Vísir - 12.07.1967, Blaðsíða 9
V1SIR . Miðvikudagur 12, júlí 1967.
9
°g
nu er
eldskírn
VIÐTAL
DAGSINS
tengdamömmu
Tjaö mun vera á annan tug ára
síöan ég var á ferö um
Austfiröi. Þar er gott fólk, gest-
risið og glaðsinna, þegar svo
ber undir aö því finnst það viö
eiga. — Á þessu feröalagi mínu
kom ég við á Egilsstöðum og
hafði þar nokkra viðdvöl. Þá bar
þar að garöi leikflokk, sem var
á ferð um landiö. — Þetta voru
„Frúmar þrjár og Fúsi“, eöa
þannig nefndi þessi glaöi hópui
sig, því vissulega var hér á ferð-
inni glatt og gleðivekjandi fólk.
— Mér er ennþá i minni, þegar
hún frú Emelia Jónasdóttir
snaraðist brosandi inn í stof-
una á Egilsstöðum og segir:
— Hvaö er nú orðið af honum
Fúsa?
-----Þaö er óhætt að segja
þaö núna, að þá hefði eg sann-
arlega viljaö vera hann Fúsi —
en þaö var nú ekki svo vel, þvi
þessi Fúsi var enginn annar en
Sigfús Halldórsson söngvari og
tónskáld og frúrnar voru þær
frú Emelía Jónasdóttir, frú
Nína Sveinsdóttir og frú Áróra
Halldórsdóttir. — Það hefur
margur verið öfundaður aí
minnu í þessari veröld, en því
að eiga kost á að vera í slikum
félagsskap.
Cvo var þaö núna ekki alls fyr-
k'’ ir löngu, að ég hitti frú
Emelíu Jónasdóttur. Aö vísu
hef ég oft heyrt hana síöan hér
forðum á Egilsstöðum, en
sjaldnar séö. Ég gat þó ekki stillt
mína veiku sansa, svo ég sneri
mér að frúnni og spuröi hvort
hún kannaðist nokkuð viö þenn-
an gráskegg, sem gerðist svo
djarfur aö mælast til viðtals viö
hana.------Allir þekkja brosið
hennar frú Emelíu og vita hvað
það getur veriö ómótstæöilegt.
— Eitthvað kannaðist hún viö
karlinn, svo afleiðing þessa
samfunda var sú, að hún leyföi
mér að koma niður í IÖnó og
hitta sig þar aö máli, ásamt
fleira fólki, sem nú er að undir-
búa leikför út á land. — Verk-
efniö, sem tekiö er til meðferðar
er: Eldskírn tengdamömmu —
og auðvitað túlkar frú Emelia
aðalhlutverkið — en það er nú
svo sem ekki í fyrsta skiptið,
því hún hefur áöur veriö bæöi
tannhvöss og átt í taugastríði.
— Og þá er ég hér í Iðnó, og
það gleður mig sérstaklega að
eiga þess kost að vera staddur
í höpi leikara, sem nú eru að
undirbúa leikför út um land og
ætla að vekja þar í hinum strjálu
byggðum gleöi og græskulaust
gaman. — Og ef aö vanda lætur,
þá mun hverjum, sem til þeirra
fréttir, finnast til nokkurs að
hlakka, þegar flokkinn ber að
garði.
— Ég víldi nú biðja ykkur
aö segja mér í fáum orðum,
hvernig ferðin er hugsuð og
hvernig búið muni verða aö
tengdamömmu, sem nú er að
leggja upp í þennan leiðangur,
því satt sagt finnst mér það
nokkru máli skipta.
Þá er það framkvæmdastjór-
inn, Pétur Einarsson, sem hefur
orðið:
— Við hugsum okkur að kom-
ast á sem flesta staöi á landinu.
Leggja upp i ferðalagiö kringum
10. júlí, byrja á Hornafirði, halda
síöan um Austfirði og Norður-
land allt til Vestfjarða. — Síðar
í sumar, seinni hluta september
tökum við svo Suður og Suðvest
urland.
— Þið komiö auövitað á hvern
þann stað, sem þið telji mögu-
legt að hafa sýningu?
— Viö höfum ákaflega tak-
markaðan tíma, en gerum okk-
ur þó von um að komast á flesta
Ingólfsson, sem þekktur er fyrir
sína leikmyndagerö fékk frí frá
því starfi í þetta sinn.
Eins og ég gat um áðan, var
ég svo heppinn að vera fyrir
nokkrum árum austur á fjöröum
og komst þá í örlitla snertingu
við Frúrnar þrjár og Fúsa.
Að vísu sakna ég Fúsa hér úr
hópnum, en þar sem frúrnar,
allar þrjár, eru mættar þá mun
ég bera þennan söknuð nokkuð
karlmannlega. — En þar sem
það er nú upplýst, að frú Emelía
verið mjög góðar og hinir leik-
ararnir virðast vera henni mjög
sammála. Framkvæmdastjórinn
tekur þar einnig í sama streng-
inn.------Þó skilst mér, aö í
samræmi við þjóðlífsmyndina í
dag, ætti hann aö vera hyggju-
þungur þreyttur maður, sem liti
svo á, að á herðum hans hvíldu
flestar þær byrðar, sem okkar
viösjála veröld leggur á einn —
auðvitað ábyrgan mann.
— Þó maöur komi þreyttur
heim, þá hlakkar maöur alltaf
staöi, stöndum við áætlun með
burtferöartíma hér frá Reykja-
vík. — Að vísu erum við með
það stórt sviö, að viö komust
ekki í allra minnstu húsin.
— Hve mörg eruð þið í þess-
um leikhóp?
— Viö erum 9. — Þaö eru:
Frú Emelía Jónasdóttir, frú
Áróra Halldórsdóttir, frú Nína
Sveinsdóttir, Lárus Ingólfsson,
hann starfar við Þjóðleikhúsið,
allir hinir leikendurnir eru frá
Leikfélagi Reykjavíkur. Þá er
það Guðrún Ásmundsdóttir, Val-
geröur Dan, Bjarni Steingríms-
son, sem jafnframt er leikstjór-
inn, Borgar Garöarsson og Pét-
ur Einarsson, sem er hvort
tveggja framkvæmdastjóri
flokksins og annast leikmynda-
gerð.
Þeir, sem alla tíð hafa fylgt
þessum flokki eru frúrnar þrjár.
Hitt er allt nýtt fólk — og
vegna þess aö ég leyfi mér að
halda því fram, að þessi ferða-
lög fólks, sem fært er á sínu
sviði, sé nokkurs konar blóð-
gjöf fyrir fólkið í landinu, þá
er það ljóst aö hér er ekki um
blóðgjöf eldri kynslóðarinnar að
ræða, sem byggðin fær, eina
saman heldur þessa hollu blöndu
byggöa á tímanna rás.
Ungu persónurnar í leiknum
eru: Borgar Garðarsson, Guðrún
Ásmundsdóttir, Pétur Einarsson
og Valgerður Dan. Þaö kom
nefnilega á daginn, að þau, sem
áöur skipuðu þessi hlutverk
þótt þau séu ung í anda og
sannleika, eru ofurlítið farin að
grána bak við eyrun. — Lárus
Áróra, Emilía og Nina.
er tengdamamman og ég lærði
það um leið og ég gekk í það
heilaga — að bera mikla virð-
ingu fyrir minni tengdamömmu,
þá langar mig til að vita hvórt
það er hún, sem á að þola eld-
skímina eða veita hana.
— Hvað vilt þú segja mér,
frú Emelía, er langt síðan þú
hófst þinn leiklistarferil?
— Ég byrjaði 1923 og nú er
1967 og hef verið við þetta síð-
an á hverju ári meira og minna.
— Þetta mundir þú nú ekki
hafa gert, ef starfiö hefði ekki
veitt þér lífsfyllingu?
— Þetta er bara bakteria, sem
ég tók ung og hef ekki getað
læknazt af eða losnað viö. Þó
veit ég ekki hvaö leikstjóran-
um kann, að takast núna.
— Þetta er nú ekki almennt
talin hættuleg baktería, og ýms-
ir sækjast eftir að komast i
snertingu við hana.
— Eru hinar frúrnar ekki sam
mála.því að þetta sé sýkill eöa
öllu fremur árátta, sem erfitt
er að losna viö eftir að hún
einu sinni hefur grafið um sig.
Frú Nína segist ekkert kæra sig
um að læknast af henni. En hvað
segir þá frú Áróra?
— Hún segir ekkert, sýnir að-
eins hug sinn í verkinu.
— Hvað viljiö þið svo segja
um þessi ferðalög út á land.
Ég er einn úr hópi þeirra, sem
þar hef lengst alið aldur minn
og finnst því nokkru máli skipta
hvernig samskiptin eru við
sveitafólkið.
— Það er skoðun frú Emelíu,
að þær viðtökur hafi yfirleitt
til að fara af stað aftur, segja
frúrnar. Já, ekki er þeim aldur-
inn að meini. — Veðráttan og
síldveiöar hafa töluverð áhrif á
það hvernig þetta gengur. —
Súrir O' s'vipþungir bændur
fara ógjarnan á leiksýningu, ef
heyfengur þeirra er í hættu. En
þegar síldveiði er, þá eru land-
legudagarnir beztir.
— Miðið þið sýningatíma ykk-
ar dálítið eftir aðstæöum fólks-
ins?
— Já, við frestum stundum.
leiksýningum um nokkra klukku
tíma, ef við fáum vissu fyrir
því, að það kemur sér betur. 1
þessu er engin eigingirni —
aöeins þjónusta við fólkið —
elskan.
— Burt^ séð frá þeirri ánægju,
sem þetta veitir fólki, glæöir
það ekki jafnframt menningar-
viöleitni strjálbýlisins?
— Reynslan virðist vera sú,
að aldrei hafi veriö frjórri Ieik-
starfsemi úti á landi en einmitt
nú. Að vísu eiga hin fullkomnu
félagsheimili sinn þátt f því.
Margt ungt fólk mun þó vakna
til meðvitundar um þaö, að ým-
islegt er nú hægt að gera, ekki
sízt, ef vænta má aðstoöar og
það er skoöun okkar, að veita
þurfi leikfélögum úti á landi
mun meiri stuöning en nú er
gert. Án efa er það mjög óljóst,
hve mikil vinna og snúningar
eru kringum eina leiksýningu,
þótt ekki viröist mikilfengleg,
þegar á svið er komin, sé hún
vel unnin.
— Hafið þið orðið vör við
að einn landshluti tæki komu
ykkar betur en annar?
— Nei, við höfum alls staöar
mætt mjög vinsamlegum viðtök-
um og höfum eignazt nokkuö
traust ítök í flestum bvggðum
landsins.
— Getur nú ekki komið fyrir
að skapiö veröi ofurlítið grátt.
þegar illa viðrar og aðsókn er
dræm?
— Nei. ekki í sambandi við
aðsóknina. En þaö er nú svona.
aö þegar tengdamamma er á ferð
inni, þá er hún alltaf í vondu
skapi, segir frú Emelía, en brosir
um leið svo hýrt, að ég treysti
mér ekki til aö taka þessi orð
bókstaflega, enda eins og ég
sagði áðan, vil ég aldrei heyra
tengdamömmu hallmælt og það
er langt frá að ég líti á oröið
í niðrandi merkingu, þegar frú
Emelfa fer með hlutverkið.
— Hvernig hefur þú svo kunn
að þessum ferðalögum. Lárus
Ingólfsson?
— Það eru mörg ár síöan ég
hef fariö í slíka ferð. Lfklega
því nær áratugur.
— Og ertu nú að fitja upp
aftur?
— Já. Það kvaö vera orðið
svo gott að fara — og félags-
heimilin orðin svo fín.
— Hvað segir frú Nína, vill
fólkið ekki ennþá brauð og lelki
rétt eins og áður á veldistímum
Rómverja og miðar margar fram
kvæmdir við það sjónarmið?
— Ætli það sé ekki óhætt að
segja að svo sé. En þessi félags-
heimili eru flest notuö sem dans
hús og fara illa á þvf.
— Þar veldur hver á heldur.
Eitt elzta, en um leið bezt um-
gengna félagsheimili á landinu
er f Bolungarvík. Það er til fyr-
irmyndar.
— Er ekki flest til fyrirmynd-
ar f Bolungarvík?
— Nú, jæja, ertu frá Bolung-
arvík?
— Nei, ekki er það, en Vest-
firðingur þó.
— Þið frúrnar þrjár hljótið
aö muna tvenna tímana frá þvf
þið fyrst fóruð að stfga á fjal-
imar í sviðsljósinu?
— Já, það er margt breytt
a. m. k. á yfirborðinu.
— Hvar byrjaðir þú aö leika,
frú Emelía'.
— Ég byrjaði fyrir alvöru á
Akureyri.
— En frú Nina?
— Ég byrjaöi seint og var
orðin gömul og er það ennþá.
— Þú hefur sem sagt ekkert
elzt síðan?
— Jú, að árum.
— Segja árin alltaf fullkom-
lega rétt til um aldurinn?
— Nei, síður en svo.
— Hvemig hugsið þiö svo til
Eldskírnarinnar?
— Agætlega.
— Og hvað með leikstjórann,
nú er svo ákaflega margt skrif-
að á hans kostnað, sem taliö er
til mistaka í einum leik, t. d.
þessi leikari er mjög efnilegur.
— Já, bara hann hefði fengið
að vera f friði.
— Er ekki nauðsynlegt aö
þessir leikdómarar, sem em að
leiða okkur sauösvartan almúg-
ann í allan sannleika um leiklist
ina, hafi kynnt sér eitthvað, sem
að henni lýtur?
— Þaö hlýtur að vera krafa
aö þeir hafi einhver kynni af
leikhúsi.
— Það er verst, ef þeir skrifa
Ieikdóminn áður en þeir sjá leik-
Framhald á bls. 10.