Vísir - 12.07.1967, Blaðsíða 1

Vísir - 12.07.1967, Blaðsíða 1
Fyrsta fjölbýlis- húsið fokhelt í Fossvogshverfi Fossvogshverfið nýia er nú óðum aö rísa upp, enda er keppzt þar við nótt sem nýtan dag. Fyrsta fjölbýlishúsið í hverfinu verður fokhelt í dag, en unnið var af kappi við að ganga frá baki hússins í morg- un. Smiðirnir Bóas Hannibalsson (t. v.) og Helgi Jósefsson voru að ganga frá þaki hússins, sem stendur við Dalaland, í gær, þeg- ar Magnús Axelsson, Ijósmynd- ari Vísis átti Ieið um hverfið. Athygli hefur vakið hversu byggingu þessa húss hefur mið- að vel áfram, en það eru aðeins rúmir tveir mánuðir siðan byrj- að var á grunninum. Eigendur hússins ætla að flytja í það fyrir Framh. á 10. síðu. 57. árg. - Mibwku4ag«r 12. julí 1967. - 156*.tbl. Mikil ganga í Elliðaánum 400 laxar gegnum teljarann á rúmum sólarhring Ein mesta ganga, sem komið hefur i árnar Góð laxveiði i sumar í fyrrinótt var ein mesta laxa- ganga, sem komið hefur í Elliöa ánum, síðan laxateljarinn var settur upp i ánum. — 400 lax- ar höfðu gengið upp í gegnum teljarann á rúmum sólarhring um hádegi i gær, sém er tæpur helmingur af þeim fjölda, sem hefur gengið í gegnum teljarann í allt sumar. 1064 laxar voru komnir í gegnum teljarann á há- degi í gær, en á sama tíma i fyrra voru um 650 laxar gengn- ir upp úr . Mjög líflegt var við árnar i gær, lax stökkvandi í fossin- um og mikil sporðaköst á öll- um grynningum. — 8 laxar komu á land í gærmorgun, sem feðgarnir Jakob Hafstein eldri og yngri fengu, alla á flugu (Sweep og Junior), en enginn lax var kominn á land eftir há- degi, þegar Vísismenn voru við árnar um fjögurleytið, þó að útlitið hafi verið gott. Á hádegi í gær voru komnir 124 laxar á' iand í Elliðaánum, sem er heldur meira, en á sama tíma i fyrra, en þá var veiðin talin ágæt. — Fengsælasti dag- urinn var si. sunnudag, en þá veiddust 16 laxar. Stærsti lax- inn, sem fengizt hefur í sumar, er 16 punda hrygna, sem Krist- • ján Sigmundsson dró á maðk, en langmest hefur verið veitt á maðk í sumar. Sonur Krist- jáns Sigmundssonar, Snæbjöm, fékk þó 8 laxa á flugu einn morguninn. Forseti íslands gestur á EXPO á morgun Stökkvandi Jax í fossinum í gærdag. (Ljósm. R. Lár.). Forseti fslands, herra Ásgeir Ás- geirsson, og fylgdarlið hans verða opinberir gestir Heimssýningarinn- ar í Montreal á morgun. Um morg- uninn verður opinber móttaka, þeg- ar komið er á „Expo“, þá verður íslenzka sýningardeildin skoðuð, forsetinn mun sitja hádegisverðar- boð aðalframkvæmdastjóra Heims- sýningarinnar og síðdegis er mót- taka fyrir forsetann af hálfu ís- Iendinga. í fylgdariiði forseta eru utanrík- isráðherra, Emil Jónsson, Þórhaliur Ásgeirsson ráðuneytisstjóri, am- bassador Kanada hér á landi, John Sigvaldason, og Hallgrímur Fr. Hallgrímsson, ræðismaður Kanada á íslandi Forsetinn og föruneyti hans héldu héðan aðfaranótt þriðjudags sýningunni sjálfri í tvo daga eftir opinbera móttöku á morgun. Mánu- Framhald á bls. 10. Borgarstjórn K.hafnar gest- ir Reykjavíkur 14.-19. ágúst Dagana fjórtánda til nítjánda ágúst munu borgarstjómarfull- trúar 800 ára „afmælisbamsins“ við Eyrarsund dveljast hér á landi I boði borgarstjómar Reykjavikur. í hópnum verða 7—10 borgarstjórnarfulltrúar Kaupmannahafnar og bar á með al forseti borgarstjómar, Henry Stemkvist. Geir Hallgrímsson sagði í sím tali, sem Vísir átti við hann út af heimsókninni í morgun, að þetta væri endurgjald fyrir heim sókn borgarfulltrúa Reykjavik- ur til Hafnar í fyrra. — Borgar- stjóri sagði, að naumast heföi verig búizt við því, að borgar- fulltrúarnir gætu komið þessari heimsókn hingað við í sumar, þar eð svo mikið er um að vera vegna 800 ára afmælisins, en allt þar fyrir væru þeir nú vænt anlegir. Hér munu gestirnir skoða borgarstofnanir og fara eitthvað um landið. Þeir koma hingað að kvöldi hins 14. og fara aftur að morgni 19. ágúst. og komu til Montreal i gærmorgun. Farið var með járnbrautarlest til Ottawa í gær, þar sem landstjóri Kanada, Roland Michener, tók á móti forseta, er hann og föruneyti komu í heimsókn i kanadíska þing- ið í Ottawa. Forsætisráðherra Kan- ada, Lester Pearson, var einnig í fyigd með forseta, þegar hann skoð aði kanadíska þinghúsið og sagði við það tækifæri, að ekkert land utan I’slands hefði sent eins mik- inn hluta íbúa sinna tii Kanada og ræddi m. a. um þann andlega arf, sem Kanadabúar og Islendingar ættu sameiginlegan. Um kvöldið var setið kvöldverðarboð, sem land stjóri Kanada hélt forsetanum til heiðurs. 1 dag dvelst forsetinn í Ottawa, situr hádegisverðarboð, | sem Pearson forsætisráðherra held- ur til heiðurs honum og kvöld- verðarboð, sem borgarstjórinn í Montreal gengst fyrir. Forsetinn mun dveijast á heims- Sjóorrusta úti fyrir Sinai-skaga í frétt frá Tel Aviv í morgun segir, að opinber talsmaður hafi staðfest, að sökkt hafi verið tveimur tundurskeytabátum úti fyrir Sinai-skaga í gærkvöldi. Annar tundurskeytabátanna hóf skothríð á italskt skip 25 km. fyrir norðan Rumana, en þar voru ísraelskur tundurspillir og 2 tundurskeytabátar í eftir- litsferð. Öörum egypzka -tund- urskeytabátnum var sökkt með tundurskeyti, en skotiö á hinn þar til kviknaöi í honum og sökk hann úti fyrir Eilath. Frétt frá Beirut í morgun Framh. á 10. síðu. 21.6 millj. króna tilboð i raunvisindadeild MA í gær voru opnuð tilboð í ný- byggingu Menntaskólans á Akur eyri, en hún á að þjóna raun- vísindadeild skólans, og veröa tvær hæðir og kiallari, eða 6500 rúmmetrar að stærð. Tilboðin voru opnuð að við- stöddum skólameistara, bygg- ingarnefnd og fulltrúum bjóð- enda. Fjögur tilboð bárust og voru frá eftirtöldum aðilum: Haga h.f. 24 millj. 970 þúsund. Dofra h.f. 23 millj. 600 þúsund. Slipp- stöðinni h.f. 23 millj. 500 þús- und og loks var sameiginlegt tilboð frá Smára h.f. og Aðal- geiri og Viðari 21 milli. 645 þús- und. Ekki hefur ennþá verið á- kveðið hvaða tilboöi skuli tekið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.