Vísir - 11.05.1967, Blaðsíða 2

Vísir - 11.05.1967, Blaðsíða 2
2 VÍSIR . Fimmtudagur 11. maí 1967. . v.v.trj tx54 Eldhúsiö, sem allar húsmœSur drcymir um Hagkvcemni, stilfegurð og vönduð vinna á öllu GRÓTTA — nýtt stofnað á Seltjarnarnesi Nýtt knattspyrnufélag var stofnað fyrir nokkru. Stofnun íþróttaféiags þykir alltaf mikil og góð frétt, en því miður er of sjaldan hægt að skýra frá slíkum atburðum. Það var íþróttafélagið Grótta, sem stofnað var mánudaginn 24. apríl s.l. og eins og nafnið bendir raunar til er félagið á Seltjamar- nesi. knattspymifélag Síðasta stofnun félags hér á Stór-Reykjavíkursvæðinu var stofnun Knattspymufélagslns Þróttar í ágústbyrjun 1949, eöa fyrir nær 18 árum. Það félag var lfkt Gróttu aö þvi leyti að það var lengst af „undir hand- arjaöri“ KR, en þreifst þó vel og er nú meðal stærstu íþrótta- félaga landsins. Grótta er raunar ekki nýtt félag, var áður starfandi af talsverðu kappi, og var frum- kvöðullinn að æfingum ungu piltanna á Seltjarnarnesi ungur verzlunarmaöur hjá Jes Zim- sen, Garðar Guðmundsson að nafni. Áhugi hans og natni í nokkur ár hefur nú orðið til þess að Grótta á að verða „eitt hinna stóru“ félaga á íþrótta- sviðinu. Sigurgeir Sigurösson, sveitar- stjóri á Seltjarnarnesi skýrði blaðinu svo frá í gærkvöldi að hann fagnaði mjög tilkomu íþróttafélagsins í ört vaxandi byggðarlagi á Seltjamarnesi. Kvað Sigurgeir einmitt þessa dagana beðið eftir samþykki menntamálaráðuneytisins á teikningum íþróttamiðstöðvar Seltjarnamess, sem vonir standa til að verði tilbúin eftir 2 ár. Á hún að rísa skammt sunnan við fiskverkunarstöð Is- bjamarlns, og verður þar m. a. sundlaug og íþróttasalur af góðri stærð 18X32 metrar. Viðvíkjandi íþróttavöllum, kvað við bráðabirgðávelli, en í skipu- laginu væri gert ráð fyrir völl- um í Kolbeinsstaðamýri í áfram- haldi af völlum KR við Kapla- skjólsveg. Þá væri gert ráð fyr- ir minni sparkvöllum í hverfun- um. íþróttafélagið Grótta hefur nú sem sagt verið stofanð form- lega og fengið sín félagslög, stjórn hefur verið kiörin af fjölmennum stofnfundi, sem taldi yfir 100 manns og skipa margir ágætir menn stjórnina, menn, sem hafa kynnzt starfi íþróttafélaganna og má mikils af Gróttu-mönnum vænta í framtíðinni. í aðalstjórn eru þessir menn: Garðar Ólafsson, úrsmíðameist- ári, formaður Garðar Guð- mundsson, varaformaður, Stef- án Ágústsson, gjaldkeri, Finn- bogi Ólafsson og Magnús Georgsson. I varastjórn eru tvær ungar döm'ur, Anna Birna og Hanna Birgisdóttir. Margur er knár Þær vöktu athygli ljósmyndara vors í sundhöllinni þessar litlu hnátur, þegar þær stigu upp úr lauginni á sundmóti Ármanns i fyrrakvöld, því að þær sönnuðu það máltæki að „margur er knár þótt hann sé : már“. Þær heita Elín Haraldsdóttir (sú minni) og Vilborg Júllus- dóttir og báðar eru þær í röðum hins efnilega sundfólks í Ægi og tóku í fyrrakvöld þátt i 50 metra bringusundi telpna. Hina heimsfrægu PUMA knattspyrnuskó fóið þér hjó Sportvöruverzlun Kristins Benediktssonar, Óðinsgötu 1, sírni 38344 znzrTTm -o = SB IAUBAVEOI 133 ■Iml 11785 pumn — OG BOLTINN LIGGUfí í NETINU MELAVÖLLUR Reykjavíkurmótið í knattspyrnu. kl. 8 keppa á Melavellinum í kvöld Valur — Þróttur MÓTANEFND. FRAM VANN VÍKING ÁN TELJANDI ÁTAKA í GÆR — og er nú efst 'i Reykjav'ikurmótinu Heldur var það útþynnt skemmt- un, sem Fram og Víkingur buðu upp á í gærkvöldi á Melavelli. Víkingamir hlupu og hlupu en Framarar störðu og störðu. Árang- ur beggja: Mjög slakur, jafnvel þó Fram færi þama með sigur af hólmi 3:0 og sé nú efst í Reykja- víkurmótinu í knattspyrnu, meö 4 stlg aö loknum tveim leikjum. Víkingar byrjuðu ekki sem verst i leiknum I gær, áttu góða sókn, sem hafði nær fært þeim mark, en Hallkell markvöröur Fram bjargaði naumlega. Á 5. mínútu kom heldur slysalegt mark á Víking. Boltanum er spyrnt fyrir og eiginlega dettur á höfuð' Helga Númasonar og hoppar yfir i markvörð Víkings, sem átti háskal.1 úthlaup, en hefði varið örugglega ef hann hefði verið á sínum staö á marklínunni. Síðar í hálfleiknum þaut Hreinn Elliðason upp allan völl með Vlk- ingsvömina á hælunum og skoraði 2:0. Þar hafði Víkingur eiginlega verið í sókn, en boltanum var spyrnt á miðjunni fyrir fætur Hreins, sem notaði tækifærið vel. Fram átti meira f fyrri hálfleik, en tækifærin sem gáfust voru fá, enda liðið allt heldur værukært að því er virtist og smitað af stór- karlalegu spili Víkinganna, sem voru á hinn bóginn afskaplega duglegir og ákveönir á kostnað vandvirkninnar. Það má í rauninni segja að í þessum leik hafi það heyrt til undantekninga að sjá bolt- ann ganga á milli tveggja eða þriggja manna úr sama liöinu, hvað þá milli fleiri manna. í seinni hálfleik var svipað uppi á teningnum, sama þófið í gangi. Á 35. mín. kom loks mark. Það var efnilegur nýliði, h. innherjinn Ás- geir, sem skoraði fallega 3:0 með viðstöðulausu skoti, en hann fékk boltann gefinn fyrir frá hægri og skaut af nokkru færi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.