Vísir - 11.03.1967, Síða 12
12
EE
V í S IR . Laugardagur 11. marz 1967.
LlrrLC- POBS SHE KNOW THAT
EVEN NOW HER HUSBAND RETURNS
TO THE Ciry WITH 'RANSOM' TO
SET HER FREB/
Kvikmyndasaga
eftir Eric Ambler
i Þegar þau hjónin fóru að bera
I upp bakkana, sagði ég því við Gev-
i en, að ég yrði aö skreppa eftir
| benzíni — hvort það væri eitthvað
: sem ég gæti gert fyrir hann í kaup
' staðnum I leiðinni? Þá vildi hann
| koma með mér, en ég sneri mér út
, úr þvf, kvaðst verða að leggja af
stað samstundis, ef ég ætti að vera
kominn aftur á ákveðnum tíma.
Hann var því kominn í afleitt skap
aftur, þegar ég skrapp upp í svefn
herbergið mitt eftir kross-skrúf-
járninu.
Linéolnínn er hljóðgengur bíll;
það var þá helzt að þau kynnu að
heyra skrjáfið í mölinni undan hjól
börðunum. Ég kveið þvf svo mjög
að annað hvort Harper eða Fischer
kynnu að koma út á svefnherbergis
svalirnar í síðustu andrá og kalla
til mín að nema staðar, að minnstu
munaði að ég æki á gosbrunnsstétt
ina. Og þegar ég var kominn úr
augsýn ,frá setrinu, var ég bull-
sveittur, máttvana í fótunum og
langaði mest til að kasta upp. Þetta
kann að virðast heimskulegt, en
þannig verður mér alltaf, viö, þeg-
ar ég slepp naumlega. Þegar allt
kemur til alls, er þaö lítið skárra
aö vera nærri kominn í sjálfheldu,
en að komast í sjálfheldu. Það er
eins og ég þjáist ekki eingöngu
þegar ég verð fyrir einhverju, held-
ur og bæði á undan og eftir.
Nú var það Peugoutbíllinn, sem
veitti mér eftirför. Ég ók veginn
til Saryier um hálfa mílu, en
beygöi síðan inn á afbraut, sem lá
inn í skóginn. Það var sunnudags-
morgunn og enn lítil umferð á veg
unum og ég fann brátt blett bak
v.ið tré, þar sem ég gat tekið til
starfa, án þess að til mín sæist
þótt éinhver æki fram hjá.
Ég ákvað að reyna aftur við
sömu hurðarklæðninguna og áður.
Það var komin rispa á hana, en
færi ég að öllu gætilega, átti ekki
að koma til þess að ég rispaði hana
aftur f þetta skipti, og þótt svo
ólánlega tækist til var sízt hætta
á að því yrði veitt athygli á meöan
ég ók bílnum, þar sem ég sat út við
þá hurðina. Nánari umhugsun
varð til þess að ég þóttist sjá, aö
égr þyrfti ekki að taka skrúfumar
ÞÝZKAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR
úr harðpiasti: Format innréttingar bjóðo upp
á annaS hundraS tegundir skópa og litoúr-
val. Allir skúpar meS baki og borSplata sér-
smíSuS. EldhúsiS fæst meS hljóSeinangruS-
um stólvaski og raftækjum nf vönduSustu
gerS. - SendiS eSa komiS meS mól af eldhús-
inu og viS skjpuleggjum eldhúsiS samstundis
og gerum ySur, fast verStilboS. Ótrúiega hag-
stætt verS. MuniS aS söluskattur er innifalinn
í tilboðum fró Hús & Skip hf. NjótiS hag-
stæðra greiSsluskilmóla og _
lækkiS byggingakostnaðinn. 1^2 ítaftæ ki
HÚS & SKIP hf. LAUCAVtGI 1t
SIMI SSI1B
úr klæðningunni nema á kantinum
úti við hjarimar — þegar þær væm
lausar átti ég að geta sveigt klæðn
inguna það, að ég gæti séð hvort
vopnin lægju enn falin bak við
hana.
Það tók mig um tuttugu mínútur
að sjá, að þar hafði ég rétt fyrir
mér og ekki nema fimm sekúndur
að komast að raun um að ég hafði
haft rangt fyrir mér hvað vopnin
snerti, á bak við klæðninguna Jágu
einhverjir sívalningar, vafðir í dag
blaðapappír, öldungis eins og ég
hafði séð á Ijósmyndinni hjá Tuf
an majór — sennilega vom þetta
sprengjurnar.
Ég kom skrúfunum aftur fyrir á
sínum stað, og allt gekk það slysa
laust. AÖ því Ioknu sat ég um hríö
og hugsaði málið. Peugoutbíllinn
hafði numið staðar eins og hundraö
metra frá — og ég sá hann í spegl-
inum — og það munaði engu, aö
ég væri lagður af stað til bílstjór-
ans, til að segja honum hvers ég
hefði orðið var, svo ákaflega lang
aði mig til að hafa tal af einhverj-
um. En ég tók sjálfum mér tak.
Hvað þýddi að reyna að tala viö
einhvem, sem hvorki gat talað viö
mann, eða mátti það. Það var hyggi
legast að fara að öllu, eins og fyrir
mann var lagt.
Ég dró miðann með orðsending-
unni upp úr sígarettupakkanum og
prjónaði aftan við hana:
„9.20 f.h. gætt bak við klæðning-
una á hurðinni næst bílstjórasæt-
inu, vopnin þar enn, eins og þau
sáust á ljósmyndinni. Vegna fyrir-
hugaðs ferðalags mun ég ekki geta
hringt í kvöld.“
Ég gekk svo frá orðsendingunni
aftur, fleygði sígarettupakkanum
út um gluggann og ók af stað út á
aðalveginn. Dokaði þó við á vega-
mótunum, þangað til ég sá það ,f
speglinum, að bílstjórinn í Peugout
bílnum hafði hirt "sígarettupáikkáiih;
upp af brautinni. Því næst ólf ég til
Sariyer og lét fylla benzíngeym-
inn. Klukkan var tæplega tíu, þeg-
ar ég kom aftur heim á setrið.
Ég bjóst hálft í hvoru við aö sjá
Fischer æðandi fram og aftur um
marmaraþrepin, bálreiðan yfir fjar
veru minni og krefjast skýringa.
En ég varð ekki var við nokkurn
mann, þegar ég nálgaðist bygging-
una. Ók því bílnum inn í hesthús-
ið aftur, tæmdi öskubakkana, burst
aði gólfábreiðuna og þurrkaði ryk-
ið af yfirbyggingunni. Ég hafði
nokkrar áhyggjur af krossskrúf-
járninu í vasa mínum. Þoröi þó ekki
að fara með það upp í svefnherberg
ið, enn síður að ég mætti fleygja-
þvf, þar eð ég gat haft þörf fyrir
það þá og þegar seinna. Loks tók
ég það ráð að fela það innan í
gömlum og slitnum hjólbarða, sem
hékk á vegg þarna inni í hesthús- <
inu. Þvf næst skrapp ég upp í bað- ;
herbergið og snyrti mig eftir föng
um. Og rétt fyrir ellefu ók ég bíln
um fram við marmaraþrepin úti
fyrir aðaldyrunum.
Harper kom út að tíu mínútum
liðnum. Hann var í blárri sport-
skyrtu og eins litum buxum úr gróf
um dúk og hélt á landabréfi undir
hendinni. Hann tók vel kveðju
minni.
„Nóg benzín á bílnum, Arthur?"
„Ég lét fylla geyminn í morgun".
„Þú gerðir það?“ Það var eins
og hann furöaði sig á þeirri fram-
takssemi minni. „Jæja, kannast þú
við stað nokkurn, sem kallast Pen
dik?“
„Jú, heyrt hef ég hann nefndan.
Þarna einhvers staðar fyrir handan
— er ekki svo? Ég hef heyrt að
þar sé fyrsta flokks greiðasölustað
ur.“
„Kemur heim. Á strö.nd Marm-
arahafsins ...“ Hann breiddi úr
landabréfinu og benti á staðinn.
Asíumegin við sundið, um það bil
20 mflur suður af Uskudar. „Hvað
verðum við lengi þangaö?"
„Hálfa aðra klukkustund, ef við
hittum vel á ferju, herra minn.“
„Og ef við hittum ekki vel á
ferju...“
„Kannski tíu, kannski tuttugu
mínútum lengur..
„Allt í lagi. Þá liggur næst fyrir
að aka í borgina, til Hiltons hótels
ins, þar sem við skiljum þau eft-
ir, ungfrú Lipp og Miller. Að því
búnu ekurðu með mig og Fischer
til Pendik. Þar stöldrum við við
í tvær klukkustundir eða svo, og
tökum svo ungfrú Lipp og Miller
með okkur heim í bakaleiðínni...
er það ljóst?“
„Já, herra minn.“
„Hver greiddi fyrir benzinið?"
„Ég gerði það, herra minn. Ég á
enn eitthvað eftir af tyrknesku
pepingunum, sem þér létuð mig fá.
Og -hér er kvittunin frá benzínsöl-
unni.“
Hann bandaöi meö hendinni —
slíkir smámunir komu honum ekki
við. „Hvað er mikið eftir af þeim
tyrknesku?“ spurði hann.
„Ekki nema nokkrar lírur ...“
Hann rétti mér tvo fimmtíu-líru
seðla. „Þetta er fyrir útlögðum
kostnaði gerðu svo vel. Þú greidd-
.ir lika einhverjar veitiijgar fyrir
-iungfrú Éipp. Drágðu það frá.“
í „Já, hferra mirfn."
„Og eítt ætla ég aö biöja þig um,
Arthur — hættu að andhyglast
þetta við Fischer ...“
„Mé hefur fremur fundizt það
gagnstæða, að það væri hann, sem
andhyglaði mér ...“
„Þú hefur fengið gott svefnher-
bergi og baöherbergi eins og þú
óskaðir eftir, er ekki svo?“
„Jú, herra minn ...“
„Jæja, þá hættið þið þessu.“
Ég ætlaði að fara að benda hon-
um á, að ég hefði hvorki heyrt né
.séð herra Fischer eftir að hann
vísaöi mér til herbergis og því ekki
haft tækifæri til að andhygla hon-
um. En hann var þá þegar á leið
upp marmaraþrepin og hvarf inn
í bygginguna.
Þau komu öll út andartaki síð-
ar. Ungfrú Lipp var klædd hvítum
kjól úr hörefni, Miller vopnaður
myndavél og tösku með aukalins-
lim eins og hver annar ferðalangur.
Fischer var í hvítum stuttbrókum
og með ilskó, og minnti mjög á
roskinn baðstrandargosa frá Anti
bes.
Harper settist við hliö mér í fram
sætið. Hin í aftursætið. Ekkert
þeirra mælti orð frá vörum á leið-
inni til Istanbul. Ekki það, að mér
fyndist, að þögn þeirra stafaði af
Þegar Jane er komin inn I þykkni frum-
skógarins, veröur henni Ijós vandi sá, sem
hún er stödd f.
En hún hugsar sem svo, að allt sé betra
en enda ævi sína í fangelsi Opar.
Hana rennir ekld f grun, að einmitt á þess-
ari stundu er máður hennár að koma tíl Opar
með fjársjóð þann, sem frelsa átti hana með.
Once JANE REACHES
THE THICK JUNGLE,
SHE REALIZES
HER PLIGHT.
návist minni. Þau minntu öll á að-
ila að einhverri mikilvægri samn-
ingaráðstefnu, sem eru á leið til
fundar, eftir að hafa þaulhugsað
og rætt það tilboö, sem þeir hafa
komið sér saman um, og geta svo
ekkert aðhafzt fyrr en þeir vita til-
boð gagnaðilanna. Þó var ekki ann
að sýnna en þeir Harper og Fischer
ætluðu f stutta skemmtiferð til að
skoða sig um, en þau ungfrú Lipp
og Miller aö snæða morgunverð á
dýru hóteli við sundið. Allt var
þetta heldur undarlegt. En hvað um
það — Peugoutbíllinn fylgdi okkur
eftir, og vonandi voru þeir þar
fleiri en einn á ferð, svo að þeir
gætu fylgzt með báðum, þegar hóp
urinn skiptist. Þetta kom mér ekki
frekar við.
Ungfrú Lipp og Miller stigu út
úr bílnum úti fyrir Hiltonhótelinu.
Langferðabíll þar úti fyrir tafði för
mína nógu lengi til þess að ég sá
þau bæði hverfa þar im, og að
maður steig út úr Peugoutbílnum
og hélt þar inn á eftir þeim. Og
enn hvarflaöi það aö mér, að eitur
lyfjalausnin á ráðgátunni væri
Fljót hreinsun
Nýjar vélar
Nýr hreinsilögur
sem reynist frábærlega vel
fyrir allan svampfóðraðan
fatnað, svo sem
kápur, kióla, jakka og allan
barnafatnað.
Efnalaugin LINDIN,
Skúlagötu 51.
f 7-'B/UUÆ/SAN
IMimuÆW’
RAUÐARARSTÍG 31 SÍM1 22022