Vísir - 11.03.1967, Page 7

Vísir - 11.03.1967, Page 7
V í S IR . Laugardagur 11. marz 1967. 7 Vietcong slakar tíl varSandi brott- flutning Bandaríkjahers frá Vietnam Ríkisstjórn Noröur-Vietnam og Vietcong hafa til þessa ekki viljaö koma neitt til móts viö Bandaríkja stjóm og stjóm Suður-Vietnam, aö bví er varðar skilyrði fyrir aö setzt verði að samningaborði um friö í Vitenam. Hélt Johnson forseti því fram, er hann ræddi við fréttamenn í fyrradag, að þess hefði ekki sézt vottur. Nú hefir það gerzt, að því er hermt er í fréttum frá Hanoi í gær, að boöað hefir verið af hálfu Vietcong, að hægt sé að fallast á brottflutning liös Bandaríkjamanna frá Suöur-Viet nam stig af stigi. í NTB-frétt um þetta segir, að aðalfulltrúi Vietcong þar, Nguyen van Thien, hafi gefiö í skyn, að Vietcong geti fallizt á brottflutn- ing með þessu fyrirkomulagi, þeg að friðsamleg lausn hefir fengizt á deilunni. Van Thien sagði í viðtali við Afp- fréttaritarann Jacques Moalic, að Vietcong byggist að sjálfsögðu ekki við því, að Bandaríkin flyttu burt herafla sinn á „einum degi eða einum mánuði“. Hann kvaðst kjósa að fara um þetta sömu orð- um og de Gaulle Frakklandsfor seti að til brottflutningsins yrði veittur „sanngjarnlegur“ frestur. Tók van Thien þannig til orða, er hann svaraði fyrirspurn frétta- ■mannsins um nánari upplýsingar varöandi þau fimm höfuðskilyrði, sem Vietcong hefir sett fyrir, að friður veröi saminn. Eitt þeirra er, aö Bandaríkin og bandamenn þeirra verði á brott úr landinu með herafla sinn. Bókasafnsvika Viðræðurnar til lausnar deilunni milli ríkisstjómar Möltu og brezku stjórnarinnar eru farnar út um þúfur. Patrick Gordon Walker ráðherra aðalsamningamaður Bretlands, gerði grein fyrir því í neðri málstof unni hversu komið væri. — Möltu stjórn hafnaði tilboði brezku stjórn arinnar, en það stæði áfram, ef henni snerist hugur og hún vildi á það fallast. Er Heath leiðtogi stjórnarandstöðunnar ítrekaði hvort þrautreynt væri og hvatti til frekari samkomulagsumleitana end urtók ráðherrann, að til'boðið stæði en málið væri þrautrætt og út- rætt. Wilson forsætisráðherra ræddi við Olivier forsætisráðherra Möltu á Bretlandi Svo kölluð „bókasafnsvika" er haldin í Bretlandi. Tilgangurinn er að auka áhuga manna á aö nota frístundirnar til lesturs meira en menn gera — og til að nota almenningsbókasöfnin meira en menn gera. í fyrrakvöld og vakti það athygli, að aðeins einn maður fór á fund Wilsons með dr. Olivier — aðal- verkalýðsleiðtoginn á Möltu. Ekkert var tilkynnt annað í fyrrakvöld en að viðræðum hefði verið frestaö og að Patrick Gordon Walker myndi skýra þingheimi frá málum í gær. Kjarni málsins er, að á Möltu óttast menn svo mikið atvinnu- leysi er Bretar flytja burt her- lið sitt, að það verði óviðráðan legt viðfangsefni. Bretar hafa boð ið upp á að lengja brottflutnings tímann um eitt ár, og heitið tækni legri aðstoð, og fleira kunna Bretar að hafa boöið. Nú er eftir að vita hvaö gerist á Möltu. Eftir var aðeins ein um- Hafnir fyrir skip nýrrar gerðar Ákvarðanir hafa verið teknar á Bretlandi um að koma upp sérstök um höfnum fyrir flutningaskip af nýrri gerð, sem spara munu feikna vinnu við út- og uppskipun. Nefnast þau á ensku „container" skip, en vöfurnar, sem þau flytja er búið um í stórum „hylkjum“ af samræmdrj. ..gtærjL._er hentar til flutnings á vörubifreiðum og til þess að koma þeim fyrir í skip unum. Að margra áliti eru þetta vörufiutningaskip framtíðarinnar. Gordon Walker ræða frumvarps, sem sviptir brezku hersveitirnar þar öllum fríðindum. Opinberlega staðfest, að dóttir Stalíns baðst landvistarleyfis í Bandaríkjunum Það var opinberlega staðfest í gær, að Svetiana dóttir Josefs Staiin hefði beðið um landvistar- leyfi í Bandaríkjunum sem póli- tiskur flóttamaður. Það var bandaríska utanríkis- ráðuneytiö, sem staðfesti þetta, en eins og getið var í frétt í Vísi í Stórbrunar — Framh. af bls. 9 styrjaldarinnar síðari, en þá tók Kópavogshæli viö þeirri starf-j semi. Bandaríski herinn hafðij spítalann til umráða þegar j kviknaði í honum. Einn frægasti bruni aldarinnar j er Hótel íslands bruninn. — Hót | el ísland var stærsta timburhús j borgarinnar, þegar það brann 2.j febrúar 1944 og annað stærstal gistihús borgarinnar. Grimmdar-: frost var og allmikill norðan j Alexandra prinsessa til Svíþjóðar í sumar Tilkynnt er í London, aö Alex- andra prinsessa fari til Svíþjóöar í sumar ásamt Ogilvie manni sín um. Þau koma bæði til Gautaborg ar og Stokkhólms. Alexandra prinsessa hefur oft sinnis komið fram í ýmsum lönd- um fyrir hönd Elisabetar drottning ar. Alexandra er dóttir hertogans af Kent, en hann fórst í flugslysi í síðari heimsstyrjöld. Hann var bróðir Georgs VI konungs, föður drottningar. Alexandra prinsessa mun fara tvívegis til Kanada á þessu ári. gær, voru komnar á kreik óstað- festar fréttir um, að hún heföi snúið sér til bandaríska sendiráðs ins í Dehli, Indlandi, og óskað eftir landvistarleyfinu. Hún er 41 árs að aldri og var gift indverskum kommúnista, sem var starfsmaður í Moskvu, en hann lézt fyrir stormur og var því erfitt um allt slökkvistarf. Húsið fuðraði upp á skömmum tíma og sluppu 48 manns naumlega út úr hús- inu og var margt af því fá- klætt. — Einn ungur maður brann inni, Sveinn Steindórs- son. Vegna stormsins var útlit fyr- ir það um tíma, aö kvikna myndi einnig f Hótel Vík og öðrum nærliggjandi húsum, en því tókst að afstýra. Á ísafirði varð mikill bruni áriö 1946 þegar stærsta timb- urhús bæjarins brann og 5 manns brunnu inni, en 33 skömmu og var lík hans brennt. Sótti hún um leyfi stjórnarvald- anna til þess að fara sjálf með öskuna til Indlands og var það veitt. Gafst henni þá tækifæri til aö snúa baki við föðurlandinu. Hún mun nú komin til Rómaborgar á Ieiö sinni vestur. sluppu naumlega út. — Þau sem brunnu innj voru ung hjón, 18 ára piltur og tvær stúlkur 9 og 4 ára. Hér lýkur að segja frá stór- brunum, enda eru allir brunar sem hafa verið síðan 1950 enn í fersku minni. — Það má þó geta um brunann í Faxaverk- smiðjunni í Örfirisey 1964. — Það er eina húsið í Reykjavík sem sett hefur verið í sjálf- virkt slökkvikerfi. — Þegar eld urinn kom upp í því var þó bú ið að taka dælurnar í kerfinu burtu, svo að kerfið kom ekki að notum þegar á reyndi. — V.J. Leigubílstjórar Sl. Iaugardagskvöld milli kl. 8 og 8.30 flutti leigubíl stjóri 2 menn og eina konu frá Þórsgötu að Hótel Sögu og síðan annan manninn að Ægisíðu 127. 1 bílnum gleymdist innrömmuð vatnslitamynd, stærð ca. 20x40 cm. Viðkomandi leigubílstjóri, eða sá sem kann að, hafa tekið myndina úr bílnum er beðinn að hringja í sima 23391. fþróttir — Framh. af bls. 2 á yfirstandandi íslandsmót lið úr 4., 3., 2. og meistaraflokki karla, og skjóta má því hér inn að 2. flokkur hefur vakið mikla athýgli fyrir góðan leik sinn og m.a. sigrað 1. R. með 20 stiga mun. Hafa farið fram viðræður i þá átt, að skipta um nafn á fé- laginu, þar sem flest allir leik- menn félagsins eru búsettir ut- an vallarins ? — Já, þaö.hefur verið rætt um þetta mál, og sýnist sitt hverj- um. Vissulega væri hagkvæm- ara aö mörgu leyti að flvtja starfsemi félagsins niður i Kefla vík eða Njarðvík, en sá galli er á gjöf Njarðar, aö með því mynd um við glata rétti okkar til æf- inga og keppni innan flugvallar- ins. Hver endanleg úrslit þessa máls verða, er ekki gott að segja, það mun tíminn einn geta skorið úr um. Hvað viltu segja mér um hin liðin í 1. deild, Kristbjörn ? — í. S.-piltunum hefur farið fram og eru þeir án efa ekki bún ir að segja sitt síðasta orð i þessu móti. K. F. R. hefur svo til staöið í stað, en eru þó senni Iega úr allri fallhættu. Á. hefur gengið mjög erfiðlega og liggja eflaust margar ástæður þar til. Sennilega munu þeir halda sæti sínu í deildinni, þó ómögulegt sé að spá um, hvernig viðureign þeirra og 1. S. lyktar. í. R. setur of mikið traust sitt á skotfimi tveggja mann, þeirra Agnars og Birgis, sem að vísu hefur ekki brugðizt ennþá í þessu móti en hættulegt er það ávallt er lið byggir of mikiö á 1 eða 2 mönn- um og nægir að benda á í því sambandi viðureign þeirra við K. R. fyrir 2 árum, en þá setti í. R. allt sitt traust á Þorstein Hallgrímsson, sem vissulega er stórkostlegur leikmaður, en tak- mörk eru alltaf fyrir því, hvað einn maöur getur miklu orkað. íslandsmeisturunum hefur farið fram, og breidd innan liðsins aukizt. Þeir þurfa sannarlega ekki að kvíða framtíðinni með menn eins og Ágúst Svavarsson og Brynjólf Markússon, 17 ára gamla pilta, sem vakið hafa verð skuldaða athygli fyrir leik sinn. Annars finnst mér sterkasta hlið K. R. vera vörnin, einskonar sambland af maður-á-mann vörn og svæðisvörn, og einnig er pressa þeirra K. R.-inga alltaf hættuleg. Tekst í. R. að sigra K. R. í þessu móti ? — Ég álít K. R. sigurstrang- legra, en þó er enginn vafi á því, að I. R. piltarnir munu berjast til þrautar og ef þeir ná upp því spili, sem öðru hverju hefur komiö fram í leikjum þeirra, er ómögulegt að segja fyrir um úr- slit leiksins, þar verður sjón sögu ríkari. Hvað viltu svo segja mér að lokum, Kristbjörn? — Ég vildi lýsa yfir ánægju minni með velgengni í. K. F. f þessu móti, piltarnir hafa allir lagt mjög mikið á sig við æfing- ar og keppni og leikur liðsins í heild hefur tekið stórt stökk fram á við. Við lítum því björt- um augum til framtiðarinnar og þó við látum okkur nægja að halda sæti okkar í 1. deild núna, þá erum við staðráðnir í því að blanda okkur í baráttuna um titilinn næsta ár. Meö þessum orðum Krist- bjöms kveðjum við hann og þá í. K. F.-menn, og ósjálfrátt dett- ur okkur í hug, er við kveðjum þessa ákveönu og leikglöðu pilta að meiri alvara liggi á bak við þessi lokaorð þjálfarans en marga grunar.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.