Vísir - 21.06.1967, Blaðsíða 8
8
V í S I R . Miðvikudagur 21. júní 1967.
VÍSIR
Utgefandi: Blaðaötgáfan VlSIR
Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson i
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri; Axel Thorsteinsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson
Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099
Afgreiðsla: Túngötu 7
Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands
1 lausasölu kr. 7.00 eintakið
Prentsmiðje Vísis — Edda h.f.
Kaldur stríðsmaður
J^alda stríðið er ekki úr sögunni enn. ískuldi þess
lagðist yfir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í
fyrradag, þegar Kosygin Sovétleiðtogi flutti þar æs-
ingaræðu um styrjöld Araba og Gyðinga. Kosygin
hefur hingað til verið talinn frekar hófsamur skipu-
lagsmaður, en í ræðu sinni sýndi hann á sér nýja
hlið. Hann frysti þær vonir, sem menn höfðu gert sér 1
um, að Sovétríkin mundu aðstoða við að koma á var-
anlegum friði á landamærum fsraels.
Hugaræsingur Sovétleiðtoganna er að ýmsu leyti
skiljanlegur. Þeir hafa orðið fyrir óvæntu og hrika-
legu áfalli í valdasókn sinni í hinum umdeilda heims-
hluta. Þeir höfðu látið blekkjast af stóryrðum leiðtoga
Arabaríkjanna og eggjað þá til fjandskaparins við
ísrael, sem náði hámarki með siglingabanninu á Ak-
abaflóa. Öll fór þessi ráðagerð út um þúfur, er her-
veldi Arabaleiðtoganna féll saman á fjórum dögum,
Sovétleiðtogunum til mikillar hrellingar. Þeir ætla
greinilega með köldu samningastríði að bæta Araba- n
leiðtogunum upp ósigur þeirra í heita stríðinu.
Þjóðhátíð á nýja staðnum
]\okkra óánægju vakti sú ákvörðun þjóðhátíðar-
nefndar að færa 17. júní-hátíðina úr miðbænum og
inn í Laugardal. Reynslan af hátíðinni er hins vegar
slík, að ólíklegt er, að þjóðhátíðin verði flutt úr Laug-
ardal á næstu árum. í ljós kom, að staðurinn er á
flestan hátt vel fallinn til þessa. Dalurinn rúmar mik-
inn mannfjölda. Einnig eru þama ýmis þau mann-
virki, sem þarf til hátíðahalds, svo sem sýningarhöll,
skrúðgarður, íþróttavöllur, sundlaug og áhorfenda-
pallar. Aðstaðan mun enn batna í framtíðinni, því
Laugardalurinn byggist smám saman upp sem íþrótta
og útivistarsvæði. Rigningarveðrið á laugardaginn 1
kom í veg fyrir, að þjóðhátíðin nyti sín nógu vel á V
þessum stað í fyrsta sinn. En þar eru einmitt skil- 1
yrði til að færa sum dagskráratriðin inn í hús, — sýn-
ingarhöllina, þegat illa viðrar. Kvölddansinn var inni í
höllinni. Hann hefði áreiðanlega verið dauflegur í
rigningunni á götum miðbæjarins. Og ekki er hægt
að hugsa sér glæsilegri þjóðhátíð í góðviðri en einmitt
í Laugardalnum.
Odýr málun
Stjóm Málarameistarafélagsins hefur nýlega upplýst,
að samkvæmt uppmælingu kosti ekki nema rúmar
18 þúsund krónur að mála venjulega, nýja fjögurra
herbergja íbúð. Greinilegt er því, að uppmælingataxti
málara er hafður fyrir rangri sök, þegar kvartað er
um, að dýrt sé að láta mála. Og húsbyggjendur munu
áreiðanlega minnast upplýsinga félagsins, þegar þeir ((
þurfa næst á þessari þjónustu að halda. ((
Kuwait-ráðstefnan kann að
leiða i Ijós qildi „arabiskr
m
ar einingar
Utanríkisráöherrar Arabaland
anna komu saman á fund um
seinustu helgi svo sem kunnugt
er af fréttum. Tilgangurinn meö
þessum fundi var sagöur vera,
að ræða og taka ákvarðanir um
samstöðu Arabalandanna á auka
fundi Allsherjarþingsins, — og
ennfremur vinna að undirbún-
ingi að fyrirhuguðum fimdi
æðstu manna Arabalandanna,
sem ákveðið er að halda í
Khartoum í Sudan, uppá-
stunguna að þeim fundi áttu
þeir Nasser forseti og Ismail-
al-Az-hari forseti Súdan.
Þá mun einnig verða rætt um
samræmdar nýjar aðgerðir gegn
ísrael — ef til þeirra yrði að
grípa, að áliti Arabaríkjanna 13,
sem Kuwaitfundinn sitja.
Og svo eru samræmdar að-
geröir á dagskrá gagnvart Bret-
landi og Bandaríkjunum, en
Breta og Bandaríkjamenn er enn
reynt að saka um að hafa sent.
flugvélar ísrael til stuðnings dag
inn sem flugher Egypta lamaöist
svo, að á þeim degi unnu ísraels
menn raunverulega stríðið.
Miklar viöræöur eiga sér lika
stað milli leiðtoga, Nassers for-
seta, sem gegnir nú embætti
forsætisráðherra — jafnframt
forsetaembættinu — og flokks-
leiðtogastörfum, og Noureddins
Al-Etassi forseta Sýrlands, og
fleiri.
Meðfylgjandi mynd af þeim
tveim herrum var tekin er
Noureddin El-Atassi var að
koma frá Alsír, þar sem hann
ræddi viö Boumedienne forsæt-
isráöherra. Að Austurlandasið
heilsuðust þeir Nasser og El-
Atassi með því að núa saman
nefjum.
Ekki er látið neitt uppi um
viðræöur El-Atassi og Boumedi-
enne en gert er ráö fyrir að
Boumedienne hafi gert El-Atassi
grein fyrir viðræðum við Tító
forseta og Kosygin forsætisráöh.
Sovétríkjanna í ferð sinni til
Moskvu fyrir skemmstu, en
hann hafði viðkomu í Belgrad
í báðum leiöum.
„Einingin" í
Arabalöndunum.
Hún er að margra áliti meiri
í orði en á boröi, og þótt Bo-
umedienne hafi stungið upp á,
aö Arabalöndin öll ákveði olíu-
bann á Bretland og Bandaríkin,
er meira en vafasamt að sam-
komulag náist þar um, þar sem
vitað er aö sum olíulandanna
eru banni mótfallin þótt þau
hafi dansað með þegar Nasser
blés í flautuna, fyrir innrásina
i Egyptaland. Þar að auki er
fullyrt, að Bandaríkin geti hæg-
lega framleitt eöa fengið nóga
olíu handa sér og einnig séö
Bretum fyrir birgöum. Aö áliti
margra sérfræðinga mundi olíu-
bann skaða Arabaríkin margfalt
meira en Bretland og Banda-
ríkin.
Athyglisverðast,
sem ekki var minnzt á.
Það var i ræðu sem Boumedienne
flutti í fyrradag, sem hann stakk
upp á árs olíubanni. Fréttarit-
arar segja, að yfirleitt hafi þess
lítiö orðiö vart hjá fólki sem á
ræðuna hlýddi, hvort þvi líkaði
betur eða verr. En fréttaritarar
segja, að ræðan hafi veriö lang
athyglisverðust fyrir það, að
Boumedienne minntist ekkert á
ferðina til Belgrad og Moskvu,
ekkert á stuöning Sovétríkjanna
við Arabalöndin, og ekkert á
Nasser, en hann endurtók, aö
„orrusta væri töpuð, en ekki
styrjöld" og halda yrði áfram
baráttunni, — því að „annars
kæmi röðin að Alsír“.
Stjórnmálafréttaritarar segja,
að ræðan verði helzt skilin á
þann veg, að Boumedienne hafi
verið að búa menn undir að
hyggilegast sé fyrir Alsírbúa aö
treysta á sjálfa sig en ekki aðra.
Hussein:
Engar sannanir.
Og meöal þeirrá þjóðaleiðtoga
sem látiö hafa til sín heyra nú,
þegar Allsherjarþingið er komiö
saman til .fundar, er Hussein
Jórdaníukonungur, sem vegna
hinnar margumtöluðu arabísku
einingar gekk í fóstbræðralag
við Nasser forseta, en þeir voru
áöur hatursmenn. Var það rétt
fyrir leifturstyrjöldina.
í fyrradag ræddi Hussein viö
fréttamenn, og meðan Kosygin
og aörir kyrjuðu sama sönginn
um flugvélastuðning Breta og
Bandaríkjamanna við ísrael dag
inn, sem flugher Egyptalands
var sigraður, tók hann skýrt
fram, að hann hefði engar sann-
anir fyrir slíkum stuðningi viö
ísrael, hvorki frá fyrmefndum
þjóöum eöa öðrum.
Nýtt ríki.
Ben Gurion fyrrum forsætis-
ráðherra ísraels hefir stungiö
upp á stofnun nýs ríkis á vestur
bökkum Jórdan, sem yrði í efna-
hagslegum tengslum við ísrael-
el. Ef til vill er þessi hugmynd
fram komin vegna þess, aö hann
telji frekar hægt aö koma henni
í höfn heldur en að fá viður-
kenningu á yfirráðum Israels-
manna á hinu hertekna landi
vestan Jórdan. Annars er þessi
hugmynd svo nýlega fram kom-
in að menn hafa lítið um hana
sagt í útvarpi og blöðum enn
sem komiö er, og verður fróö-
legt að heyra álit sérfróöra
manna um hana.
A. Th.