin yfimefnd verðlags-
ráðs til kynna, að hún væri
reiðubúin að beita sér fyrir því,
að greidd yrði á árinu 1967 8%
viðbót á verð landaös fisks
annars en síldar og loðnu. Með
tilliti til þessarar yfirlýsingar
ákvað vfimefndin, að fiskverð
skyld standa óbreytt frá því,
sem verið hafði á árinu 1966.
Sú viðbót, sem ríkisstjómin
vildi beita sér fyrir að greidd
yrði, svarar um það bil til hækk
unar kaupgreiðsluvísitölu frá
því fiskverð var ákveðið í upp-
hafi árs 1966, þar til það var
ákveðið nú. Ætlunin er, aö
þessi viðbótargreiðsla skiptist
þannig, að 5% viðbót verði
greidd mánuðina marz og apríl,
en 11% aðra mánuði ársins. í
þessu frumvarpi er farið fram
á heimild Alþingis til þess aö
inna þessar greiðslur af hendi.
Eftir að fiskverð hafði verið
ákveöið tók ríkisstjómin upp
viðræður við fulltrúa frysti-
húsaeigenda um aðgerðir til
stuðnings frystihúsunum. Ríkis-
stjórnin taldi frá upphafi, að
leita ætti lausnar á vandamálum
frystihúsanna, annars vegar í
bættri uppbyggingu iönaðarins
og fjárhagslegri endurskipulagn-
ingu hans, en hins vegar í því,
að byrðinni af verðfallinu væri
að nokkru létt af frystihúsunum,
Um þessi tvö atriði hafa viðræð-
ur rikisstjómarinnar og frysti-
húsanna snúizt að undanfömu,
og hefur í þeim viðræðum náðst
samkomulag um þær aðgerðir,
sem þetta fmmvarp felur I sér.
Það samkomulag hafa Sölumið-
stöð hraðfrystihúsanna og
frystihús á vegum Sambands
ísl. samvinnufélaga síðan stað-
fest.
í sérstöku fylgiskjali er nánari
grein gerð fyrir hugmyndunum
um endurskipulagningu hrað-
frystiiönaðarins, en í 10. gr.
þessa frv. em fyrirmæli um
þær ráðsta fanir, sem gerðar
yrðu í þessu skyni. Felur sú
grein í sér fyrirmæli um þær
athuganir, sem fram þurfa að
fara, og nauðsynlega heimild
fyrir ríkisábyrgðasjóð til eftir-
gjafar á kröfu á frystihúsin með
viðhlítandi skilyrðum.
^kvæðin um aðstoð til
frystihúsanna vegna verð-
fallsins er að finna í 6. og 7. gr.
frumvarpsins. Er þar gert ráð
fyrir, að stofnaður verði sér-
stakur sjóður í því skvni, að
bæta frystihúsunum áhrif verð-
fallsins aö verulegum hluta.
Ætlazt er til, að sá sjóður, sem
þannig yröi stofnaður, og fengi
130 m.kr. af tekjuafgangi ársins
1966 til ráðstöfunuar, gæti orðið
vísir að almennum verðjöfnun-
arsjóði fiskið taðarins. Sveiflurá
verðlagi erlendis hafa á undan-
fömum árum valdið fiskiðnað-
inum og þjóðarbúinu í heild
ýmsum erfiðleikum. Örar verð-
hækkanir hafa ýtt undir hækk-
anir á kaupgjaldi og hráefnis-
verði, en þessir útgjaldaliðir
lækka ekki aftur nema að litlu
leyti, þótt verðlækkanir eigi sér
stað erlendis. Jöfnun þessara
verðsveiflna er því mikið hags-
munamál fyrir fiskiðnaðinn, sem
mundi bæta þjóöfélagslega að-
stöðu hans og gera rekstur hans
og skipulagningu fram á við
öruggari og betri. Augljóst er, að
skipulag og starfsreglur sjóðs,
er hefði það hlutverk að jafna
slíkar sveiflur, verði ekki á-
kveðnar, nema að undanfarinni
rækilegri athugun og rannsókn,
þar sem bæði yrði kannað eðli
þess vandamáls, sem hér er við
að etja, og sú reynsla, sem
fengizt hefur af sams konar
starfsemi annars staðar í heim-
inum. Það er því ekki lagt til,
að ákvörðun verði tekin um
stofnun verðjöfnunarsjóðs með
þessu frumvarpi. Aftur á móti
er gert ráð fyrir, að sá sjóður,
sem settur verði á laggimar
vegna verðfalls á frystum afurð-
um, geti orðið vísir að slíkum
sjóöi framvegis, ef ákveðið yrði
að stofna hann að undangeng-
inni nákvæmri athugun. Væri
hægt að ljúka þeirri athugun
fyrir haustið og setja löggjöf
um sjóðinn á næsta þingi.
Meginlínurnar í starfsemi
verðjöfnunarsjóðs myndu verða
þær, að með innheimtum í hann
og greiðslum úr honum yrðu
að nokkru jafnaðar þær sveifl-
ur, sem verða á heildarverðlagi
þýðingarmikilla afuröaflokka á
milli framleiðsluára. Við mat á
verðbreytingum yrði íniðað við
meðaltalsverð sömu afuröa á
nokkrum undanförnum árum.
Sé verð á ákveðnu ári fyrir ofan
þetta meðaltal sé innheimt í
Landað um vertfðina.
ingar, saltfiskverkunar og
skreiðarverkunar og einnig til
síldariðnaðarins. Einkum er þaö
mikið hagsmunamál fyrir aðrar
greinar sjávarútvegsins, að
dregið sé úr þeim miklu sveifl-
um, sem verðlagsbreytingar á
síldarafurðum valda. Á hinn bóg
inn er sjálfsagt, að sjóöurinn
starfi í aðgreindum deildum
fyrir hverja meginafurð.
Á ætlað er, að þær ráðstafanir
vegna sjávarútvegsins, sem
hér hefur verið gerð grein fyrir,
muni krefjast greiðslna, er nemi
130 m.kr. vegna framlags til
verðjöfnunar frystra fiskafurða
og 100 m.kr. vegna 8% við-
bótar við fiskverðið. Ríkis-
stjómin telur eðlilegt, að fram-
lagið til verðjöfnunar verði
greitt af tekjuafgangi ársins
1966, enda er þar um að ræða
ráðstöfun á fé til stofnunar var-
anlegs sjóðs, svo framarlega
sem um þetta verða sett lög
síðar. Á hinn bóginn er nauð-
synlegt að gera sérstakar ráð-
stafanir til að standa straum
af greíðslum viðbótarinnar við
fiskverðið, þar sem ekki er
gert ráð fyrir þeim greiðslum
á fjárlögum ársins 1967. Aug-
ljóst er, að hækkun skatta f
þessu skyni myndi ekki sam-
ræmast þeirri verðstöðvunar-
stefnu, sem fvlgt hefur verið að
undanfömu, og sem miklu máli
skiptir, að beri sem fyllstan ár-
angur. Er því nauðsynlegt, að
útgjöld séu lækkuð sem hinum
nýju greiðslum svarar. Er í
þessu frumvarpi farið fram á
heimild til þess að lækka greiðsl-
ur til verklegra framkvæmda
og framlaga til verklegra fram-
kvæmda annarra aðila á fjár-
lögum ársins 1967 um 10%. Er
áætlaður spamaður af þessu
65 m.kr. Þá er jafnframt farið
fram á heimild til þess að lækka
greiðslur til Jöfnunarsjóðs
sveitarfélaga fyrir árið 1966
um 20 m.kr., en talið er, að
greiðslur til sveitarfélaganna
ættu á árinu 1966 aö nema um
23 m.kr. hærri upphæð heldur
en gert hafði verið ráö fyrir í
fjárlögum ársins 1966. Þar sem
sveitarfélögin njóta mjög góðs
af árangri verðstöðvunarinnar
f lækkun útgjalda frá því, sem
Framh. á bls. 10
Marghliða
róðstafanir
til eflingar
útgerð og
fiskiðnnði
Unnið við pökkun freöfisks.
sjóðinn, en greitt úr honum ei
það er fyrir neðan. Verðjöfnun-
argreiðslurnar myndu að sjálf-
sögðu ekki geta orðið nema
hluti af heildarverðbreytingunni
og væntanlega ekki meira en
um það bil helmingur hennar
Þetta mundi þýða, að verðlags-
breytingar fyrir fiskiðnaðinn
sjálfan yrðu helmingi minni en
nú á sér stað. Verðsveifluvanda-
málið er að sjálfsögðu ekki ein-
skorðaö við frystiiðnaðinn. öll
rök mæla með því, að starfsemi
verðjöfnunarsjóös yrði miklu
víðtækari og næði bæði til fryst-