Vísir - 22.07.1967, Síða 8
8
B
VÍSIR
Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR
Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson
Auglýsingan Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099
Afgreiðsla: Túngötu 7
Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuðl innanlands
1 lausasölu Kr. 7.00 eintakið
PrentsudðjE Vísis — Edda h.f.
Framsókn og skattarnir
Tíminn sagði í fyrradag, að það væri mikil ósvinna
að leggja skatta á fjölskyldubætur, enda hafi þing-
menn Framsóknarflokksins „að undanförnu“ flutt
frumvörp á Alþingi um að undanþiggja fjölskyldu-
bætur og aðrar tryggingabætur alveg álagningu
skatta og útsvars.
Það er rétt hjá Tímanum, að Framsóknarmenn hafa
að „undanförnu“ verið að leggja fram frumvörp um
þetta efni. Þeim datt það m. ö. o. ekki í hug fyrr en
þeir voru komnirií stjórnarandstöðu! Viðhorf þeirra
eru sem sé önnur til þessa máls eins og annarra, þeg-
ar þeir eru utan stjórnar. Þess verður ekki minnzt,
að þeir hafi léð máls á því, að afnema nokkurn skatt
þegar þeir voru í ríkisstjórn. Þvert á móti var þá
talið, að núverandi formaður flokksins hefði sem
fjármálaráðherra sett heimsmet í að finna sífellt upp
nýja og nýja skatta. Það er því varla hægt að leggja
trúnað á þessa „stefnubreytingu“, fremur en aðrar
hjá Framsókn, þegar hún er í stjórnarandstöðu.
Vitaskuld væri æskilegt að geta afnumið skatta
af fjölskyldubótum. Þeir eru að vísu litlir sem engir
hjá þeim, sem ekki hafa aðrar tekjur, en eflaust kem-
ur að því, að þeir verða afnumdir. En tæplega verð-
ur það fyrir forgöngu Framsóknarflokksins, ef hann
á eftir að komast í ríkisstjóm. Það er broslegt að lesa
skrif Tímans um skattamálin, þegar Framsókn er ut-
ar> stjórnar. Menn hljóta að undrast þá tvöfeldni, sem
þar kemur fram, ef þeir muna fyrri tíma, þegar flokk-
urinn fór með völd.
Þess virðist lítil von, að Framsókn ætli nokkurn
tíma að lærast, að hegða sér eins og ábyrgur stjóm-
málaflokkur í stjórnarandstöðu. Forustumönnum
flokksins ætti þó að fara að skiljast að þjóðin sér í
gegnum blekkingarnar. Það sýndu úrslit kosninganna
í sumar. Sú „sókn“, sem Framsókn náði um tíma,
með óheyrilegum blekkingum og ábyrgðarleysi, var
stöðvuð og undanhaldið er hafið. Nú sér flokkurinn
enn fram á langa útivist frá stjórnarráðinu og fylgi
hans mun áreiðanlega fara minnkandi næstu árin,
hvaða ráðum, sem*hann beitir til þess að halda í horf-
inu. Em það makleg málagjöld fyrir glöp hans á und-
anförnum árum.
Framsókn er algerlega staðnaður stjórnmálaflokk-
ur. Hún hefur engin stefnumál og hefur ekkert já-
kvætt -íagt til landsmálanna s.l. átta ár. Allt hefur
snúizt um að rífa niður það, sem stjórnarflokkarnir
hafa verið að byggja upp. I þeirri iðju hefur Framsókn
staðið dyggilega við hlið kommúnista og oft jafnvel
gengið mun lengra en þeir í skemmdarstarfinu.
VÍSIR. Laugardagur 22. júlí 1967.
Púðurtunnan
FRÁ KYNÞÁTTAÓEIRÐUNUM I NEWARK
í fyrri grein var vikiö nokkr-
um orðum að sumu af því, sem
veldur því, að kynþáttaóeirðim-
ar era sívaxandl vandamál í
Bandaríkjunum, þrátt fyrir Iaga-
setningu um jafnrétti að lögum
og baráttu fyrir jafnrétti i reynd
við . forystu þjóðarleiðtoga,
slíkra manna sem Kennedy heit-
ins forseta og Johnsons núver-
andi forseta og ótal annarra.
I einni eða tveimur greinum
er ekki hægt að víkja ýtarlega
að orsökum þessa vandamáls,
en á þrennt mætti minna nú :
Blökkumönnum er enn mismun-
að í ýmsu og þeir eru misrétti
beittir, þeir búa víöa við hin
hörmulegustu húsnæðisskilyrði,
og í þriðja lagi er — við slík
skilyröi — auövelt fyrir öfga-
fulla leiðtoga að ala á hatri og
eggja til verknaða, sem blökku-
fólkinu er talin trú um, að séu
unnir í þess þágu, en í reynd-
inni torvelda þá góðu sambúð
og jafnrétti það í reynd, sem lö.g
in eiga að tryggja. — Og það
mætti bæta við: Að þegar allt
fer i blossa einhvers staðar er
það þó sjaldnast nema brot íbúa
þess staðar, þar sem óeirðir eru,
sem valda vandræðum. Blökku-
fólkið er yfirleitt gott fólk og
vandað, og heldur oftast glað-
lyndi sínu og það við hin erfið-
ustu skilyröi.
Um það má svo vafalaust
deila endalaust hvort það bil,
sem er milli blakkra og hvítra
verði brúað. Það verður að við-
urkenna, að blökkufólkið mundi
eiga margfalt fleira fólk í á-
byrgðarstöðum, ef því hefði ekki
yfirleitt verið haldið niðri. —
Margir blökkumenn hafa getið
sér orð sem vísinda- og mennta-
menn. Gleymum því ekki að
varamaður sjálfs framkvæmda-
stjóra Sameinuöu þjóðanna er
blökkumaður, svo að dæmi sé
nefnt, en hann er dr. R. Bunche,
og minnisstætt ætti þaö að vera,
að Johnson forseti skipaði ný-
lega mikils metinn blökkumann
í dómarasæti í Hæstarétti lands
ins, en þar hefur blakkur mað-
ur aldrei átt sæti fyrr.
En staðreynd er þaö, að bilið
er breiðara milli hvítra og þel-
dökkra í Bandaríkjunum en á
Bretlandi, þar sem menn hafa
beyg af tilhugsuninni um kyn-
þáttaóeirðir, og þar er það breið-
ara en í Frakklandi, en f Frakk-
landi er það enn breiðara þó
en í Suður-Ameríku, þar sem
það að sögn er varía tlL Þar
hefir átt sér stað eðlilegur sam-
runi ólíkra kynja. Hvað gerist
í framtíðinni í Bandaríkjunum
verður ekki um sagt, en því hei
ir verið haldiö fram, að þaé
verði aldrei hægt að stöðva san
runa hvítra og dökkra manna
þar til eilífðamóns. Lesið hef
ég þær skoðanir, að á komand
tímum verði þessi samruni þesi-
valdandi, að blendingsþjóð bygg
Bandaríkin, er hafi hörundslii
með egypzkum blæ.
Þessi þróun hefur átt sér staó
allt frá því blökkufólkið var
flutt sem þrælar til Bandaríkj-
anna. Og enn í dag gera hvítir
menn blökkum konum börn,
þótt þeir fyrirverði sig fyrir að
láta sjá sig með þeim á aimanna
færi.
Ég ræddi þessi mál eitt sinn
við menntaða bandariska konu,
sem sagði — og lækkaði rödd-
ina um leið: Þér megið vita, aö
það er blandað blóð í allt að
40% bandarísku þjóðarinnar.
Ef vikið er nokkru nánar að
þvf, sem gerðist f Newark. er
þess að geta sem lítils hátt&i
var að vikið áður: húsnæðis-
vandamálinu, þrengslunum, af-
brotunum, kynsjúkdómunum,
sem erji meiri í Newark en nær
alls staðar annars staðar, —
slík eru skilyrðin, sem þetta
fólk býr við, í húsahjöllum, sem
eru arfleifð frá þeim tfmum er
hvítir, fátækir innflytjendur
bjuggu í þeim, þvi að lengi vei
komu ávallt fátækir innflytjend-
ur í stað þeirra, sem komust
úr tölu fátækra.
Vikuritið Newsweek segir:
Innflytjendumir í dag eru
blökkumenn. í svarta hverfinu
(ghetto), sem hefur teygzt út
frá Central Ward, býr helming-
ur 400.000 íbúa borgarinnar...
í Newark þrífst nær allt hiö
versta, sem um getur f borgum
Bandarfkjanna.
Þar eru verstu húsnæðisskil-
yrðin, þar er afbrotafjöldinn
mestur, segir ritið, þar er mest
um kynsjúkdóma og þar eru
flest ný berklatilfelli, og at-
vinnuleysingjafjöldinn svo lítt
hagganlega hár, að Ne;ark
er ein af aðeins fimm bandarfsk-
um borgum, sem þarf á sér-
stakri aðstoð sambandsstjómar
að halda.
Ritið bendir á áður, að vik-
urnar á undan hafi verið mikill
ágreiningur milli talsmanna
blökkufólks og borgarstjórnar
og leitt til syo mikillar gremju \
blökkufólks að lá við að syði upp
úr. Og svo kviknar neistinn
Lögreglan handtekur blakkan
leigubílstjóra fyrir umferðar-
brot og blökkufólk, sem nem-
ur staðar handan götunnar, hort
ir á, og fleiri bætast við og svo
eru hrópuð vígorð um hrotta-
skap lögreglunnar (police hru-
tality) og orðrómur kemst á
kreik um að leigubflstjórinn hafi
drepizt í höndum lögreglunnar.
og byrjað er að kasta grjóti,
varpa Molotovsprengjum (heima
tilbúnum olfusprengjum), velta
um bílum, ryðjast inn í búðir
og brjóta þar allt og bramla eða
ræna öllu, sem hönd á festi.
Lögreglan ræður ekki við neitt.
Ríkisstjórinn sendir þjóðvamar-
lið á vettvang. Það er skotið á
lögreglu og þjóövamarliðsmenn
af húsaþökum, og svo kemur að
fyrirskipuninni til þjóðvamar-
liösmanna:
— Notið byssumar, til þess
eru þær.
A. Th.
Æ
I
I