Vísir - 11.05.1967, Blaðsíða 9

Vísir - 11.05.1967, Blaðsíða 9
V í S I R . Fimmtudagur 11. maí 1967. Á Feröamálaráðstefnunni, sem haldin var nýlega, flutti dr. Sigurö- ur Þórarinsson, jarðfræöingur, erindi um náttúruvemd á íslandi. Þar er vikið að ýmsum máium, sem eru ofarlega á baugi um þess- ar mundir og eru að einhverju leyti tengd náttúmvemd. Einnig er vikið að náttúmvemd landsins i framtiðinni, einkanlega með hlið- sjón af íslandi sem ferðamannalandi. Veitti höfundur góðfúslega leyfi til að Vísir mætti birta erindið, sem fer hér á eftir. í formála fer höfundur nokkmm orðum um hugtakið náttúruvemd, bæði í víðri og þrengri merkingu orðsins. Skýrir hann það með því að vitna í fyrstu grein fyrsta kaflans í íslenzku lögunum um nátt- úmvemd. Þá ræðir hann um bætta umgengni úti í náttúmnni og friðlýsingu ýmissa landssvæða, sem dragi að sér ferðamenn, þeirra á meðal ýmsa fræðimenn á sviöi náttúmvísinda. — Síðan segir: Cakir þess hve ísland er merki- ^ legt frá eldfjallafræöilegu og ööru jarðfræðilegu sjónar- miði séð, hafa jarðfræðiprófess- orar á Norðurlöndum komið því í kring, með aðstoö Norðurlanda ráðs, að jaröfræöinemendur á lenzkar menningarvarnir", veröi talin gott dæmi um það sem engelskir nefna „understate- ment“. Ég ræöi Þingvöll ekki meir að sinni, en vil þó minna á, að nýlega höfum við aftur verið óþyrmilega minnt á ótrúlegt Surtseyjarhraun þakið ösku úr Syrtlingi. — Líffræöingar fylgjast nú af áliuga með því, hvernig lifveran berst til Surtseyjar og þróast þar. Nattúruvernd á Norðurlöndum eru nú árlega sendir í hálfsmánaðar fræöslu- ferð til íslands, 25 menn árlega, og ferðast þeir víða um landið. Þeir koma í íslenzkum flugvél- um, gista hér á gistihúsum og greiöa þau lönd, er senda þá, allan kostnað. Ætli það sé ekki nokkur hundruð þúsund krón- ur, sem þessi hópur færir Iand- inu árlega, og í ráði er að stækka hópinn um helming á næstu árum. Og hvað skyldi hún Surtsey vera búin aö færa landinu, beint og óbeint, mörg hundruð þúsund krónur úr vös- um vísindamanna og vísinda- stofnana, m. a. vegna þess, að eyjan er friðuð þannig að vís- indamenn geta stúderað þar eðli legt og ótruflað landnám plantna og dýra. 1 vor verður haldin hér I annaö sinn alþjóða ráðstefna af þessu tilefni. Marg- ir erlendir vísindamenn koma hingað og dvelja hér í nokkra daga og það á tíma áður en feröamannastraumur hefst. Vit- anlega var Surtsey ekki friöuð í þeim tilgangi að létta undir með íslenzkum hótelum, en vernd eyjarinnar tryggir það, að erlendir líffræðingar munu halda áfram að leita þangað í áratugi eftir að gos eru hætt. Eyjan heldur sem sé með þessu móti áfram að draga útlendinga til landsins. Tvö eru þau svæði á íslandi, sem öðrum fremur draga aö sér feröamenn, erlenda sem inn- lenda, enda hvort um sig ein- stæð í veröldinni. Annað þeirra er Þingvellir, þar sem merki- leg saga og sérstæð náttúra mynda órofa heild, staðurinn sem Dufferin lávaröur kvaö borga sig að fara kringum hnöttinn til að sjá og skoöa. En svo virðist, sem sumir ís- lendingar og þar á meöal, þvi miður, þeir sem ráöa örlögum þessarar sameignar allrar þjóö- arinnar, séu nú slegnir blindu á þaö, sem eru töfrar Þingvalla. Ég hef áður rætt á opinberum vettvangi um það, hvílíkt regin- hneyksli það væri, ef Gjábakka- land upp af Hrafnagjá yröi lát- ið undir sumarbústaði. Ég er Þó það bjartsýnn, aö eðlisfari, að ég held mér í lengstu lög við þá trú, að Þingvallanefnd muni að lokum sjá að sér í þessu máli. En verði óhappaverk ið virkilega unnið, hverju allar góöar vættir forði, þá mun þess ekki langt að bíða. að þau um- mæll mikils menningarfrömuö- ar 1 Morgunblaðinu nýverið, að þetta sé „óþokkalegt skarð í ís- skilningsleysi á eðli Þingvalla, er landnámshátíðarnefnd birti tillögu um þjóðarhús á Þingvöll um, tillögu, sem jafnvel gekk fram af alþingismönnunum. Eig- um við ekki þegar og höfum átt í þúsund ár á Þingvöllum viö Öxará þaö þjóöarhús, sem ekki á sinn líka, bergkastala búinn úr blástorku með hvelfingu him- insins að þaki. AÖ vísu er þak- iö lekt, en það eru fleiri þök á íslandi. Þetta þjóðarhús hefur hingað til verið veröug umgjörð merkustu atburða þjóðarsögunn ar og verður það um ókomin ár, ef spjöll verða ekki unnin á því. En vitanlega þarf að bæta á ýmsah hátt aðbúð þeirra, er sækja Þingvöll. Þarna þarf að vera smekklegt gistihús og góð- ir veitingasalir. Þarf að vanda mjög til slíkra húsakynna að þjóðlegum hætti og búa svo um, að ekki séu að náttúruspjöll eða friðrof, erfitt vandamál, sem þó mun unnt að leysa. rTitt svæöið er Mývatnssvæðið, frá náttúrufræðilegu sjónar miði í tölu þeirra er sérstæðust og merkilegust teljast á jarðar- kringlunni, gersemi, sem viö höf um ekki lært að meta, ekki einu sinni fjárhagslega. Þarna á nú sem kunnugt er, að reisa kfsilgúrverksmiðju og koma upp verksmiðjuhverfi. Ég skil vel þau sjónarmiö stjómar- valdanna, að vilja nýta sem flest af náttúrlegum verðmætum landsins, en það má bara ekki verða á kostnað annarra ennþá verðmætari, einnig fjárhagslega séð. Ég vil einnig taka það fram að forráðamenn kísilgúrverk- smiöjunnar hafa verið allir af vilja gerðir að valda sem minst- um náttúruspjöllum. Þaö er ekki frá þeim komin sú hugmynd, sem náttúruverndarráð hefur lagzt eindregið gegn, aö leggja veg, sem líklega á eftir að veröa aðalvegur milli Norður- og Aust urlands, næstum fram við norð- urbakka Mývatns. Bæöi náttúru verndarráð og náttúmvemdar- nefnd Suður-Þingeyjarsýslu vilja að vegurinn veröi lagöur noröan við Reykjahlíðarbæina og vilja ekki ljá eyru skamm- sýnum stundarhags- og sjoppu- sjónarmiðum — en þaö eru ein- mitt skammsýn stundarhags sjónarmið, sem tröllríða nú öðru fremur þessari þjóð. Náttúru- verndarmenn geta heldur ekki fallizt á rök vegamála- og skipulagsmanna gegn því, að leggja kísilveginn norðan bæja í Reykjahlíð. Persónulega er ég þeirrar skoöunar, að sé eitthvað hugsað fram í tfmann, sé það glapræöi, jafnvel frá beinhörðu peningasjónarmiði, að skipta á Mývatnssveit sem ferðamanna- svæði og sömu sveit sem verk- smiðjuhverfi, en þetta tvennt fer ekki saman til lengdar. Það sem þurft hefði að gera í Mý- vatnssveit, ef eitthvað hefði ver- ið hugsað fram í tímann, var aö skipuleggja allt Mývatns- svæöiö með þaö fyrir augum, að auka þangað feröamanna- straum en vernda um leið þá náttúru, kvika sem dauða, sem er eina tryggingin fyrir áframhald andi ferðamannastraumi þang- að. Vissulega er það fleira en kísilgúrverksmiðjan, sem ógnar þessu svæöi, ég nefni sem dæmi nælonnetaveiðina í vatninu, sem einnig er nú rekin með vörð um sína vænu byggð. Það er ekki nóg að kyrja „Blessuð sértu, sveitin mín“. Meðferðin á Mývatnssveit er þegar orðin ærið ljótur blettur á íslenzkri menningu og skömm fyrir okk- ar fjármálavit að auki og nóg um það. Ipg mun þá víkja nokkuð að friðlýsingu samkvæmt d-lið náttúruverndarlaganna, en þar hygg ég að hagsmuna- og á- hugamál feröamálaráðs og nátt- úruverndarmanna eigi samleiö. Hér er um aö ræða, að friölýsa svæði vegna náttúrufeguröar eða vegna sérstæðs náttúrufars gróöurs og dýralífs og tryggja um leiö almenningi aðgang aö þessum svæðum. sem sé vernda þau sem þjóögarða. Hugmyndin um þjóðgarða hef- Dr. Siguröur Þórarinsson. stundarhaginn einan fyrir aug- um. Og þrátt fyrir það, að örlög sveitarinnar hafi að verulegu leyti verið ráðin með ákvörðun- inni um kísilgúrvinnslu, ber aö sjálfsögðu að reyna í lengstu' lög að bjarga því sem bjargað verður. Það þarf t. d. aö tryggja það, að vegurinn, sem nú liggur með vatninu að austan, veröi ekki til lengdar hluti af aðal- vegi milli Norður- og Austur- lands, heldur einvörðungu fyrir feröamenn er vilja njóta Mý- vatns. Hneyksli eins og meðferð in á Skútustaðagígum má ekki endurtaka sig. Það þarf að draga lærdóm af fenginni reynslu um það, að meiri hluta Mývetninga er því miður alls ekki treystandi til að standa — erindi dr. Siguröar Þórarinssonar jarb- fræðings á siðustu Ferðamálaráðstefn u ur hlotiö mestan byr meö Bandaríkjamönnum, en þjóð- garöalöggjöf þeirra er nær aldargömul. Tveir stærstu þjóð- garðar þeirra, Yellowstone og Mt. McKinley, ' eru samanlagt nær jafnstórir öllu byggðu landi á íslandi og þó samanlagt ekki stærri en Kruger National Park í Suöur-Afríku. Segja má, að þessir þjóðgarðar hafi það tvennt hlutverk, aö laða fólk aö náttúrufegurö og sérstæöu nátt- úrufari og kenna því um leið að skilja þessi verðmæti og um- gangast þau. Um sérhvern þjóð- garð í Bandaríkjunum eru á- gætir leiðarvísar, ritaöir af rit- færum náttúrufræðingum, og við inngang margra garðanna eru lítil náttúrugriapsöfn er garöana varða. Þar eru oft flutt fræösluerindi um garöana. Þar eru og að sjálfsögöu nákvæm kort af svæöunum á veggjum svo og reglur um umgengni. Víða verða ferðamenn að borga aðgangseyri — veröinu þá mjög í hóf stillt — til að komast inn í þessa þjóðgaröa og stendur þessi aögangseyrir a.m.k. að nokkru leyti undir kostnaöinum viö verndun þeirra. í Yellow- stone Park koma um 4 milljónir feröamanna árlega og þó aö inngangur væri ekki nema hálf- ur dollar yrði það yfir 80 mill- jónir króna árlega. Ekki held ég að nokkur, sem leggur leið sína til Þórsmerkur, myndi kveinka sér undan því að borga segjum 30 kr. fryir að fá að koma þangaö. en töluvert mætti gera til verndar svæðinu og bætts aöbúnaðar fryir þær 200 þúsund krónur eða svo á ári. sem þannig fengjust. j^ú er Island loksins að eign- ast sinn fyrsta þjóðgarð, að Þingvöllum undanskildum, sem falla ekki undir þjóðgarðalög Þessi þjóögaröur er Skaftafell í Öræfum. Við getum sannar- lega veriö stolt af þeim þjóö- garði. Hann á sér áreiðanlega vart sinn líka í Evrópu um stór- brotna náttúrufegurð. En það er ekki nóg að ríkiö skuli hafa eignast þetta svæöi, og þó ekki alla jörðina Skaftafell, eins og æskilegast heföi verið. Nú þarf að fara aö hugsa fyrir framtíö þessa þjóögarös og fyrir þvi, hvernig þar megi bezt sameina þaö tvennt, að vernda svæöið og laða þangaö ferðafólk og veita því mannsæmandi aðbún- að. Á þessu sumri eða næsta kemst Skaftafell í bílavegasam- band við Austurland og stór- eykst þá um-ferð um Öræfi og ekki mun líða á mjög löngu þar til bílfært verður með einhverju móti um Skeiöarársand Fer þá ekki aö muna mörgum klukku- tímum á því aö keyra frá Reykjavík austur að Skaftafelli og austur í Þórsmörk. Spá mín er, að Öræfi verði sú sveit, er kemur til með að draga að sér mest ferðafólk, næst Mývatns- sveit og Þingvallasveit, og er ráð aö læra nú af Mývatns- reynzlunni og hugsa þetta mál í tíma, gera byggðina þar skipu- lagsskylda og sjá til um aö ekki verði þar t.d. hrófað upp ein- hverjum „hótel“kumböldum er gætu gjörbreytt svip hinna sér- stæðu bæjahverfa, sem þar er enn aö finna. Rétt væri að sjá til þess í tíma. aö ekki hyrfu þarna allir torfbæir. Enn eru allmargir slíkir uppistandandi þ. á m. einn í Skaftafelli, sem sjálfsagt er að reyna að hressa upp á. I Skaftafelli þarf að skapa ferðamönnum dvalarað- stöðu. Inni < Morsárdal, nærri Bæjarstaðaskógi, er laug, ein hinna fáu í Austur-Skaftafells- sýslu, og mun hafa nægilegt vatnsmagn til upphitunar sund- laugar og gistiskála. Sem sagt, hér þarf aö fara að hugsa i Framhald á bls 10 O B

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.