Vísir - 17.08.1967, Blaðsíða 1

Vísir - 17.08.1967, Blaðsíða 1
i 1 • V 'i Smjörfjallið hækkar á ný Rúml. 300 lestum landað úr Júpiter — Egill Skallagrimsson kemur i dag — Dágóður afli togaranna Nú er verið að landa úr togar-1 Um kl. 12.30 í dag kemur1 Egill anum Júpiter í Reykjavik, en hann Skallagrímsson til Reykjavíkur og j kom hingað til Reykjavíkur í fyrra- mun leggja afla sinn á land hér. dag. Afli hans er um 300 lestir. | Ekki er enn vitað hve afli hans er mikill en hann er mestmegnis karfi. Hefur Egill veriö á heima- miðum, að því er útgerð skipsins upplýsti f morgun. Afli togaranna hefur verið dágóð ur undanfarið og það sem af er ágústmánuði hafa rúmlega 2000 lestir borizt á land í Reykjavík. — Hefur sá afli farið til vinnslu í frvstihúsum borgarinnar. Aflinn hefur mestmegnis verið karfi. kunnugt er fariö síminnkandi, og voru ekki orðnar nema 492 tonn 1. iúní. Um siðustu mán- aðamót voru birgðimar orðnar 648 tonn, sem er 156 tonna aukn ing. Sú aukning er þó minni, en á undanförnum árum á sama árstíma. Vegna þeirra ráöstafana, sem gerðar höfðu verið til þess að lækka smjörfjallið með lækk un smjörverðs og aukinni fram leiðslu osta og nýmjólkurdufts minnkuðu birgðirnar ört. Um síðustu áramót voru þær orðnar 340 tonn og minnkuðu jafnt og þétt þar til 1. júní að þær voru orðnar aöeins 492 tonn. Þá hækkaði smjörfjallið aftur. Slíkt á sínar orsakir að rekja til þess, að margir bændur hafa stefnt að því að kýr þeirra bæru á vorin og því verður nyt- in úr þeim mest á sumrin. Svo hefur og aukizt mjólkurfram- leiðslan þegar kýmar komu úr fjósum eftir veturinn og á gras- ið. Framleiösluaukning smjörsins er þó minni í sumar en mjög undanfarin sumur enda ekki framleitt meir af því en brýn- asta nauðsyn krefur. I stað þess hefur verið lögð áherzla á fram- leiðslu osta og nýmjólkurdufts. Haraldur ríkisarfi fór í reiðtúr í Kollafirði í morgun Nú er hinni opinberu heim- sókn Haralds riklsarfa senn lok- ið og mun hann fljúga til Nor- i-gs siðdegis á morgun. Fyrir hádegi í dag var dagur- inn frjáls, og fór Haraldur í reið- túr snemma i morgun uppi við KoIIafjarðarrétt á Kjalarnesi. Klukkart 4 í dag verður honum haldið boö í norska sendiráðinu, og verður boðið þangað ýmsum Norðmönnum búsettum hérlend- is. I kvöld verður siðan haldlð kveðjuhóf fyrir rikisarfann. Á morgun mun hann snæða há- degisverö i Nausti, en síðan fljúga frá Keflavíkurflugvelli kl. 15.20. Smjörblrgðimar hafa aukizt í sumar, en þær höfðu eins og ÞÆR STUTT KLÆDDU \ s • Þessar laglegu stúlkur heita • Ragnhildur Bender (t. v.) og J Guðrún Þórðardóttir og eru 18 J ára. Þær sögðu í stuttu spjalli « að þær ætluöu að vera 18 ára J næstu 4—5 árin. Uppáhalds- J hijómsveit þeirra er Rolling • Stones og þær skemmta sér aö- J allega í Glaumbæ. Þær eru ný- • komnar frá London og eru mjög • hrifnar af síðu tízkunni ( til að J geta aftur farið að lyfta pils- • faldinum með árangri). Sérstök • athygli skal vakin á fótabúnaöi J Guðrúnar, en hann hefur verið • nefndur ýmsum nöfnum, eins og: • Jesúskór, sænskir skór, víkinga- J skór, þvengjaskór, ballettskór, • bandaskór o. fl. o. fl. • 57. árg. - Finyntudagur 17. ágúst 1967. - Verða nótaveiðarnar í Þistilfirði kærðar? Um þessar mundir stendur yfir athugun á því, hvort dæma beri ólögmæta nótaveiðina, sem að und- anfömu hefur verið stunduð í Þist- ilfirði. Fjölmargir bátar hafa verið þama að veiðum með nót og fengið mikinn þorskafla. Útgerðarmenn á Þórshöfn hafa hins vegar farið þess á leit að veiðamar verði stöðvaðar þegar í stað, þar sem bátamir séu með smáriðnar nætur og ausi þeir því upp miklu^ af smáfiski, en þama eru mikiívægar þorskupp- eldisstöðvar. Möskvastærð þorskanóta á að vera 110—120 mm og er bannaö að nota aðra möskvastærö við þorsk- veiðar. Varðskip var sent til þess að athuga veiðarnar og veiðarfæri bátanna og er nú beðið eftir niður- stöðum þeirrar athugunar og mun Landhelgisgæzlan væntanlega kæra veiðamar til sýslumannsins eystra, ef þær þykja ólögmætar. Bátarnir, sem veiðarnar stunda, eru flestir af stæröinni 50—60 tonn og hafa verið á ufsaveiðum í sum- Framhald á bls. 10. Svifnökkvinn á leið upp á Krosssand. — Frétt um fyrstu reynsluferðina er á baksíðunni. IBM STOFNAR ÚTIBÚ Á ÍSLANDI — Búast má v/ð aukinni þjónustu og notkun rafreikna og skýrslugerðarvéla Hið heimsþekkta bandaríska stórfyrirtæki IBM World Trade Corporation hefur stofnað útibú á íslandi. Fyrirsvars- maður fyrirtækisins á íslandi er Ottó A. Michelsen í Reykja- vík, en hann hefur áður verið umboðsmaður fyrir IBM á Íslandi. Frá þessu er sagt í nýjasta Lögbirtingablaði, sem Vísi barst í morgun. Hér á íslandi mun fyrirtækið starfa að hvers konar skýrsluvélaþjónustu, þar á meðal leigu og út- vegun á skýrsluvélum og rafreiknum. IBM hefur sett á stofn útibú í flestum löndum heimsins, og hvar vetna prýða hinar glæsilegustu stór byggingar fyrirtækisins borgir. — Mun Ottó A. Michelsen hafa veriö eini umboðsmaður IBM I öllum heiminum, því að í öllum öðrum löndum, sem fyrirtækið starfaði í, hafði það útibú. í hinu nýja útibúi hér á landi eru 5000 hlutir og stofn höfuðstóll er $15000 eða um 6 milljónir og 750 þús. fsi. kr. Hluta- fjársöfnun er lokið og allt hlutafé greitt. Ekki er vitað, hvort hið nýja form fyrirtækisins býður upp á breytta þjónustu eða ekki, en þó er lfklegt að svo sé. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa boöað blaðamenn á sinn fund kl. 15.30 f dag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.