Vísir - 27.04.1967, Blaðsíða 1
VISIR
MIKLIR NETASKAÐAR
VIQNA ÞRENGSLA
arg.
Fímmíudagur 27. aprll 1967. — 95. tbl.
Flest allir netabátarnir á litlu svæði NV af Eldey
Undanfama daga hafa nctabátar
frá verstöðvunum suð-vestanlands
flykkzt á miðin NV af Eldey, en
þar varð vart vtö nokkra fiskgengd
á dögunum. Fiskurinn er þar á
litlu svæði og hafa mikil vandræði
skapazt af ásókninni. Gizkað er á,
að um hundrað bátar hafi verið
Norðmenn ánægðir með þátttöku
sína í EFTA
— segir John Lyng, utanrikisrábherra
Noregs i viðtali v/ð Visi
© John Lyng, utanríkisráðherra Norðmanna, fór
síðastur norrænu utanríkisráðherranna frá íslandi
í morgun. Fréttamaður Vísis átti stutt samtal við
ráðherrann í gærkvöldi á Hótel Sögu, skömmu áð-
ur en hann hélt til kvöldverðar í norska sendiráðið.
© — Þátttaka Noregs í EFTA var einkum til um-
ræðu að þessu sinni. Kvað hann betur hafa rætzt
úr ýmsum fyrirsjáanlegum vandamálum en upp-
haflega hafði verið gert ráð fyrir.
— Hvaða vandamál vom það — Tvímælalaust. Ýmsar að-
einkum, spurði fréttamaður. lögunaraðgerðir em t. d. á und-
— Nei, það mun verða gert i
samvinnu við þingið, ef svo
skyldi fara að Bretar senda inn-
tökubeiöni í Efnahagsbandalag-
ið, e:i um það vitum við ekki
meö vissu.
— Sjáið þér nokkuð því til
fyrirstöðu að Island taki þátt i
EFTA?
— Þetta er að nokkru Ieyti
spurning, sem þér ættuð að
spyrja íslenzka utanrfkisráðherr
ann. En ég get fullyrt, að við
viljum hafa eins náið samstarf
við íslendinga og mögulegt er.
þar með net sin, en hver bátur
hefur 6—10 trossur í sjó. Neta-
trossur hafa verið lagðar hver yfir
aðra, eða þær hafa flækzt saman
og eru orðnir miklir skaðar á veið-
arfærum af þeim sökum. — Veður
hefur einnig torveldað mjög. Dæmi
eru til þess að sjómenn hafi orðið
að starfa aö því heilu nætumar að
greiöa netaflækjumar. •
— Fyrst og fremst ýmis að-
lögunarmál, sem snertu raunar
allar framleiðsiugreinar Norð-
manna.
— Einhverja grein öðrum
fremur?
— Nei, ekki mundi ég segja
það, en ég get þó nefnt sjávar-
útveginn.
— Eru Norðmenn bá ánægöir
með þátttöku sfna í EFTA?
an áætlun.
— Teljið þið ykkur þá hafa
náð þeim árangri innan EFTA,
sem þið gerðuð ykkur vonir um?
— Það var almennt álit
manna í umræðum innan norska
Stórþingsins fyrir ekki löngu.
— Hefur Noregur tekiö af-
stöðu til þess ef Bretland sækir
um inngöngu í Efnahagsbanda-
lagið?
Nær 19 millj. kr. tjón
á Iðnaðarbankahúsinu
samkvæmt undirmati
Tjónið á Iðnaðarbanka-húsinu í
Lækjargötu, sem lenti í stórbmna
fyrir skömmu, hefur verið metið á
18 milljónir 996 þúsund krónur.
Er það 68% af brunabótamati
byggingarinnar, sem nam 27 millj-
ónum króna. Matið framkvæmdu
tveir dómkvaddir matsmenn, Gunn-
ar Magnússon húsgagnaarkitekt og
Þorsteinn Hjálmarsson húsgagna-
smíðameistari. — Borgarráð hefur
skotið matsgerðinni til yfirmats.
Mat vegna annars tjóns, svo sem
á iausum hlutum, t. d. skrifstofu-
taekjum og iausum innréttingum,
skrifborðum og öðru því um líku,
sem a'llt eða langmest var vátryggt
hjá Sjóvátryggingafélagi Islands,
hefur staðið yfir, en endanlegar töl
ur liggja ekki fyrir. Þó er hægt
að segja, að það tjón hefur numið
nokkrum milljónum króna auk
hins mikla tjóns á byggingunni
sjálfri t. d. á skrifstofum Iðnaöar-
banka íslands h.f. 2—3 milljónum
króna.
John Lyng, utanríkisráðherra Noregs, ásamt ambassador Norð-
manna á ísiandi, Tor Myklebost (t. v.). (Ljósm. Vfsis, B. G.).
Umræður um
H-umferð á
Selfossi til
2 í nótt
Klúbburinn Öruggur akstur í
Árnessýslu hélt fjörugan fund
í Selfossbíói f gærkveldi þar
sem rætt var um væntanlega
„hægri umferð“.
Fundarstjóri var formaður
klúbbsins, Stefán Jasonarson og
hóf hann fundinn með ávarpi,
þar sem hann gat þess meðai
annars, að ekki væri til þéss
ætlazt að fundurinn gerði álykt-
anir eða samþykktir, en síðan
tóku frummælendur til máls. —
Pétur Sveinbjamarson umferðar
málafulltrúi Reykjavíkur reifaði
málið fyrir hönd „hægri manna"
en séra Árelíus Níelsson fyrir
„vinstri menn“. Séra Árelíus
flutti erindi sitt af mikilli
mælsku og þunga. Samkvæmt
upplýsingum eins fundarmanns-
ins var gerður góður rómur að
ræöu prestsins.
Að framsöguræðum loknum
var orðið gefið laust og tóku þá
meðal annarra til máls meðlimir
undirbúningsnefndarinnar fyrir
hægri akstur, en henni var boð-
iö til fundarins og mætti öll.
Um ellefuleytið tóku frummæl-
endur aftur til máls, svöruðu
fyrirspurnum og útskýrðu enn
mál sitt. Sr. Árelíus harmaði
að ekki mætti gera fundarsam-
þykktir eða ályktanir, en greip
Framh á b)s 10
Yfirlýsing formanns Thorvaldsensfélagsins:
Vöggustofan byggð eftir
ströngustu kröfum
Allharðri gagnrýini hefur að rekstrarfyrirkomulagi vöggu-
undanförnu verið beint að stofu Thorvaldsensfélagsins viö
Barnaheimili Thorvaldsensfélagsins.
Dyngjuveg. Hefur blaðinu nú
borizt athugasemd frá Unni
Schrám, formanni Thorvaldsens
félagsins, þar sem segir m. a.:
„Þegar félagskonur réðust í
byggingu þessa fýrir 7 árum,
var leitað til heilbrigðismála-
nefndar, sérfræðinga í byggingar
málum, forstöðukvenna dag-
heimila, hjúkrunarkvenna,
lækna o. fl.
Arkitekt byggingarinnar og
fræðslustjóri fóru utan til þess
að kynna sér fyrirkomulag
slíkra stofnana í nágrannalönd-
unum og seinna fór ráðin for-
stöðukona vöggustofunnar og
dvaldist á vöggustofum til að
kynna sér rekstur þeirra.
Er byggingin hófst var allt
í samræmi við ströngustu kröf-
ur í nágrannalöndunum.
' Frú valborg fer því ekki með
rétt mál, þar sem hún segir,
að vöggustofa þessi „sé byggð
Framhald á bls. 10.