Vísir - 17.08.1967, Page 3
VISIR. Fimmtudagur 17. ágúsi 1967.
3
l
\
!
í síðastaleik milli trjánna í Reykholti.
Þessar stúlkur sungu Snatavísur á kvöldvökunni,
Það hefur löngum verið eitt
mesta tilhlökkunarefni kaup-
staðabarna þegar prófum lýkur
á vorin að komast „í sveitina“.
Sum hafa farið i heimsókn
tll skyldmenna, sem búa í sveit,
en önnur dvalizt aUt sumarið á
sveltaheimilum og hjálpað til
við sveitastörfin. Á síðustu ár-
um hefur gerzt æ erfiðara að
koma börnum á sveitaheimili,
en betta hefur þó verið bætt upp
með ýmiss konar sumarbúðum
fyrir böm. Hefur Þjóðkirkjan
haft langflest böm á sínum veg
um í sumarbúðum, á þessu
sumri um 550 böm.
Við áttum stutta heimsókn í
Reykholt, og leyfði sumarbúða-
stjórinn, sr. Ingólfur Guömunds-
son okkur að taka nokkrar
myndir af bömunum við
Ieik og störf. Þegar við komum
vom telpumar að ljúka við
kvöldverðinn og var sungiö há-
stöfum í borðsalnum: „Allur
matur á aö fara, upp í munn
og niðr’í maga ...“ Það vora
nefnilega nokkrar telpur sem
höfðu gleymt sér við matinn
og Iiöfðu ekki hálfloklð við
hann, þegar hinar voru búnar.
Var þetta síðan sungið þangað
til allar telpurnar höfðu lokiö
viö matinn sinn. Því næst var
haldið til kvöldyöku og sáu telp
umar um ýmis skeinmtíatriði,
söng, leik, upplestur og fleira.
Sýnd var kvikmynd og síðan
var útbýtt sælgæti, en öllu sæl-
gæti sem telpurnar fá sent er
safnað saman í kassa sem síðan
er borinn á milli þeirra á kvöld
vökum. Eftir bænastund og
kvöldkaffl þyrpast telpurnar
upp á ganginn, þar sem herberg
in þeirra eru. Við spurðum
nokkrar hvernig þeim likaði í
Reykholti og svöruðu þær full-
um hálsi: „Það er svo ægilega
gaman, vtð fengum að sjá
krónprinsinn í gær og á morgun
föram við kannski í berjamó“.
Eftir heilmikinn hamagang við
að þvo sér og bursta tennur
féll allt í ljúfa löð og klukkan
ellefu IfoyrSist ekkert hljóð á
ganglnum og telpurnar voru
steinsofnaðar eftir önn dagsins.
Við Snorralaug.
HEIMSÓKN í REYKHOLT