Vísir - 12.07.1967, Blaðsíða 2

Vísir - 12.07.1967, Blaðsíða 2
V í S IR . Miðvikudagur 12. júlí 1967. Frábært íslandsmet ÞORSTFINS í 800metra hlaupi — Hljóp i gærkvöldi á timanum 1.50,1 min. — Erl. Valdimarsson 2.-3. i kúluvarpi, með 15.22 Þorsteinn Þorsteinsson setti í gærkvöldi nýtt og glæsilegt íslenzkt met í 800 m hlaupi á þriggja landa keppni Noregs, Svíþjóðar og Finnlands, sem hófst í gær. Þorsteinn sigraði í hlaupinu með miklum yfir- burðum, og hljóp á tímanum 1.50.1 mín., sem er 1/10 úr sekúndu betri tími en fyrra met hans, sem hann setti í landskeppninni við íra fyrir nokkrum dögum. Þessi árangur Þorsteins er frábær og skipar honum hiklaust á bekk með betri hlaupurum Norðurlanda og þótt víðar væri leitað. ! þarna væri um heimsfræga hlaup- ara að ræða, eins og t.d. Matus- chewsky, frá A.-Þýzkalandi, sem varð að láta sér nægja tímann 1.52,5 mín. og Jungwirth frá Tékkó- slóvakíu hinn frægi hlaupari hljóp á tímanum 1.52,0 mín. Og síðast en ekki sízt: fjórir fyrstu menn í þessum riðlum keppa til úrslita á Bislett í kvöld og keppa þá um sæti í Evrópuliðinu, sem mæta á úrvalsliöi Bandaríkjanna í lands- keppni í sumar. Þetta undirstrikar rækilega, hversu geysilega efni- legur og nú þegar frábær hlaupari Þorsteinn ér, en hann er aðeins 19 ára gamall. Hinir tveir íslendingarnir, sem kepptu í gærkveldi stóðu sig einnig ágætlega. Erlendur Valdimarsson kastaði kúlunni 15,22 m og varö númer 2—3, en sigurvegarinn kast- aði 15,85 m. Arnar Guðmundsson kastaði kúiunni 15,03 m og varð fimmti, aðeins 4 cm. á eftir fjóröa manni. Úrslitin í hlaupinu urðu annars: 1. Þorsteinn Þorsteinsson, ísl., 1.50,1 min. 2. Ake Olson, Sviþjóð, 1.51,2 m. 3. Pekka Lasala, Finnlandi 1.51.8 mín. 4. Áge Galgrud, Noregi, 1.52,7 mín. Reynismeim unnu Færeyingunu, 2:1 — og þar með bikarinn til eignar Færeysku knattspyrnumennimir Leiknum lauk með sigri Sandgerð- léku sinn fyrsta leik hér á landi inganna, sem skoruðu 2 mörk, en á mánudagskvöld. Leikið var viö Færeyingarnir 1 ^ . , ... | , Leikur þessi var hinn siðasti í goöum tima og Þorstemn, þótt ^estgjafana.^Reyni ^andgerM. bikarkeppnii sem háð hefur verið !•••••••••••• •• þessara tveggja 1:*~ ”— Til gamans má geta þess, að i gærkveldi fór fram mikiö og fjöl- mennt alþjóðlegt frjálsíþróttamót á Bislett í Oslo, og var þar m. a. keppt í 800 m hlaupi í tveimur riðlum. Hvorugur sigurvegaranna í þessum riðlum náði líkt því eins Þorsteinn Þorsteinsson, 1.50,1 í 800 m. íslendingarnir, sem eru fjórir, taka þátt í keppninni sem gestir. Frábær enskur goifkennari ieiðbeinir hér — Talinn hafa bezta sem sést „swmg 1 á golfvöllum Englands • Hingaö til lands kom í gær leiöbeina íslenzkum golfáhuga- 2 þekktur enskur golfkennari, A1 mönnum á næstunni. Norris • Norris að nafni og mun hann þessi er einn þekktasti golf- Hér reiðir mr. Norris til höggs. Ilann er talinn hafa fallegasta „swing“ sem sést ð golfvölium í Engiandi. Lengstu skot hans eru allt aö 300 m. kennari Englands og er íslenzk- um goifmönnum því mikill fengur í komu hans hingað til lands. Mr. Norris er hér á veg- um Golfklúbbs Ness. Iþróttafréttaritara Vísis gafst í gær kostur á að sjá þennan frábæra kennara Ieik tvær hol- ur á goifvellinum á Seltjarnar- nesi og í einu orði sagt lék hann frábærlega vel, og skaut (drive) lang lengst allra þeirra, sem þarna léku með honum, sem margir eru þekktir kylfing- ar hér á landi. Lengst skýtur hann um 300 m i einu skoti! Mr. Norris er talinn hafa eitt það fallegasta „swing“. sem sést á golfvelli í Englandi í dag, og er þá mikið sagt og meðmæli hans góð, því að Englendingar eiga marga frábæra golfmenn. Norris hefur undanfarin ár ver- ið aðstoðarkennari hins heims- fræga enska golfkennara Mr. Allan Daiiy, og hefur hlotið hjá honum sérstaka þjálfun og reynslu. Mr. Norris er kennari við „Berkshire Golf Club“ í Englandi, en hefur í hyggju að hætta kennslu einhver næstu ár og leggja fyrir sig að keppa í atvinnumannakeppnum og ætti hann að vera vel frambærilegur þar! Mr. Norris verður við kennslu alla næstu daga þarna á golf- vellinum á Seltjarnarnesi og geta m'enn látið skrá sig þar til kennslu, en hún er að sjálf- sögðu öllum heimil. Þá er og í ráði, að Norris fari í kennslu- ferðir til Golfklúbbs Suðurnesja og eins til Golfklúbbsins Keilir, sem nýlega var stofnaður í Hafnarfirði. Geta þeir, sem á þessum svæðum eru og vilja nýta sér hæfileika þessa frábæra kennara til frekari árangurs í golffþróttinni, skráð sig til kennslu hjá viðkomandi klúbb- um. Er þess að vænta að ís- lenzkir kylfingar láti ekki þetta einstæða tækifæri sér úr hendi sleppa. milli þessara tveggja liða undan- farin ár, en fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum, en Færeyingamir með örlitlu betra markahlutfall. Bikarkeppninni lauk þvi með sigri Reynismanna, þar sem þeir unnu þennan leik. Reynir náði tveggja marka for- skoti, og leikmenn liðsins voru betri aðilinn framan af leiknum, en síðari hlutann sóttu Færeyingar á- kaft, og tókst að skora einu sinni, sem ekki nægði, eins og fyrr segir. Mörk Sandgerðinga skoruðu þeir John Hill og Hörður Jóhannsson, en mark Færeyinga skoraði Jakub Möller. Pólland vann ísland, 7:1 íslenzka unglingalandsliðið í knattspyrnu tapaði enn á Norð- urlandamótinu, sem nú stendur yfir í Finnlandi. í gærkveldi | léku íslenzku piltamir við Pól- verja og töpuðu leiknum 7—1, en í hálfleik var staðan 4—0. Pólverjarnir höfðu algera yfir- burði, eins og markatalan gefur til kynna. Islenzka liðið er þar meö úr keppninni, því að það tapaði báðum sínum leikjum. 1 þeim leik i hinum riðlinum, sem einnig var leikinn f gær- kveldi unnu Danir Norðmenn meö 2 mörkum gegn 1, ert i hálfleik var staðan 1—0, Dön- um í vil. Oft hér „púttar“ hann. Báðar myndimar eru teknar á golfveliinum á Seitjamamesi í gær. (Ljósm. Vísis, af.) k'.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.