Vísir - 22.07.1967, Side 12

Vísir - 22.07.1967, Side 12
12 VISIR. Laugardagur 22. jöíí 1967. * ‘Ástarsaga i l r * ur i sjóferð MARY BURCHELL: Jm aldur og ævi Nú þagnaði hljómsveitin aftur, og Jenny haföi orö á, að þau ætti kannski að fara inn í danssalinn aftur. Hann sneri sér að þenni og rétti henni höndina, og er þau gengu fram þilfarið saman, tók Jenny fastar um sterka en granna fing- urna á honum og sagði, dálítið óða- mála: — Þakka yður fyrir að þér sögðuð mér frá unnustunni yðar. Ég vildi óska, að ég gæti sagt ein- hver huggimarorð, en ég veit, að 'þau yröu einskis virði. — Samtíðin getur stundum verið mikils virði, svaraði hann. Og hann brosti hlýlega til hennar, áður en hanri skildi við hana. Og það sem eftir var kvöldsins geymdi Jenny þetta bros í hugan- um. -----Daginn eftir kom skipið til : Port Said, og löngu áður en Claire og Jenny stigu fæti á land voru þær orðnari trylltar af hrifningu yf- ir umhverfinu á þessum austlæga staö. Óteljandi smákænur komu brun- andi aö skipshliöinni, og ferjumenn imir fóm aö bjóða fram ýmsan nýstárlegan vaming. Svo varð tækifæri til aö skreppa í land dálitla stund, og Jenny og 'Claire urðu samferðá nokkmm far- þegrnn og fóm að kanna þessa æv- intýraborg við opið á Súezskurð- inum. Litskrúðugar basarbúðir á stræt- unum, alls konar tegundir af inn- í fæddu fólki, óvenjulegar sýnir, ! öskrandi raddir, mál, sem enginn skildi, alls konar gól og væl og annarlegur þefur — allt þetta gerði þeim ómögulegt að gleyma þessum stað. Og Jenny naut alls þessa í fullum mæli. Hún þóttist nú vita vissu slna um, að hvað svo sem Kingsley Carr ætlaðist fyrir, mundi hann ekki gera tilraun til að láta hana verða strandaglóp í Port Said. Og hann mundi heldur ekki reyna aö strjúka af skipinu með Claire. Þegar þau komu um borð aftur — og Jenny hafði séð um, að eng- in óhöpp yrðu — hafði skipið lok- ið við að taka eldsneyti um borð. En nú var orðið dimmt, og skipið átti ekki að byrja að seiglast gegn- um Súezskurðinn fyrr en að morgni. Nieholas Edmonds hafði sagt þeim stallsystmnum, að ekki vteri neitt gaman að sjá Súezskurðinri, en samt voru þær komnar upp á þilfar i bítið til þess aö sjá „Capri- com“ sigla eina einkennilegustu vatnaleið í veröidinni. 1 Hitinn varð illþolandi, þegar leiö á daginn. Löngu áður en komið var út úr skurðinum og inn í Rauðahaf, höfðu flestir farþegamir leitað sér að afdrepi í forsælunni á þilfarinu, og þeir, sem voru svo heppnir að hafa svala klefa, höföu flúið þang- að. Sumir komu ekki í miðdegisverð inn um kvöldið. Þar á meðal hvor- ugur læknirinn, og það þótti Jenny furðulegt. — Ég sé ekki Kingsley við borð- ið hans, hvíslaði Claire. — Og Pembridge hefur ekki kom ið heldur. Jenny benti á auða sætið efst við borðiö. — Kannski hafa margir fengið hitaslag eða sólstungu í dag, sagði Ciive Cheriot. — Ég hélt, að ég væri að missa rænuna einu sinni núna síðdegis í dag. — Ég held, að þaö hafi oröið einhvers konar slys núna fyrir klukkustund í læknastofunni, sagði Nicholas Edmonds. — Það er lík- lega þess vegna', sem læknarnir koma ekki í matinn. — Slys? hrópuöu Jenny og Claire báðar í senn. Og Claire bætti við óðamála: — Hver var það? — Vonandi ekki dr. Pembridge sjálfur? spurði Jenny og virtist vera mikið niðri fyrir, ekki síður en Claire. En Edmonds gat gert þeim ró- legra í skapi. — Ég held að hvor- ugur iæknirinn hafi meiðzt. — En hver var það þá? sþurði Claire áfjáð. — Hjúkrunarkonan ... einhver sjúklingurinn ... hver var það? — Svei mér ef ég veit það. Ég heyrði ekki nema nokkur orð á stangli, og líklega hefði ég alls ekki átt að minnast á það. Nicholas Edmonds varð órótt út af uppnám- inu, sem þessi orð hans höfðu vald- ið. — Mér skildist, að þetta væri komið i lag aftur. En miödegisverðinum lauk svo, að hvorki dr. Pembridge né að- stoðarlæknirihn komu inn í borð- salinn. — Ég skil þetta ekki, sagði Claire og tók undir handlegginn á Jenny, er þær gengu frá borðinu. — Ég vona, að ekkert hafi orðið að Kingsley. Jenny veittist erfitt að stilla sig um aö segja, að það væri þó öllu verra, ef eitthvað hefði orðið aö dr. Pembridge. Og henni gramdist við sjSífa sig fyrir að hafa látiö hitann gera sig ðþölna. geta látið sér kólna. Og það var þar, sem dr. Pembridge fann þær hálftíma siðar. — Doktor Pembridge! Claire spratt upp úr stólnum. — Er Kings ley ... er ekkert að honum? — Það er ekkert að honum, ung- frú Elstrone, sagði hann rólega og brosti. — Carr var ekki einu sinni nærri þegar þetta gerðist. — Hvað gerðist? spuröi Jenny. — Önnur hjúkrunarkonan datt, og því miður var hún meö bakka með meðalaglösum og mæliglösum í höndunum- Hún skarst á hægri hendi og handlegg og henni blæddi talsvert mikiö. En nú höifum við bundið um sárin, og henni líður vel. — Hún verður þá frá verki fyrst um sinn, sagði Jenny. — Já, því miður dálitla stund. — Mér var að detta í hug, hvort ég mætti tala nokkur orð við yður, ungfrú Creighton? Það er í emb- ættiserindum, sagði hann svo, tii þess að Claire skyldi ekki misvirða, að hann tæki Jenny á eintal. Claire brosti og dró sig strax í hlé. Jenny og Pembridge færðu sig aftar á þilfarið. — Þetta er talsvert alvarlegra en ég lét í veðri vaka, sagði hann und- ir eins og þau voru oröin ein. — Vöðvasin kubbaðist sundur og hand leggurinn er yfirleitt illa leikinn. Ég er hræddur um, að Dora hjúkr- unarkona verði frá vinnu tvo mán- uði í skemmsta lagi. Og hún var miklu duglegri en hin stúlkan, sem nú er sú eina, sem ég hef til að- stoðar núna, þegar sá hkiti ferðar- innar er aö hefjast, sem venjulega er erfiðastur fyrir læknana. — Skelfing er þetta leiðinlegt. Get ég ekki hjálpað yður? spuröi Jenny. — Ja, það er nú vitanlega þvert ofan í allar reglur, og skipstjórinn verður að ráða því, en setjum nú svo, að það væri hægt — gætuð þér þá hugsaö yður að fórna flest- um frístundum yðar alla leiö til Colombo og unnið að hjúkrun hjá mér? sagði Pembridge. — Unnið að hjúkrun hjá yður? Gleðinni og metnaðinum sem greip Jenny varð ekki með orðum lýst. — Ef yður finnst það ekki of mik il fóm, flýtti harin sér að bæta við. — Ég skil yöur vel þó að þér... — Ég vil gjaman gera það! sagði Jenny hrifin. — Mjög gjaman, dokt or Pembridge. Hún hefði ekki getað lýst, hve freistandi henni fannst þetta, — og hvers vegna. En hitt vissi hún, að henni fannst enginn staður um borð jafnheillandi og sjúkradeildin. Ekki þilfarið, ekki danssalurinn, jafnvel ekki lúxusklefamir, sem þær Claire vom í saman höfðu sama aðdráttarafl og sjúkradeildin. — Ágætt! Þakka yður innilega fyrir þetta. Pembridge virtist þakk- látur. — Nú ætla ég aö tala við skipstjórann og fá samþykki hans til þess að gera þetta. Þetta er neyðarráðstöfun, en ég veit að hann fellst á hana, ekki sízt þegar ég segi honum, að þér hafið verið hjúkrunarkona hjá mér í St. Cat- herinei Róðið bitonum sjStf með .... Með BRAUKMANN hitastilli 6 hvcrjum ofni getiS þér sjélf ókvcð- iS hitdstig hvers herbergis —• BRAUKMANN sjólfvirkan hitastilli er hægt aS setja beint á ofninn eða hvar sem er ó vegg í 2ja m. fjarlægS fró ofni SpariS hitakostnaS og aukiS vel- líðan ySar BRAUKMANN er sérstaklega hent- ugur á hitaveitusvæði Knútur Bruun hdl. iögmannsskrifstofa Grettisgötu 8 II. h. Sími 24940. Plötuspllari ti! sölu Til sölu sjálfskiptur Garrard plötuspilari með hátalara. Uppl. í síma 33715 eftir kl 7 á kvöldin — HÚSNÆÐI ÓSKAST Viljum taka á ieigu rúmgott húsnæði fyrir afgreiðslu blaðsins á góðum stað í miðborg- inni. Tilboð óskast send Auglýsingadeild Vísis sem fyrst. Hvprug þeirra var upplögð til að darisa um kvöldið, svo að þær fóru upp á þilfariö í þeirri von að —--------------------------------------------------■■■■■ •" „Það veröur gaman aö sjá upplitið á „Flugbáturinn ætti aö vera kominn Á rneöan fylgir lítil vopnuð vera á Wace lögregluforingja, þegar ég segi hon- aö noröan núna“. eftir Tarzan. um frá smygluön górillunni".

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.