Vísir - 17.08.1967, Qupperneq 8
i
VI SIR . Fimmtudagur 17. ágúst 1967.
VÍSIR
Ctgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR
Framkvæmdastjöri: Dagur Jónasson
Ritstióri: Jónas Kristjánssoo
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson
Auglýsingan Þingholtsstræti 1, simar 15610 og 15099
Afgreiðsla: Hverfisgötu 55.
Ritstjórn: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 Ifnor)
Áskriftargjald kr. 100.00 fi mánuði innanlands
í iausasölu Kr. 7.00 eintakið
Prentauiðja Vfsis — Edda h.f.
\
Hverfi taka stakkaskiptum
Qaman er að sjá, hvílíkum stakkaskiptum hverfi
taka, þegar götur eru malbikaðar og gangstéttir lagð-
ar meðfram þeim. í stað aurs og ryks á víxl eru göt-
urnar hreinar og snyrtilega'r, hvemig sem viðrar. Og
áhrifin ná víðar. Húseigendur sjást tíðar í görðum
sínum. Þar sem áður var óradd lóð, er nú komin gras-
flöt, og þar sem áður var grasflöt era nú komnir runn-
ar og gerði. Menn fara jafnvel að mála húsin sín.
Þannig leiðfr hvað af öðra. Menn taka ekki eftir því,
hve ósnyrtilegar lóðir þeirra era og húsin illa máluð,
meðan götumar era í sama dúr, en vakna svo upp
við vondan draum, þegar þeir eru búnfr að fá renni-
slétt malbik heim að hlaði.
í sumar eins og nokkur fyrri sumur hefur verið
unnið af miklum myndarbrag við gatnagerð í Reykja-
vík. Malbikað er í hverju hverfinu á fætur öðru.
Vinnubrögðin virðast stöðugt sneggri og nýtízku-
legri. Frágangur gatnanna virðist betri en áður. Þá
sat stundum á hakanum gerð kanta og gangstétta,
en í sumar virðast slíkar framkvæmdfr meiri en
nokkru sinni áður. Þær era ekki síður mikilvægar en
gatnagerðin sjálf og skipta mjög miklu máli fyrir ör-
yggi í umfe’rðinni. Dæmi era til þess, að slysum hafi
stórfækkað á þekktum slysastöðum við tilkomu
kanta og eyja á götunum. Einn liður er samt enn van-
ræktur sem fyrr. Það er merking gatnanna. Nú þegar
götur era orðnar með fleiri en einni akrein í hvora
átt, er þessi merking orðin nauðsynlegri en áður.
Væntanlega verður bætt úr þessu ekki seinna en við
tilkomu hægri aksturs hér á landi næsta vor.
Malbiksgöturnar sækja stöðugt á malargötumar,
svo ört gengur malbikunin. Þá era nú allar götur upp-
haflega gerö^r þannig, að með tiltölulega litlum tilfær-
ingum má síðar setja á þær malbikslag. Er það mikil
breyting frá því sem áður var, þegar rífa varð hverja
götu upp fyrír malbikun með æmum tilkostnaði.
Nær allar slíkar götur í borginni hafa þegar verið mal-
bikaðar, þannig að malbikun þeirra gatna, sem eftir
era, verðu’r tiltölulega aðgengileg. Með sama áfram-
haldi munu ekki líða mörg ár þangað til malbikaðar
hafa verið allar götur vestan Elliðaár, en stefnt er að
því markmiði, að búið sé að malbika nýjar götur, áð-
ur en byggingaframkvæmdir hefjast við þær.
Eftir því sem menningarbragur Reykjavíkur eykst
hraðari skrefum, verða viðbrigðin meiri, þegar komið
er út fyrir borgina og í aðra bæi. Menn bölva oftar
en áður rykinu á þjóðvegunum og taka betur eftir
leiðindabrag á útliti sumra bæja og kauptúna. En með
Reykjavík sem fyrirmynd má vænta þess, að önnur
sveitarfélög taki fleiri og fleiri til óspilltra málanna
við varanlega gatnagerð og almenna fegrun sveitar-
félaganna.
))
Fyrsta opinber heimsókn dr.
Kiesingers til Washington
Þegar þessar Hnnr eru ritaöar
er lolrið fyrstu heimsókn dr.
Kiesingers kanslara V-Þýzka-
lands ttl Washington, en ekki
að fullu kunnugt um árangurinn
af bennL Þtfc var fyrirfram vit-
að, að vamir Norður-Atlants-
hafsbandalagsins yrðu höfuðmál,
einknm vegna spamaðaráætlun-
arinnar mlklu í V.-Þ., sem af leið
ir, að framlag til landvama er
minnkað og þvl dregnr úr vöm-
um að mun. Eftir fundina í fyrra
dag sögðu þeir Johnson og dr.
Kiesinger, að þeir væra sam-
mála um, að lokaákvarðanir
varðandi fækkun í hersveltum
þeirra og annað, sem áhrif hefði
á vamtmar, skyldu ræddar við
hin NATO-löndin ýtarlega, áður
en þær kæmu til framkvæmda.
Kurt Georg Kiesinger fór
vestur um haf í venjulegri áætl-
unarflugvél. Ráðgert hafði verið,
að hann færi fyrr í sumar, en
hann og Willy Brandt utanrikis-
ráðherra frestuðu förinni ein-
mitt vegna hinnar umdeildu
spamaðaráætlunar, sem koma
þurfti í höfn, en það tókst sem
kunnugt er, og voru útgjöldin á
fjárhagsáætluninni fyrir 1968
lækkuð um 6.3 milljarða marka.
— Sú skoðun hefir komið fram
að dr. Kiesinger muni reynast
erfitt að sannfæra Johnson um
að fjárhag Vestur-Þýzkalands sé
svo illa komið, að lækka verði
útgjöldin til hersins (Bundes-
wehr) um 2 milljarða marka á
næsta ári.
Um spamaðaráætlunina
voru hvassar deilur I V.-Þ.,
áður en hún komst í höfn, og
harðastur gagnrýnandi henn-
var, sem að líkum lætur,
Georg Schröder vamarmála-
ráðherra, sem með stuttum
fyrirvara varð að fresta fyr-
irhugaðri ferð til Bandarikj-
anna.
„En áður en Schröder beið
ósigur í orrustunni". segir í
grein í Aftenposten í Osló, „mun
hann, að því er haldið er fram,
hafa aðvarað NATO og Banda-
ríkin sérstaklega við afleiðingum
þess, að fækkað yrði í her Vest-
ur-Þýzkalands um 60.000 menn.
Kiesinger, sem varð það á, að
tilkynna ekki helztu bandamönn
um V-Þjóðverja um áformin fýr-
irfram, reyndi síðar að fullvissa
Johnson um, að spamaðurinn
mimdi ekki hafa þau áhrif, að
draga myndi úr getu V.-Þ. tli
vama. Og rétt fyrir seinustu
helgi var fná því greint í Bonn,
hvemig þetta mætti gera, þrátt
fyrir niðurskurð á fjárframlög-
um til vama“.
En vandamálin
eru fleiri...
„En vandamálin eru fleiri“,
segir í sömu grein. „Varnamál-
in og herinn eru áðeins eitt
vandamála V.-Þ., og munu hin
vandamálin einnig verða rædd í
Washington".
En vamamálin eru höfuðmál-
in með tilliti til vamarstefnu N-
Atlantshafsbandalagsins á næstu
áram og tllraunanna til þess að
draga úr þenslu í sambúð land-
anna í austri og vestri. Óbeint
heflr svo styrjöldin í Vietnam
sin áhrif.
Þungar byrðar.
Byrðar Bandarikjanna I SA-
Asíu eru svo þimgar, að Banda-
ríkin vilja gjaman, að Vestur-
Þýzkaland taki að sér nokkum
hluta hlutverks Bandarikjanna í
Þýzkalandi. Mikllvægi vestur-
þýzkra vama hefir aukizt að
verulegum mun síðan Frakkland
dró sig i hlé frá heraaðarlegu
samstarfl NATO. Og samkv.
áformum NATO ætti ekki að
minnka í her V.-Þ., heldur f jölga
f honum. 1 Bundeswehr em nú
460.000 hermenn og NATO vill
að 1971 verði í'honum 508.000.
Þetta er ókleift vegna sparaað-
arins, og í höfuðstöð NATO
óttast menn, að önnur aðildar-
riki freistist til þess að fara að
dæmi V.-Þ. Spamaðaráætlun
Bonnstjóraarinnar lelðir þannig
af sér, að breyta verður áætlun-
inni um vamir NATO á þeim
tíma, er Bandaríkin ætlast til, að
hinar bezt stæðu bandalagsþjóð-
ir þeirra taki á sig auknar vama
byrðar í Evrópu, og það getur
orðið erfitt fyrir Kiesinger, að
sannfæra Johnson um réttmæti
stefnu Bonnstjómar, og einnig
verði erfitt fyrir hann að út-
skýra fyrir honum nokkuð
breytta og sjálfstseðari afstöðu
í utanrikismálum gagnvart de
Gaulle og til hinnar nýju stefnu
gagnvart Austur-Evrópu, sem að
ýmsu leyti er hliðstæð þeirri
stefnu, sem de Gaulle hefir boð-
að“.
Bætt sambúð —
í greininni er bent á, ag á
stuttum stjómartíma Kiesingers
hafi komizt nokkur hreyfing á
Þýzkalandsmálið, eftir kyrrstöð-
una á stjórnartíma Adenauers,
og sé það vegna viðleitni Kies-
ingers, og sé hún raunar líka í
samræmi við viðleitni Banda-
ríkjastjómar til bættrar sambúð
ar við Sovétríkin, og þess vegna
hafi komið fram ágizkanir um,
að dr. Kiesinger muni reyna að
fá úr þvi skorið, svo að ekki
verði um villzt, hver sé I raun-
inni áhugi Bandaríkjanna á
lausn Þýzkalandsvandamálsins.
Kanslarinn mundi þá að líkind-
um benda á, að ef dregið yrði
úr vömum svo sem sanngjamt
þætti, myndi það leiða til þess,
að áfram miðaði að því, að upp-
ræta þenslu milli austurs og
vesturs. Jafnframt er bent á,
aö Kiesinger verði ag rara vai-
lega og gæta þess, að útgjalda-
Dr. Kiesinger
lækkun vegna mannfækkana 1
Bundeswehr verði ekki atriði I
samningum um afvopnunarsátt-
mála austurs og vesturs. „Tak-
ist Kiesinger ekki að draga úr
kvíða Johnsons forseta um af-
leiðingar spamaðaráætlunaririn-
ar á jafnvægisaðstöðuna f álf-
unni og framtíðarskuldbindingar
Bandaríkjanna, kann hún (spam
aðaráætlunin) ag koma Bonn-
stjórainnl illa um það er lýkur.
Vilja bandarískar her-
sveitir heim frá V.-Þ.
„Æ fleiri bandarískir stjórn-
málamenn aðhyllast þá stefnu
fyrir Bandaríkin, aö kveðja heim
hersveitir sinar frá Evrópu,
vegna Vietnamstyrjaldarinnar,
fjandsamlegrar afstöðu de
Gaulle til Bandaríkjanna og
vegna stefnu Breta varðandi
varnir austan Suezskurðar, en
hún leggur Bandaríkjunum ó-
beint þyngri byröar á herðar
þar eystra. Vestur-þýzkur spam
aöur getur orðið til þess, aö
auka fylgi einangrunarsinna i
Bandarikjunum, sem hefir veriö
vaxandi í seinni tíð, og þannig
ónýtt þá varnarhlíf, sem Vestur-
Þjóöverjar hafa leitaö sér skjóls
undir meðan þeir voru að ná sér
efnahagslega eftir styrjöldina.
Það verður lélegur árangur at
fyrstu heimsókn Kiesingers 'til
Washington, ef hann verður til
að auka þá þróun"
Þannig var ag oröi komizt i
niðurlagi greinat þeirrar, sei„
hér hefir veriö stuözt viö. Um
árangur at vióræðuVn dr Kies
ingers og Johnsons má sjá nán
ar á bls. I.
/
A. Th.
——IWITiTT*‘