Vísir - 17.08.1967, Page 5
V1 SIR . Fimmtudagur 17. ágúst 1967.
Skólatöskur og hryggskekkja
. H
Allf of bungar skólat'óskur, bornar nákvæm-
lega á sama hátt frá ári til árs, geta verið
orsök hryggskekkju
Nú fer senn að líða aö því
að yngstu bömin setjist á skóla
bekk og margur snáðinn bíður
spenntur eftir að fá að fara með
mömmu að kaupa fyrstu skóla-
töskuna.
Margar mæður kaupa skóla-
töskur handa börnum sínum án
þess að hugsa um annað en út-
lit og sliteiginleika töskunnar,
en eitt þýðingarmesta atriðið
þegar keypt er skólataska er þó
hvemig hún skal borin og hvort
gerð hennar sé heppileg fyrir
bak barnsins.
Álitið er að fjöldi skólabama
fái hryggskekkju af rangri
notkun skólataska, og er vissu-
lega ástæða til að mæður gefi
þessu gaum. Aðalatriðið er að
börnin beri töskuna ekki eins
frá degi til dags og ári til árs
og t. d. handtöskurnar, sem
eldri böm nota mikið, á að
bera til skiptis í hægri og vinstri
hendi. Ef taskan er að stað-
Það mun vera
mikið í tízku,
að halda á tösk-
unum á þennan
undarlega máta,
en þetta er tal-
ið mjög óæski-
legt, sérstaídega
fyrir háisliðina.
aldri borin aðeins öðrum megin,
skekkjast axlimar og hryggur-
inn, og það getur tekið mörg
ár og mikla fyrirhöfn að lækna
hryggskekkjuna. Sama er aö
segja um töskur, með hliöaról,
bað er nauðsynlegt að taskan
sé ekki alltaf borin öðrum meg-
in. Einnig er vert fyrir mæður
aö athuga, að það dugir ekki
að ætla að kaupa tösku sem
endist allt frá 7 ára bekk og
upp í 12 ára bekk. Það er að
vxsu skiljanlegt, að fólki þyki
dýrt að þurfa oft að kaupa nýj-
ar töskur, en þegar heilsan er
annars vegar, borgar það sig
ekki að horfa í peningana. Hér
á götunum hefur maöur séð
böm sem eru að byrja x' skóla
og hafa ekki nema tvær til þrjár
bækur og pennastokk með sér
í skólann, með töskur, sem taka
að minnsta kosti 20 bækur og
eru allt of þungar fyrir svona
lítil böm. Böm sem aldrei hafa
borið neitt á bakinu, en þurfa
allt í einu aö ganga kannski upp
undir klukkutíma á dag, sex
daga vikunnar með byrði á bak-
inu, mega ekki byrja á að bera
of þungar töskur. Bakiö verður
smám saman að venjast tösk-
unni, og eftir því sem bækurnar
verða fleiri og byrðin þyngri
styrkist bakið. Það er álitið, að
sterk og hraust börn þux-fi eng-
an skaða aö hljóta af þessu,
ef aðeins er gætt vel að því að
töskurnar séu bornar rétt. Væri
vissulega ástæöa til að leikfimi-
kennarar tækju að sér að leið-
beina börnum um þetta í tímum
Þetta er eitt af því sem kemur
hvaö mest inn á þeirra svið og
ætti að vera hægur vándi að
sýna börnum rétta og ranga
meðferö skólataskanaan. Að
vísu fá yngstu börnin enga
leikfimikennslu en kennarar
ættu þá að útskýra þetta fyrir
þeim. Ef til vill eru baktöskurn-
ar, sem einnig er hægt að halda
á í hendinni, heppilegastar.
Bezt er að taskan sitji fast að
bakinu og ólarnar eiga að vera
breiöar og mjúkar. Yfirleitt er
plast ekki heppilegt I ólar, þar
eð það verður oft mjög hart
í frosti. Ýmis gerviefni geta ver
Stóru töskurnar, sem bornar eru
í hendinni, á að hafa til skiptis
£ hægri og vinstri hendi.
Töskurnarj sem bornar eru á
bakinu, eru taldar hvað heppi-
legastar fyrir skólabörnin.
ið æskileg en þau eru yfirleitt
þægileg í hirðingu og mjúk. Lás-
ar og allt, sem er úr málmi þarf
aö vera ryðfrítt, þar sem skóla-
taskan þarf aö þola hvers kyns
veöur og meðferð.
Þegar mæður fara með börn
sín að kaupa skólatösku í fyrsta
sinn þarf að láta bömin máta
töskurnar vel, hvort sem það
eru hliðartöskur eða baktöskur,
og útskýra vel fyrir þeim hvem
ig eigi að nota þær og síðan
fylgjast með að börnin séu ekki
með óþarfa dót í töskunni, sem
þyngir hana.
Nýjung i ullariðnaði:
Hreinsaður
lopi kominn
á markaðinn
lV'ýlega hefur Álafossverk-
' smiðjan hafið framleiðslu á
nýrri gerð lopa, hespulopa. Er
hann þveginn og mölvarinn og
mun sterkari og teygjanlegri
en lopinn, sem hingað til hefur
verið notaður. Engin lykt er af
hespulopanum, og hefur ullar-
olían verið hreinsuð úr honum.
Sendar hafa veriö á markaðinn
sérstakar umbúðir meö upp-
skrift af lopapeysu og hæfilegu
magni af lopa í eina peysu og
má gera ráð fyrir að þessi nýj-
ung eigi eftir að verða mjög vin-
sæl, þar eð helztu gallar lopans
virðast nú úr sögunni og hver
sem er ætti nú aö geta prjónaö
sér peysu.
Enginn vafi er á því, að ís-
lendingar eru einir um það að
hafa prjónað og heklað úr lopa
eins og hann kemur beint úr
lopavélinni. Um 1940 sáust
fyrstu lopapeysumar og urðu
þær fljótlega eftirsótt tízkuvara
og ferðamenn keyptu mikið af
handprjónuðum lopapeysum.
Margar konur hafa undanfarin
ár haft atvinnu af þv£ að prjóna
lopapeysur til útflutnings, og
em þær margar snillingar £ þess
ari iön. Til þessa hefur lopinn
verið seldur £ plötum og þá með
ullarolíunni í, svo að bæði hefur
verið af honum óþægileg lykt
og olían hefur smitað frá sér við
snertingu. Lengi hefur verið unn
ið að því að leysa þennan vanda
og hefur nú tekizt að vinna |:
lopann þannig, að þessa gæti
ekki en eigi að síður virðast
gæöi ullarinnar hvergi rýrna viö
hreinsunina. Pakkarnir, sem
sendir hafa verið á markaöinn,
eru með uppskriftum á ensku,
þýzku, dönsku og íslenzku, og
em sérstaklega æskilegir fyrir
þá sem eru óvanir að prjóna
lopapeysur.
Er sannarlega ástæða til að
fagna þessum nýjungum í ullar-
iðnaöinum og má búast við að
vinsældir lopans eigi enn eftir
að aukast bæði hér og erlendis.
Hér sjáum við lopapakkana, eins og þeir fást nú i verzlunum, með uppskrift og mynd af lopapeysu.