Vísir - 17.03.1967, Síða 16

Vísir - 17.03.1967, Síða 16
VISIR Föstudagur 17. marz 1967 PÍPUHATTAR OG FELLINGAPILS teysufataióikiö ur „Verzló“ í Austurstræti i morgun. Gunnar J. Friöriksson, form. iðnrekenda: íauphöli orSin knýjandi nauðsyn Það voru aldeilis viðbrigði i'yrir ungu dömurnar í 4. bekk Verzlunarskólans að lara i skó- síð fellingapils í morgun i stað- inn fyrir stuttu pilsin, sem þær klæðast annars daglega. En mikið skal til mikils vinna — peysufatadagurinn er í dag. Klæðast stúlkurnar þá íslenzk- um búningum og piltarnir kjól- fötum og setja unp pípuhatta og í þessum skrúða ganga þau um borgina sjálfum sér og öðr- um til mikillar ánægju. Um tíuleytið í morgun mætti peysufatafólkið * blómabúðinni Rósinni til að fá rós í barminn og þaðan var gengið að styttu Skúla fógeta, Á leiðinni upp í Verzlunarskóla gengu þau fram hjá Kvennaskólanum, til að gefa námsmeyjum kost á að líta kjólföt og pípuhatta, sem þær verða af skiljanlegum á- stæðum aö vera án á þeirra eigin peysufatadegi. Á hádegi var haldið í Naustið til snæð ■'ngs og eftir hádegi var áformað að fara að Elliheimilinu, Menntaskólanum og Háskólan- um — og í kvöid verður borðað og dansað á Loftleiðahótelinu og er enginn vafi á að þar verð- ur glatt á hjalla. oaöarmálaráðherra lýsir verkefnum iðnþróunarráðs n Arsþing Iðnrekenda 1967 var sett i Þjóðleikhúskjallaranum í gær. — læjur við setninguna fluttu Gunn- ar J. Friðriksson, formaður Félags fsl. iðnrekenda og Jóhann Ilafstein laðarmálaráðherra. — Starfs- ■efndir voru kosnar í gær og munu '■ær skila áliti í dag og á morgun 'tar ársþinglnu lýkur. Gunnar J. Friðriksson lýsti þró- un iðnaðarframleiðslunnar á síðast I'ðiiu ári, þeim erfiðleikum, sem inaðurinn á nú við að etja og þeim rramtíðarverkefnum, sem bíða úr- ’’.usnar. Þegar litið er á iðnaðinn f heild, hefur verið um smávægi- '~a aukningu iðnaöarframleiðslu nð ræða. — Framleiðsluaukning '•“fur verið í nokkrum iðnaðargrein im svo sem málningu, ullarvöru, "ólfteppum, húsgögnum og hús- 'ilutum. Þá hefur einnig verið aukning í framleiðslu matvæla og !rykkjarvara fyrir innlendan mark að. — í nokkrum greinum varð ’nns vegar samdráttur aðallega í 'mleiðslu veiöarfæra og ýmissa véla og tækja fyrir fiskiðnaðinn jg sjávarútveginn. — í öðrum . ■■■■■■■ ■_■■_■_■■ greinum virðist framleiðsla hafa staðið nokkurn veginn í stað. Þetta ástand í iðnaðinum, þrátt fyrir vaxandi neyzlu með þjóðinni, stafar fyrst og fremst af versn- andi samkeppnisaðstöðu, sem m.a. á rætur sínar að rekja til síhækk- andi framleiöslukostnaðar, sagði Gunnar J, Friöriksson. Gunnar minntist á tvo atburði á sl. ári, sem mjög mikla almenna þýöingu hafi haft fyrir íslenzkan iðnað. Taldi hann þar til iðnsýn- inguna, en enginn vafi er á, að hún varð til þess aö auka traust almennings á íslenzkum iðnaði. í ööru lagi taldi Gunnar það til merk isatburðar í íslenzkum iðnaði, að á fót hefur verið komið iðnþróunar- ráði fyrir forgöngu iönaðarmála- ráöherra, en eitt af aðalverkefnum iðnþróunarráðs er að fjalla almennt um iðnþróun innanlands. Fullyrða má, sagði Gunnar, að skilningur almennings á efnahags málum hafi aukizt mikið hin síð- ári ár, en áhugi almennings á hag framleiðsluatvinnuveganna og afkomu þeirra þarf að aukast og verður það bezt gert meö því, að sem flestum sé gefinn kostur á beinni þátttöku í atvinnurekstrin- um. — Má því ekki dragast lengur að komið verði á opinberri verzlun með verðbréf og hlutabréf eins og hjá öðrum háþróuðum vestrænum löndum og þannig skapist mögu-) leikar til þess að leggja fram fé ; til að byggja upp og reka fyrir-1 tæki f stað þess að nota fé ó- hóflega í eyðslu og fjárfestingu í óarðbærum hlutum, svo sem nú á sér því miður of mikið stað. Því ber að fagna, að iðnaðármálaráð- herra lætur nú fara fram endur- skoðun á hlutabréfslögunum og verður aö vona að Seðlabankinn noti heimild þá sem hann hefur til aö opna kauphöll hið bráðasta. Því miður gefst ekki tækifæri til að segja nánar frá hinni merku ræðu Gunnars J. Friðrikssonar. Iðnaðarmálaráðherra, Jóhann Haf stein ræddi vítt og breitt um ráð- Framh. á bls. 10 Setti Maí heims- met í Isfisksölu? Maí seldi ísfisksafla í Cuxhaven í morgun 296.4 tonn fyrir I 363.806 mörk, sem jafngildir kr. 3.936.400,00. Verð pr. kg. kr. 13.28. Friðrik og Inga boöiö í keppni til Ungverjalands Þetta mun vera hæsta ísfisks- sala togara, sem um getur fyrr og síðar og bví sennilega um helms- met í ísfiskssölu að ræða. bcsnkastjóri í r Utvegsbanka Islands Jónas G. Rafnar hefur verið ráðinn bankastjóri við Útvegsbanka ísiands í stað Jóhanns Hafstein, sem hefur nú sagt starfi sínu lausu. Jónas hefur tvívegis verið settur bankastjóri við Útvegsbankann í forföllum Jóhanns Hafstein. Skákmeistaramir Friðrik Úl- afsson og Ingi R. Jóhannsson hafa fengið boð um að koma ti' Ungverjalands og taka þar þátt í alþjóölegri skákkeppn:, er fer fram í smáborg rétt hjá Búdapest í sumar. Þátttakendur í þessu móti verða 10 stórmeist arar og 5 alþjóðlegir. Þetta boð mun standa í beinu sambandi við frábæra frammi- stöðu þeirra Friðriks og Inga á Olympiuskákmótinu á Kúbu í haust. í seinustu umferðinni var háð tvísýn barátta um þriðja sætiö á mótinu, Ungverjar og Júgó- slavar áttu hvorir um sig mögu leika á að hreppa það, en íslend ingar tefldu við Júgóslava þessa umferð. Skák Irtga R. og Ivkov á 2. borði vakti mikla athygli og spennu. Hún fór f bið og á henni valt að lolcum, hvort landið færi með brortsverölaunin. Ingi hélt jafntefli á móti Ivkov og Ung- verjar hrepptu 3. sætið. Þegar við spurðum Inga að þessu fyrir skemmstu sagði hann; — Já, þeir voru ákaflega spenntir fyrir því að ég héldi jafntefli og ég sagöi svona í grlni við Sabo (einn fremsta skákmann Ungverja) að þeir skulduðu mér eiginlega skákmót En ég býst við að þetta boð sé upp úr Olympíumótinu, þó að þetta hafi nú bara verið grín. Þetta er mjög sterkt mót og maöur getur orðið þarna stór- meistari á einu bretti meö því að fá 10 vinninga af 15. Hins vegar veit ég ekki hvort ég get farið. — Friðrik mun heldur ekki hafa ákveðiö hvort hann tekur boðinu, en svör frá þeim verða að hafa borizt fyr- ir miðjan apríl. .V.' ■ ■ ■ ■ ■ I I ■_■ ■_■■_■. '«V O A MORGUN VERDUR MEÐ VtSI ®) 0 KVENNABLAÐ

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.