Vísir - 17.03.1967, Síða 1
Á morgun kemur út fyrsta tölublað af „Vísi í vikulokin“, fylgiblaði Vísis
57. árg. - Föstudagur 17. marz 1967. — 65. tbl.
Mesta foráttu-
brím sem keutið
hefur / 40 úr
Ógurlegt brimflóð kom
upp að suðurströndinni í
morgun, svo að sjór
flæddi upp að sjógörðun-
um og neðstu húsunum á
Eyrarbakka og Stokkseyri
og muna elztu menn þar
ekki annað eins í 40 ár.
Vindur var lítill, aðeins
Á morgun hleypur af
stokkunum nýjung í
blaðaútgáfu hér á landi.
Þá mun fjögurra síðna
litablað fylgja laugar-
dagsblaði Vísis. Þetta
litablað nefnist „Vísir í
vikulokin.“ Það er eink-
um ætlað konum og f jall
ar efni þess um matar-
gerð, tízku, snyrtingu,
húsbúnað og önnur á-
hugamál kvenna. Lit-
prentunin er hin vand-
aðasta, sem völ er á hér
á landi.
Ráðgcrt er, að slíkt litablað
fylgi við og við laugardagsblaði
Vísis, svo oft sem viðtökumar
gefa tilefni til. Litabiaðið munu
áskrifendur Vísis fá ókeypis í
kaupbæti. Til að byrja meö mun
það á sama hátt fylgja Visi i
lausasölu, til kynningar, en
síðar verða selt sérstaklega.
Blaðið er í hcntugu broti og
gatað, þannig að auðvelt er að
safna eintökunum saman í
möppu, sem Vísir mun síðar
hafa til sölu. Konur geta því
smám saman safnað sér saman
verðmætri litabók um matar-
gerð, húsbúnað snyrtingu, tízku
og annað slíkt, en mikill skortur
er á slíkum bókum á íslenzkri
tungn. Er fólki bent á að gerast
áskrifendur Vísis nú þegar til
þess að eiga litablaðið frá upp-
hafi. Áskrifendasimi Vísis er
1 16 60 og afgreiðsla blaðsins
er í Túngötu 7.
Biður Vísir lcsendur sína vel
að njóta hins nýja litablaðs!
Framh. á bls. 10
„Gott pólitískt veður fyr-
ir íhaldsmenn í Bretlandi
— segir Edward Heath, sem kom í nótt til íslands
Tómas Karlsson, formaður Blaðamannafélags íslands heilsar Heath í nótt. Lengst til hægri er Atii Steinarsson, biaðamaður.
Ríkisfrumlög til heilbrigðismúlu
hufu uukizt um 127% síðan 1958
Miklar umræður um heilbrigðismál á stúdentafundi í gærkveldi
Læknar og heilbrigöismálaráð-
herra áttust viö á geysifjölmenn-
um stúdentafundi i Sigtúni i gær-
kvöldi. Framsöguræður fluttu Jó-
hann Hafstein heilbrigðismálaráð-
herra og læknarnir Árni Björnsson
formaður Læknafélags Reykjavíkur
og Ásmundur Brekkan. Miklar um-
ræður urðu á fundinum um þróun
og skioulag íslenzkra heilbrigðis-
mála, og tóku til máls margir lækn
ar og áhugamenn um heilbrigðis-
mál. í ræðu sinni sagði Árni Björns
son, að ekki væri unnt að saka
núverandi heilbrigðismálastjórn um
allt það, sem læknum fyndist á-
bótavant i íslenzkum heilbrigöis-
málum. Jóhann Hafstein hélt því
fram, að síðustu ár hefði meira
fé verið lagt til bessara mála af
hálfu hins opinbera en nokkru
sinni áður. Einnig kvað hann end-
urskipulagningu heilbrigðismála-
stjómarinnar að nokkru leyti í und
irbúningi.
i fyrstu ræöunni, sem Jóhann
Hafstein flutti, sagöi hann að út-
gjöld ríkisins til heilbrigðismála
mundu nema á þessu ári 354.1 millj
ón króna en hefðu verið 156.6 m.
kr. árið 1958. Er þetta 127% aukn-
ing sagði ráðherrann, reiknað á
verðlagi ársins 1965. Ráðherrann
taldi, aö mikil verkefni biöu úr-
lausnar í heilbrigðismálum þrátt
fyrir það sem nú væri gert og
þyrfti samstillt átak margra aðila
til að unnt væri að leysa þau viö-
fangsefni. Hann benti á margvís-
lega löggjöf. sem hefði verið sett
um heilbrigðismál í tíö núverandi
ríkisstjórnar. Lyfsölulög voru sett
1963, Sjúkrahúslög árið 1964 og
Læknaskipunarlög árið 1965. Einn-
ig hefðu verið sett sjúkraliða-
lög, ' ljósmæðralög og frum-
varp til laga um meðferð eit-
urefna verður lagt fram á næstunni
á Alþingi. Öll þessi löggjöf hefur
miðað að því að koma betra skipu-
lagi á heilbrigðismálin, sagði Jó-
hann Hafstein.
Ráöherrann fór nokkrum orðum
utn Landspítalabygginguna og kvað
ástæðuna fyrir seinagangi við
smíði spítalans einfaldlega hafa ver
ið þá, að verkið var illa undirbúiö
í upphafi. Sagði ráðherrann, aö
læknar heföu ráðið öllu í bygginga-
Framh. á bls. 10
Það næddi sannarlega
um Edward Heath,
þegar flugvél hans loks-
ins gat lent seint í nótt
á Keflavíkurflugvelli.
Kafaldsbylur tók á móti
þessum harða andstæð-
ingi stjórnar Wilsons, er
hingað er kominn í heim
sókn til Blaðamannafé-
lags íslands og mun í
kvöld verða heiðursgest
urinn á pressuballinu á
Hótel Sögu.
Flugvélin Leifur Eiríksson
tafðist allverulega á leið sinni
frá Kaupmannahöfn til Kefla-
víkur með viðkomu i Glasgow
en þar bættist Heath í farþega
hópinn. Á Keflavíkurflugvelli
var hið versta veður í nótt,
norðvestanstormur með élja-
gangi. Flugvélin gerði ítrekaðar
tilraunir og tókst um síðir að
lenda, þegar veðrinu slotaði
augnablik. Var jafnvel farið að
tala um að flugvélin yröi að
snúa við til næsta varaflugvall-
ar, sem var Prestvík í Skot-
landi.
Leifur Eiríksson lenti loks
kl. um hálffimm í morgun og
öslaði í gegnum hríðarmugguna
að flugstöðvarbyggingunni.
Stjórn Blaðamannafélags ís-
Framh. á bls. 10
Fundurinn f gær var geysifjölmennur eins og sjá m á.
LITABLAÐ FYLGIR VÍSI