Vísir - 09.06.1967, Blaðsíða 7
VISIR . Föstudagur 9, júní 1967.
7
Sjótugur / dag:
Dr. Richard Beck
r)R. RICHARD BECK, sem ný-
lega lét af störfum við Ríkis-
háskólann í Grand Forks, Norður-
Dakota, Bandaríkjunum, og var þá
margvíslegur sómi sýndur, eins og
getið hefur verið hér í biaðinu, er
sjötugur í dag. Hafði hann þá starf-
að fulla fjóra áratugi sem prófess-
or við bandaríska háskóla. Á hann
því langan starfsferil vestra að
baki — og að öllu hinn merkasta.
Richard Beck er fæddur að Svína
skálastekk í Reyðarfirði 9. júní
1897, sonur Kjartans Beck óðals-
bónda og konu hans Þórunnar Víg-
fúsfnu Vigfúsdóttur. Richard Beck
lauk stúdentsprófi frá Menntaskól-
anum í Rvík 1920. Fluttist þar næst
vestur um haf ásamt móður sinni
haustið 1921. Árið 1924 lauk hann
M.A.-prófi við Comell-háskólann í
Ithaca, New York-riki og doktors-
prófi í heimspeki við sama háskóla
tveimur árum síðar. „Eru því nú
liðin 40 ár síðan Richard Beck varð
fyrstur manna til þess að ljúka
því virðulega prófi“, segir Harald-
ur Bessason prófessor um hann í
greininni „Fjörutíu ára starfsferill“,
en hún birtist í Lögbergi-Heims-
kringlu 1/9 1966. Og ennfremur:
Fyrstu starfsárin kenndi dr. Beck
við St. Olaf College í Northfield
Minnesota og Thiel College í Penn-
sylvania-sambandsríkinu.
Árið 1929 varg hann prófessor
við ríkisháskólann í Grand Forks,
Norður-Dakota, og starfaði þar,
unz hann lét af störfum nú fyrir
skemmstu. Kennslugreinar hans
þar voru Norðurlandamálin og bók
menntir. Forseti hinnar erlendu
tungumáladeildar háskólans varð
hann 1954 og gegndi því starfi síð-
an. Forseti Þjóðræknisfélags Islend
inga í Vesturheimi var hann 1940
—46 og svo 1957 og síðan. >á hef-
ur dr. Beck gegnt störfum sem
vararæðismaður og ræðismaður Is-
lands f N.-D. (frá 1952 ræðismað-
ur). Hann var um skeið forseti Fé-
lagsins til eflingar norrænum fræð-
um (The Society for the Advance-
ment of Scandinavian Study) og
gegndi trúnaðarstörfum í fjölda
mörgum öörum félögum innan og
utan háskóla síns. I-Iann heimsótti
ísland á Alþingishátíðinni 1930 og
var fulltrúi íslands og gestur ríkis-
stjórnar íslands á lýðveldishátíð-
inni 1944 og var meðal ræðumanna
vig stofnun lýðveldisins á þingvöll-
um 17. júní. I ferðum sínum til ís-
lands fyrr og síðar hefur Richard
Beck víða komið og flutt erindi og
ræður, en síðan hann kom til Norð-
ur-Dakota hefur hann flutt á ann-
að þúsund ræöur og erindi, mikinn
hluta þeirra íslenzk og norræn efni,
á ensku, íslenzku og norsku, víðs
Föstudagsgrein —
.Framh. af bls. 9
sem undirþjóð, en þá kæmist
fjöldi arabískra íbúa landsins,
sem sviptir eru þjóðfélagsleg-
um réttindum nærri því upp í
sömu tölu og Gyðingar í land-
/Ásigur Arabaríkjanna getur
^ haft margvísleg pólitísk
innanlandsáhrif í þéim. Nú um
skeið er helzt um það talað, að
hann muni valda falli Nassers
einræðisherra Egyptalands.
Einnig er mikil hætta á því, að
í ósigrinum rísi upp ágreiningur
meðal hinna ólíku ríkja og þjóö-
arbrota. Það ber til dæmis þeg-
ar á því, að ágreiningur sé upp
kominn milli Egypta og Jórd-
ana, vegna uppgjafar hinna
síðastnefndu. Einnig er hætt við
því aö Egyptar saki Sýrlend-
inga um að hafa brugðizt sér
meö því að halda aö sér hönd-
um meðan innrásin var fram-
kvæmd í Egyptaland, þrátt fyrir
það, að það voru einmitt Sýr-
lendingar sem ákafastir voru í
að hraöa átökum við ísrael.
tMns og gengur og gerist taka
menn hlut ólíkra þjóða, sem
deila. Menn draga þær í dilka
eftir eigin lífsviðhorfum. Sumar
eru taldar frjálslyndar, aérar
ofbeldishneigðar, sumar hallast
að byltingarstefnu kommúnism-
ans, aðrar horfa vonaraugum til
vestrænna lýðræðishugsjóna.
Það er til dæmis ekkert óeðli-
legt, að menn hér riorður á ís-
landi taki afstöðu til heims-
veldisstefnu Rússa, sem beinlín-
is getur haft stórfelld áhrif á
framtíð okkar eigin þjóðar,
enda skiptast menn hér alger-
lega í tvær fylkingar í því máli.
H.itt er miklu vafasamara,
hvort nokkurt réttlæti eða skyn
semi er í því, aö taka ákveðna
afstööu í deilum ísraels og
Arabaþjóðanna.
Við vitum það aö vísu, aö
þjóðfélag Israelsmanna er full-
komið vestrænt tækniþjóðfélag.
jwmwtmaœaemamumaammmmmmm
Þannig getum við litið á hern-
aðaraðgerðir þeirra, sem glæsi- i
legan vestrænan hernaðarsigur,
að þaö hafi verið ,,okkar“ her, !
sem sótti fram og gersigraði
með vestrænu stáli og vestrænni
hernaðarlist hina rússnesku
skriðdreka, sem Arabar höfðu
fengið.
ýíir hverju erum við að
hrósa sigri? Er ekki rétt
fyrir okkur að reyna að lita
víðara yfir hinn breiða bak-
grunn atburöanna í nálægum
Austurlöndum. Erum við ekki
fyrst og fremst að hrósa sigri
yfir því, að haldiö er áfram að
troða á og svívirða hinar fá-
tæku og vesælu Arabaþjóðir.
Getum við glaözt yfir því, að
þeirri þróun er haldið áfram?
Mætti þá ekki alveg eins halda
þessu áfram lengra, hvers
vegna ekki að leyfa Bretum þá
að fara aftur og taka Mesó-
pótamíu og senda vestrænt
herliö inn í Egyptaland, kúga
þá til hlýðni og láta þá taka til
konungs einhvern nýjan Farúk,
þar sem sá gamli og feiti hrökk
upp af nýlega á næturklúbb á
Ítalíu?
/~)g sú samlíking, aö líkja
J Nasser forseta viö Hitler
er bæði furöuleg og skaövæn-
leg, þeim manni sem hefur verið
eina von kúgaðra og fátækra
nýlenduþjóða um aö geta sam-
einazt og risið upp úr spilltu
furstaveldi. Þaö getur svo sem
vel verið, að hann verði nú
eftir hinar hernaðarlegu hrak-
farir fyrir Gyðingum að hrökkl-
ast frá, og margt misjafnt má
að vísu segja um hann. En
hvern fá þessar þjóðir þá til
forustu í staðinn fyrir hann,
það skyldi þó aldrei vera að í
ósigrinum og hrakförunum, þá
komi einhver sem horfir til
Moskvu í stað þess aö horfa til
Mekka, og hrífi með sér í þær
herbúðir gervallar Arabaþjóðir.
Er það gjaldið, sem viö eigum
aö greiöa fyrir eina siglingaleið
um Akaba-flóa?
Þorsteinn Thorarensen.
vegar um Bandarfkin og Kanada.
Ýmis heiðursmerki hefur hann hlot
ið, riddari af Fálkaorðunni 1939 óg
stórriddari 1944. Riddari af St. Ol-
avs orðunni 1939 og Frelsisorðu
Kristjáns X 1944 o. s. frv. Heiðurs-
félagi í möirgum félögum, Hins ís-
lenzka Bókmenntafélags, Þjóörækn
isfélags Islendinga í Vesturheimi og
fjölmargra félaga á íslandi og í
Vesturheimi.
Richard Beck hefur verið einn
mesti landkynnir, sem Island hefur
átt, en hann hefur alla tíð verið
óþreytandi að kynna Island, íslend
inga og íslenzka menningu, og ligg-
ur eftir hann mergð ritgerða í tíma-
ritum og blöðum, en einnig kynnti
hann ísland með fyrirlestrahaldi.
Helztu rit hans á ensku eru: Ice-
landic Lyrics 1930, The History of
Scandinavian Literatures (meðhöf-
undur) 1938, History of Grand
Forks Deaconess Hospital 1942, Ice
landic Poems and Stories 1942, A
Sheaf of Verses (ljóð á ensku) 1945
(aukin útgáfa 1952) og ný útgáfa á
þessu ári, Ilistory of Icelandic Po-
ets 1800—1940 (1950) Jon Thor-
laksson, Icelandic Translator of
Pope and Milton, 1957. Einnig kafl-
ar í ýmsum ritum svo sem En-1
cyclopedia of Literature, 1946, og
Iceland Thousand Years 1945. Með-
al rita á íslenzku: Ljóömál 1930,
Saga Ilins evangelisk-lúterska
kirkjufélags Islendinga í Vestur-
hcimi 1935, Kvæði og kviðlingar
K. N. .Túlíusar 1945, Ljóðmæli Jón-
ÞAÐ ER RANGT ! EN REIKNINGS-
SKEKKJUR ERU ÓÞARFAR ÞEGAR
VIÐ HENDINA ER
UhUaj^mM3
RAFKNÚIN REIKNIVÉL
MEÐ PAPPIRSSTRIMU
+-
TILVALIN FYRIR
-itVERZLANIR
*SKRIÉSTOFUR
• IÐNAÐARMENN
*OG ALLA SEM
FÁST VIÐ TÖLUR
o tekur *
+ LEGGUR SAMAN 10 stdfd tölu
— DREGUR FRÁ 1 -|
gefur J.L
X MARGFALDAR stafa úlkomu
* skilar kredil útkomu
Fyrirferðarlítil á borði —■ stœrð aðeins:
19x24,5 cm.
Traust viögerðaþjónusta.. Ábyrgö.
O. KORM IE RU P-HAMIEHI IF
SlMI 24420-SUÐURGATA 10-REYKJAVlK
asar A. Sigurðssonar 1946. Guttorm
ur J. Guttormsson skáld 1949, Ætt-
land og erfðir 1950. Svipmyndir
af Suðurlandi 1956. I átthagana
andinn leitar 1957. Ritstjóri tíma-
ritsins Almanak Olafs S. Thorgeirs
sonar 1941—’54, auk ótalinna fjöl-
margra ritgeröa bókmenntalegs efn
is, íslenzk, norsk og norræn, í vest-
ur-íslenzkum, bandarískum, norsk-
bandarískum og enskum tímaritum
og blöðum. Auk þessa hefur mikið
birzt eftir Richard Beck í íslenzk-
um tímaritum og blöðum.
Fyrstu konu sína, Ólöfu Dan-
íelsdóttur, missti Richard Beck eft-
ir skamma sambúð 1921. Hún var
fósturdóttir Gunnlaugs Björgólfs-
sonar og Valgerðar Stefánsdóttur
á Helgastöðum í Reyðarfirði. Önn-
ur kona hans, Bertha, var af kunnri
íslenzkri landnámsætt vestra,
henni kvæntist Richard Beck 1925.
Henni hefur verið lýst sem óvenju-
lega listrænni konu og stórvel aö
sér í íslenzkum fræðum, tók mik-
inn þátt I félags og menningarmál-
um, og var sæmd ýmsum heiðurs
merkjum m. a. af Bretakonungi
fyrir hjúkrunarstörf í fyrri heims-
styrjöld. Bertha andaðist 1958, Þau
eignuðust son og dóttur, sem bæði
gengu menntaveginn. Þriðja kona
Richards Becks er Margaret Brand
son, listfræðingur frá Kalifomíu-
háskóla, dóttir hjónanna Einars
Brandssonar og Sigríðar Einars-
dóttur, sem bæöi em ættuð úr
Mýrdal, en þau fluttust vestur og
námu land 1886.
Auk þess, sem talið hefur verið,
heimsóttu þau hjcri ísiand í boði
Háskóla Islands á hálfrar aldar at-
mæli Háskólans 1961. Við það tæki
færi sæmdi Háskólinn hann heið-
ursdoktorsnafnbót í heimspeki, en
ári áður var hann kjörinn ævi
félagi Slysavarnafélags Islands.
Voriö 1965 var hann einn af fyrstu
þrem kennurum Ríkisháskólans i
N. Dakota sem sæmdir voru titl
inum-„University Professor" fyrir
langa og frábæra starfsemi í þágu
háskólans með kennslu sinni og
öðrum hætti“.
Vísir er í tölu þeirra fjölmörgv
blaða, tímarita, félaga og annarra
stofnana, sem eiga Richardi Beck
miklar þákkir að gjalda. op h
um merkisdegi á æviferli hans
sendir blaðið honum og konu hans
beztu árnaðaróskir.
Persónulega þakka ég þeim hjón
um vináttu þeirra og tryggð og
óska þeim allra heilla.
Axel .Thorsteinson.
ÝMISLEGT YMISLEGT
Trúin flytur fjöll. — Við flytjum allt annað
SENDIBlLASTÓOIN HF.
HlLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA
SMURBRAUÐ VEIZLUBRAUÐ
Hc-ilsneiðar snittur og brauðtertur Pantið i tlma.
Brauöstofai Hámúli Hafnarstræti 16. Síml 24520.
■ l
MÚRBROT SPRENGINGAR
I. .....■„■-1
VANIR MENN
NÝTÆKI
TRAKTORSGRÖFUR
TRAKTORSPRESSUR
LOFTPRESSUR
GROFTUR
ÁMOKSTUR JÖFNUN LÓÐA
I|
VELALEIGA
simon simonar
SIMI 33544
Tökum að okkur hvers konar múrbroi
og sprengivinnu I húsgrunnum og ræs
um. Leigjum út loftpressur og vibra
sleða. Vélaleiga Steindðrs Sighvats
sonar, Álfabrekku við Suðurlands
braut, simi 30435.
SÍIKII 23480 _____
Vlnnuvélar til lelou * w 11 * I -
Rafknúnlr múrhamrar með borum og fleygum. - Steinborvélai. -
Steypuhraerlvélar og hjðlbörur. - Raf-og benzlnknúnar vatnsdaslur.
Vlbratorar. - Stauraborar. - Upphltunarofnar. -
ROTHO GARÐHJÓLBÖRUR
komnar aftur, lægsta fáanlega Verð,
70 ltr. kr. 895.— Kúlulegur, loft-
fylltir hjólbaröar. vestur-þýzk úr-
valsvara. Varahlutir. Póstsendum.
INGÞÓR HARALDSSON H.F.
Snorrabraut 22, slmi 14245.