Vísir - 27.04.1967, Blaðsíða 12
V í SIR . Fimmtudagur 27. april 1967.
Hann spurði hvort ég hefSi borð
að morgunverð. Ég kvað nei við.
Ég hafði ekki haft matarlyst fyrir
geðshræringu. Þá teygði hann sig
eftir ullartrefli, sem íá í aíturoæt-
inu og lagði um hálsinn á mér og
kyssti mig, áöur en við ókum af
stað.
„Þú ert eins og ung brúöur", sagði hann og brosti.
Ég tók að raða matföngum í hill-
una utan við mig og vélrænt. Þurrk
aði af eggjunum með votri dulu og
braut tvö af hugsunarleysi og
klaufaskap. Á stundum langaði mig
mest til að reka upp öskur, en
þau hefðu heyrt það, hjónin, þar
sem þau sátu að morgunverði uppi
í eldhúsinu.
Klukkan ellefu hringdi hann til
mín. Það var þröng af viðskipta-
vinum í búðinni, og hjónin bæöi
við afgreiðslu.
Hann var glaður og reifur.
Kvaðst hringja til að bjóöa mér
heim daginn eftir. Hann hafði fært
það í tal einhvern tíma áður, en
ekkert orðið úr því.
—, Ég hefði ánægju af að hitta
konuna þína, sagði ég. — Mig furð-
ar á því að þú skyldir ekki segja
mér aö þú værir kvæntur.
— Þú hefur aldrei spurt mig,
sagði hann, og það var ekki neinn
afsökunarhreimur í röddinni. En
hann varg dálítið stuttur í spuna
og einhvern veginn fannst mér, að
hann væri að leggja talnemann á.
— Viltu koma á morgun? spurði
! hann. Ég fann hvernig fæturnir
titruðu undir mér, og hvernig við-
skiptavinirnir störðu á bakiö á
mér. Þeir hlutu að heyra um hvað
samtalið snerist.
— Ég veit það ekki... kannski
svaraði ég. — Verður konan þín
heima ?
— Nei. Það varð nokkur þögn.
— Hún er ekki heima ...
A'Ilt í einu varð ég gripin nýrri
von. Ó, er hún kannski látin?
spurði ég.
— Nei, hún er í Bandaríkjunum.
Ég heyrði hringingu í peninga-
skápnum fyrir aftan mig, og vissi
að þau hjónin voru farin að hugsa
mér allt annað en gott, vegna þess
hve lengi ég var að tala í símann.
— Ég verð að hætta núna það er
svo mikið að gera, sagði ég, ef til
vill óþarflega hátt, því ég vildi
reyna að leyna geðshræringu minni
j Hann bauðst til að sækja mig
i klukkan níu að morgni, ef,ég vildi
koma
1 — Allt í lagi. .. klukkan níu,
• sagði ég.
Hann varð mér fyrri til að leggja
; talnemann á
Þennan dag laumaðist ég við og
i við inn í snyrtiklefann til að gráta.
: Einu sinni hringdi ég til Tods Mead,
ætlaði að spyrja hann um hjóna-
band Eugene Gaillards, en Tod var j
ekki heima. Ég varð því ekki neins
I vfsari þann daginn.
FIMMTI KAFLI.
......... .. . .
Hann varð mér fyrri til aö leggja talnemann á.
j Ég var snemma á fótum sunnu-
dagsmorguninn, í þann mund er
: heiðrikt og svalt vetrarloftið tók
j að titra af hringingum kirkjuklukkn
| anna í Dyflini. Annað fólk var sem
I óðast að búa sig til kirkju, ég var
\ að búa mig undir að halda heim til
hans, og það vakti ekki með mér
neina sektarkennd, þótt ég yrði
, af messu þann daginn. Borgin var
: hvít af hrími og hált á gangstétt-
um.
j Ég beið hans á næsta götuhorni
vegna Jæss að Jóhanna hafði hótað
því að láta Gustave sinn fara með
mér.
— Það er hættulegt að þú farir
ein, sagði hún. Kvað aidrei ugglaust
fyrir ungá stúlku aö vera eina með
ókunnugum karlmanni heima hjá
honum. Það væri aldrei að vita
nema hann væri njósnari. Ellegar
hann væri vitfirrtur á einhvern hátt
kannski morðóður.
— Ég hætti á þaö samt, svaraði
ég. Ég vildi hætta á allt til þess
að veröa einhvers vísari um hjóna-
band hans.
— Það var ekki eins og Gústave
yrði til neins trafala, maldaði Jó-
hanna í móinn. Hræðsla hennar
var ekki nein uppgerð Hún fágaði
og gljáði brúnu stígvélin mannsins
síns og setti þau fyrir framan arin
inn ásamt gráu sokkunum hans.
Hann hlýjaði alltaf sokka og skó
við arininn, áður en hann fór f.
— Allt í lagi, sagði ég og fór.
Kvaðst ætla til morgunmessu, áður
en ég héldi af stað í ferðalagið.
Eugene var tíu mínútum á eftir
áætlun. Hann var fölur og þreytu-
legur, eins og hann hefði sofið illa
um nóttina.
— Hæ-hó, sagöi hann, þegar hann
sá nýja stráhattinn, sem ég hafði
keypt mér. í rauninni var það sum-
arhatíur, skreyttur litlum gervi-
blómum í vangann.
- — Þú ert eins og ung brúður,
sagði hann og brosti. Ég býst við
að honum hafi fundizt ég hjákát-
leg. En ég sagöi honum, að Jóhanna
hefði ætlað að senda Gustave
með mér, mér til halds og trausts.
Hann sagði ekki neitt, en brosti
og mér fannst bros hans eitthvað
annarlegt í þaö skiptið, og sem
snöggvast kom mér til hugar, að
ef til vill væri vissara fyrir mig að
fara ekki ein með honum. Og ég
fór í hljóði með bænavers, sem ég
hafði lært, þegar ég var lítil telpa.
TO STOP SENSE-
LESS KILLING/...I
THIKIK VOU FEEL
THE SAME/.
VOO ARE HEIR TO LEADERSHIP
OFTHE MAMBUS... DECLARE
VOURSELF A6AINST
TAKING THE UVES
VOU WILL BE A STRONGER
LEADER BY SWIMMING AGAINST
THE TIDE OF SUCH DREADFUL
TP&oiTinu >
Úti og innihu Mli
B. H. WEiSTAD&Co.
Skúlagötu 63III. hœð
Sími 19133 • Pósthólf 579
KOVA
RÖRElNANGRUN
Einkaléyfi á
fljótvirkri
sjálflæsingu
Eitt andartak hikar Ngura með hnffinn á
lpfti, reiddan Ö1 lags. Og svo... „Nei! Ég
vil ekkl deyða mann!“ hrópar hann yfir
hermannahringinn. „Þú verður að innsigla
sigur þinn með blóði“, segir faðlr hans,
höfðingi Mambu-manna.
KOVA er hægt að leggja
beint í jörð
KOVA röreinangrun þol-
ir mesta frost, hitabreyt-
ingu og þrýsting KOVA
þolir90°C stöðugan hita
Verð pr. metra:
3/8” kr. 25.00 T'kr.40.00
1/2” kr. 30.00 l%”kr.50.00
3/4” kr. 35.00 iy2”kr. 55.00
KOVA UniboSið
SIGHVATUR EINARSSON&CO
SlMI 24133 SKIPHOLT 15
4