Vísir - 22.07.1967, Qupperneq 4
Nýstárleg björgunaraðferð
*
Einhver athyglisverðasta björg-
un sjóferðasögunnar var fram-
kvæmd í byrjun júlí í Sykur-
toppsíiöfn á Grænlandi. Hollenzk
ir björgunarsérfræðingar og
rækmfræðingar frá fyrirtæki
Karls Kröyer í Árósum náðu upp
„Martin S“ frá
Svendborg, en það sökk í fyrra-
vor í innsiglingunni í Sykurtopps-
höfn. Dældu þeir í skipið, þar
sem það lá á hafsbotninum,
miklu magni af plastkúlum, sem
gáfu skipinu þaö mikið uppdrif,
að það létti af því 1500 tonnum,
en þyngd járnsins og alls i skip-
inu er 1600 tonn. Tvö hollenzk
björgunarskip lyftu svo afgang-
inum, 100 tonnum.
Þessi óvenjulega björgunarað-
ferð hefur verið nefnd Karl Kröy-
er-aðferðin, og var fvrst notuð
fyrir einu og hálfu ári síðan,
þegar sauðfjárflutningaskipið ,,A1
Kuwait“ var rétt við, en því
hafði hvolft á grunnu vatni. Björg
un „Martin S“ var samt þolraun-
in og skyldi skera úr um, hvort
aðferðin væri nothæf eða ekki.
-k
Það þótti engum skrýtið!
Ritstjóri blaðs, sem gefið er út
innan San Quentin-fangelsisins,
bar sig illa undan því, að ekki
hefðu nema þrjú bréf borizt
vegna brandarakeppni, sem hann
efndi til í blaðinu fyrir nokkru.
Fannst honum þátttakan léleg í
þessari keppni um bezta brandar-
ann, en öðrum kom þetta ekki
svo mjög á óvart. Ekki þeim,
;em töldu fátt skemmtilegt vera
að finna innan fangelsismúra.
Sumir ímynduðu sér jafnvel, að
föngunum leiddist þar breint og
heint.
*
Að fenginni reynslunni við hana
gera menn sér góðar vonir, að
þama sé fundin góð aðferð, sem
notast megi við í framtíðinni, sé
um erfiðar aðstæður aö ræða
við björgunarstarfið.
Kostinn við þessa „Karl-
Kröyer-aðferð" telja menn helzt
vera, aö nú er hægt að vera án
hinna þungu og fyrirferðarmiklu
tækja, sem venjulegast hefur ver-.
ið notazt við, og minni hætta á
skemmdum á björgunartækjunum
og sjálfu björgunargóssinu. Vél-
arnar og hráefnið til framleiðslu
á plastkúlunum er mjög auðvelt í
flutningum.
-K
Undirbúningur
björgunarinnar
„Martin S“ fórst I fyrravor í
innsiglingunni i Sykurtoppshöfn.
Flakið hindrað siglingar þar um
og þvi þurfti að fjarlægja það,
en vegna hinnar löngu vegalengd
ar til Grænlands voru flutningar
í björgunartækjum þangað bæði
erfiðir og dýrir. Veðráttan þarna
átti líka sinn þátt í því, aö björg
unarfyrirtæki veigruðu sér við
því að taka að sér verkið. Eig-
endurnir yfirveguðu þá að láta
sprengja burt flakið, en forstjór-
inn van den Berg, og verksmiðju
eigandi, Karl Kröyer buðust til
þess að gera tilraun til þess að
bjarga skipinu með þessari óvenju
legu aðferð.
Undirbúningurinn hófst strax
í október í fyrra, þegar hollenzk-
ir kafarar rannsökuðu flakið og
sérfræöingar lögðu fram frum-
drög að björgunaráætluninni,
hvemig hún yrði framkvæmd. —
Lestunum skyldi lokað með sér-
lega sterkum járnspöngum, svo
engin hætta væri á, að lestarlúg-
urnar hrykkju upp undan þrýst-
ingi plastkúlanna. Þrátt fyrir ná-
kvæma útreikninga voru ýmsir
þættir óþekktir. Svo sem eins og,
hve mikinn kraft þyrfti til þes.s
að losa skipið frá botninum, en
talsverður sandur hafði hlaðizt
upp að síðum þess. Hversu mikið
uppdrif væri í olíunni, sem var í
skipinu. Hversu mikið uppdrif
væri í innilokuðu lofti í skipinu,
en búast mátti við einhverju
slíku. Breytileg veðrátta var lika
eitt, sem ekkert varð við gert.
Plastkúluverksmiðja
Sjálft björgunarstarfið hófst
þann 15. maí. Dráttarbátur dró
stóran pramma meö krana á til
Grænlands frá Skotlandi. Hráefn-
ið til framleiðslunnar á kúlunum
var flutt frá Rotterdam. Þrir
danskir tæknifræðingar komu
upp á þrem vikum fullkominni
verksmiðju til framleiðslunnar, á
kranaprammanum. En á meðan
brenndu kafaramir göt á skips-
skrokkinn, svo unnt væri að dæla
kúlunum inn í flakið.
Þann 8. júni var svo allt til-
búið til þess að byrja að dæla
kúlunum, en nokkur töf varð af
160.000 tonna isbjargi, sem rak
inn á höfnina, og hafði nærri
kollvarpað öllum áformum. Þó
tókst að draga það út á rúmsjó
aftur og var þá ekkert þvl til
fyrirstöðu að framkvæmdir gætu
hafizt.
-X
Plastkúlumar
Kúlurnar eru framleiddar úr
efninu „Styropor", sem fæst úr
oliu. Þýzku verksmiðjurnar
„BASF“ sáu björgunarleiðangrin-
um fyrir því
„Styropor" líkist sykri, en
komin eru ávöl. Efnið er hitað
upp,. en við það þenst þaö út
og kúlurnar verða á stslrð viö
baunir 'og hvítar á lit. ^ftir að
þær höfðu verið látnar standa
nokkurn tíma, var þeim dælt í
skipiö og leituðu þá strax upp
á yfirborðið. Eftir því sem meira
magni var dælt í flakið, þeim
mun meir af vatni ruddu þær
frá sér úr því. Uppdrif kúlnanna
létti skipið nægilega til þess að
unnt væri að lyfta því upp.
Þessir eiginleikar Polysteren-
kúlnanna, en svo hafa þær verið
nefndar, hafa verið þekktir um
áraraöir, en það var Karl Kröyer
og tæknifræðingar hans, sem
komu auga á notagildi þeirra við
björgunarstörf. Þeir gerðu einnig
vélamar, sem þenja út „Styrop-
or“-ið og dæla tilbúnu kúlunum.
Björgunin
Þann 3. júlí hafði uppdrifið náð
1500 tonnum og eftirvænting
björgunarmannanna óx. Allt var
nú undir veðrinu ktanið. Það
hafði verið slæmt dagana á und-
an, en þennan breytti til. Sjór
kyrrðist. „Martin S“ lá á 36 metra
dýpi, en utan við höfnina var
dýpið 200 m. Þegar búið væri að
lyfta flakinu .skyldi það dregið
yfir í ,,Kirkjugarösvíkina“ og þar
sett á land. Sú var rétt fyrir ut-
an höfnina. Um nóttina tókst að
lyfta skipinu um 3 metra.
Snemma um morguninn hófst
svo lokaáfangi björgunarinnar.
Það átti að nota kranann á
prammanum og dráttarbátinn til
þess að lyfta upp þessum 100
tonnum, sem afgangs voru af
1600 tonna þyngd skipsins. Drátt
arbáturinn byrjaði að hífa í stefni
„Martins S“ og lagðist undan
þunganum, Síðan tók kraninn á
prammanum til við að hífa líka.
4 mínútur liðu og skuggi kom
í ljós undir yfirborðinu. Nokkrum
mínútum síðar var yfirbygging-
in komin í ljós upp úr sjónum.
Nokkrir menn fóru um borö
og tæmdu björgunarbátana af sjó,
en þeir voru alveg óskemmdir.
Þeir brutu upp dyrnar að manna-
fbúðunum og sjór og plastkúlur
fossuðu út. Innan skamms flaut
allt í plastkúlum á höfninni. Á
næstu klukkustundum var „Mart-
in S“ lyft upp um nokkra metra
og stefnið var komið upp úr.
þegar staðnæmzt var. Trossum
var komið fyrir milli þess og
dráttarbátsins og skipið dregið út
fyrir höfnina, hangandi á milli
tveggja björgunarskipa. í „Kirkju
garðsvík" var skipið dregið á
fast og þar liggur það nú tilbúið
til viðgerðar. Það er að segja
bráöabirgðaviðgerðar. Þegar búið
verður að þétta lekann, verður
það auðvitað dregið til einhverr-
ar skipasmíðastöðvarinnar og þar
gert upp. Það verður mikið verk,
sem liggur í viögerð sklpsins.
Meðal annars þarf að hreinsa all-
ar kúlurnar úr því, en þær hafa
þrengt sér alls staðar á milli, í
smæstu sprungur, jafnt sem þær
stærstu.
Yfirbygging „Martin S“ að koma upp úr yfirborðinu.
\
\
En á sama tíma og allt þetta
Aðsent bréf um
borgina okkar:
„Kæri Þrándur:
Ibúar borgarinnar eru ár eft-
ir ár hvattir til að gæta þrifn-
aðar og snyrtimennsku á húsa-
lóðum sínum. Túnáburður, sem
ódaun leggur af, er bannaður
i lögreglusamþykktinni. Mat-
vælaeftirlit sér um þrifnað og
hollustuhætti í verzlunum, veit-
ingastöðum og matvælaiönaði.
Drykkjarvátnið er reglulega
rannsakað til að fyrirbyggja
mengun. Milljónum er varið, til
að halda götum og torgum hrein
um. Öðrum milliónum er varið
tll að skrýða borgina blómum
og trjágróðri. Reglugerðir hafa
verið settar um loftræstingu
samkomustaða.
er talið sjálfsagt, er sá óþolandi aðgerðum »' verksmiðjunum sem annar óþrifnaður er for-
ósómi látinn viðgangast ár eftir sjálfum. Auðvitað kostar slíkt dæmdur i borgarlífinu.
ár, að andrúmsloft borgarinnar peninga, en svo er einnig um Hér áður fyrr var Reykjavik
er útsvínaö með ýldufýluspú- þrifnaðar- og snyrtingaraðgerð- auglýst i ferðamannapésum sem
andi strompum fiskúrgangs-
verksmiðjanna, sem nú hefur
verið komið þannig fyrir i borg-
inni, að ekkert borgarhverfi
sleppur lengur við pláguna. Á-
stand þetta er látið drabbast
áfram, þó að fyrir löngu sé vitað
að aörar þjóðir hafa leyst sams
konar vanda með tæknilegum
ir þær, sem að ofan getur, 03
sjálfsagðar þykja.
Viljið þér nú vera svo góður
að bjóða viðkomandi yfirvöld-
um að birta svar þeirra við
þeirri spurningu, hvers vegna
óþrifnaðurinn •' andrúmsloftinu
er látinn viðgangast á sama tíma
vcrandi „The Smokeless City of
the North“ (Borgin reyklausa
í Norðrinu). Nú er manni sagt
að ferðamannabúsundirnar á
skemmtiferðaskipunum kalli
borgina „The Stinking Hole of
the Arctic Region“ (Pestarhola
Norðurhjarans). Þetta er nefnt
til áherzlu, en ekki vegna þess
að hagur útlendinga sé settur
ofar högum almennra borgara
Reykjavíkur.
Sjávarútvegurinn er bjarg-
ræðisvegur íslendinga, og ber
að styrkja hann og efla. Hitt
verður hins vegar ekki séð, að
af þessum sökum beri að sætta
sig við óbörf óbrif frá sjávar-
útveginum.
Hafi sjávarútvegurinn ekki
fjárhagsbolmagn, til að leysa
vandann, verður ekki séð, hvers
vegna eigi skuli varið fé úr al-
mannasjóðum í þessn skyni, þeg
ar sjálfsagt þykir að svo sé gerc
þegar um ráðstafanir til þrifn-
aðar og snyrtimennsku á öðrum
sviðum er að ræða.
Reykvíkingur“.
Þökkum „Reykvíkingi" bréf-
ið. Þránduí í Götu.
*
I