Vísir - 17.08.1967, Qupperneq 7
V1 S IR. Fimmtudagur 17. ágúst 1967.
morgun útlönd I mo'rgun útlönd í‘morgun útlönd 1 morgun útlcnn
Johnson og Kiesinger einhuga um að vinna
að vörnum og öryggi og réttlátum friði
I sameiginlegri yfirlýsingu var ekki minnzt á
fyrirhugaðan sáttmála til þess að hindra
útbreiðslu kjarnorkuvopna
Johnson Bandarikjaforseti og dr.
Kiesinger kanslari V-pýzkalands
lýstn yfir í gær síðd., að loknum við
ræðum, sem stóðu í tvo daga, að
þeir væru einhuga um að halda
áfram að vinna að vömum og ör-
yggi í hinum vestræna heimi.
I sameiginlegri tilkynningu var
getið viðræðuefnis, en ekki minnzt
á fyrirhugaðan sáttmáia til þess
að girða fyrir úthreiðslu kjamorku-
vopna. Er litið svo á, að þeir hafi
ekki náð einingu um þag mál. Dr.
Kiesinger ræddi einnig við Robert
McNamara landvamaráöherra USA,
sem sagði að viðræðunum loknum,
að hann vildi gjaman fara til V-
Þýzkalands á hausti komanda til
þess aö halda áfram viðræöum við
Schröder landvarnaráðherra V.-Þ.
í hinni sameiginlegu yfirlýsingu
segir, aö þeir séu sammála um að
vinna að því að draga úr þenslu í
heiminum, með því einu veröi rétt-
látur friöur tryggður og hægt að
leysa Þýzkal.vandam.. Ennfremur
að samstarf í V-Evrópu sé mikil-
vægt framlag í þágu heimsfriðarins
og velsældar þjóðanna.
Talið er, að Johnson hafi reynt
ag sannfæra dr. Kiesinger um, að
tillögur þær, sem Sovétríkin og
Bandaríkin munu leggja fram á af-
vopnunarráðstefnunni í Genf, verði
ekki til hindrunar notkun kjamorku
í friðsamlegum tilgangi.
í annarri frétt segir, að þeir John
son og Kiesinger hafi verið sam-
mála um, að öryggi Evrópu sé und-
ir bæöi Þýzkalandi og Bandaríkjun-
um komið, og skipulagning fram-
tíðarvama eigi að fara frarh inn-
an vébanda NATO. Ennfremur hafi
þeir verið sammála um að einhliða
ráðstafanir til þess að draga úr
vömum séu ekki til þess fallnar að
styrkja sameiginlega viðleitni
þeirra, að draga úr þenslu.
Talsmenn beggja segja þá ánægða
með árangurinn af viðræðunum. —
Von Hase, talsmaður Kiesingers,
sagði, aö engin ákvöröun hefði ver-
ið tekin um fækkun í vestur-þýzka
hemum og yrði ekki tekin án þess
að ráðgast við Bandaríkjastjórn.
Eftir þýzkum heimildum var einn
ig sagt, að ef til fækkunar kæmi
mundi hún ekki nema meiru en
15.000 af 460.000 manna herafla
landsins (V.-Þ.).
í gærkvöldi flutti dr. Kiesinger
ræðu á fundi I Blaðamannafélagi
Bandaríkjánna. Hann kvað þrjú
meginatriði vestur-þýzkrar utanrík-
isstefnu vera, að vinna ag einingu
Evrópu í vinfengi við Bandaríkin,
að hafa samstarf við Frakkland og
aö vinna traust A-Evrópu, sem væri
nauðsynlegt vegna framtíðar og ein-
ingar Þýzkalands.
í ræðu sinni kallaði hann það ó-
heppilegan orðróm, að ákvörðun
heföi verið tekin um fækkun í her
V-Þýzkalands um 60.000 menn.
Hann kvaðst viðurkenna, að gagn
rýni á aðild Bretlands að Efnahags-
bandalagi Evrópu hefði við nokkur
rök ag styðjast, en ekki nægileg
til þess að útiloka það frá samtök-
unum.
Brown rœðir við
norska fréttamenn
George Brown utanríkisráðherra
Bretlands ræddi í gær við frétta-
menn í Oslo.
Hann kvað það vera hagsmuna-
mál allra siglingaþjóöa. aö Súez-
skurður yrði opnaður sem fyrst.
Hann kvað hættur á útfærslu
Vietnamstyrjaldarinnar því meiri
því lengur sem drægist að leiða
hana til lykta og gerði grein fyrir
tilraunum brezku stiórnarinnar til
þess aö stuðla að friösamlegri
lausn.
Hann vildi engu spá um aöild
Bretlands að Efnahagsbandalagi
Evrópu. Bretar og Norðmenn
stefndu að sama marki varðandi
aðild, þótt vandamál þeirra hana
■arðandi væru áð sumu leyti ólik.
t
Mikiö magn af úraníum hefir
‘undizt á eyju við Noröur-Skot-
'andi, en, magn ekki. nægilegt til,
þess aö ráðizt yröi i vinnslu þess.
I
» HJÓN OG SJÖ
BÖRN ÞEIRRA MYRT
Kanadíska lögreglan leitar morð-
ingja, sem myrti bónda á afskekktu
sveitabýli í Saskatchewan, konu
hans og 7 börn. Af átta bömum
hjónanna er nú aðeins eitt eftir á
Iífi — fjögurra ára telpa.
» VIETCONG FYRIRSKIPAR
AÐ TRUFLA KOSNINGAR
Yfirstjórn Vietcong hefur fyrir-
skipaö skæruliðum sínum og stjórn
máladeildum, aö hefja baráttu til
truflunar og ónýtingar á kosning-
unum, sem fram eiga að fara 3.
september.
Fyrirskipað er að ráðast á kjör-
staði, myröa frambjóðendur og
hindra menn í að neyta atkvæðis-
réttar síns.
* ÁSAKANIR u THANTS
Á STJÓRN FÍLABEINS-
STRANDAR
U Thant framkv.stj. Sameinuðu
þjóöanna segir, að þrátt fyrir til-
raunir hans til þess að sleppt verði
úr haldi á Fílabeinsströndinni utan-
ríkisráðherra Guineu og fulltrúa
Guineu hjá Sameinuðu þ.ióöunum,
séu þeir enn í haldi þar, og sé
betta freklegt brot á alþjóðalöigum
og samþykktum. Mennimir hafa
verið í haldi síðan í júnf, er flug-
vél þeirra lenti á Fílabeinsstnönd-
inni, án þess að flug þangaö væri
áformað. ^
» 30.000 MANNS I
IIÆTTU í ALASKA
í Fairbanks í Alaska hefir orðið
að flytja burt meginþorra fbúanna
•’f völdum vatnavaxta.
Feiknatjón hefir orðiö þar á
mannvirkjum.
Kanoflugvelli í
Nígeríu lokað
Van Thieu og Ky hafa lofað Johnson
hátíðlega oð virða kos ningaúrslitin
Lokað hefir verið flugvellinum
við Kano f Norður-Nigeriu nema
fyrir herflugvélar. Hann er meðal
raestu umferðarflugvalla í Afríku.
Sambandsstjórnin. hefir snúið
sér til margra einkaflugfélaga á
Bretlandi til flutninga á hergögn-
l:ti til landsins, en flest hafa neitað.
Tilgátur hafa komið fram um, að
það sé vegna hergagnaflutninga,
sem flugvellinum hefir veriö lokað
— von væri á tveimur leiguflug-
■■'"um frá Bretlandi með riffla, og
er þar um afhendinsu að ræöa
nmkvæmt eldri samninsi. Afstaða
“ ■’zku stjörnarinnar er aö láta af-
• : 'otalausar hergagnasendingar til
-ambandslanda sé um vopn til
v' rnar aö ræöa.
Hersveitir frá Biafra (Austur-
riu) voru ? gær komnar inn
í Vestur-Nigeriu, en fyrri fregnir
hermdu að Miðvestur-Nigeria væri
á valdi Biafrahersveita.
í útvarpi frá Biafra í gærkvöldi
var sagt, aö baráttan milli Biafra
og sambandsstjórnar Nigeriu væri
vandamál, sem hin „svarta Afríka“
j.-ði að leysa, ef takast ætti að
varðveita Einingarsamtök Afríku
(OAU). Því áðeins að þau leysi
vandann sé tilvera þeirra réttlæt-
anleg.
Leiðtogar OAU koma saman til
fundar í Kinshasa í næsta mánuði.
'— Sambandsstjórn Nigeriu er mót-
fallin, að styrjöldin í Nigeriu verði
Þar á dagskrá.
Biafra-útvarpiö sakar Gowon of-
ursta um aö hafa hafnað miðlunar-
tillögum frá þremur ríkjum Afríku:
Eþíópíu. Lfberíu og Kongó.
í frétt frá Washington segir, að
! Johnson forseti hafi lagt að þeim
I van Thieu og Ky ag gera allt sem
1 unnt er til þess að kosningarnar
J 3. september fari heiðarlega fram
I í hvívetna.
I Hafa þeir lofað honum því hátíð-
lega að virða kosningaúrslitin,
hvernig sem þau verða.
Johnson forseti hefir sagt, að
hann líti svo á, að hér sé um mikið
alvörumál að ræða, og treysti hann
á að staðið verði við hin hátíðlegu
loforð.
Við getum ekki, sagði hann, gefið
ungri þjóð, sem á í styrjöld, stefnu-
fyrirmæli, en við getum gert kröfu
til — og ber að gera kröfu til — að
stigið verði hvert það skref sem
nauðsynlegt er, ti’I öryggis því, að
þjóðarviljinn komi í Ijös, og aö allt
verði eins flekklaust og frekast er
unnt.
gr
Utsala á karlmannaskóm
Seljum fjölmargar gerðir fyrir
kr. 298. — og kr. 398. —
SKðBIÍÐ AUSTURBÆMEt
Laugavegi 100.
MHHKm.