Vísir - 21.06.1967, Qupperneq 9
V í S IR . Miðvikudagur 21. júní 1967
9
V'isir ræbir við Israelsmann og Egypta
um skoðanir þeirra á ástandinu i
löndunum fyrirt botni Miðjarðarhafs
Það er f ólkið sem skapar landið
ekki landið sem skanar fólkið
Segir YOUSEPH RAZ frá Tel Aviv,
i viðtali við blaðamann Visis
yísir frétti af einum ísraelsmanni sem staddur er í
Reykjavík um þessar mundir. Vegna atburða þt4rra
sem hafa verið að gerast í löndunum fyrir botni
Miðjarðarhafsins síðustu daga fýsti okkur að ná
tali af manninum og tókst það greiðlega fyrir milli-
göngu Sigurgeirs Sigurjónssonar aðalræðismanns
ísraels á íslandi.
Sigurgeir léði okkur einnig húsnæði til viðtalsins
í skrifstofum sínum að Óðinsgötu 4. Við settumst
við borð í skrifstofunni og biðum eftir manninum
frá ísrael litla stund.
Ahmed Hafez Awad.
Innan skamms birtist hann,
fremur iágvaxinn ungur maður
með dökkt hrokkið hár og ljóst
yfirvararskegg. Hann heilsaöi
hæversklega og settist andspæn
is okkur við borðið, tók upp
tóbakspung og sígarettubréf og
vafði sér sígarettu.
— Ég er frá Tel Aviv og þar
búa foreldrar mínir. Ég hef ver-
ið að ferðast um heiminn i tvö
Það má ekki dæma þjóðirnar
eftir forystumönnum þeirra
segir Ahmed Hafez Awad frá Kairó
i eftirfarandi viðtali við Visi
Ég er fæddur í febrúar árið 1942, í litlum bæ
skammt utan við Kairo. Tveim kílómetrum utan
við bæinn er flugvöllurinn Almaza, sem er her-
flugvöllur og var eyðilagður í loftárás í upphafi
styrjaldarinnar. Fjölskylda mín fluttist frá Egypta-
landi skömmu eftir að Nasser tók við völdum.
Sá sem mælir þessi orð heitir Ahmed Hafez Aw-
ad og hefur verið búsettur hér frá því á jólum
1965, kvæntur íslenzkri konu, Guðrúnu Ásu Brands
dóttur og eiga þau hjónin eina dóttur barna, sem
nú er átta mánaða gömul.
stSJa
Awad vinnur hjá Islenzk-
Ameríska verzlunarfélaginu og
starfar þar að bókhaldi og sölu-
mennsku m.m.
— Hvernig stóö á því að
fjölskylda þín fluttist frá Egypta
landi eftir valdatöku Nassers?
— Faöir minn er blóösérfræð-
ingur. Þegar Nasser komst til
valda stjórnaöi faöir minn blóö-
banka. Nasser setti „offísér"
sem yfirmann við bankann „til
að hafa augá með hlutunum"
eins og þaö er kallað. Þetta
líkaöi fööur mínum ekki og
flutti fjölskyldan til Qatar sem
er lítið 'furstadæmi viö Persa-
flóa, og þar starfar hann nú aö
sérgrein sinni.
— Fluttir þú meö fjölskyldu
þinni til Qatar?
— Nei, ég fór til Englands,
en bróðir rninn fór aftur á móti
til Qatar. Reyndar hefur
hann verið við nám í Englandi
undanfarið og lýkur þar efna-
fræöiprófi næsta ár. Frá Eng-
landi fór ég til Þýzkalands, en
!>ar hitti ég konu mína og flutti
meö henni til íslands. I fyrra
komu foreldrar mínir i heim-
sókn til okkar og þótti þeim
landið fagurt og fólkið gott.
Faðir minn sagöist meira að
segja vilja veröa jaröaður í ís-
lenzkri mold.
— Hvað viltu segja um at-
buröi þá sem hafa verið að
gerast í löndunum fyrir botni
Miöjaröarhafsins?
— Allir vita hvernig málin
hafa skipazt í þessum löndum
á undanfömum'árum. Það má
segja að Súezdeila Egypta og
Breta hafi gert Nasser stóran.
Margir halda að Naquib sé upp-
hafsmaöur byltingarinnar í
Egyptalandi, en sannleikurinn
er sá að þeir stóðu báðir að
henni, hann og Nasser. Síðar
haföi Nasser betur. Hann lofaði
fólkinu miklu og þaö fékk mik-
ið. Sérstaklega á þetta við um
bændurna, en Nasser úthlutaöi
þeim landi og nú em þeir meöal
tryggustu fylgismanna hans.
Nasser hefur lagt mikið upp úr
hervæðingu þjóðarinnar, en
margir landsmenn eru á móti
honum þess vegna. Egyptar eru
ekki miklir hermenn, en þeir eru
góðir bændur enda hafa þeir
yfir að ráða einhverri frjósöm-
ustu jörð sem til er í heiminum
og á ég þar við landið á bökk-
um Nílar.
— Telur þú að almenningur
í Egyptalandi hafi verið á móti
styrjöld?
— ÞaÖ má vera að Egyptar
hafi verið stórorðir fyrir styrj-
öldina, en þau orð hafa ekki
rist djúpt. í raun og veru eru
Egyptar friðsamir og kæra sig
ekki um að fara í styrjöld. Al-
menningur gerir sér ekki grein
fyrir því, til hvers hann á að fá
byssur í hönd og halda til bar-
daga út £ eyðimörkina þegar
nóg er að starfa heima fyrir og
ég býst ekki við að það séu
margir bændur sem vilja yfir-
gefa jörðina sína, konu og böm
til þess að berjast i eyðimörk-
inni. Það má ekki dæma þjóð-
ina alla eftir stjómendunum.
— Hvað um þátt ísraelsmanna
í styrjöldinni?
— ísraelsmenn sigruöu í
þessari styrjöld með leiftursókn
sinni. ísraelski herinn er mjög
vel skipulagður og hermennim-
ir í góöri þjálfun. Þar sefur
hver einasti maður með byssu
undir koddanum.
Israelska þjóðin hefur oröið
að þola mikið gegnum aldirnar
og nægir að minna á meðferö
nazistanna á þeim. ísraelsmenn
segjast hafa rétt á að vera ein-
hvers staðar og einhvers staðar
verða þeir að vera, hjá því verð-
ur ekki komizt. En ef þjóðin
ætlar að búa í Israel, verður
hún að sitja við sama borð og
Arabar vegna stöðu landsins.
Þessar þjóðir ættu að geta etið
brauð sitt saman undir sömu
sól. Að mínu áliti hefðu þjóö-
irnar í viðkomandi löndum fyr-
ir löngu átt að setjast við samn-
ingaborðið og ræöa hlutina, f
stað þess að hervæöast af kappi
hvor fyrir sig.
— Telur þú að trúmálin hafi
Framhald á bls. 10
og hálft ár og ætla að halda
því áfram enn um sinn. Ég hef
veriö hér á íslandi í einn mánuð
og fékk vinnu á mánudaginn
var, við byggingar. Meiningin
er að vinna í um þaö bil tvo
mánuði og ferðast svo gangandi
um landið.
— Hvað viltu segja um styrj-
öldina milli Araba og Gyðinga?
— Styrjaldir eru yfirleitt
ástæðulausar. Þjóöirnar eiga að
lifa í friði. Mín þjóð vill ekkert
frekar en lifa í friði, og bezt
mundi það vera fyrir alla aðila.
ísrael er mjög lítiö land
með mnan viö tvær milljónir
íbúa. Fyrir tuttugu árum var
megnið af landinu eyðimörk, en
nú héfur stór hluti þess veriö
ræktaður upp. Samt höfum við
nóg af eyðimörk ennþá.
Ef þú lítur á landakort get-
urðu séð að landið er umkringt
af Arabaríkjum á alla vegu
nema einn, þar liggur það aö
hafinu, Arabalöndin í kring eru
víöáttumikil og byggðin safn-
ast saman á vissum stöðum.
Aröbum hefur gengið hægt aö
rækta upp eyðimerkurnar og
sækjast máske þess vegna eftir
landi okkar. Þessar þjóðir um-
hverfis okkur hafa allar her-
væðzt af kappi undanfarið. Þeg-
ar Egyptar lokuöu Akabaflóan-
um var um mjög alvarlega aö-
gerð að ræða frá þeirra hendi,
þar sem þeir lokuðu siglinga-
leiðinni að landi okkar. Sú ráð-
stöfun er sambærileg við það,
að sett væri siglingabann á
Faxaflóa. Slíkt mundi fljótlega
segja tii sin fyrir isienzku
þjóðina.
— Hefur þú gegnt herþjon-
ustu?
— Já, ég hef lokiö herskyld-
unni. Hjá okkur er hún tvö og
hálft ár og er mé • óhætt aó
segja aö hún sé mjög ströng
Það má segja aö heræfingar hafi
veriö stöðugar og án hvíldat
þennan tíma, enda er israeis-
herinn í mjög góðri þjálfun. Þaö
er nauðsvnlegt fyrir okkur aö
hafa styrkan og vel þjálfaðan
her, þar sem viö erum svo fá-
menn. Ef varnarveggur okkai
brestur á einum stað, er ekki
í annað hús að venda en sjó-
inn, og þá er ekki um annaó
að ræöa en grípa sundtökin.
— Hvemig líkaöi þér í her-
þjónustunni?
Það líkar engurn vel aö vera
í hernum. Flestir gegna her-
skyldunni á árunum 18—21 árs,
en það er bezti tími ævinnar,
sá tími sem fólk notar yfirleitt
til að mennta sig eða skoða sig
um í heiminum.
— Samkomulag ykkar við ná
grannana hefur ekki veriö upp
á það bezta?
— Viö hötum engan. I Bombay
hitti ég Egypta og biðum viö
báöir eftir sama skipinu og
spiluðum billiard í tvær vikur.
Við ræddum vandamál þjóöa
okkar eins og maöur við mann
og vorum góðir félagar.
— Hverjar telur þú orsakir
striðsins?
— Þaö getur verið erfitt aó
vera málsvari einnar stefnu í
svo flóknu máli sem þessu,
enda eru alltaf fleiri en ein hlið
á hverju máli. Auðvitað held
ég fram þeim málstað sem mér
finnst réttur, en mér getur
skjátlazt eins og öðrum.
Það mætti segja mér að Nass
er ætti töluveröa sök á því
hvemig fór. Um margra ára
skeið hefur Nasser verið aö
reyna að sameina Arabaríkin í
eitt, með þaö fyrir augum að
verða æðsti maður yfir slíku
stórveldi. Þetta hefur gengiö
erfiðlega og deilur hafa risiö
milli einstakra Arabaríkja. Með
því að hefja stríð viö ísraels-
menn, taldi Nasser að takast
mætti að sameina Araba í því
máli a. m. k. og finna með því
Framh. á bls 10
Youseph Raz.
as