Vísir - 11.05.1967, Side 5

Vísir - 11.05.1967, Side 5
 V í S IR . Fimmtudagur 11. mai 1967. 5 Þegar oss verður hugsað um aprílannálinn, kemur „Brands- málið“ aö sjálfsögðu fyrst í hug ann. Newton skipstjóri hefur með strákslegum aögeröum sín- um gagnvart yfirvöldunum, reist sjálfum sér óbrotgjarnan minn- isvarða í löggæzlusögu landsins Ennfremur hefur Newton tekizt að gera lögregluþjónana tvo að frægum persónum í augum þjóð arinnar. Annars er það ný bóla að íslendingar séu svo hrifnir af tedrykkju að þeir gái ekki að sér, og telja sumir að kaffi eða eitthvað því um líkt hafi verið sett saman við tesopann. Eins og kunnugt er af frétt- um, hlaut Newton þriggja mán- aða varðhaldsdóm, 300 þúsund króna sekt og afli og veiðar- færi gerð upptæk. Ef skipstjór- inn borgar ekki sektina innan fjögurra vikna frá birtingu dóms ins, verður hann að gera svo vel og sitja inni í átta mánuði til viðbótar. Ýmsir hafa borið þennan dóm saman við annan nýuppkveöinn og þau laim sem þeim afbrota- manni eru ætluð fyrir hvern mánuð sem hann á að sitja inni. ★ Fyrirsögn í einu dagblaðanna var svohljóðandi: — LEITAÐ AÐ MANNI Á ÁRALAUSUM BÁT. — Vér skulum þó ætla að leitarmennimir hafi haft vit á því að taka með sér utan- borösmótor. ★ Annað dagblað birtir svo- hljóðandi fyrirsögn: — EKKI LENGUR LEYFT AÐ TALA ÍS- LENZKU í GRJKKLANDI. — Að tama var ljóti grikkurinn ... annars héldum við að gríska væri töluð í þvísa landi. ★ Kynbomban Mansfield trufl- aði brezka þingið með því að mæta á áheyrendapöllunum í „stuttu stuttpilsi" eins og eitt dagblaðanna orðaði það. For- seti þingsins varð að biðja um hljóð, en það er táknrænt fyrir atburöinn að umræðuefni þing- sins, þegar hann skeöi var ein- mitt Varnarmál. ★ Fiskimálastjóri vakti á sér athygli með því að segja af sér þingmennsku í tilefni af því, er hann var skipaður Seðla- bankastjóri. Em þingmenn að vonum súrir yfir því, að fleira skuli vera eftirsóknarvert en þingmennskan. Raunar var Davíð nokkurs konar banka- sjóri í sínu fyrra starfi sem stjórnandi fiskibankanna, Sel- vogsbanka o.s.frv. ★ Yfirborgarfógeta hefur verið veitt lausn frá störfum. — Þetta þótti tíðindum sæta og kenna sumir Kára karlinum um. ★ Paíftrffi «ogn kyucíöðarinnar var kosinn í mánuðinum. Það sem emkenndi kosninguna í þetta sinn og keppnina í heild, var nýstárleiki hennar, en hann var í því fólginn að nú var meira tillit tekið til innrætis- ins en útlitsins (hvað skyldu María, Guörún og Thelma segja) Forráðamenn keppninnar aug- lýstu nýbreytnina mjög og tóku það fram, að keppendur myndu ekki sýna sig á sundbol. enda era þeir (þ. e. a. s. forráðamenn imir) fatakaupmenn og verzla með klæðnað fyrir unga fólkiö. ★ ÓTTAST ALÞINGI SAM- KEPRNI VIÐ STEINALDAR- MENNINA?, spyr eitt dagblað- anna. Ástæðan fyrir spuming- unni er sú, að látinn var liða einn dagur milli útvarpsum- ræðna frá þingi, en dagurmn á mil'K var einmitt sá sami og sjónvarpið notar til að birta sjónvarpseigendum hinn viku- lega þátt „Steinaldarmennina". Það verður að virða alþingis mönnunum okkar það til vork- unnar að þeir skuli forðast BEINA samkeppni við þessa fýra. ★ Samkvæmt auglýsingu í einu dagbiaðanna óskaði ÍSLENZKA ÁLFAFÉLAGIÐ efíir mötuneyt- isstjóra. Áðor fyrr þötti ekki ráðlegt að „ganga í björg og búa með álfum“, enda sagði Ólafur lilju- rós einmitt þessi fleygu orð: „EMri vll ég með ðtfntn búa“, o. s. frv. Nú lítur út fyrir að íslenzkir álfar hafi stofnað með sér félag og komið sér upp mötuneyti hvað þá ööru. Spum ing vor er aöeins þessi: Hver er álfakóngur um þessar mund- ir? ★ Sænska sendiráöið í London, hefur átt í erjum viö útlendinga eftirlitið þar í borg ,en ástæö- an er sú að ungri, ljóshæröri og sænskri stúdínu var skipaö að afklæða sig frammi fyrir tollvörðum og lækni þar £ borg- inni. Tekið er fram í frétt af atburði þessum að þeir hafi ekki fundið neitt athugavert á stúlkunni og er oss illa brugðið. ★ Nú hefur hin fræga óperu- söngkona og dýrlingur Jóns Engilberts gerzt útgerðarmaður að sögn dagblaðanna. Oss hef- ur ekki ennþá tekizt að ná sam bandi við Jón til að spyrja hann álits á þessari breytni söngkonunnar. Það verður ó- neitanlega óþægilegt * að heyra máske Jón Múla kynna söngkonuna á eftirfarandi hátt: „Næst skulum viö hlýöa á aríu úr óperunni Aida eftir Verdi, Maria Callas útgerðarmaður syngur". Þetta væri álíka og heyra hann Jón kynna einn af okkar ástsælustu óperusöngvurum á eftirfarandi hátt: Næst skulum við hlusta á Smaladrenginn eft ir Skúla Halldórsson, Guðmund ur Guðjónsson, trésmiður syng- ur, eða þá næsta lag er Hraust- ir menn, Guðmundur Jónsson, dagskrárstjóri syngur, eöa Sig- urður Ólafsson, hestamaður syngur, eða Kristinn Hallsson, skrifstofumaður syngur, eða Þuríður Pálsdóttir húsfreyja syngur eða þá Ómar Ragnars- son, stud. jur. syngur, o. s. frv. o. s. frv. ★ Eitt dagblaðanna segir í fyrir sögn: GÍFURLEGT VERÐ FYR- IR PICASSO. Ekki er þess get- ið hvaða fyrirtæki hefur keypt gamla manninn, en sannarlega er hann þess virði að vera stopp aður upp og haföur til sýnis. ★ FORSTOFUÞJÓFUR Á FERLI, segir annað blað. Nú þykir oss skörin vera farin að færast upp í bekkinn, þegar menn láta sér ekki lengur nægja að stela peningum eða fatnaði og fleira þess háttar dótarli, enda varð einum kunningja vor um að orði er hann las fyrir- sögnina. „Heyrðu, þetta hlýtur að hafa verið £ einu af innfluttu timburhúsunum“. ★

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.