Vísir - 03.07.1967, Side 1

Vísir - 03.07.1967, Side 1
Dauðaslys í Reynisfjalli 21 árs gamall maöur fannst látinn í urð i gilskomingi 1 Reynisfjalli í gærmorgun um kl. hálf nfu Engir sjönarvottar voru aö slysinu en allar líkur bentu til bess að hann heföi hrapað i fjallinu, runnið í grasbrekku og lent í urðinni, sem hann fannst í. Félagi hans fann hann, þegar hann kom til þess að sækja hann á umsömdum tíma um morguninn. Ungi maðurinn var á ferða- lagi meö ööru starfsfólki úr Kassagerð Reykjavikur. Hafði hann ætlaö að eiga náttstað uppi f fjailinu og hafði með sér bakpoka, einan farangurs. Bak- pokinn fannst skammt frá hon- um. Geimfaraefnin í ÖSKJU í morgun Fóru i fjallgöngu kl. 6 en ferðin reyndist þeim tafsöm — Áætlað er að einhver úr hópnum verði fyrsti maðurinn sem Bandarikjamenn senda til tunglsins 7970 Bjart var yfir Öskju í morgun og fagurt veður, að því er Guð- mundur sagði, en talsverður snjór er í fjallahlíðum. — Ferðin þangað upp eftir gekk að óskum, en vötn eru erfið yfir- ferðar. . í gær áttu geimfaraefnin þægilegan dag á Akureyri, en Frarab. á his 10 Amerísku geimfaraefnin, sem hingað komu á fimmtudags- kvöldið flugu noröur tii Akur- eyrar i gær og héldu þaðan til Öskju, þar sem þeir eiga aö haga sér líkt því að þeir væru á tunglinu, kanna þar óþekkt land, átta sig á fjallamyndun og bergtegundum og hafa sér til Ieiðsagnar loftmyndir, líkt og þeir mundu hafa til leiðsagnar á tunglinu. Samkvæmt yfirlýsing- um bandarískra yfirvalda verða einhverjir þessara 25 geimfara- efna, sem hér dveliast fyrstu mennirnir, sem Bandaríkjamenn senda til tunglsins, en áætlanir eru uppi um að senda þangaö mannað geimfar árið 1970. Það á því ef til vill fyrir ein- hverjum þeirra að liggja að stíga hið sögulega spor — fyrstir manna á aðra stjörnu. Hver það verður vildu þeir ekki segja um, þegar þeir voru spurðir, en aliir eru þeir þjálfaðir til þess að fara með mönnuðu geimfari út úr gufuhvolfinu og með lend- ingu á tunglinu fyrir augum og eflaust á fleiri en einn þeirra eftir að ná því marki. Vísir átti i morgun tal við Guðmund Jónasson, þar sem hann var með fjallabíla sína á eftir flokknum uppi við Öskju, en hann sér um að flytja þá á milli staða og hefur auk þess kokk um borð í einum bíla sinna, sem matreiðir ofan í tunglfar- ana og fylgdarlið þeirra, en þar á meðal er fjöidi fréttamanna innlendir og erlendir. Ennfrem- ur er þar Sigurður Þórarinsson, sem sér um hina jarðfræðilegu hlið málanna, en hann hefur ásamt Guömundi Sigvaldasyni samið sérstakt próf fyrir geim- farana, sem þeir eiga að ieysa þar uppi við Öskju. Guðmundur Jónasson sagði við Vísi í morgun að flokkurinn hefði risið ária á fætur i morg- un, eöa um klukkan sex og haldið af staö frá tjaldbúðunum í fjallgöngu og voru geimfara- efnin að feta sig upp hlíðina sagði Guðmundur um tíu leyti og sagði hann aö þeim reyndist gangan tafsöm. Geimfaraefnin skoða sig um á Akureyri, en þaðan héldu þeir í gær til Herðubreiðarlinda. Fyrsti hópurinn kom í Herðubreiðarlindir með flugvél Björns Pálssonar í gærmorgun um 10 leytiö Forsætisráðherra heimsækir geim- faraflokkinn við Öskju í dag munu forsætisráð- herra, Bjarni Benediktsson og sendiherra Bandarfkjanna heimsækja bandarisku geimfaraefnin, sem dveljast við æfingar við Öskju. — Reiknað var með að flugvél færi með gestina þangað inn eftir, en ekki var vitað hvort flugvöllurinn við Öskju væri nægilega tryggur til iending- ar, en mikil snjóþyngsli hafa verið við Öskju í vor og var verið að athuga þetta þegar blaðið vissi síðast í morgun. t Sundfatalaus i laugunum að næfur/je/i Ibúar næstu húsa við Sund- laugarnar urðu fvrir töluveröu ónæði, þegar iiðið var á að- faranótt sunnudagsins. 3 karlar og ein kona höfðu fundið til slíkrar löngunar til þess að fara í baö, aö þau liöföu ekki með nokkru móti getað spornað viö henni og skelltu sér í iaug- ina, sundfatalaus. Busi þeirra og skvamp hélt vöku fyrir fólki í nágrenninu og var hringt á iögregluna, sem kom og fjar- lægði sundfólkið, þar sem þaö var í leyfisleysi þarna. — Óslitinn rykmökkur Þingvallarhringinn Fólk þyrptist úr borginni i góðviðrinu Heigln, sem var að líöa heíur án efa verið mesta feröahelgi sumarsins til þessa. Stuðlaði að því afbragðsgott veöur, sérstak- lega á sunnudaginn, en fram að þessu hefur verið fremur kalt um helgar og fólk því síður lagt i iangferðir ut úr bæn um. Umferðin var gífurlega míkil í gær og hrengsii við Elliðaár- brýmar þar sem umferðarlög- reglan hélt uppi skiptiakstri í allan gærdag. Vísir hafði samband við Ósk- ar Ólason varðstjóra, sem sagði að strax upp úr hádeginu í gær hefði umferðin út úr bænum ver ið orðin geysileg og svo aftur um kvöldið, þegar hóparnir streymdu aftur i bæinn. Gekk umferðin árekstraiítið í borg- inni og nágrenni og sýndi fólk- ið stillingu þótt það tefðist við Elliðaárbrýrnar. — Það ríkir ófremdarástand við Elliðaárbrýrnar, sagði Ósk- ar, þegar umferð er svona mik- il. Umferðarlögreglan og um- ferðarnefnd Reykjavíkur hafa margsinnis skorað á vegamáia- stjóra að gera þar einhverja breytingu á, en árangurslaust. Við Elliðaárbrýrnar verður að halda uppi skiptiakstri þannig, Framhald á bls. 10.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.