Vísir - 12.07.1967, Blaðsíða 5

Vísir - 12.07.1967, Blaðsíða 5
V í SIR . MiSvikudagur 12. júlí 1967. 5 HVAÐ PROF? möguleika á aö stækka skóla- húsnæöi svo það geti fullnægt þörfum byggðarinnar — en getur byggt danshús upp á 12 — 13 millj, króna. Ekki er þetta sök æskunnar. Við sem erum að byrja að kemba hærurnar eigum þar okk ar hlut. Og aö síðustu þetta burt með allt próf á skyldu- námsstiginu. — Landspróf sem hefur fullt gildi og umsögn kennara sem sé að m. k. met- inn til jafns við töluna. Við eigum ágæta æsku. — Það er okkar hlutur að gera hana að manndómsmönnum. Er ekki prófið próf lífsins — sýnishorn af því hver til manns vex — sem nýtur þegn? Þ M. Claudia Cardinale. Nýjar myndir í kvikmyndahúsunum ■CSest þau dagblöð, sem út koma hér á landi sé ég nær því daglega. 1 mörgum tilfell- mn fínnst mér nóg að lesa feit- letraðar fyrirsagnir, laglega skrifaða leiðara og svo auðvit- að auglýsingadálkana. Annað væri móðgun viö þann, sem greitt hefur fé fyrir að láta veita sér athygli. í kvöld, 28. júní, rakst ég á grein sem hefur yfirskriftina: Dekrið við hægðina, og undir- fvrirsögn: Sýndarmennska í skólacnálum, marklaus próf. Það sem sérstaklega varð þess valdandi, að ég las þessa grein með nokkurri athygli og hún gaf mér tilefni til eftirfar- andí hugleiðinga, er það, að ég hef haft samskipti við ungt fólk aSt frá 7 ára aldri og fram til þess tíma að það hefur lokið lamdsprófi, um langt árabil, eða því nær 4 tugi ára. Ætla mætti að á þessum tíma hefði maður sfeaðíð andspænis ýmsum vanda- málum og oft verið ráðvilltur nm úriausnir a. m. k. fyrstu ár- in. Margt í þessari grein er þess vkði að þ-ví sé gaumur gefinn f fullri alvöru. Það er óhugsandi að kera sömu prófkröfur til allra nemenda á sama aldursskeiði — og ætlast • til aö þær séu Ieystar af hendi á viðunandi hátt. Það er að mínupi dómi misþyrming á sálarlífi sein- þroska nemenda að krefja hann um úrlausnir á verkefni sem honum er ofvaxið, á sama hátt og það er hreint uppeldi í slóða skap og iðjuleysi að láta bráð- þroska og vel gefna nemendur bíða eftir jafnöldrum sínum. Ég hef séð þess allt of mörg dæmi að greindur og námfús nem- andi hefur verið nær því eyði- lagður með því að láta hann hanga leiðan yfir námsefni, sem harm hefur fyrir löngu tileink- að sér. Verst fer þetta þó með ungl- inga og böm í hinum dreifðu byggðum þar sem tómstunda- heiimlið er „sjoppan" eða þá aðeins gatan. Námsskráin íslenzka, sem ég fuMyrði að fram að 12 ára aldri er miðuð við fólk, sem ekki er ætlað að byggja menntun sína á það traustum grunni að það sé fært um, án mikilla á- taka og óvenju námshæfileika, að ná settu márki þegar í fram- haldsskóla kemur — þó sérstak- lega ef það miðar mark sitt við landspróf og inngöngu í sér- skóla. — Ég er alveg sammála ívari Björnssyni að gagnfræöa- próf eins og þau eru fram- kvæmd í dag eru aigjör mark- leysa miðað við það, að þau eigi að koma að notum, sem und irstaða undir erfitt framhalds- nám. Ég held ég fari rétt með það, að núverandi rektor mennta- skólans í Reykjavík hafi ein- hverju sinni sagt frá því, að í einni stofnun hér á landi hafi verið falazt eftir nemendum í ákveðna iðngrein. — Gagn- fræðapróf ásamt inntökuprófi var skilyrði.' — Fjöldi gagnfræð- inga sótti um skólann — sára- fáir voru taldir hæfir. Þá var horfið að því ráði að leita til þeirra, sem fallið höfðu á prófi í 3 bekk Menntaskólans í Rvík. — Þeir féllu ekki. Hvers vegna ? Vegna þess, að próf hinna æðri skóla eru stöðluð próf þar sem kennarinn, hversu vinveittur sem hann er nemandanum, verð ur að láta úrskurðinn gilda. Það hefur alltaf þótt nauð- synlegt að vaxandi maöur setti sér mark til að stefna að — það mark má ekki vera markleysa, eða svo auðvelt að hver slóði geti þar náð því að vera talinn með. Ég er enginn sérstakur tals- maður prófa, þau hafa sína galla en séu þau höfð, þá vil ég að á þeim megi taka mark. Ég þekki skóla, sem er fús til að taka nemenda með ungl- ingapróf þar sem meðaleink- unnin er 7 — en neita öðrum sé hún fyrir neðan 8. — Hvers vegna? Vegna margra ára reynslu af því að unglingapróf- iö var ekki sönn mynd af getu nemandans. Þetta er kannski stórt orð að segja þetta, en ég held það sé rétt með fariö. Hver er ástæðan fyrir því að stór hópur þess fólks sem nær landsprófi, fellur í 3. bekk menntaskóla. — Slóðaskapur segja sumir. — En ég vil segja of mikið bil milli bekkja — agaleysi heimila og skóla. Við íslendingar erum að stæra okk- ur af þvi að við séum mennta- þjóð. Jú sennilega eru % ís- Iendinga það vel lesandi að hægt er að hlusta á þá. — Væri svo ekki skemmtilegt að taka rithandarsýnishom 100 nem- enda eða þar um bil án nokk- urs úrvals og virða fyrir sér útkomuna — bera hana jafn- vel saman við rithandarsýnis- horn frá árinu 1900. Eins og ég sagði áðan, þá er ég enginn sérstakur meðmæl- andi prófa. — Barnapróf vil ég alveg fella niður. Þau eru vita þýöingarlaus og i mörgum tilfellum markleysa. Unglinga- próf má einnig fella niður. Þau eru aðeins lok skyldunáms og hvort sem nemandinn stenzt það eða ekki er hann laus við þá skyldu sem þjóðfélagið hefur lagt honum á herðar að hanga í skóla. Það er ekki alveg baráttu- laust að standa áratugum sam- an frammi fyrir skjálfandi nem- endahóp, sem allt í einu áttar sig á því að það á að ganga undir próf, gerir sér í mörgum tilfellum grein fyrir því, að van- ræksla veldur lélegri útkomu. — Svo koma blessaðir foreldrarnir sem sumir hverjir hafa fyrst áttað sig á því nokkrum dög fyrir prófið að börnin þe þurfa að fá háa tölu á blab„ sitt — Ég sagði háa tölu. — Ég er ekki viss um aö hin raunverulega þekking skipti alla jafn miklu. Þetta lítur kannski út sem hálfgeröur reiðilestur, en þaö er ekki tilgangurinn. — Mér er vel Ijóst að skólakerfið þarf mikilla endurbóta við og jafn- framt það að stór hópur kenn- ara er ekki starfi sínu vaxinn. í dag lifir enginn maður af þeim launum sem kennurum er út- hlutað a. m. k. ekki ef hann hefur leyft sér þann munað að eiga konu og börn. — Og þá kemur aukastritið — brauð- stritið, sem krefur hann um tíma, sem hann annars ætti að nota til að undirbúa betur sitt starf. Þórður kakali vildi hafa hvert rúm skipað völdum mönnum. — Viljum við það ekki enn í dag. Jú, víst viijum við það. En hverju viljum við fórna. Hvaö er að segja um hugsunarhátt þeirra manna, sem telja enga Stjörnubíó er byrjaö að sýna hina heimsfrægu stórmynd Fell- inis „81/2“ með þeim Claudia Cardinale og Marcello Mastroianni í aðalhlutverkum, og verður henn- ar nánar getið síðar. Tónabíó er nýbyrjaö að sýna skemmtimyndina „Kysstu mig kjáni“ með þeim Dean Martin, Kim Novak og Ray Walston í aðal- hlutverkum Billy Wilders er höf- undur myndarinnar og Ieikstjóri, en hann þykir snjall leikstjóri. Af myndum hans mun „Irma la Douce“ vinsælust, enda skemmti- kraftarnir fyrsta flokks, Shirley McLaine, Jack Lemmon o. fl. en Wilders áttrb áreiðanlega sinn mikla þátt í vinsældunum. Hann hefur hlotið þrenn Oscars-verðlaun fyrir myndir sínar og fjölda annarra verðlauna. — Segja má, að í þess- ari bráðfyndnu mynd beri Ray Walston hita og þunga dagsins og standi jafnan í ströngu og „í fúlustu alvöru“ í þeim bráðfyndna skopleik, sem áhorfendum er hér boðið upp á. Dean Martin og Kim Novak og Felicia Farr eru helztu meðleikarar hans og skila með ágætum hlutvenkum sínum. Austurbæjarbió sýnir lika nýja gamanmynd, „7 í Chicago" — skemmtilega gaman- og söngva- mynd. Þar er Dean Martin líka á ferðinni og fleiri heimskunnir dægurlagasöngvarar Bing Crosby, Frank Sinatra, Sammy Davis yngri, Barbara Rush o. fl. Hafnarbíó sýnir „Flóttinn frá víti“, — spennandi ensk-ameriska mynd, sem gerist í heimsstyrj- öldinni síðari. Lýst er ævintýraleg um flótta úr japönskum fangabúð- um. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Laugarásbíó sýnir hrollvekjuna „Skelfingarspárnar“. Þetta er ensk mynd og bönnuö bömum. Að undanförnu hafa verið sýnd- ar við góöa aðsókn: „Á barmi glötunar", í Gamla Bíói“, „Heims- endir* ‘í Háskólabíói, „Lengstur dagur“ í Nýja Bíói og „OSS 117 á Bahia“ í Kópavogsbíói og er hún bönnuð börnum. - L Bindindisrhótið verður haldið á þessum fallega stað. Bindindismótið við Galtalæk um verzlunarm.helgina Hafinn er undirbúningur að Bindindismannamótinu, sem ís- lenzkir ungtemplarar og Umdæm- isstúka Suðurlands hafa staðið fyr- ir undanfarin ár. Um verzlunar- mannahelgina verður mótið haldið á nýium stað, í Galtalækjarskógi í Landssveit, sem er hinn fegursti staður og á allan hátt ákjósanleg- ur fyrir svona mót. Mjög góð að- staða er þar fyrir tjaldstæði og bflastæði. Dagskrá mótsins verður með svipuðum hætti og undanfarin ár, skemmtiatriði, leikir, ýmiss konar keppni og svo verður dansað í stóru tjaldi og leikur hljómsveitin Toxic fyrir dansi. Aðsókn að mót- unum fer ört vaxandi og í fyrra mun á 5. þúsund manns hafa ver- ið í Húsafellsskógi. Templarar sjá fyrir feröum austur frá Templara- höllinni viö Eiríksgötu, og verður mótsgjald og ferðakostnaöur líkt og í fyrra um 460 krónur. Mark- mið þessara mótn er að gefa ungu fólki tækifæri til að skemmta sér í fögru umhverfi án þess að hafa áfengi um hönd, og eru ungtemplar ar brautryðjendur á þessu sviöi. Formaður mótsnefndar er Gissur Pálsson, en að undirbúningi hafa unnið milli 40 og 50 manns.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.