Vísir


Vísir - 22.04.1967, Qupperneq 9

Vísir - 22.04.1967, Qupperneq 9
i?c: V1SIR . Laugardagur 22. aprfl 1987. Q „Fiskurinn er samur og áður Afmælisspjall við Halldór Laxness, sem verður 65 ára á morgun Tjað er heldur kaldranalegt ^ um að litast af Þingvalla- veginum, þegar við ökum austur Mosfellssveitina að Gljúfra- steini, að kvöldi þessa síðasta vetrardags. Harðindalegt, mundu bændur á þessum slóðum hafa sagt, þegar Halldór Guðjónsson var ungur drengur I foreldra- húsum að Laxnesi. 1 þann tíð var orðið „harðindi" uggvæn- legrar merkingar, og vorharð- indin verst. Nú er ekki einung- is að allan ugg hafi dregið úr merkingunni, hér sunnanlands að minnsta kosti, heldur varla að menn taki sér það I munn framar. Fólk er ekki lengur háð tiðarfarinu að neinu ráði, nema þá helzt öræfa- og jöklaferða- langar um páska. Svona hafa allar aðstæður breytzt á þessum sex áratugum síðan Halldór var ungur á þessum slóðum — því að bóndinn að Gljúfrasteini verður hálfsjötugur næstkom- andi sunnudag, „ef guð lofar honum að lifa“, svo rekinn sé sá vamagli, sem gamla fólkinu þótti ævinlega vissara að slá, jafnvel þótt ekki væri um aö ræða nema morgundaginn. Bóndinn að Gljúfrasteini — samkvæmt þeim skilningi, sem ríkti fyrir sextíu og fimm ár- um, er Halldór Kiljan Laxness, hið hálfsjötuga nóbelsverð- launaskáld, í þurrabúð að Gljúfrasteini. Það hefði þótt heldur kvíðvænlegt hlutskipti manni á þeim aldri fyrir sextíu og fimm árum þama í Mosfells- sveitinni. Nú er þessu öllu öfugt snúið. Engir kvíða eins gamals- aldrinum og bændur, sem komið hafa sér upp blómlegu búi. Hinir, sem engpn eiga búpeninginn, hrósa happi, þegar aldurinn færist yfir þá. Að einu leyti hafa Halldór Kiljan og kona hans þó viö- haldið þeirri hefð, sem var ríkj- andj á bóndabæjum á hans upp- vaxtarárum, góöri hefð, sem því miður er mörgum týnd. Þau kunna að bjóða gestum í bæinn af þeirri hlýju og alúð, að hon- um finnst sem vorbatinn hljóti að vera skammt undan, þrátt fyrir sumarmálakastið, þegar hann er leiddur þar til stofu. Þar ríkir þetta sama yfirlætis- lausa, varma, óskilgreinanlega andrúmsloft og á heimilum, þar sem bezt var að koma .... Aldrei að vita, hvað úr því verður. Sextíu og fimm ára — það eru víst óyggjandi heimildir fyrir því, segir Kiljan. Annars kemur það ekki neitt við mig. Ég er við beztu heilsu; hef allt- af verið heilsugóður, hvort sem ég á það sjálfum mér að þakka, ætt minni eða guði, kannski þessu öllu þrennu. Ég held ó- skertum lfkamskröftum; finn ekkj fremur til þreytu en áður, þótt ég sé í langferðalögum. Þegar ég dvelst hér uppfrá, fer ég í gönguferðir daglega. Síðast i dag var ég þrjár stundir á gangi uppi í fjöllunum hér i kring. — Og ritstörfin? — Maöur er alltaf að vinna að einhverju. Ég sá það haft eftir Graham Green i blað’ nokkru eða timariti, ekki ails fyrir löngu, að hann áliti sig ekki geta sagt um það hvað yrði úr þvf, sem hann væri að vinna að, fyrr en hann hefði skrifað um tuttugu þúsund orð; hvort eitt- hvað yrði úr því eða ekki neitt. Mín reynsla er nokkuð svipuð. Aldrei að vita hvað úr verkinu verður, fyrr en maöur hefur unnið að þvi nokkum tíma. Tuttugu þúsund orð — það er talsverður hluti af bók. En svona er þetta. — Hefur það átt sér stað, að þú hættir við verk, eftir að þú hefur unnið að því í lengri tíma? — Já, það hefur komið fyrir. Kannski hef ég notað eitthvað úr því seinna, kannski ekki. I rauninni er það svo ákaflega lít- ið, sem einyrkinn kemur í verk. Kfann langar til að skrifa skáld- sögu, leikrit eða fræðilega rit- gerð, en tíminn liður fyrr en nokkur veit af. Árið sem leið skrifaði ég fjórar bækur; Dúfna- veisluna, þýðingu á sögubók eftir Hemingway, bók um myndlist Svavars Guðnasonar og Islendingaspjall. Hefði þurft að skrifa tíu ... Feröalög taka oft langan tíma frá störfum fyrir mér, en hjá þeim verður ekki komizt; maður verður víða að sinna eigin erindum og ann- arra. Vinnubrögöin hafa breytzt. — Hefur meðvitundin um þessa tímaþröng orðið sterkari og áleitnari með aldrinum?" „Menn hafa tekið upp nýjar og störvirkari aðferöir við að veiða fisk. En fiskurlnn er samur og áður.“ — Ég hef alltaf átt í baráttu við tímann, og finn engan mun þar á. En vinnubrögð mín hafa breytzt nokkuð. Hlutimir taka mig lengri' tíma en áöur fyrir það, að ég strika meira út af því, sem ég skrifa. Beiti sjálfan mig strangari gagnrýni. Áður skrif- aði ég breiðari stil og notaði mikinn orðaforða, með löngum staðháttalýsingum, mannlýsing- um, sálarlífslýsingum og löngum samtölum með öllu því málæöi, sem komið varð að. Þess háttar vinnubrögð veita mér ekki á- nægju lengur. Ég strika allt út, nema það bréðnauðsynlegasta. í því einu liggur ótrulega rpikil vinna. Handritið að þessari litlu bók, sem ég var að skrifa um jólin, íslendingaspjalli, er stór hlaði af pappír; ég get sýnt þér hann einhvem tíma, hann er í bænum. Svo þegar bókin er fullgerð, þá er eiginlega ekkert eftir nema minnisorðin. Allt glundrið strikað út ,. — En svo koma þessir alvisu menn, heldur Kiljan áfram, og segja að þetta hafi allt verið skrifað áður. Mikið rétt, þetta hefur allt heyrzt áður, sem bet- ur fer. Ekkert nýtt undir sól- inni. Engu að síöur koma þarna fram ný sjónarmið — en þeim taka menn bara ekki eftir. Samt sem áður eru þau einkar fróðleg fyrir þá, sem haft hafa vitlausar hugmyndir um íslendinga, bæði íslendinga sjálfa og ekki hvað sfzt fyrir Norðurlandamenn. Þessi bók er samin sem innskot eða kafli í „Skáldatíma". Hún er skrifuð fyrir beiðni frá er- lendu forlagi, sem vildi auka mynd af mér og íslandi einmitt inn í þá bók, og það er ekki nema sjálfsagt að gera slíkt fyr- ir lesendur sína. En að sjálf- sögðu hefur þetta allt heyrzt áöur hér heima, bæði það að ekki sé staf trúandi í Landnámu eins og hitt að vandvirkni sé lítt þekkt hugtak á íslandi. — Ég á því örðugt með að skilja hvað við er átt, þegar því er haldið fram, að þetta sé miðlungi góð bók, segir Kiljan. Beztar þykja þó bækur þar sem ekkert er nýtt. Er þessi kafli, „íslendingaspjall“, lakari en aðr- ir kaflar í „Skáldatíma"? Eða er hann lakari en greinar upp og ofan, sem skrifaðar eru hér á landi? Ég veit ekki almennilega við hvað er miðað. — Hefur því verið haldið fram, að „íslendingaspjall:: væri miðlungi gott vérk? — Það var einhver ágætur maður, sem felldi þann dóm. Ég man ekki hver ... það er svo undarlegt með þessa blessaöa gagnrýnendur, að þeir skrifa allir nákvæmlega eins; mætti halda að þeir hefðu allir legið í sömu vöggunní. Það sem þeir skrifa virðist alltaf vera sama tilkynningin frá sama hlutafé- laginu. Oft, þegar ég les dóma um bækur mínar, hvort heldur er til lofs eöa lasts, langar mig til að tala við gagnrýnenduma, af því ég skil þá ekki. Og þeir skilja mig ekki. Þar er, meö öðr- um orðum, ekki nein' brú á milli. Vantar snertipunkt. Þetta á ekki eingöngu við um íslenzka gagn- rýnendur, en einhvern veginn finnst manni þaö síður tiltöku- mál, þegar um erlenda ritdómara er að ræða, t. d. menn í Suður- Ameríku eða Kína. En svona er það samt, að á stundum skil ég ekki okkar eigin gagnrýnendur og þeir ekki mig fremur en þetta væm aðilar, er mæltu hvor á sína tungu, er væri hinum ó- skiljanleg. Nóbelsverðlaunin hafa litlu breytt. — Nú hefur legið það orð á um suma rithöfunda, sem hlotiö hafa Nóbelsverðlaunin, að þeim hafi veitzt öröugra að skrifa á eftir sú vjðurkenning befur ekki baft þau áhrif á þjg? „Ég var orðinn tuttugu og þriggja ára þegar ég skrifaöi mina fyrstu fyrirferðarmiklu skáldsögu, „Vefarann“.“ — Síður en svo. Ég hef aldrei afkastað meiru en þennan ára- tug, sem liðinn er síðan. Ég var staddur í miðjum „Brekkukots- annál“, þegar mér voru veitt verðlaunin, og hátíðahöldin f sambandi við þau töfðu mig I hálfan mánuð eða svo frá því verki. Önnur áhrif hafði þaö ekkl. Að undanskildum heiðrjn- um er þetta eins og hver önnur peningaupphæð, sem maður flýtir sér að éta út og gleymir síðan. — Hefur sú viðurkenning ekki aukið gengi þitt erlendis? — Ekki get ég sagt það. Ekki frá þvf sem orðið var síðustu árin áöur. í sumum löndum hefur áhuginn á verkum mínum fremur dofnað fyrir bragðið, t. d. í Svíþjóð, þótt ýmsir eigi örðugt með að skilja það. Hinu verður ekki heldur neitað, að þessi verðlaun hafa vakið áhuga á verkum mínum í einstaka landi, þar sem bækurnar voru lítt eða ekki þekktar áður. Og bréfaskriftir hafa margfaldazt — ótrúlegasta kvabb frá alls konar fólkl, framámönnum hinna ólíkustu hreyfinga til dæmis, bænir um alls konar liðsinni, tilmæli um að maður skrifi nafn sitt undir fyrirfram samin ávörp, áskoranir eöa stefnuyfirlýsingar, stöðugar beiðnir um greinar í blöð og tímarit, spumingalistar um álit manns á öllu milli himins og jarðar. Þessu er ógerlegt að sinna; það tæki mann allan dag- inn aö lesa öll þessi bréf, hvað þá, ef maður ætti svo að svara þeim. Þá liggur maður og undir stööugri persónulegri ásókn út- lendinga, einkum á sumrin, sem getur orðið hvimleið, vægast sagt. Þessi ásókn hefur magnazt við nóbelsverðlaunin. Seigastir eru útlendir sjónvarpsmenn. — En hafa verölaunin breytt afstöðunni til þln hér heima, að einhverju leyti? — Ekki hef ég orðið var við það. Ég á minn fasta Iesenda- hóp, traustan hóp, sem aukizt hefur smám saman, en lengi ekki tekið neinum stökkbreyt- ingum. Ég á marga góða vini og kunningja, sem heimsækja mig þegar þeir vita að vel stend- ur á. Ókunnugir láta mig í friði. eftir sem áður. Bandaríkjadvölin — einhver sælasti tíminn á ævi minni. — Varstu snemma staðráðinn í að gerast rithöfundur? — Ég var mjög ungur, þegar ég byrjaði að skrifa; ég hafði gaman af að skrifa og eflaust hef ég líka gert það af þörf, en það vakti alls ekki fyrir mér að gerast rithöfundur þá. Þó ég væri það i rauninni frá upphafi. Þegar ég var seytján ára, var é? úti í Danmörku og þá var ein- hver, sem sagði við mig að ég ætti að skrifa smásögur i dönsk blöð. Jú, ég féllst á það og samdi smásögu sem ég sendi „Berlingske Tidende", sem þá var stærsta blaðið þar; hún birt- ist þar helgina eftir. Síðan skrif- aði ég fleirj handa sama blaði Þá gerðist það, að þessi uppá- stungumaður sagði fcð ég vrði að fara og heilsa upp á ritstjórana. Mig langaðj lítið til þess; þetta voru miklir menn, en ég mark- laus drengangi norðan af Is- landi. Samt gerði ég þetta. Þeir tóku mér vel og sögðu mér að halda áfram að skrifa það sem þeir kölluöu „short stories"; en það orð heyrði ég þá í fyrsta sinni. — Eftir það fór ég víða um lönd. Skrifaði greinar og hug- leiðingar við og við og sendi blöðum til birtingar; sumt var birt og annað ekki eins og geng- ur. Ég var orðinn tuttugu og þriggja ára, þegar ég skrifaði mína fyrstu fyrirferðarmiklu skáldsögu, „Vefarann"; það gerðist í einni striklotu að kalla. Upphaflega urðu til frumdrög að þeirri bók, sem ég kallaöi „Heiman ég fór“, en þegar ég var kominn nokkuð á veg með þau, þóttist ég sjá þá skipulags- bresti á þvl verki, að ég mundi missa á því tökin, ef ég héldi áfram með það. Þessi frumdrög voru samt gefin út nú fyrir nokkrum árum með sínum upp- haflega titil; Heiman ég fór. — Og svo var það dvölin í Bandaríkjunum. Varö hún þér gagnleg? — Mjög gagnleg. Ég hafði á- kaflega góðan tíma til að nema og þroskast, Ég undi hag mínum vel vestur þar, og kunni að mörgu levti mjög vel við þjóð- ina þá eins og æ síðan. Banda- ríkjamenn eru mjög vingjarnleg- ir í allri umgengni, og alþýð- legri en fólk 1 Evrópu, þar sem stéttarkenndin kemur í veg fyr- ir að menn geti ræðst við óhik- að. Ég held að árin, sem ég dvaldist í Bandaríkjunum, séu einhver sælasti tími ævi minn- ar. —- Hafðirðu kynni af rithöf- undum þar vestra? — Ég kynntist Upton Sinclair. Ég geng annars aldrei þvert yfir götu til að kynnast frægum rithöfundum. Aftur á móti les ég mikið af bókmenntatlmarit- um, og sjái ég þar getið þókar, sem mér þykir girnileg til fróð- leiks verð ég mér úti um hana. Þannig reyni ég eftir getu að fylgjast með því markverðasta, sem er að gerast á sviði heims- bókmenntanna. Ég hef alltaf haft áhuga á tónlist og mynd- list, og á síöari árum hefur á- hugi minn á leiklist farið stöð- ugt vaxandi, svo að 6g set mig Framhald á bls. 10.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.