Vísir - 11.03.1967, Page 1
Maður úr vinnuflokki hamast
VÍSIR
57. árg. - Laugardagur 11. marz 1967. - 60. tbl.
Ekkert vitað um upptökin
Ekkert er vitað um eldsupptök
að Lækjargötu 12a í gærmorgun,
þegar þrjú hús í miðborginni urðu
eldinum að bráö og Iðnaðarbankinn
stórskemmdist. Magnús Eggertsson
varðstjóri hjá rannsóknarlögregl-
unni, hefur rannsókn máls þessa
með höndum.
Aðeins einn vitnisburður hefur
komið fram í málinu, en það er
vitnisburður Sigþrúðar Sigurðar-
dóttur, sem fyrst varð vör við eld-
inn, sem kom upp í íbúð hennar.
Sigþrúður ber að hún hafi geng
ið til náða um klukkan hálf-tvö um
nóttina, en hún hafði setið að saum
um. Svaf hún í herbergi I vestur-
hluta hússins. Um nóttina um kl.
5.20, að því hún telur, vaknaði hún
og fór fram á snyrtiherbergið. —
Aðeins rúmri mínútu síðar, þeg-
ar hún kemur fram á ganginn sér
hún að eldur er laus í vegg milli
herbergis hennar og sonar hennar
og var eldurinn farinn að komast
í gólfið. Tókst Sigþrúði að komast
fram hjá eldinum í átt að herbergi
sonarins, en hár hennar sviðnaði
um leið.
Komst Sigþrúður meS drenginn
fram, og fór þegar upp á efri hæð-
ina til að vekja þar. Var þar að-
eins einn drengur heima, 10 ára
gamall, og vakti hún hann, en það
vildi til happs að dymar voru ó-
læstar. Þegar hún kom út með
drengina bar lögregluna að, en Sig-
þrúður hafði hringt í löregluna eftir
að hún vakti son sinn.
Sigþrúður fullyrðir að hún hafi
ekki farið með eld þá um nóttina.
Á fundi í Iönaöarbanka íslands í gær. Talið frá vinstri: Jóhannes Nordal, bankastjóri Seðlabankans,
Bragi Hannesson, bankastjóri Iðnaðarbankans, Sveinn Valfells, bankaráðsformaður, Sveinn Guð-
mundsson, forstjóri.
ViBskiptamenn hafa ekki orðið
•//
fyrir tjóni
~ sagöi Sveinn Valfells, formaöur bankaráös
Iðnaðarbankans á fundi með fréttamönnum i gær
þvf yflr að Seðlabankirm hefði
enga ástæðu til að ætla að Iðn-
aðarbankinn hefði orðið fyrir
tjóni, sem veikti stöðu hans og
traust. Sagði hann að Iðnaðar-
banki Islands hefði ætíð verið
álitin traust og vel rekin pen-
ingastofnun að áliti Seðlabanka
Islands og sæi hann ekki betur
en að bankinn stæði jafnréttur
eftir brunann sem peningastofn
un.
Stjórn Iðnaðarbank-
ans kvaddi fréttamenn á
sinn fund í gær eftir að
allur eldur í bankahús-
inu hafði verið slökktur,
og var safnazt sam-
an í afgreiðslusal bank-
ans á 1. hæð, en hann
slapp lítt skemmdur úr
brunanum.
Þar lýsti formaður banka-
ráðs Iðnaðarbankans, Sveinn
Valfells, því yfir, að almenn
starfsemi bankans myndi ekki
og hefði ekki stöðvazt vegna
brunans. Viðskiptavinir gátu
þegar eftir hádegi í gær fengið
afgreiðslu í útibúi Iönaðarbank
ans við Háaleitisbraut og banka-
stjórnin gerði sér vonir um að
afgreiðslusalurinn við Lækjar-
götu yrði tekinn í notkun á
mánudag. Verðmæt skjöl sem
snerta viðskiptavini bankans
týndust engin.
Viðskiptamenn sjálfir hafa fyr
ir engu tjóni orðið, sagði Sveinn
Valfells ennfremur, og þurfa
ekki að óttast áföll. Þetta undir
strikaði Jóhannes Nordal banka
stjóri Seðlabankans, sem var
mættur á fundinum. Lýsti hann
leifum á 2. hæð hússins.
fðnaðarbankabyggingar
taka um 6-9 mánuði
r •
mnar mun
Litazt um í byggingumii í gær efftir brunann
Eldtraustur skápur er látinn
síga ofan af 4. hæð í krana nið
Ur á stóran flutningabfl.
Það mun taka 6-9 mán
uði að endumýja bygg-
ingu Iðnaðarbanka ís-
lands sem brann eins og
Vísir skýrði frá í gær.
Fullkomin óvissa ríkir
um kostnaðinn þar sem
ekki er að fullu kunnugt
um það hvort stein-
steypa er skemmd eða
hvað mikið, en víst er að
kostnaðurinn nemur
mörgum millj. kr. Öll
byggingin er metin á 28
millj. kr. samkvæmt
brunabótamati, sem er
sennilega of lágt mat.
Innanstokksmunir á ein-
stökum hæðum þar með
innréttingar em tryggð-
ir fyrir um 4 millj. kr.
Bráðabirgðarannsókn á stein-
steypu í gólfum bvggingarinnar
fór fram í gær. Var hún fram-
kvæmd af verkfræðingum hjá
Almenna byggingafélaginu. Var
skotið með múrbyssu ofan i
gólfin og virtust þau öll vera
í eðlilegu ásigkomulagi. Mun þó
einhver galli hafa komið fram
efst í stiga. Liklegt er að fram
fari nákvæm burðarþolsrann-
sókn, sem Almenna bygginga
félagið mun framkvæma.
Endurnýjun bankabyggingar-
innar hófst i rauninni þegar um
miðjan dag í gær eftir að eldur
hafði verið slökktur. Vinnuflokk
ar frá Vélsmiðjunni Héðni hófu
þegar hreinsun á 2. hæð hússins
en þar voru bók'haldsskrifstof-
ur og skrifst. bankastj, og banka
ráðs o. fl. Höfðu öll gólf verið
hreinsuð á þessari hæð þegar í
gærkv. Jafnframt var unnig á
öllum hæðum við hreinsun og
voru stórir kranar notaðir til
að flytja innanstokksmuni svo
sem peningaskápa ofan af hæð
unum niður á vörubíla. Af sum
um hæðum var hreinlega hent
út öllu sem hægt var að henda
niður á stórar flutningabifreið-
ir.
Framh. á bls. 10
Bankaráðsherbergið á 2. hæð í Iönaöarbankanum slapp bærilega vel. Hér sést þar að vinnu Pétur Sæ-
mundsen bankastjóri við skrifborðið og kannarsviðnar skjalahrúgur. Ævar ísberg lögfræðingur
bankans er lengst til vinstri og í miðjunni eru tvær starfsstúlkur bankans aö hreinsa til. (Ljósm. Vis
is B.G.)